Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. aprll 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Fritz Jörgensen I prjónadeildinni: „Ullarklæðin eru unnin eftir pöntun fyrir islenskar saumastofur, sem vinna úr þessu tlskuvarning...." 1/2 tonn af ullarklœöum i prjónadeiidinni ganga margar vélar meö talsverðum hávaða og prjóna fagurlega mynstruð ullarklæði af mikUli ákefð. Þar hittum við Fritz Jörgensen. Hann segir að þeir prjóni um hálft tonn af ullarklæðum á sólarhring. Mynstrið í klæðunum er gert af klæðahönnuðum Alafoss,en klæði þessi eru prjónuð eftir pöntunum frá saumastofum út um allt land og send þangað tilsniðin, en sniðaverkstæðið er siðasti áfangi framleiðslunnar áður en hún er send út úr verksmiðjunni. Prjónaklæðin eru notuð i þann fræga tiskufatnað úr ull, sem á siðari árum hefur orðið æ mikil- vægari i iðnaðarútflutningi okkar Islendinga. Salvör Héðinsdóttir við dokkuvélina: „Við erum 6 i gengi og skiptum meö okkur verkum..." Sex í gengi á dokkuvél Salvör Héðinsdóttir vinnur á dokkuvél, sem tekur við prjðna- garninu eftir að það hefur verið spunnið, þvegið og þurrkað, og vefur það upp i dokkur, sem hún pakkar siðan í umbúðir, tilbúnar á markað. Allt gerist þetta sjálf- virkt, og vélin vigtar hverja dokku og kastar af sér þeim sem eru of þungar eða of léttar. Salvör sagði að þær ynnu 6 saman i gengi við dokkuvélina og skiptu með sér verkum. Það gerir starfið ekki eins einhæft og þreyt- andi. Hún sagði að þær hefðu hóp- bónus, sem væri yfirleitt um 140 kr. á dag, þannig að kaupið með vaktaálagi og bónus gerði á milli 9 og 10 þúsund á mánuði. Salvör sagðist kunna vel við þetta starf og verkaskiptin innan gengisins gerði vinnuna auðveld- ari. 100 krónur í bónus á dag Þær Halldóra Jónsdóttir, 25 ára, og Jenný Magniisdóttir 17 ára höfðu snör handtök á spuna- vélinni þegar okkur bar að, enda unnið i akkorði við þær eins og flest önnur störf hjá Alafossi. Þær sögðust vinna á vöktum, kl. 8—16 eða 16—24. Er þetta ekki erfið vinna og ein- hæf? Jú vinnan er nokkuð erfið, eins og öll önnur vinna væntan- lega er, sögðu þær. Við vinnum alltaf á þessari sömu spunavél og framleiðum hespulopa. Hvernig er kaupið? Við vinnum samkvæmt Iðju-taxta og höfum vaktaálag og bónus, en hann gerir að meðaltali um 100 kr. á dag. Hvernig er bónusinn reiknaður út? Það er flókið mál, sem við höfum ekki sett okkur inn i ennþá, en hins vegar fáum við alltaf að vita bónusupphæðina frá deg- inum áður á hverjum morgni. Þær Halldóra og Jenný mega ekki vera að þvi að sinna okkur blaðamönnum lengur, þvi vélin æpir á fleiri hespur og hér þarf hröð handtök... Halldóra Jónsdóttir og Jenný Magnúsdóttir: á dag..." ,Vaktavinnan er erfið, en bónusinn gefur okkur 100 krónur Bændasamtökin: Ferðaþjónusta A vegum bændasamtakanna hefur veriö opnuð skrifstofa, sem mun m.a. og fyrst og fremst veita upplýsingar og annast fyrirgreiðslu vegna þeirrar margvlslegu þjónustu, sem er á stefnuskrá Landssam- taka ferðaþjónustubænda. Upplýsingar verða veittar um heimili I sveit, sem vilja taka ferðamenn til lengri eða skemmri dvalar, hvar hægt er að fá leigt herbergi með fullu fæöi og hvar sumarbústaðir eru, sem leigðir eru út á vegum bænda. Gefnar verða upplýsingar um heimili i sveit, sem vilja taka börn til sumardvalar, gegn greiðslu. Þá verður almenn vinnumiðlun á sveitastörfum einnig á skrifstofunni. Skrifstofan mun útvega fólki, 18 ára og eldra, störf á sveita- býlum á hinum Noröurlönd- unum og væntanlega einnig i Frakklandi. Veröur eingöngu tekiö við umsóknum frá fólki, sem hefur nokkrar reynslu af sveitastörfum. Þá mun skrif- stofan og veita upplýsingar um möguleika á gistingu i sumar- bústöðum, sem bændur á hinum Norðurlöndunum eiga og hvar hægt er þar að fá gistingu á sveitaheimilum. Skrifstofan nun a'nnast fyrirgreiðslu fyrir bændafólk, sem vill feröast i skipulegum hópferðum, innan- lands og utan. Einnig verður erlendum hópum, sem áhuga hafa á að kynnast islenskum landbúnaði veitt fyrirgreiðsla, hvort sem þeir eru á eigin vegum eða ferðaskrifstofa, er- lendra sem innlendra. Ekki er svo til ætlast að þessi þjónustuskrifstofa starfi sem almenn ferðaskrífstofa. Hún mun á hinn bóginn hafa gott samstarf við allar innlendar og erlendar feröaskrifstofur. Til að byrja meö verður skrif- stofan opin frá kl. 8—12 en hún er á 3. hæð i Bændahöllinni, simi 19200. Oddný Björgvinsdóttir veitir skrifstofunni forstöðu. —mhg Ólafur Þ. Jónsson Listi vinstri manna á Þingeyri Akveðinn hefur verið Íisti vinstri manna við hreppsnefndar- kosningamar á Þingeyri. Listannskipa: 1. ólafurb. Jónsson.kennari 2. Ingibjörg Halldórsdóttir, verkamaður 3. Guðmundur Friðgeir Magnús- son, formaður Verkalýðsfé- lagsinsBrynju 4. Hermann Guðmundsson, vél- gæslumaður 5. Davið H. Kristjánsson, flug- vallarvörður 6. Málfriður Vagnsdóttir, verka- maður 7. Edda Þórðardóttir, skrifstofu- maður 8. Gunnar Benedikt Guðmunds- son, veghefilsstjóri 9. Höskuldur Ragnarsson, verkamaður 10. Elias Þórarinsson, bóndi Sveinseyri Til sýslunefndar: Davið H. Kristjánsson og til vara Guð- mundur Friðgeir Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.