Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 20. apríl 1982 I -""—............------------------- -=------------------------ Að mörgu þarf aðhyggja. Viö þessa stóru spunavélstarfar aðeins ein manneskja Ur þeli þráð að spinna Hjá Álafossi i Mosfellssveit eru stærstu ullarverk- smiðjur landsins, og þar er unnið úr 1500 tonnum af ull á ári.. Við verksmiðjuna starf a um 300 manns, og þar er f ram- leitt ullarband, værðarvoðir, gólfteppi og fatnaður. Fyrirtækið flutti út ullarvarning fyrir 110 miljónir króna á s.l. ári, þar af talsvert af f atnaði sem f ullunninn er af saumastof um víðs vegar um land úr hráefni, sem verksmiðjan hefur framleitt Starfsfólk hjá Álafossi vinnur tvískiptar vaktir, frá 8—16 og 16—24. Flestir vinna eftir Iðjutaxta, sem er 6.161,- kr. á mánuði. Við það bætist 30% vaktaálag og bónus, sem of t nemur f rá 100—140 kr. á dag. Við heimsóttum Álafoss hér á dögunum og tókum nokkra starfsmenn tali... Litiö viö í Álafoss-verksmiðjunni í Mosfellssveit Úr tætara í kembi- vél og spunavél og... Þeir Bjarni Ragnarsson fram- leiðslustjóri og Ingi Hans Agústs- son triinaðarmaður i spunadeild fylgdu okkurum verksmiðjuhúsið og ský'"m fyrir okkur fram- leiðsluferlið i verksmiöjunni. Þegar ullin kemur inn i verk- smiðjuna er hún þvegin og hrein úr ullarþvottahúsinu, og er hún fyrstsett i tætara, þar sem hún er m.a. blönduð eftir þvi tii hvers á að nota ullina. Bjarni tjáði okkur að blöndun ullarinnar væri framleiðslu- leyndarmál, en hins vegar væri öll ull, sem notuð er i prjónalopa fyrir islenskar peysur óblönduð. Úr tætaranum fer ullin í kembi- vélar, spunavélar og tvinningar- vélar, allt eftir þvi til hvers á að nota garnið. Litun fer ekki fram i verksmiðjunni, en eftir spuna og tvinningu er garnið þvegið áður en það er dokkað og pakkað eða sett i prjónadeildina þar sem all- margar prjónavélar prjóna um 1/2 tonn af fagurlega mynstr- uðum ullarklæðum á sólarhring. Að lokum sáum við svo sniða- verkstæði, þar sem ullarklæðin eru sniðin áður en þau eru send út tilsaumastofanna til endanlegrar vinnslu, þar sem unnar eru lir klæðunum hinar rómuðu Islensku tiskuflikur tfr ull. Ingi Hans Agústsson trúnaðar- maður starfsfólksins i spuna- deildinni sagði okkur að sem trúnaðarmaður hefði hann mest afskipti af málum er vörðuðu bónusinn og bónuskerfið sem slikt. Hann sagði að bónusinn kæmi nokkuð misjafnt út, en hann væri yfirleitt jafnari hjá þeim sem væru i hópbónus en þeim sem væru i einstaklingsbónus. Þegar bónusinn er ákveðinn, t.d. á nýrri vél, sagði lngi, þá kemur hingað maður frá Iðju, sem er sérfróður i vinnuhagræð- ingu, og er bónuskerfið ávallt unnið i nánu samstarfi við stéttarfélagið. — Við höfum hins vegar orðið þess varir, að sumt starfsfólk veit ekki hvernig bónus þessi er út- reiknaður. Hverju sætir það? — Þaðeroft flókið mál, hvernig bónusinn er fundinn, sagði Ingi, en allir sem vilja geta þó fengið það útskýrt. Hins vegar láta margir sér nægja að fá um það upplýsingar að morgni, hver bón- usinn hafi verið daginn áður. Ingvi sagði að fólkið hjá Ala- fossi væri upp til hópa ánægt með bónuskerfið. Okkur þdtti dynurinn af vél- unum vera nokkuð mikill og við spurðum Inga, hver vegna starfs- Bjarni Ragnarsson framleiöslustjóri og Ingi Hans Agústsson trúnaðar- maður i spunadeild fólkið notaði ekki eyrnahlifar nema með undantekningum. Fólki finnst eyrnahlifarnar vera óþægilegar, og það svitnar unanþeimihitanum. Margir nota þvi eyrnatappa i' staðinn, en allir sem vilja geta fengið hér eyrna- hlifar. Þá spyrjum við Ingva að lokum, hvort starfsfólkið hjá Ala- fossi kæmi meira úr Mosfellssveit eða Reykjavik? Það eru um 55% starfsmanna sem búa i Reykjavik, og við höfum tvær rútur, sem keyra fólkið i og úr vinnu. Fer önnur þeirra i Breiðholtshverfin en hin i gamla bæinn. Við vorum margs visari eftir stuttaheimsókn, sem sýndiokkur að islenskur ullariðnaður hefur á að skipa góðu og þjálfuðu starfs- fólki og á þvi að geta horft fram á bjarta framtið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.