Þjóðviljinn - 30.04.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. aprll 1982 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur StyrkársdóHir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Olafur Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. Ctlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Ragnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Bannfœring V.S.L • I forystu Vinnuveitendasambandsins og forystu Sjálfstæðisflokksins er það ein og sama valdaklíkan, sem ferðinni ræður. Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, Davíð Oddsson, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eru óaðskiljanlegir pólitískir þríburar. • Og nú skal spurt að gefnu tilefni: — Á sú valda- klíka sem stýrir Vinnuveitendasambandinu og Sjálf- stæðisf lokknum að ráða því, hvort baráttumenn verkalýðssamtakanna megi eða megi ekki hvetja al- menning til að kjósa aðra f lokka en Sjálfstæðisf lokk- inn í almennum kosningum? • Eiga baráttumenn verkalýðshreyfingarinnar máske að þurfa sérstakt leyf i frá Vinnuveitendasam- bandinu vilji þeir hvetja kjósendur til að styðja ein- hvern þann flokk eða f lokka, sem þeir telja líklegri en Sjálfstæðisflokkinn til liðsinnis í kjara- og réttinda- baráttu íslenskrar alþýðu? • Er það meining hinna pólitísku þríbura Þorsteins Pálssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs Haligrímsson- ar, að nú skuli fólkið i verkalýðshreyfingunni fyrst verða að afla sér sérstaks leyfis frá Vinnuveitenda- sambandinu vilji einhver úr þess hópi ganga t.d. í Alþýðuflokkinn eða Alþýðubandalagið eða starfa á vettvangi þessara flokka? — Tilefni þessara spurninga mun flestum kunn- ugt, og er það, að nú í fyrradag sendi valdaklíka Vinnuveitendasambandsins f rá sér þá kröf u, að sátta- semjari stöðvaði þegar í stað allar samningaviðræður um kjaramál af því nokkrir flokksmenn Alþýðu- bandalagsins í verkalýðshreyf ingunni hefðu leyft sér að standa að ályktun þar sem m.a. er bent á að úrslit komandi kosninga muni hafa áhrif á þróun kjaramála á næstunni og vænlegra sé að kjósa Alþýðubandalagið heldur en Sjálfstæðisf lokkinn. • Á að svipta baráttumenn verkalýðssamtakanna réttinum til að láta í Ijós pólitíska skoðun, eða á máske bara að leyfa þeim að hvetja fólk til þess að kjósa „f lokk allra stétta"? Við segjum við handlangara Geirs Hallgrímssonar og Þorsteins Pálssonar innan verkalýðssamtakanna: Gerið svo vel herrar mínir og frúr, komið þið f ram og hvetjið verkafólk til að kjósa ykkar f lokk, Sjálfstæðis- f lokkinn. Enginn setur ykkur í pólitískt bann. • En við spyrjum það fólk i verkalýðssamtökunum, sem hefur hugsað sér að efla Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum: — Ætlið þið að efla Sjálfstæðis- flokkinn og tryggja verkalýðshreyfingunni með þeim hætti aukinn styrk til að verjast harðvítugum kröfum Vinnuveitendasambandsins um 20—30% kjaraskerð- ingu? Eða ætlið þið þvert á móti að efla Sjálfstæðis- flokkinn í því skyni að tryggja kröfugerð Vinnu- veitendasambandsins um 20—30% kjaraskerðingu ör- uggan framgang? • — Hvort heldur? Svarið við þeirri spurningu skipt- ir miklu máli. • Við hefðum gaman af að sjá og heyra þau ykkar sem trúið því að besta pólitiska svarið við ósvífnum kauplækkunarkröfum Vinnuveitendasambandsins sé að fá valdaklíku Vinnuveitendasambandsins alræðis- völd fyrst yfir Reykjavíkurborg og síðan yfir landinu öllu. • — Sú orðsending sem valdaklika Vinnuveitenda- sambandsins sendi sáttasemjara í fyrradag með kröf u um slit viðræðna er vonandi ekki annað en dæmi um fáheyrðan loddarahátt, — því verra væri hitt, ef taka ætti innihaldið bókstaflega, sem kröfu um að baráttumenn verkalýðssamtakanna megi ekki láta í Ijós sína pólitísku skoðun eins og aðrir landsmenn. Það væri svo sem ekki ahnalegt f yrir Þorstein Pálsson og félaga, ef þeir hefðu ekki á móti sér við samninga- borðið, nema skoðanalausa menn helstgerilsneydda! • Nei, Vinnuveitendasambandið ætti að leggja svona loddarabrögð á hilluna og snúa sér að alvöru- viðræðum um það sem á milli ber. • Árangur verkalýðshreyfingarinnar í kjarabarátt- unni er hins vegar nú sem fyrr undir því kominn að öflug fagleg og pólitísk barátta haldist i hendur. Þar dugar hvorugur þátturinn einn sér, báðir verða að farasaman. k. Minnisblað um aukin áhrif hægriaflanna í Sjálfstæðisflokknum: Sjálfstæðis- flokkurinn færist til hægri •6 öyggjandi «, «6 1 semni U& ðflin | E1 Salv.dor 0( mólmeú h•/LS}íw*‘*ton0kk',ri",, ,“r*‘ öarM«ga Oíbíldiivrrkum þelm o, [j2*g,‘U hf*rl' f1" °* r«y»<Ur gnmmdarrfti, iem Iram iar 1 ! Mikil tíöindi Sá fáheyrði atburður gerð- ist i vikunni að i Alþýöublað- inu birtist forystugrein um borgarmál, og það meira að segja á móti ihaldinu. Enda ekki merkt ritstjóra blaðsins sem verið hefur hægra meg- in við ihaldið I skrifumsinum og fylgir Verslunarráðinu i borgarmálum. Enda hafa framtakssamir kratar gefið út i vetur málgagn jafnaöar- manna i Reykjavik til þess að rétta af slagsiðuna og nefna það Borgarblaðið. Ofgaliöið Það er munur á krötum og krötum.og Borgarblaðskrat- arnir segjast sjá þess öll sól- armerki aö Sjálfstæðisflokk- urinn færist til hægri. Klofningurinn út af leiftur- sókninni sem leiddi til rikis- stjórnar Gunnars Thorodd- sen er tekinn sem eitt dæmið, ogsú staöreynd að „hófsam- ir oddamenn” Sjálfstæðis- flokksins á borð við Birgi Is- leif Gunnarsson og Ölaf B. Thors „hafa ýmist látiö af forystustörfum” i borgar- málum „eða gera þaö innan skamms”. Davið hefur tekið við. Sem frekari dæmi um al- mennan hægri snúning Sjálf- stæðisflokksins tekur Borg- arblaðið afstöðu ihaldsins til þróunar mála i E1 Salvador, sem það er ófáanlegt til að fordæma, réttlætingu Hannesar Hólmsteins hug- myndafræðings og sögurit- ara flokksins á atvinnuleysi og fátækt i Bretlandi, og kröfur Daviðs Oddssonar um ritskoðun á Kynningarblaöi um skiplagsmál i Reykjavik. „Það er i fyrsta sinn i sög- unni sem slikt og þvilikt ger- ist i borgarstjórn Reykjavik- ur en segir sina sögu um sjónarmið öfgaaflanna i Sjálfstæðisflokknum. Fjáls- lyndir forystumenn á borð við Gunnar Thoroddsen hefðu aldrei nokkurn tima látið sér detta annað eins i hug, en það koma nýir siðir með nýjum herrum. Lið Daviðs Oddssonar hefur nú krafist ritskoðunar sér til handa. Hvenær kemur að þvi, að það krefst þess að lögreglan handtaki andstæð- ingaþess?” Kók og kratar Góð spurning en hvað er viðtal við Pétur i Kók um Pepsi og fleira gott aö gera i Borgarblaðinu? Er Kók i framboði hjá krötum? Mippt Sjónvarpsmengun Stundum er svo að heyra að hámark frelsisins sé að eiga kost á sem allra mestu úrvali af sjónvarpsefni helst allan sólar- hringinn. Hægri sinnar prédika mjög afnám einkaréttar rikisins á útsendingu sjónvarpsefnis og fagna myndbandavæðingu einkaframtaksins sem spori i freisisátt. Úr sömu áttum má oft heyra nöldur um að búið sé að fletja út alla menntun i ein- hverskonar misskilinni jafnaðarmennsku sem ekkert tillit taki til nauðsynjar úrvais- menntunar handa gáfuðum og vel gefnum. Og nú kemur upp úr koppnum hjá þróuðum sjónvarpsþjóðum að Ihaldsdraumurinn getur gengið I uppfyllingu. Alþýöan hefúr frelsi til þess að láta sjón- varpið gera sig heimskari, en úrvalsliðið eykur bilið milli sin og almúgans með lestri i bók. Elisabeth Noelle-Newmann er I hópi fremstu fjölmiðlafræöinga heims, en hún er prófessor viö Allensbach-stofnunina i Vestur-Þýskalandi. Eftir allar uppljóstranirnar um mengun lofts og lagar kemur hún með aðvörun um annarskonar mengun: Við verðum andlega menguð af þvi að horfa á sjón- varp. Fólk I Vestur-Þýskalandi ver nú helmingi meiri tima til fjölmiðlanotkunaren i striðslok, aukningin er öll I sjónvarpsglápi og útvarpshlustun, en lestur dagblaða fer ört minnkandi sér- staklega meðal ungs fólks. 1946 lásu 85% af aldurshópnum 20—29 ár dagblöð reglulega en 1978 var hlutfallið komið niður i 38%. Þekkingargjá breikkar Það er fyrst og fremst litt skólagengið og láglaunað fólk sem horfir á sjónvarp i rikum mæli. Langskólagengnir lesa blöð og bækur. Eftir þvi sem upplýsingaflóðið eykst verður þekkingargjáin milli virkra og óvirkra, úrvals og massa, breiöari. Sjónvarpið krefst engrar orku. Að sögn Noelle-Neumann sýna allar rannsóknarniðurstöður að bókafólk er hamingjusamara en bóklaust. Ástæðan á að vera sú að lestur sé hvati á minni, hug- myndaflug, ályktunargáfu og þar með á sköpunargleði. Kannanir sýndu að fyrst eftir aö bóklaust fólk fékk sjónvarp jókst pólitiskur áhugi þess. Borið saman viö bókaflóðið kom þó i ljós að siðarnefndi hópurinn gerði sér raunsærri mynd af gangi mála heldur en sá fyrr- nefndi, sem hafði tilhneigingu til þess að lita á stjórnmálin sem nokkurskonar hanaat. Skilningur jókst semsagt ekki, en sjónvarpið færði þessum hópi heim sanninn um að pólitik væri skemmtileg slagsmál, nokkuð sem var nýtt i hans augum. Af þessu hefði i fljótu bragði mátt álykta að maður gæti með góðri samvisku horft á sjónvarp aö þvi tilskyldu að mikiö af blöðum og bókum væri lesið með. En nýjar niðurstöður sýna að sögn prófessorsins að svo er alldeilis ekki. Sjónvarpiö sjálft slœvir Barnahópi var skipt i þrennt eftir greindarmælingu. Hverj- um hópi var skipt niður eftir þvi hvort börnin horfðu mikið eða litið á sjónvarp. Það kom i ljós i öllum hópunum þremur að börn sem horfðu meira en 2,5 klukku- stundir á sjónvarp daglega sýndu minni hæfileika til þess að skilja og skýra heldur en þau börn sem horfðu litið á sjón- varp. Og þá skipti ekki máli þótt börnin læsu nákvæmlega jafn- mikið. Það er þannig sjálft sjón- varpsglápiö sem dregur úr hæfni til þess að skilja og skýra. Noelle-Neumann segir að hreyfing sé dýrum og mönnum ósjálfrátt merki um hugsanlega hættu. Sjónvarpið byggi á at- burðum, sjónhrifum, án kröfu um skilning, yfirsýn eða grein- Sjónvarpsgláp skerðir álykt unarhæfni og sköpunargleði, segir Noelle-Neumann, einn fremsti fjölmiðlafræöingur heims. ingu. Sjónvarpið ertir hægri hluta heilans, sem finnur og þykir, en ekki þann hægri, sem hugsar. Ahuginn og tilfinning- arnar styrkjast um leið og möguleikarnir minnka til að greina, skilja og hugsa um. Þetta veröur varasöm pólitisk blanda. — Sjónvarpsöldin hefur leitt til þess að fólk notar i dag orðið „þessvegna” sem fullyrðingu. Það nægir að segja „vegna þess” til þess að skýra sina af- stööu án þess að rökin fylgi á eftir. Röksemdafærslan hefur fallið niður, og tilfinningarnar einar sitja eftir. Blindur er bóklaus — Maður lærir ekkert af sjón- varpi. Fólk sem les dagblöö er miklu betur upplýst, segir Noelle-Neuman i viðtali við Dagens-Nyheter. Ahrif sjón- varpsins á blööin eru þau aö fólk sem á annaö borð les þau ein- beitir sér að alvarlegu efni. Staðbundnar fréttir eru mest lesnar, þar á eftir landsmála- fréttir og loks erlendar fréttir. Allskonar léttmeti i blöðunum hefur hinsvegar oröið undir i samkeppninni við sjónvarpið. Kannanir ku einnig sýna að aukið sjónvarpsgláp leiðir til minni bóklesturs en meiri viku- blaðalesturs. Hér er veriö að tala um rann- sóknarniðurstöður i Vestur-Þýskalandi. En bóka- þjóðin islenska er þegar komin á það stig að þeir sem hafa myndsegulband geta hæglega skert ályktunarhæfni sina og sköpunargleði með 2,5 til 3 tima sjónvarpsglápi á dag. Og við stöndum á þröskuldi nýrra sjón- varpstima með miklu meira framboðí. "Bókin er hið eina sem fær bjargað oss. Sannast þar máltækið að blindur er bók- laus maður. —ekh öfl skorið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.