Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. aprll 1982 íþróttir(/J íþróttirg) iþróttir Enska knattspyrnan: Draumur Tottenham að engu orðinn? — möguleikarnir á meistaratitlinum sáralitlir eftir tap gegn Manch. Unt. Það eru ekki margar vikur síö- an Tottenham átti möguleika á aö hljóta f jóra bikara á þessu keppn- istimabili. Deildabikarinn fór til Liverpool. Tottenham á erfiðan útileik fyrir höndum gegn Barce- lona á miðvikudag i undanúrslit- um Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Spánvcrjum á White Hart Lane og eftir tap gegn Manch.Utd á laugardag er draumur Totten- ham um Englandsmeistaratitil- inn ekki liklegur til að rætast. Liðið er 14 stigum á eftir Liver- pool með þrjá leiki til góða og litl- ar likur á að það bil verði brúað úr þessu. Leikur United og Tottenham þótti ekki eins góður og reiknað l.deild Liverpool 35 22 6 7 68:26 72 Ipswich .. 35 21 4 10 63:45 67 Swansea . 36 20 6 10 52:39 66 Man.Utd. 35 17 11 7 49:26 62 Southton . 37 18 8 11 63:54 62 Tottenh. . 32 17 7 8 53:33 58 Arsenal .. 36 16 10 10 36:32 58 W.Ham .. 36 13 13 10 57:46 52 Man.City .36 13 11 12 45:45 50 Nott. For. 35 13 11 11 35:39 50 A. Villa .. 35 13 10 12 48:45 49 Brighton . 36 12 13 11 39:43 49 Everton .. 36 12 12 12 45:45 48 NottsCo . 35 12 7 16 53:55 43 Coventry . 36 11 8 17 42:54 41 Wolves ... 37 9 9 19 27:55 36 W.B.A. ... 33 8 11 14 37:42 35 Sunderl. . 36 8 10 18 29:48 34 Leeds___ 34 8 10 16 26:47 34 Birmham .35 7 12 16 42:53 33 Stoke .... 35 9 6 20 35:55 33 Middbr .. 35 5 13 17 27:44 28 STEVE COPPELL hefur skorað grimmt fyrir Manch. Utd. að und- anförnu hafði verið með. Tottenham lék ágætlega úti á vellinum en framlinan var algerlega bitlaus. Ekkert mark var skorað fyrr en á 66. min. Þá var Frank Stapleton felldur innan vitateigs Tottenham og Steve Coppell skoraði úr vita- spyrnunni. Bæði lið fengu sin færi eftir það en á 88. min. tryggði Skotinn ungi, Scott McGarvey, sigur United með glæsilegu skallamarki. Rétt á eftir bjargaði Gary Bailey markvörður United meistaralega frá Ricky Villa og þar með var útséð um að Totten- ham kæmist á blað. Liverpool vann sinn 9. leik i röð i 1. deild án þess að sýna neina snilldartakta. Liðið átti i miklum vandræðum með WBA sem virtist oft liklegra til að taka forystuna. En á 70. min. skoraði Kenny Dalglish eftir samvinnu við Craig Johnston og eftir það átti Ian Rush tvö mjög góð tækifæri til að auka forystuna en tókst ekki. WBA hefur aðeins unnið einn af siðustu þrettán leikjunum i 1. deild og er i mikilli fallhættu. Paul Mariner er byrjaður að skora á ný fyrir Ipswich eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. Hann skoraði á 38. min. gegn Stoke eftir samvinnu við Muhren, Burley og Brazil og John Wark bætti öðru við minútu fyrir leiks- lok eftir hornspyrnu. Staða Stoke er orðin mjög slæm og fall blasir við liðinu. John Bond gerði fjórar breyt- ingar á liði Manch.City sem fékk á sig niu mörk i tveimur leikjum um páskana. Það dugði skammt gegn Swansea sem vann öruggan sigur og aðelns góð markvarsla Alex Williams forðaði City frá stærra tapi. Garry Stanley skor- aði á 11. min. fyrir Swansea með þrumuskoti og átti siðan sendingu á Robbie James sem þakkaði fyr- irsigmeð 11. markisinu i l.deild. Arsenal var alltaf sterkari aðil- inn gegn Nottingham Forest og sigurinn var sanngjarn. Brian Talbot á 40. og Graham Rix á 64. min. skoruðu mörkin og meira að segja sjálfur Brian Clough, stjóri Forest, viðurkennir hú að lið sitt sé ekki nógu gott til að blanda sér i baráttuna um efstu sætin. Aston Villa vann enn einn sig- urinn, nú gegn botnliði Middles- bort, sem ekki hafði tapað i sið- ustu fimm leikjunum. Bremner, Shaw og Mortimer voru hvildir fyrir Evrópuleikinn gegn Ander- lecht á miðvikudag en Villa varð fyrir áfalli er miðvörðurinn Ken NcNaught meiddist i leiknum. Allan Evans skoraði eina markið með skalla á 27. min. eftir horn- spyrnu Gordon Cowans. Leeds fékk draumabyrjun þégar Frank Worthington skoraði eftir 80 sek. gegn Southampton. Sælan KEVIN KEEGAN — 23 mörk i 1. deild stóð ekki lengi þvi Southampton skoraði þrivegis fyrir hlé. Fyrst David Armstrong og siðan Kevin Keegan tvivegis, mikið einstak- lingsframtak i bæði skiptin. Keegan hefur nú skorað 23 mörk i 1. deild i vetur og 27 alls, einu fleira en allt Leeds-liðið. Mark Hateley tryggði Coventry þrjú dýrmæt stig er hann skoraði gegn West Ham rétt fyrir hlé. Það reyndist eina mark leiksins. Landsliðsmiðvörðurinn Alvin Martin hjá West Ham viðbeins- brotnaði i annað sinn i vetur og var borinn af leikvelli. Trevor Christie skoraöi þrjú mörk er Notts County tók Bright- ton i karphúsið. Leikmenn Brigh- ton eru þó ekkert bangnir, þetta er besta leiktimabil i sögu félags- 2.deild Luton___ 35 21 10 4 69:35 73 Watford .. 36 19 10 7 61:37 67 Sh.Wed. . 37 19 8 10 50:41 65 Rotherh. . 37 18 5 14 54:45 59 Leicester. .34 16 10 8 49:35 58 Q.P.R .... . 3f 17 6 13 48:34 57 Newcastle 37 16 8 13 45:38 56 Norwich . 36 17 5 14 51:46 56 Blackburn 37 15 10 12 41:34 55 Barnsley . 36 15 9 12 51:37 54 Chelsea .. 36 15 8 13 54:51 53 Oldham .. 37 12 13 12 42:47 49 Charlton . 37 12 11 14 48:58 47 Derby----- 36 10 10 16 45:61 40 Wrexham 35 10 9 16 33:44 39 Cardiff ... 36 11 6 19 40:54 39 Bolton ... 37 11 6 20 32:50 39 C.Pal. ... 34 10 8 16 28:36 38 Cambr. .. 36 10 8 18 39:49 38 Shbury ... 35 8 12 15 30:46 36 Grimsby . 34 7 13 14 42:56 34 Orient ... 34 9 7 18 29:47 34 í.deild Arsenal-Nottm. For........ 2:0 AstonV.-Middlesb......... 1:0 Coventry-West Ham....... 1:0 Ipswich-Stoke............. 2:0 Leeds-South............... 1:3 Liverpool-W.B.A.......... 1:0 Man.Utd-Tottenh.......... 2:0 Notts.Co.Briht............ 4:1 Sunderl.-Everton.......... 3:1 Swansea-Man.City ........ 2:0 Wolves-Birmingh.......... 1:1 2.deild Blackburn-Watford........ 1:2 Charlton-Rotherh.......... 1:2 Cr.Pa.-Oldham ........... 4:0 Derby-Norwich ........... 0:2 Grimsby-Chelsea.......... 3:3 Leicester-Cardiff.......... 3:1 Luton Newcastle .......... 3:2 Orient-Bolton ............. 3:0 Q.P.R.-Shresbury ......... 2:1 Sheff.Wed.-Cambridge .... 2:1 Wrexham-Barnsley ....... 0:0 3.deild Brentford-Preston......... 0:0 Bristol City-Swindon........0:3 Carlisle-Millwall .......... 2:1 Chesterf.-Exeter .......... 2:1 FulhanvBristolR.......... 4:2 Lincoln-Reading .......... 2:1 Newport-Wimbledon ...... 0:0 Oxford-Burnley ........... 0:0 Plym.-Huddersf........... 1:1 Portsmouth-Dnocaster .... 0:0 Southend-Chester ......... 2:0 Walsall-Gillingham ....... 1:0 4.deild Aldershot-Sheff. Utd....... 1:1 Blackpool-Colchester...... 0:0 Bournem.-Hartlepool...... 5:1 Bury-Torquay............. 0:1 Crewe-Hull................ 1:1 Darlington-North.......... 3:0 Halifax-Wigan ............ 0:0 Mansfield-Tranmere ...... 3:0 Peterboro-BradfordC ..... 2:0 Port Vale-Scunthorpe ..... 2:1 Rochdale-Hereford........ 0:1 Stockport-York............ 4:1 ins og þeir halda upp á það með þvi að syngja inn á plötu innan skamms. Sunderland hefur tekið mikinn kipp og hlotið 10 stig i siðustu fjór- um leikjunum. Þar með er liðið komið úr fallsæti og á góða mögu- leika á að halda sér uppi. Gary Rowell skoraði tvö markanna gegn Everton, Colin West eitt. Birmingham var lengi vel betri aðilinn i fallbaráttuleiknum gegn Wolves og það var ekki nema sanngjarnt er Mick Harford kom liðinu yfir eftir slæm varnarmis- tök Úlfanna. En Andy Gary færði Úlfunum dýrmætt stig er hann jafnaði á 80. min. og staða Birm- ingham er slæm. Meiðsla- vandræði há liðinu en það er yfir- fullt af efnilegum leikmönnum sem ekkert erindi eiga i 2. deild. Luton vann upp tveggja marka forystu Newcastle og sigraði 3:2. Brian Stein skoraði öll mörkin og Newcastle verður liklega að sætta sig viða.m.k. eittár enn i 2. deild. MARK HATELEY skoraði sigur- mark Coventry gegn West Ham Nigel Callaghan og Luther Bliss- ett tryggðu Watford sigur i Black- burn eftir að Kevin Stonehouse hafði komið heimaliðinu yfir. Kevin Taylor og John Pearson skoruðu fyrir Sheff. Wed. sem á góða möguleika á 1. deildarsæti en ekki má aískrifa Leicester sem stendur ágætlega að vigi. Gary Lineker kom liðinu á bragð- ið gegn Cardiff með marki eftir aðeins 35 sek. Að lokum er svo hér staða efstu og neðstu liða 3. deildar og efstu liðanna i 4. deild en mikil spenna er nú á þessum vigstöðvum. 3.deild Carlisle.....38 20 9 9 55:39 69 Lincoln.....40 18 13 9 60:36 67 Fulham.....38 18 12 8 62:41 66 Oxford......38 17 12 9 54:36 63 Burnley.....38 16 15 7 51:37 63 Doricaster . .39 n 12 16 45:60 45 Swindon ....38 10 12 16 44:58 42 Wimbledon..37 8 10 19 41:64 34 BristolC. ...38 8 10 20 31:54 34 Chester.....38 7 10 21 34:65 31 Ldeild Wigan ......40 24 11 5 73:42 83 Peterb......39 24 9 6 68:40 81 Bournem.... 40 22 14 4 58:27 80 Sheff.Utd....39 22 13 4 77:37 79 Bradford.... 40 22 11 7 77:4177 —VS NM unglinga í fimleikum; Tölvuvæðingin verður nýtt Á Norðurlandamóti ung- linga ifimleikum sem fram fer iLaugardalshöllinnium næstu helgi verður i fyrsta skipti á fimleikamóti hér- lendis notuð sérstök tölva til stigaútreiknings en hún er fengin frá K. Skagfjörð. Hún kemur til með að flýta fyrir öllum útreikn- ingi en stig verða þó skráð með hefðbundnum hætti til öryggis ef eitthvaö fer úr- skeiðis. ANNA HEEDMAN og JOHAN JONASSON frá Svlþjóð verða meðal þátttakenda á HM unglinga i Laugardalshöll um næstu helgi. Þau eru talin efnilegasta fimleikafólk Svia en Johan er 15 ára, Anna 14 ára. Myndir: Magnus Andersson Undirbúningur fyrir mótið er vel á veg kominn og mikið starf hefur verið innt af hendi. Þátttakendur á mótinu verða um 40 ung- lingar frá fimm löndum og eru þeir á aldrinum 12 til 18 ára. Stúlkur keppa á 4 áhöldum en piltar á 6. Is- lenska piltaliðiðhefur verið valið og skipa það Armenn- ingarnir Atli Thorarensen, Þór Thorarensen, Guðjón Gislason og Geir Agnars- son. Stúlknaliðið verður endanlegavaliðidag. —VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.