Þjóðviljinn - 20.04.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Síða 5
Þriöjudagur 20. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Rakowski: Við þorum ekki að sleppa Walesa. V araforsætisráð- herra Póllands: Umbóta- stefnan á sér enn von ,,Við sem stjórnum landinu verðum að koma aftur á við- ræðum við fölkið og gagn- kvæmu trausti. Ég held þvi ekki fram að meirihlutinn styðji okkur nií, en ýmislegt bendir til að fólk skilji æ betur hvers vegna við urðum að gera þetta”. Svo segir Rakowski, aðstoðarforsætisráðherra Póllands i fróðlegu viðtali við norska blaðamanninn Jahn Otto Johanesen, sem hefur skrifað mikið um mál- efni Póllands. I viðtalinu leggur Rakowski mikla áherslu á að réttlæta setn- ingu herlaga með tilvisun til þess að annars hefði allt endaö i upplausn og stjórn- leysi. En hann viðurkennir að „verðið sem við guldum var hátt, ef til vill of hátt”. Rakowski er mjög um- deildur maður. Hann vartal- inn frjálslyndur og umbóta- sinnaður meðan hann var ritstjóri blaðsins Polityka, og þvi hafa margir vinir hans nú snúið við honum baki og telja hann versta svikara. A hinn bóginn er þvi haldið fram, að harðlfnu- menn i pólska kommúnista- flokknum séu honum mjög andvigir og telji hann hafa daðrað um of við umbóta- sinna. Sjálfur lýsir Rakowski i fyrrgreindu viðtali stöðu sinni á þá leið, að hann hafi þvi mikilvæga hlutverki að gegna að vera einskonar brú á milli Jaruzelskis og herfor- ingjanna annarsvegar og menntamanna hinsvegar. „Þess vegna vilja lika margir hrekja mig frá völdum.” Rakowski heldur þvi fram, að umbótastefna eigi sér enn möguleika í Póllandi, þdtt hann sé ekki nema hóflega bjartsýnn á næstu misseri. Hann heldur þvi fram aö i kommúnistaflokknum sé enginn meirihluti fyrir þvi að hverfa aftur til hins „harða kerfis” sem viö lýði var fyrir haustið 1980. Rakowski vildi ekki viður- kenna ásakanir blaða- mannsins um að menn úr öryggislögreglunni hefðu nú notaö tækifærið til aö hefna sin fyrir ýmsar kárinur sem þeir máttu sæta á sinum tima af hálfu Samstöðu- manna og annarra. Þó væri ekki hægt að fylgjast með öllum, eins og hann kvað að orði. Hitt væri vonlaust að hræða fólk til hlýðni til lang- frama. „Það er ekki mögu- legt i Póllandi eftir þaö sem gerst hefur að byggja upp stjórnkerfi á stöðugum ótta og hermdarverkum”. Rakowski játaði, að stjórnin vissi ekki hvað hún ætti að gera viðLech Walesa og áræddi ekki aö sleppa honum úr haldi i bili. Hann hélt því fram, að 30—40 póli- tiskir fangar væru látnir lausir á hverjum degi, en 1000—1500 menn yrðu hafðir i haldi alllengi enn, vegna þess að búist væri við að þeir mundu þegar hefjast handa um aðskipuleggja nýtt andóf um leið og þeir kæmu úr fangelsi. Byggt á Information. Verður hægt að selja íslenska skreið? Götumynd frá Lagos: ör vöxtur borga hefur mjög ýtt undir þörf fyrir innflutning matvæla. Það hefur mörgum þótt meiri- háttar áfall fyrir islenskan þjóð- arbúskap þegar það fréttist, að Nigeriumenn væru hættir að kaupa skreið. Astæðurnar fyrir þvi að Nigeriumenn stöðva nú innflutning á ýmsum vörum er blátt áfram sú, að vegna verðfalls á oliu hafa gjaldeyristekjur þeirra minnkað um meira en helming á skömmum tima. Það eru kannski ekki miklar líkur á þvi að hertir hausar verði ofar- lega á blaði, jafnvel þótt hagur Nigeriumanna vænkaðist. Nigeria er eitt af aðildarrikjum OPEC, samtaka oliusölurikja. Olia hefur fært landinu 90% af öll- um gjaldeyristekjum og 85% af tekjum rikisins. Hiö mikla fram- boð á oliu, sem hefur lækkað verðið á oliufati á skyndimörkuð- um niður i 28 dollara, hefur þvi geigvænleg áhrif á efnahag landsins. Tekjumissir Nigeriu- manna er nefnilega mun meiri en sem svarar verðlækkun á hvert oiiufat. Þeir hafa orðið að draga framleiðsluna mjög saman: fyrir skömmu framleiddu þeir 2,1 mil- jón tunnur á dag, en nú voru þeir fyrir tveim vikum komnir ofan i 650 þúsund tunnur. Þetta þýðir, að mati sérfróðra manna, að áætlaðar tekjur af oliuútflutningi hafa skroppið saman úr 1350 mil- jónum dollara á mánuði i 500 mil- jónir dollara. Þetta hefur nú þeg- ar leitt til þess að Nigeriumenn hafa orðið að gripa til gjaldeyris- varasjóða sinna, þvi að þeir þurfa um þessar mundir að greiða 1800 miljónir dollara á mánuði fyrir innfluttar vörur. Og gjaldeyris- Greiösluhallinn miljardur dollara á mánudi forðinn nemur aðeins 3000 mil- jörðum dollara. Niðurskurðarstefna Það var þessvegna sem seðla- banki Nigeriu skipaði öllum við- skiptabönkum iandsins að stöðva allar greiöslur og lán vegna inn- flutnings um tima. Bandariska vikuritið Times hefur það eftir bisnessmönnum i Nigeriu að það veröi að gripa til enn strangari innflutningshafta á næstunni. Stjórn Shehu Shagaris forseta, sem aðhyllist „frjálst markaðs- kerfi” hefur lagt i miklar fjár- festingar til eflingar iðnaöar, menntunar og til húsnæðisbygg- inga i þessu stóra og fjölmenna landi (ibúar Nigeriu eru nú um 90 miljónir). Hún er og mjög sökuð um gifurlega fjármálaspillingu og bruðl. Shagari hefur nú boðaö ýmsar sparnaðarráðstafanir sem eiga aö draga úr rikisútgjöldum um 12% frá þvi i fyrra. Övist er Framhald á 14. siðu Gcðverntlar- félagið relsir áfangastað Nýlega hóf Geðverndarfélag Is- lands verkiegar framkvæmdir við áfangastað fyrir geðsjúkl- inga, sem félagiö reisir i sam- vinnu við Kiwanismenn að Alfa- landi 15, nýju byggingarsvæði i Fossvogi. Afangastaðurinn er ætlaður til félags- og starfsendurhæfingar þeirra geðsjúklinga, sem hafa náð þvi marki að þurfa ekki leng- ur að dvelja á geðsjúkrahúsum, en eru ekki enn reiðubúnir til að lifa á eigin vegum i þjóðfélaginu. Dvöl á áfangastað hefur aðallega tviþættan tilgang: 1. að veita nauðsynlegan félagslegan og til- finningalegan stuðning meðan á endurhæfingu stendur og 2. að veita markvissa endurhæfingu til þess að auka hæfni til starfs og til daglegs lifs. Meðan sjúklingurinn dvelst á áfangastað er reynt að leggja áherslu á sjálfstæði hans og stuðla að þvi að hann taki sem mesta ábyrgð á dvöl sinni sjálfur. Gert er ráð fyrir þvi, að vistmenn á áfangastað stundi reglulega vinnu, vinnuþjálfun eða nám. Ennfremur er gert ráð fyrir, að þeir greiði leigu og framfærslu- kostnað og sjái um framkvæmd heimilishaldsins. Geðheilbrigðis- fólk er bakhjarl heimilisins, leiðir starfsemina og veitir stuðning og aðstoð eftir þvi sem þörf krefur. 1 húsinu verður rými fyrir 8 sjúklinga. Einnig verður i þvi litil ibúð fyrir húsráðendur, sem sjá um daglegan rekstur og aðstoð við ibúana. Þótt Kiwanismenn hafi safnað myndarlegri fjárfúlgu til þess að koma áfangastaðnum upp, er Geðverndarfélagið enn fjár vant i þvi skyni. Til þess að afla fjár er Geðverndarfélagið með happ- drætti, sem dregið verður i 4. júni n.k. Heitir félagið á alla velunn- ara starfseminnar að styðja byggingu áfangastaðarins með þvi að kaupa happdrættismiða fé- lagsins. SETUR ÞÚ STEFNULJÓSIN TIMANLEGA Á? iJUMFEROAR Auglýsing um áburðarverð sumarið 1982 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðartegunda er ákveðið þannig: Viö skipshlið á ýmsum höf num um- hverf is land Afgreitt á bíla í Guf unesi Ammonium nitrat 34.5%N KR. 3.200.00 Kr. 3.260.00 Kjarni 33% N - 3.040.00 // 3.100.00 Magni 1 26% N+ 9%Ca // 2.500.00f // 2.560.00 Magni 2 20%N+15%Ca ' // 2.180.00 // 2.240.00 Græðir 1 samsvarar 14% N-18% P205-18% K20+6%S 14%N- 8% P -15% K +6%S " 3.680.00 // 3.740.00 Græðir 1A samsvarar 12% N-19% P205-19% K20+6%S 12%N- 8/4%P -15/8%K+6%S " 3.620.00 // 3.680.00 Græðir 2 samsvarar 23% N-11 % P205-11 % K20 23% N- 4,8% P -9,2% K " 3.460.00 // 3.520.00 Græðir 3 samsvarar 20% N-14% P205-14% K20 20% N- 6% P -11,7 K /, 3.480.00 // 3.540.00 Græðir 4 samsvarar 23% N-14% P205- 9% K20 23% N- 6% P -7,5% K " 3.620.00 // 3.680.00 Græðir 4A samsvarar 23%N-14%P205- 9%K20+2%S 23%N- 6% P - 7,5%K+2%S " 3.680.00 // 3.740.00 Græðir 5 samsvarar 17% N-17% P205-17% K20 17%N- 7,4%P -14% K " 3.560.00 // 3.620.00 Græðir 6 samsvarar 20% N-10% P205-10% K20+4%Ca+1 %S 3.400.00 20%N- 4,3% P - 8,2%K+4%Ca+l%S // 3.460.00 Græðir 7 samsvarar 20%N-12%P205- 8%K20+4%Ca+1 %S 3.460.00 20%N- 5,2%P - 6,6%K+4%Ca+1 %S // 3.520.00 Græðir8 samsvarar 18%N- 9%P205-14%K20+4%Ca+l%S 3.320.00 18%N- 3,9%P -ll,7%K+4%Ca+l%S ii 3.380.00 NP 26—14 samsvarar 26%N-14%P205 26% N- 6,1% P " 3.560.00 ii 3.620.00 NP 23—23 samsvarar 23%N-23%P20S 23%N-10%P " 3.960.00 ii 4.020.00 Þrífosfat samsvarar 45%P205 19,6% P " 3.100.00 ii 3.160.00 Kalíklóríð samsvarar 60% K20 50% K " . 2.140.00 ii 2.200.00 Kalísúlfat samsvarar 50% K20 41,7%K + 17,5%S " 2.660.00 / / 2.720.00 Áburðarkalk 4%N + 32%Ca " 580.00 ii 640.00 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð, sem afgreiddur er á bila i Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.