Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. aprll 1982 Tölvuöldin í frystihúsunum Tryggir betri S x • nýtingu aflans og hærri laun Það er vart hægt að segja að frystihús og frystihús sé eitt og hið sama lengur. Þegar rölt er um frystihús Síldarvinnsl- unnar i Neskaupstað/ blasir við önnur sjón en í öðrum frystihúsum lands- ins: tölvuvæðingin hefur hafið innreið sína, meira að segja i þennan gamal- gróna iðnað íslendinga — og sumir myndu án efa segja sem svo, að það hafi ekki verið seinna vænna! Þegar blm. Þjóðviljans bar að garði, var allt á fullu eins og vera ber i frystihúsi, en Már Sveins- son, verkstjóri gaf mér samt tima til að fara i skoðunarferð um hús- ið og gera grein fyrir í hverju tölvubyltingin væri fólgin. „Innmötunin i húsið er fullkom- lega rafeindavædd, og hún fer þannig fram, að þær fisktegundir, sem verið er aö vinna hverju sinni, eru geymdar i safnkörum. Þegar flökunarvélarnar panta til sin fisk, fara boð um það inn i raf- eindaheila, sem tekur pant- anirnar niður og skráir þær og kemur þeim siðan áleiðis i út- búnaðinn við safnkerin. Þá fer fiskurinn eftir færibandi á vigt, sem tekur viö 100-150 kilóum, og þegar búið er að vigta fiskinn, fer hann áfram eftir færibandi i flök- unarvélarnar, þar sem hann er hausaður, flakaður og roðflettur. Síðan fer hann á svonefnda milli- vog, sem kannar nýtingu hrá- efnisins, þ.e.a.s. hve stórt hlut- falliö er af hausum, roði og hrygg annars vegar og fiskflaki hins vegar. Þessar upplýsingar má kalla fram hvenær sem er, þannig að nýting hráefnisins á alltaf að geta orðið sú besta fáanlega, þvi ef eitthvað er að, getum viö komist að þvi þegar i stað með þvi að fá nýtingarprufur af millivog- inni." — Hvernig hefur þetta kerfi gefist? „Það hefur gefist ágætlega. Það hafa að visu verið dálitlir byrjunarörðugleikar i sambandi við uppsetninguna á vélabúnaðin- um og eins hafa færiböndin verið að striða okkur, en rafeinda- búnaðurinn sjálfur hefur unnið með prýði". — Hvernig hefur þessari breyt- ingu verið tekið af starfsfólki? „Það hafa ekki orðið neinir árekstrar Ut af þessu nýja kerfi. Við héldum vinnustaðafundi þar sem var fjallað um breytinguna og hún útskýrð. En við erum ekki búnir að vera lengi meö þetta tölvukerfi í notkun og það er þvi .... \'i¦¦¦.., T}"*- J^Kl .-^fc ¦ ¦ ¦ wE£: J '¦? Már Sveinsson, verksljóri i frystihúsi Sildarvinnslunnar I Neskaupstað. i vinnslusalnum. Rafeindakerfi Síldarvinnslunnar i Neskaupstað hefur orðib til að kaup starfsfólks hefur hækkað. Ljósm.: —jsj. Hér er vigtað inn. Þessum tækja- búnaði er stjórnað af rafeinda- heila, sem skammtar 100—150 kg af þeim fiski sem verið er að vinna, og kemurþeim svoáleiðis I fiökunarvélarnar. — Myndin til hægri: Horft yfir flökunarvél- arnar. Rafeindaútbúnaðurinn fækkar ekki starfsfólki, en trygg- ir betri nýtingu aflans. erfitt að segja nokkuð ákveöið um þetta enn." — Hefur tölvubúnaðurinn ein- hver áhrif á fjölda starfsfólks og laun þess? „Þessi vélasamstæða sparar i sjalfu sér ekki nema einn starfs- kraft, sem var i móttökunni áður. Þetta er fyrst og fremst til að tryggja hámarksnýtingu aflans. Nú, það er borgað samkvæmt hraða og nýtingu, en var borgað áður eftir svokallaðri premiu, og það hefur að sjálfsögðu haft áhrif á launin. Þau hafa hækkað veru- lega, og þetta beina ákvæði sem nú er, nálgast þaö að vera jafn hátt bónusnum i salnum." Þetta kerfi er semsagt fyrst og fremst hugsað til þess að tryggja betri nýtingu hráefnisins, og það er ekki vanþörf á i rauninni, þvi þó að nýting rýrni, þó ekki sé nema um eitt prósent, þá er þar um að tefla miklar fjárhæðir." — jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.