Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. aprrt 1982 ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 Kaflar úr ræðu Garðars Sigurðssonar á næturfundi 31. mars þessa verksmiðju fyrir sunnan. En ef viö fáum ekkert i viðbót, þá verðum við alltaf i sama farinu, þá eflist hún ekki. Þetta var nefnilega alveg gullið tækifæri til þess að efla ekki aðeins iðnaðinn á Suðurlandi, heldur einnig alla þjónustu þar i kring, Fólksf lótti f rá Suðurlandi Það hefur verið minnst hér á fólksflótta á Suðurlandi. A siðasta ári fjölgaði ibúum i Suðurlands- kjördæmi um 19 i öllu kjördæm- inu. Vestmannaeyjar eru nú i þessu kjördæmi enn þá. Þar f jölg- aði ibúum á þessu sama ári um 22. Sem sagt meira heldur en heildaraukningin var i öllu kjör- dæminu að Vestmannaeyjum meðtöldum. Það þýðir það, að það fækkaði i landi um 3. Samt fæddust þarna sem betur fer, og guð hefur lofað okkur, börn upp á 250 stykki eða svo. Allmargir kvöddu þennan táradal á árinu, samt ekki meira en svo, að mis- munurinn er einhvers staðar um 130, þ.e. 130 manns hafa farið burt úr kjördæminu vegna þess að þeir hafa ekki haft vinnu. Enn býr fólk á Selfossi, sem þar er talið til heimilis en hefur enga vinnu. Fimmti hver maður á þeim stað verður að leita atvinnu annars staðar, út fyrir plássið, meira að segja i Reykjavík. Sama er i Hveragerði,þar er varla hægt að setja upp eina einustu verslun. Þannig er nú ástandið i þessu blessaða kjördæmi okkar. Ekki getur það verið af þessum ástæð- um, sem menn hafa vaiið verk- smiðjunni stað fyrir norðan." Þrýstingur er nauðsynlegur ,,.....Þess vegna er það, herra forseti, og það skulu vera min lokaorð að þessu sinni, ég trtii þvi ekki að hæstvirt rikisstjórn þótt ákafamikil sé á stundum eins og við höfum heyrt hér i dag og oft áður, láti sér sæma að taka ákvörðun um það að þesssi til- tekna verksmiðja, sem er nú kannske litið brotabrot af öllu þvi sem við fáumst við, fari til Norð- urlands. Það er ekki rikisstjórn- arinnar mál, eftir að tillaga um annað hefur verið lögð fram i hinu háa alþingi. Það er ekki lengur hennar mál. Ríkisstjórninni ber skylda til þess að biða þess, hver verður niðurstaða i atkvæða- greiðslu úr Sameinuðu þingi og meðan á þeim tima sem liður frá þessari stundu þangað til sú af- greiðsla fer fram, þá skulum við allir reyna að pota hver i okkar horni að okkar málstað án hótana eða óeðlilegs þrýstings. Eðlilegur þrýstingur er nauðsynlegur." Skyldusparnaðurinn til fyrstu um- ræðu í efri deild: Alls engín skattlagning sagði Ragnar Arnalds Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra mælti i gær I efri deild fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um skyldusparnað. Hér er alls ekki um skattlagningu að ræða, sagði Ragnar Arnalds, — heldur lán- veitingu til þriggja ára. Þetta lán er verðtryggt að fullu auk 1% vaxta og er talið að einungis 5% framteljenda komi til með að taka þátt í þessum verðtryggða skydusparnaði. Sagði Ragnar að frumvarpið hefði nokkuð verið afflutt i fjöl- miðlum, td. gætu þeir sem eru tekjuháir fengið afslátt vegna tekjulægri maka. Byggingar- sjóður rikisins þyrfti á þessu f jár- magni að halda m.a. til að hægt verði að hækka lán þeirra sem eru að eignast ibúð i fyrsta sinni. Þá vakti Ragnar athygli á þvi að skyldusparnaðurinn samkvæmt frumvarpinu væri hógværari og gengi skemur en skyldusparn- aðurinn i tið rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar. Það væri umhugsunarefni. Ragnar sagði að eftir fjöl- miðlum að dæma væri óljóst hvort frumvarpið nyti meirihluta fylgis á alþingi. Það yrði að koma i ljós. Hitt væri vist að ef frum- varpið yrði ekki samþykkt, væri það ekki til að grynnka á vanda- málum Byggingasjóðs rikisins. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði að Ragnar hefði talað i afsökunartón. Þetta væri hið versta frumvarp og bjargaði ekki fjárhag Byggingarsjóðs. Sagði hann að ekkert væri hægt að bera saman þennan skyldusparnað við skyldusparnaðarhugmyndir rik- isstjórnar Geirs Hallgrims- sonar þarsem þær hefðu verið hluti af viðtækum efnahagsráð- stöfunum. Alþýðubandalagið og fleiri hefðu komið i veg fyrir þær ráðstafanir með óspektum og óeðlilegum hætti, og þarmeð dregið „loku frá flóðgáttum verð- bólgunnar, sem við ennþá súpum seyðið af". Kjartan Jóhannsson kallaði skyldusparnaðinn „nýja skatt- lagningu" og mun fleiri kæmu til með að greiða skyldusparnaðinn heldur en fjármálaráðherra vildi vera láta. Sagði Kjartan að rikis- stjórnin hefði gengið á markaða tekjustofna bæði verkamanna- bústaðanna og Byggingarsjóðs rikisins með ýmsum ráðum. Það væri þvi tviskinnungur að flytja nú frumvarp um stuðning við Byggingarsjóð rikisins, sagði Kjartan. Sagði hann Alþýðuflokk- inn andvigan þessu frumvarpi og legði til að frumvarpið yrði fellt. Eiður Guðnasontök i sama streng og sagði að h'till sannfæringar- kraftur hefði verið i máli Ragnars Arnalds og að ráðherrar hefðu ekki sýnt mikinn áhuga á málinu með þvi að vera fjarstaddir umræðuna. Karl Steinar Guðnason og Sigurlaug Bjarnadóttir lýstu sig einnig andvig frumvarpinu. Sagði Sigurlaug að hún hefði verið á báðum áttum lengi vel en við nánari ihugun og að fengum þeim upplýsingum að meðaltekjufólk þyrfti að greiða skyldusparnað hefði henni algerlega orðið af- staða sin ljós. ólafur Ragnar Grimsson benti Sigurlaugu á, að þær tekjur sem við væri miðað i frumvarpinu væru frá þvi i fyrra, þannig að ef framreiknað væri til dagsins i dag væru þessar tekjur orðnar mun hærri. Sigurlaug gæti þvi stutt frumvarpið. Ragnar Arnalds tók i sama streng. Um mitt ár i fyrra hefði tekjumarkið verið um 12—13 þúsund króna mánaðarlaun, sem þýddi um 17,500 krónur mánaðar- Ragnar herra. Arnalds, fjármálaráð- laun i dag. Þess utan kæmu ýmsir frádráttarliðir þannig að óvist væri hvort fólk með svo há mánaðarlaun greiddu nokkurn skydusparnað. Margir þingmenn höfðu orð á þvi að margir kæmu sér undan að greiða skatta og álögð gjöld, þótt þeir hefðu miklar tekjur. Þess vegna kæmi skyldusparnaður e.t.v. óréttlátt niður. Umræðunni var frestað til kvölds að lokinni ræðu Ragnars. — óg Breytingaráj skipum til sparnaðar á olíu? Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga frá Jóni Helgasyni og fleirum um sparnað i oliunotkun ¦ fiskiskipa. Þar er gert ráð fyrir að rikisstjórnin láti rannsaka, hvað draga megi úr oliunotkun fiskiskipa með breyttu byggingarlagi, og þá jafnframt, hvort hagkvæmt verði að gera breytingar á skipum sem nú eru i notkun. — óg Upphitunar kostnaður Lögð hefur verið fram fyr- irspurn frá Guðmundi Gisla- syni og Olafi Þ. Þórðarsyni til iðnaðarráðherra um hit- unarkostnað ibúðarhúsnæð- is: 1. Hver er framtiðarstefna i sölu raforku til húsah'itun- ar? 2. Hver er upphitunarkostn- aður á rúmmetra íbúðar- húsnæðis i eftirtöldum byggðarlögum? Hvaða hitagjafi er notaður? Reykjavik, Borgarnes, Isafjörður, Sauðasands- hreppur, Ákureyri, Kópa- sker, Egilsstaðir, Stöðvar- fjörður, Hvammshreppur (Vik), Selfoss, Vest- mannaeyjar. —óg Áust- fjarðasími 1 Lögð hefur verið fram á ¦ þingi svohljóðandi fyrir- I spurn frá Guðmundi Gisla- I syni til samgönguráðherra | um simamál á Austurlandi: • Hvaðverður unniðaf áætluð- I um framkvæmdum við sjálf- j virknivæðingu og örbylgju- | tengingu sima i Austurlands- ¦ kjördæmi árið 1982? °S f AUGLYSING um aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Hafnar- firði/ Garðakaupstað og Bessastaðahreppi f rá 26. apríl — 9. júlí 1982 Skoðun fer f ram sem Mánud. 26. apríl Þriðjud. 27. apríl AAiðvikUd. 28. apríl Fimmtud. 29. apríl Föstud. 30. apríl Mánud. 3. maí Þriðjud. 4. maí Miðvikud. 5. maí Fimmtud. 6. maí Föstud. 7. maí Mánud. 10. maí . Þriðjud. 11. maí Miðvikud 12. maí Fimmtud.13. maí Föstud. 14. maí Mánud. 17. maí Þriðjud. 18. maí Miðvikud.19. maí Föstud. 21. maí Mánud. 24. maí Þriðjud. 25. maí Miðvikud.26. maí Fimmtud. 27. maí Föstud. 28. maí Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Föstud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. 1. júlí Föstud. 2. júlí Mánud. 5. júlí Þriðjud. 6. júlí Miðvikud. 7. júlí Fimmtud. 8. júlí Föstud. 9. júlí 1. úní 2. uni 3. uni 4. uni 7. uni 8. uni 9. uni 10. úní n. uni 14. úní 15. úní 16. úní 18. úní 21. úní 22. uni 23. úní 24. úní 25. úní 28. úní 29. úní 30. úní hérsegir: G — G— 20 G— 40 G— 60 G— 80 G —100 G —120 G —140 G —160 G—180 G —200 G — 220 G —240 G —260 G —280 G —300 G —320 G — 340 G —360 G —380 G —400 G — 420 G —440 G —460 G —480 G —500 G —520 G —540 G —560 G — 580 G —600 G —620 G — 640 G —660 G —680 G —700 G —720 G —740 G —760 G — 780 G — 800 G —820 G — 840 G —860 G —880 G —900 G — 920 G —940 G —960 G — 980 G—1000 G—1020 G— 200 G— 400 G— 600 G— 800 G — 1000 G —1200 G —1400 G — 1600 G — 1800 G — 2000 G — 2200 G — 2400 G — 2600 G — 2800 G — 3000 G — 3200 G — 3400 G — 3600 G — 3800 G — 4000 G — 4200 G — 4400 G —4600 G — 4800 G — 5000 G — 5200 G — 5400 G — 5600 G — 5800 G — 6000 G — 6200 G — 6400 G — 6600 G — 6800 G — 7000 G — 7200 G — 7400 G — 7600 G — 7800 G — 8000 G — 8200 G — 8400 G — 8600 G — 8800 G — 9000 G — 9200 G — 9400 G — 9600 G — 9800 G—10000 G—10200 G—10400 Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnar- firði, frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00 alla framantaldadaga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Framhald aðalskoðunar í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Bessastaðahreppi verður auglýstsíðar. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga aðmáli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og i Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 16. aprtl 1982. Einar Ingimundarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.