Þjóðviljinn - 20.04.1982, Page 16

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Page 16
DMÐVHMN Landssamband iðnvarkafólks: 5 af 7 í stjóm em konur Guðmundur Þ. Jónsson var endurkjörinn formaöur Lands- sambands iðnverkafólks á 5. þingi sambandsins sem haldið var um helgina. Af 7 aðalmönnum i stjórn sam- bandsins eru nú 5 konur. Varafor- maður sambandsins var kjörin Kristin Hjálmarsdóttir, ritari Bjarni Jakobsson, gjaldkeri Sig- riður Skarphéðinsdóttir og meö- stjórnendur, þær Barbara Ár- mannsdóttir, Dröfn Jónsdóttir og Sigurbjörg Sveinsdóttir. Varamenn i stjórn voru kjörnir þeir, Gunnlaugur Einarsson, Leifur Thorarensen og Sigurður Óskarsson. I Spánn nær sima- sambandslaus Veldur erfiðleikum hjáferða- sknfstojum I Eftir að stærsta símstöðin i Madrid á Spáni var sprengd i loft upp i fyrradag má segja að Spánn sé nær simasam- bandslaus við útlönd. Það háttar þannig til á Spáni að nær öll ef ekki öll simtöl við útlönd fara i gegnum Madrid. Og i þessari spreng- ingu i fyrradag eyðilögðust 700 þúsund simalinur. Þetta er eitt mesta skemmdarverk sem aöskilnaöarsa m tök Baska, ETA, hafa unnið lengi. Timasetningin er áreiðanlega engin tilviljun, þar sem feröamanna- straumurinn til Spánar er hafinn af fullum krafti, en þetta kemur til með að trufla hann mjög mikið. Það fer ekkertá milli mála að þetta mun valda okkur erfiðleikum, ef það tekur langan tima að koma sima- sambandinu á, en ég á samt von á þvi aö þetta trufli telexsambandið litið sem ekkert, sagði Kristin Aöal- steinsdóttir hjá Ferðaskrif- stofunni Otsýn i samtali við Þjóðviljann i gær. Hún sagði að það hefði enn ekki reynt á þetta, þar sem ekki hefði þurft að hringja suðureftir eftir sprenginguna, en það gætu allir séð þetta myndi skapa vissa erfiðleika. Þá er og ljóst að simasam- bandsleysið mun valda erfið- leikum hjá þeim sem annast undirbúning HM i knatt- spyrnu, sem hefst i byrjun júni á Spáni og það mun m.a. vera tilgangur þeirra sem sprengingunni ollu. —S.dór. Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til fóstudaga. Utan þess tlma er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn hlaðsins I þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbroí 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins 1 sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöid Aðalsími Kvöldsími 81333 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 -'g Undirbúningsstofnfundur friðarsamtaka á Akureyri. Innfellda myndin: Sr. Gunnar Kristjánsson i ræðustóli á friðarfundinum. Ljósm: Ketill. Fjölmennur fríðar- og afvopnunarfundur á Akureyri: Stofnuð friðarhreyfing Stofnuð hafa verið á Akureyri samtök, sem hyggjast beita sér fyrir friðarmálum og afvopn- un. Gerðist það á 140 manna fundi, sem hald- inn var á Hótel KEA sl. laugardag. Áttatíu og þrir menn gengu i sam- tökin og má teljast myndarlega haldið úr hlaði. Tryggvi Gislason, skólameist- ari, stjórnaði fundi og flutti nokk- ur ávarpsorð en framsögumenn vorú: sr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum, Guðmundur G. Þórarinsson, al- þingismaður og Knútur Árnason, eðlisfræðikennari við Mennta- skólann á Akureyri. Fjölmargar fyrirspurnir frá fundargestum bárust framsögumönnum. Að sögn Tryggva Gislasonar skólameistara hefur hópur áhugamanna þar nyrðra unnið að undirbúningi fundarins og stofn- un samtakanna siðan i haust. Bar fundurinn glöggt vitni um áhuga manna á aívopnunar- og triöar- málum en hann sat fólk allt frá 15 ára aldri til áttræös. Siðar verður svo haldinn framhaldsstofnfund- ur og starfshættir samtakanna ákveðnir. Tryggvi skólameistari sagði, að hér væri um að ræða frjáls sam- tök einstaklinga, pólitiskt óbund- in. Kostað yrði kapps um að afla sem ýtarlegastra upplýsinga um allt það, er að friðar- og afvopn- unarmálum lyti og samband haft við hliðstæð samtök annarsstað- ar. — mhg Málefnakynning meðal Islendinga á Norðurlöndum: Sigurjón og Guðrún mæta á 6 samkomum Tveir frambjóðenda Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik við borgarstjórnarkosningar, þau Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar og Guðrún Helga- dóttir, borgarfulltrúi, halda fundi með tslendingum i Osló, Lundi, Gautaborg, Stokkhólmi, Uppsöl- um og Kaupmannahöfn dagana 23. til 25. þessa mánaöar. Ulfar Þormóðsson kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins i Reykjavik sagði i samtali við blaðið að ferð þeirra Sigurjóns og Guðrúnar um Norðurlöndin væri farin i framhaldi af höfuðborga - ráðstefnu Norðurlanda sem haldin verður i Osló dagana 20. til 23. þessa mánaðar. Þangað færu fulltrúar allra borgarstjórnar- flokkanna nema Framsóknar- flokksins, og væru þeir auk fulllrúa Alþýðubandalagsins Sjöfn Sigurbjörnsdóttir frá Alþýðuflokki, Magnús L. Sveinsson og Markús örn Antons- son frá Sjálfstæðisflokki Úlfar kvað það alrangt sem látið hefði verið liggja að i blöðum að borgarsjóöur greiddi kosninga- ferðalag þeirra Sigurjóns og Guðrúnar. Viðbótarkostnað af ferðalagi þeirra eftir höfuðborg- Sigurjón kemur á fundi f Gauta- borg, Stokkhótmi, Uppsölum og Kaupmannahöfn. aráðstefnuna greiddi kosninga- sjóður Alþýðubandalagsins i Reykjavik aö þvi leyti sem þau stæðu ekki undir honum sjálf. Föstudagskvöldið 23. april er Guðrún Helgadóttir með fund i Osló og Sigurjón Pétursson mætir á fundi i Gautaborg. Laugardaginn 24. er Guðrún Helgadóttir með fund siðdegis i Guðrún heldur fundi iOsIó, Lundi og f Kaupmannahöfn. Lundi, en Sigurjón Pétursson mætir i opið hús hjá íslendinga- félaginu i Stokkhólmi kl. 2 e.h. og i Uppsölum kl. 5. Og mánudaginn 25. april halda þau Sigurjón og Guðrún fund i Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 16. Fundirnir verða nánar auglýstir á viðkomandi stöðum. — ekh. Stjórn Sjóefnavinnslunnar um skýrslu SIF: „Tekjutapið í raun 14% tekjuaukning” ,,Með þvi að nota einungis upp- lýsingar sem eru i skýrslunni tel- ur stjórnin að það sem talið var allt að 25% tekjurýrnun fyrir Sjó- efnavinnsluna. sé i raun allt að 14% tekjuaukning”. Svo segir i athugasemd frá stjórn Sjóefna- vinnslunnar varöandi niðurstöður athugunar sem Sölusamband is- lenskra fiskframleiöenda lét gera á hagkvæmni þess fyrir salt- fiskframleiöendur að nota salt frá Saltvcrksmiðjunni sem stendur til að reisa á Reykjanesi. StF fól Almennu verkfræðistof- unni að kanna máliö og voru niðurstöður þeirrar athugunar bornar undir iðnaðarráðuneytið, sem telur að niðurstöður þessarar athugunar sýni ekki meiri frávik en almennt megi búast við. Niðurstaðan varð sú að tekjur Sjóefnavinnslunnar i allra næstu framtið af sölu fisksalts i sam- keppni við innflutt salt verði mún lægri en gert hefur verið ráð fyrir, eða allt að 25%. Stjórn Sjóefnavinnslunnar telur hins vegar þær upplýsingar sem fram koma i skýrslu SIF, verk- smiðjunni til hagsbóta. Þetta skýrist á þann veg, að helming Jieirrar tekjulækkunar sem skýrslan boði, megi rekja til væntanlegra tækniframfara á Spáni i framtiðinni, sem hins veg- ar sé óvist hvort skili sér i lækk- uðu saltverði á íslandi. Þá sé grunnverð i skýrslu SIF 6,4% lægra en viðmiðunarverð áætlana Sjóefnavinnslunnar og stafi það af mismunandi visitöluforsend- um. Einnig bendir stjórn Sjóefna- vinnslunnar á að ekki hafi i skýrslu SIF verið tekið tillit til verðhækkunar á innfluttu salti s.l. 2 mánuði og gengismismunar uppá samtals 14% sem stjórnin telji vera tekjuaukningu. —'g- Er Urriðafoss hættulegur eftir breytingar? Tel ótta um að svo sé byggð- an á mis- skilningi segir Hjálmar Bárðarson siglingamálastjóri Breytingar hafa verið gerðar á lestum Urriðafoss, skipi Eimskipafélags islands svo auðveldara sé að flytja i þvi lausavöru. Er hér um að ræða samskonar breytingar og gerðar voru á Tungufossi rétt áður en hann fórst i fyrra. Telja yfirmenn Urriðafoss skipið vera stór hættulegt eftir þessar breytingar. Þjóðviljinn bar þetta mál undir siglingamálastjóra Hjálmar Bárðarson i gær og taldi hann að hér væri um misskilning að ræða. Gefið hefði verið leyfi fyrir þess- um breytingum til flutninga á kolum, koksi og járnblendi og til slikra flutninga væru breytingarnar ekki hættu- legar. Aftur á móti hefði Tungufoss verið að flytja korn án þess að hafa til þess kornskilrúm, sem lögboðið væri. Þess vegna væri alls ekki hægt að bera þetta saman. Miðað við flutninga á kol- um, koksi og járnblendi er það alger misskilningur ef menn halda að þær geri skipið hættulegt, sagði Hjálmar. Hann sagði enn- fremur að haft yrði strangt eftirlit með þvi að þeim tommu þykku plötum, sem komið hefði verið upp milli banda i lest skipsins yrði vel við haldið, enda væri það i raun skilyrði til þess að þær kæmu að þvi gagni sem til er ætlast. —S.dór Starfsmannafélag Kópavogs: Sérkjara- samníngar undlrrítaðir Sérkjarasamningar voru undir- ritaðir á föstudag milli Starfs- mannafélags Kópavogskaupstað- ar og bæjarsjóðs. Náðu starfs- menn fram 3% grunnkaupshækk- un að meöaltali. Gisli Norðdahl formaður Starfs- mannafélagsins kvað láglauna- stefnu hafa verið fylgt við samn- ingsgerðina. Starfsmenn i 6.-10. flokki hækkuðu um einn flokk, að sögn Gisla. Hann kvað um 80% starfsmanna vera i 12. flokki og þar fyrir neðan, og þvi hefðu langlfestir starfsmenn notið flokkahækkunar. Sáralitil breyt- ing varð hins vegar á grunnlaun- um flokkanna þar fyrir ofan en þó hefði farið fram endurskoðun og ný upprööun skrifstofufólks til verulegrar hækkunar. I Starfsmannafélagi Kópavogs eru 282 starfsmenn en samið var fyrir 220 manns nú. —v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.