Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. aprll 1982ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 W\íÍ) Ný ritstjórn á Þjóðviljanum: •w? Gegn gamla túnanum! Gegn gamla timanum! heitir þessi hressilega mynd sem Notaö og nýtt varð sér úti um með list og vél. Þetta unga fólk, sem er af dag- heimilinu Miklaborg situr viö rit- stjórnarborö Þjóðviljans og hefur sem betur fer tekiö völdin af þeim úreltu gamlingjum sem þar eru fyrir og skilja ekki að mál málanna er barnavald. Hér ætlum viö að vera, sögðu börnin þegar tlðindamann NoN bar að. Þessi gömlu gægsni geta bara átt sig. Við meinum það! Hin nýja ritstjórn Þjóðviljans var sérstaklega ánægð með húsa- skipan I Siöumúlanum. Hérna er hægt að hlaupa hring eftir hring á ganginum umhverfis miðjuna. sögðu þau. Það er svo gaman. JÓN KLOFI Samsláttur á línum Samtal ASÍ og VSI hlerað — Agreiningur er kominn upp iuillí oddvita meirihlutans i borgarstjórn. Kristján Bene- diktsson hefur ákveðið að hætta við byggð á Rauðavatnssvæðinu ef þar reynist óbyggilegt'. Sigurjón Pétursson hefur hins vegar ákveðið að halda fast við að byggja á Rauðavatnssvæðinu ef þar reynist byggilegt! Svo mælir Thoroddsen Kerlingu enga kalla þig, Karlinn, Gunnar stundi. Göfug kona og glæsilig Guðrún min I Lundi. Slmamenn neituðu að tengja kosningasfma stjórnmálaflokk- anna vegna þess, eins og slma- málastjóri sagði, að slik af- sláttarstarfesmi er ivilnandi fyrir fáa en Iþyngjandi fyrir hina mörgu. Stjórnmálaflokk- arnir þökkuðu fyrir sig með þvi að afnema friðindi og frlsfma starfsfólks Pósts og sima. Og nú virðast simamenn hafa svarað með þvl að slengja saman sfmalinum þvers og kruss um borgina. Þvi var það að þegar undirritaður ætlaði að slá á tólið til viðhaldsins lenti hann inn á óviðkomandi simtali — og lagði við hlustir eins og góðum blaðamanni sæmir. — Hjá VSl góðan daginn. — Já.þetta er ASI.er VSl við. — VSt hér. — Sæll skepnan, ASI hér. — Komdu margblessaður ASl. — Heyrðu VSI, ég er alveg dolfallinn yfir þeirri ósvlfni ykkar að ætla að fresta samningaviðræðum fram yfir kosningar. — Hvað segirðu, ASl, er doll- arinn fallinn. Þetta sögðum við ykkur eftir visitöluhækkunina 1. mars. Þarna sérðu hvað það er þýðingarlaust að hækka kaupið. — Ég sagðist vera dolfallinn. En þú ert alveg kolfallinn ef þú ætlar aö fresta samningum fram yfir kosningar. — En Alþýðubandalagið sagði að úrslit kjarasamninganna réðust 22. niaí. — Fáðu þér ny gleraugu VSI, það stóð urslif kjarabarátt- unnar. Og hver segir að Alþýðu- bandalagið sé það sama og Alþýðusambandið. — En ASI þó, það stendur I Morgunblaðinuáhverjum degi. — Ja,við segjum þáverkfall. — Hvenær, i 13. mánuðinum, ha.ASI? — 15. maí, VSl, 15. mai. Daufur í Dálkinn Vandamál er komið upp vegna kosningasfma stjórnmálaflokk- anna. — ASI, við þrýstingi gæt þin og þunga þig ver... Hér slitnaði sambandið og ég sveiflaðist inn á aðra linu og komst upp á milli hjóna. En i þessum dálki er að sjálfsögðu gætt fyllsta velsæmis i frásögn- um. Kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins Kosningahappdræddi Sjálf- stæðisflokksins er nú hlaupið af stokkunum. 1. mal að koma og sigurinn ekki enn í höfn. Og atkvæðin eru dýr. Meginhluti kosningastarfsins er unninn af sjálfboðaliðum og aug- lýsingar, útgáfa blaða og sér- rita, fundahöld, rekstur á kosningaskrifstofum, slma- kostnaður og póstburðargjöld eru svo sem ekkert feiknarleg útgjöld fyrir stóran flokk. En það eru atkvæðin. Nu duga engin loforð um aðstöðu, fyrir- greiðslu, hagsmunafé og em- bætti eftir kosningar. Hafi maður einu sinni misst niður um sig búast allir við þvi að það geti svosem gerst aftur. Staðgreiðsla er það eina sem er gjaldgengt I atkvæðaheim- inum I dag. Fyrirtækin eru þrautpind og ekki aflögufær, verðbólguhugsunarháttur meðal atkvæða I hámarki, og flokkurinn berst I bönkum. Við teystum þvi á fómfýsi flokks- manna og sárbænum þá um að ikaupa amk. einn miða hver. Munið að ekkert fæst ókeypis — ekki heldur atkvæði i kosningum. Sigur Sjálfstæðis- flokksins er sigur Vinnu- veitendasambandsins. Kosningastjórn Sjálfstæðis- fiokksins. bankanna Kratar hafa ráðið Jóakim Von And Jón Baldvin Hannibalsson ljóstraði upp leýndarmáli á miðvikudagskvöldið i sjónvarp- inu. Alþýðuflokkurinn hefur nefnilega ráðið til sin nýjan efnahagsráðgjafa. Jóakim von And heitir maðurinn og er hvorki Nordal né Hannibalsson. En þessi Andrésar Andarheim- speki okkar gengur út á það einsog Jón Baldvin Hannibals- son útlistaði svo skilmerkilega I sjónvarpinu, að valdið yfir fjár- magninu yrði tekið frá stjórn- málamonnum og fært I hendur peningastofnana, banka og þvi- uraUkgi. Kratar eru nefnilega komnir á þá skoðun eftir langa og itar- lega athugun á visindaritum Walt Disneys um Andrés Ond og fjölskyldu að Jóakim von And sé besti fulltrúi nýkratismans. Eitt sinn héldum við að peningarnir væru komir frá fólkinu, arður- inn af vinnunni. Þetta hefur semsagt reynst misskilningur og biðjumst við afsökunar á þeim áróðri undanfarna ára- tugi. Peingarnir koma nú frá bönkunum einsog Jón Baldvin Hannibalsson rakti svo vel og vandlega. Það" er nýja linan. Allt vald til bankanna. ALLT VALD TILBANKANNA!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.