Þjóðviljinn - 20.04.1982, Page 4

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 20. april 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Fréttastjóri! Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglysingar: Hildur Ragnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Iiúsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Kflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. L'tkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 81323 Prentun: Klaöaprent hf. Skyldusparnaöur á hátekjur • I síðustu viku var lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp um skyldusparnað á hæstu tekjur. Gert er ráð fyrir að um 95% framteljenda sleppi við þennan fyrirhugaða skyldusparnað# en af hverjum 100 fram- teljendum verði þeim 5 tekjuhæstu í hópnum gert að leggja til hliðar 6%teknasem fara yfir ákveðin mörk. • Því f jármagni/ sem ætlað er að afla með þessum hætti á samkvæmt frumvarpinu að verja til þess að auka ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs ríkisins og hækka lánveitingar til þeirra sem byggja eða kaupa sér íbúð í fyrsta sinn. • Frumvarp þetta felur ekki í sér neina eignaupp- töku hjá þeim tekjuhæstu og ekki heldur nýja skatt- lagningu á þá sem hæsta>hafa tekjur, — heldur aðeins það, aðhinum50tekjuhæstuaf hverjum þúsund fram- teljendum skuli gert að leggja svolitla upphæð til hliðar, sem þeir svo fái endurgreidda með fullri verðtryggingu og vöxtum eftir rúm þrjú ár. Og f jármagnið er sem áður sagði ætlunin að nota í því skyni að greiða nokkuð úr vanda þeirra þjóðfélagsþegna, sem oftast eiga við hvað mestan f járhagsvanda að glíma, unga fólksins, sem er að koma sér upp íbúð í f yrsta sinn. • Barnlaus einstaklingur með 150.000,- krónur í árs- tekjur í fyrra þarf ekkert að greiða í skyldusparnað samkvæmt frumvarpinu. Ekki heldur barnlaus hjón með kr. 200.000,- í árstekjur 1981. Barnlaus hjón með jafnvel allt að 300.000,- krónur í árstekjur 1981 kynnu að sleppa við þennan skyldusparnað samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, en það fer þó eftir tekju- skiptingunni á milli þeirra. Hafi menn svo börn á framfæri sínu hækkar skyldusparnaðarmarkið enn um kr. 10.000,- fyrir hvert barn (og er þá miðað við tekjuskattsstofn). • Af þessum tölum sjá menn glögglega að hér er ekki verið að leggja sparnaðarskyldu á neina venju- lega múgamenn með miðlungstekjur eða lægri. • Miðað við framreiknaðar tekjur á þessu ári má ætla að 300.000,- króna árstekjur á síðasta ári sam- svari um 35.000,- kr.i mánaðartekjur nú á árinu 1982. • Þarf einhver að hrökkva við þótt barnlausum hjónum með slíkar hátekjur sé gert að spara skamma hríð 6% af tekjum umfram þetta mark? Ætti ekki allur þingheimur og þjóðin upp til hópa að fagna slíkri ráðstöfun, og þess þá heldur, þegar sparnaðinn á eingöngu að nota i því skyni að greiða úr vanda þess fólks sem er að koma upp sinni fyrstu íbúð? • Á síðasta ári jókst einkaneysla á landi hér enn um 5% samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar og hefur aldrei í sögunni verið meiri. Samkvæmt upplýs- ingum framkvæmdastjóra Kaupmannasamtakanna í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði jókst veltan í smásöluverslun hér á landi um 10—12% á síðasta ári að raungildi. Bílainnflutningur og utanlandsferðir hafa að undanförnu verið meiri en nokkru sinni fyrr. Skemmtistaðir þjóta upp og virðast allir stórgræða. • Hverjir eru það sem halda uppi allri þessari eyðslu í þjóðfélaginu? — Það er ekki lágtekjufólkiö í landinu, ekki Sóknarkonurnar eða Iðjufólkið, eða lægst launaðir opinberir starfsmenn. Það er ekki heldur það unga fólk, sem berst við að koma sér upp sinni fyrstu fbúð. Þetta fólk hefur ekkert fé af lögu til að auka smásöluverslunina, bilainnflutninginn og utanlandsferðirnar. • Skyldi hitt ekki vera Ifklegra, að þau 5% fram- teljenda, sem hæstar hafa tekjurnar og nú er lagt til að skuli spara nokkrar krónur eigi hlut að óhófs- eyðslunni þar sem hún er mest i okkar þjóðfélagi. • Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra hefur minnt á í blaðaviðtali, að f rumvarp það sem nú hef ur verið flutt um skyldusparnað er reyndar í ýmsum greinum mildara en þau lög sem sett voru um skyldu- sparnað í ríkisstjórnarárum Geirs Hallgrímssonar. Þá var upphæðin 10% af tekjum yfir ákveðnu marki nú 6%. Þá var féð bundið til f imm ára, nú til liðlega þriggja ára. • Þetta ættu stjórnarandstæðingar að rif ja upp áður en þeir hrópa um bölvun skyldusparnaðar á hátekjur. — k. j Hreingerningin „Reykvikingar ganga til j einhverra sögulegustu borg- Iarstjórnarkosninga sem um getur 22. mai nk. Það skiptir þá miklu að þeir valkostir, t sem um er kosið, liggi ljósir Ifyrir,” segir i Reykjavikur- bréfi Morgunblaðsins. Og áfram er haldið á þennan , veg: I,,Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert hreint fyrir sinum dyrum hvað þetta varðar. f Kjósendur, sem hafa kynnt Isér stefnumið hans i borgar- málum, ganga ekki að þvi gruflandi, hvaö flokkurinn t hyggst fyrir, fái hann umboð Itil að fara með meirihluta- stjórn i borginni. Hann hefur'* og kynnt borgarbúum borg- , arstjóraefni sitt.” | Hógvær j stefnufesta | Þetta verður vart á annan , veg skilið en að stefna Sjálf- Istæðisflokksins i Reykjavik sé borgarstjóraefnið. Þvi ekkert bólar enn á stefnu- , skrá nema hvað heyra má Iofan i frambjóðendur að ætl- unin sé að snúa aftur til gamla ihaldstimans i einu og ■ öllu. Og hin hógværa stefnu- Ifesta beinlinis ljómar af Davið Oddssyni borgar- stjóraefni þegar hann svarar , spurningu Helgarpóstsins j Ium hvað Sjálfstæðisflokkur- I inn hyggist leggja áherslu á i I borgarstjórnarkosningun- ■ um: I,,Davíð Oddsson sagði þeg- I ar Helgarpósturinn ræddi viö , * hann, að kosningabaráttan i Iværi varla hafin að marki I enn og hann teldi ekki rétt að I hefja hana á yfirlýsingu i , ■ þessu blaöi.” ■ \ Bókmenntarýni! IFrambjóðendur annarra I flokka svara að sjálfsögðu I ljúfmannalega spurningu 1 , blaðsins. En hugsið ykkur j Ihógværðina ef og þegar I borgarstjóraefnið verður bú- I ið að vera borgarstjóri um 1 , hrið. IAnnars er ekki von að Davið Oddsson geti á þessu stigi sagt mikið um áherslu- 1 , atriði i kosningabaráttunni j Ieða stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hefur verið svo upptekinn að lesa kosninga- , bæklinga Alþýðubandalags- j Iins og kynningarrit Borgar- skipulags um ákvarðanir i skipulagsmálum að annað . J ■ hefurekkikomist að. bess er j Iþó að vænta að honum takist | að ljúka textarýni og bók- menntagreiningu þessara , ágætu rita fyrir kosningar. j klippt Stílþróun Það er fróðlegt að sjá hvernig tónninn i skrifum breskra blaða um Falklandseyjamálin hefur breyst á stuttum tima. Fyrstu dagna eftir innrás Argentinu- manna voru blöðin mjög herská — það kom ekki til mála annað en endurheimta eyjarnar, hvað sem það kostaði, frelsi Falk- landseyinga var öllu ofar. Og herskipin sigldu úr höfn. En eftir þvi sem þau hafa nálgast P'alklandseyjar hefur orðfæri allt breyst, það er að sönnu áfram talað um rétt Falklands- eyinga til að vera breskir þegnar, en það er bersýnilegt að breskir áhrifamenn eru mjög á báðum áttum um það, hve mikils virði Bretum eyjar þessar eru, hve mikið þær mega kosta og hvort að yfirhöfuð sé hægt að halda þeim úr órafjar- lægð við þær aðstæður sem nú gilda. Skyldur hér og þar Dæmi um svona skrif má sjá allmörg i siðasta Guardian Weekly. Meðal þeirra sem tekur til máls er Chalfont lávarður, fyrrum ráðherra, sem lýkur máli sinu á þessa leið: „Bresku stjórninni ber aug- ljóslega skylda til að ná eyj- unum aftur og tryggja lang- timahagsmuni eyjaskeggja, en hún er samt sem áður ekki skuldbundin til þess að fórna vegna óska þeirra (eyja- skeggja) stærri utanríkispoli- tiskum hagsmunum, sem varða öryggi og velferð ekki aöeins ibúa þessara eyja þar syðra heldur ibúa þessara hérna lika” (þ.e. Bretlandseyja). Þetta sýnist hálfgert huldu - hrútstal, en meiningin er sú, að það sé hægt að semja i ein- hverju formi um afsal yfirráöa- réttar yfir Falklandseyjum og um leiö tryggja aö ekki fari illa fyrir eyjaskeggjum. Fleiri greinar af þessu tagi eru á kreiki í sama tölublaöi Guard- ian, og svipaöur tónn er sleginn i leiðaranum. Guardian, og svipaður tónn er sleginn i leiðaranum. Allir eins? Haig utanrikisráðherra Bandarikjanna kemur mjög við sögu i þessu máli og er bersýni- lega i verulegri klemmu vegna þess að hann telur hvorugan deiluaðila sig hafa efni á aö móðga. Hin áhrifamestu blöð i Bandarikjunum eru ekki sér- lega hrifin af frammistöðu Haigs eða þá Reagans forseta i þessu máli. Til dæmis var New York Times mjög óánægt með það, að Reagan lýsti þvi yfir, aö „við erum vinir beggja”. Telur New York Times, að með þessu sé forsetinn aö gefa mjög „siö- spillta” mynd af sambandi Bandarikjanna við gamlan bandamann, Bretland, annars- vegar og hinsvegar rikis sem eigi að baki vafasamt daður við alræðisriki bæði á heimstyrj- aldarárunum og siðar. „Reagan virðist segja,” skrif- ar New York Times, „að þegar ráöist er á mann á götu úti og hann rændur, þá ætli hann aö koma á friöi án þess að gera upp á milli fórnarlambs og árásar- manns”! Washington Post hefur svo þetta um málið að segja: „Það versta við þetta (Falk- landseyjamál) er að hertaka eyjanna er framlag til alls- herjar stjórnleysis. Þegar her- valdi er beitt án tilefnis til að leysa deilu sem hægt væri að semja um eftir öðrum leiðum, þá getur það orðið smitandi. Þegar eitthvað slikt gerist og árásaraðilinn er ekki dreginn til ábyrgðar, þá hafa einnig þau riki tapað miklu er standa utan við deiluna — tapað að þvi er varðarmöguleikaá viðbrögðum i framtiðinni.” Tveggja fána lausn 1 Guardian er einnig vikið að tengslum Falklandseyjamáls- ins við landakröfur ýmissa rikja, þeirra á meðal Argentinu og Breta, á Suðurskautslandinu. En að niu árum liönum rennur út alþjóölegur samningur um þaö kalda en rika meginland sem sló á frest átökum um yfir- ráö einstakra rikja. 1 framhaldi af þessu er minnst á þá afgreiðslu sem deilur um Svalbarða fengu með samningi frá árinu 1920 og kallar Guard- ian þá lausn „dæmium eitthvað sem likist þeirra lausn undir tveim þjóðfáum sem tillaga hefur verið gerð um fyrir Falk- landseyjar.” Blaðið minnir á að samningur hafi náðst eftir lang- vinnar deilur um að Svalbarði tilheyri Noregi, en öll aðildar- riki samningsins um eyja- klasann hafi jafnan rétt til kola- vinnslu þar eða til oliu sem þar finnst. Auk þess er samið um að enginn vopnabúnaður sé á Sval- barða. Bretar og Bandarikjamenn hafa þennan rétt á Svalbarða, en Sovétmenn eru einir um að standa þar i kolanámi, fyrir utan Norðmenn sjálfa. Sam- býlið á Svalbarða er reyndar engu likt: þar sitja meðlimir fjandsamlegra hernaðarbanda- laga i nábýli og hafa margvis- legt samstarf upp á hvern dag. Það er bersýnilegt að greinar- höfundar I Guardian telja aö eitthvað svipað ætti að geta gerst á Falklandseyjum. ^b J^en Margrét min, er ekki óþarft að æsa sig upp bara út af þvi aö hann vinur okkar argentinski hrifsaöi til sin smábita af þessu hehe, heimsvcldi þinu? «9 sHoriö

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.