Þjóðviljinn - 30.04.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. april 1982 um helgina Ijóðlist myndlist Með sölnað lauf í hárinu Um myndir Amar og ljóð Thors ...tónar kvöldsins dreifðir seilast um vitt svið og sækja saman safnast i mynd sem ómar lengi...” segir Thor Vilhjálmsson i einu ljóöa sinna, sem hann hefur gert viö myndir Arnar Þorsteins- sonar og Listasafn aiþýðu hefur gefið út i tilefni af sýningu Arnar sem nú stendur yfir á Grensásveginum. örn sýnir þar teikningar, málverk og þriviðar myndir úr tré og steini og er allt unnið af sannri fagmennsku og þvi fjöri og hugmyndaflugi sem gerir myndlistina að sönnu ævintýri þegar best lætur. Myndir Arnar úr „þúsund mynda safni” eru sér kafli á sýningunni og bera keim af myndmáli teikni- myndasögunnar, opnar og áleitnar en þó ótruflaðar af hin- um ytri heimi þvi þær mynda lokaöan heim i sjálfum sér eins og visindaskáldsagan og ævin- týrið. Málverk Arnar eru iðandi af lifi og ómstriðum litum sem fá léreftið til að vibra þegar best lætureins og i „Sumarundrinu” og skúlptúrarnir sýna okkur hvernig iðandi formin hafa leitað út úr myndfletinum og tekiö sér ögrandi stöðu úti á gólfinu mitt á meðal okkar. I tilefni sýningarinnar hefur Listasafnið gefið út kver meö ljóöum Thors Vilhjálmssonar, ortum út frá „þúsund mynda safni” Arnar, og prýöa teikn- ingarnar bókina. Ljóð Thors eru myndir i orðum sem lúta sömu lögmálum ævintýrsins og teikn- ingar Arnar og koma okkur i opna skjöldu með slnu óhefta hugarflugi. Hrynur haust hrynur iauf yfir hennar nakin form hulin slæöum dansins vafin silki Romeo wherefore art thou Romeo Unz hún ris meö sölnaö lauf ihárinu. ólg. Tryggvi lék á als oddi þar sem hann var aö hengja upp myndir slnar i Listmunahúsinu I gær. Ljósm. —eik— Tryggvi Ólafsson í Listmunahúsinu Tryggvi ólafsson iistmálari er kominn til landsins meö myndir sinar i farteskinu og opnar sýningu á um 50 myndum i Listmunahúsinu viö Lækjar- torg 1. maí. Við litum við hjá Tryggva þar sem hann var aö hengja upp myndir sinar á miðvikudaginn. Tryggvi sagöi að hann hefði haft mikið aö gera á síðasta ári og haft 3 sýningar á verkum sinum I Danmörku. Siðast sýndi hann i húsi Politikken við Ráðhús- torgið I tilefni af þvi að Poli- tikkens forlag gaf út eftir hann mynd í stóru upplagi. Myndir Tryggva eru sem fyrr fullar af fyrirbærum úr fortiö- inni og nútiðinni sem hann málar i hreinum og oft skærum litflötum. Þau fyrirbæri sem Tryggvi velur i myndir sýnar úr nútið og fortið, sveit og borg og sjó, mynda eina órofa heild sem verður i meðförum Tryggva eins konar vitnisburður um samtimann þar sem hvergi er slakaö á með listrænar kröfur þótt oft megi skynja vissa kald- hæðni á bakviö. Hin sterka hlið. Tryggva i málverkinu er lifandi myndbygging, þar sem sérhver þáttur iifir sinu sjálfstæða lifi en er þó 1 órófa sambandi við alla | hina vegna hinnar öruggu myndbyggingar. 011 dulspeki og mystik er Tryggva f jarri og þau fyrirbæri sem hann málar i myndir sinar eru ekki táknræn nema sem eins konar klissiur sem hann gefur nýtt lif með gaidri málverksins. Tryggvi Ólafsson hefur verið búsettur i Kaupmanna- höfn i rúm 20 ár og hefur þegar getið sér gott orö sem mynd- listarmaöur i Danmörku. Hann sýndi siöast i Listmunahúsinu fyrir 2 árum. Sýningin verður opin I 2-3 vikur. -ólg. Sýning á verk- um Brynjólfs Þórðarsonar framlengd Vegna ágætrar aösóknar aö yfirlitssýningu á verkum Brynjólfs Þóröarsonar i Lista- safni tsiands, hefur veriö ákveðiö aö framlengja sýning-. una um eina viku, og mun henni þvi Ijúka sunnudaginn 9. maf. Sýningin verður opin. þá viku á venjulegum sýningartima. safnsins, þriöjudag, fimmtu- dag, laugardag og sunnudag kl. 13.30—16.00. örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson: lögöu saman I púkk og út- koman varö Ljóö Mynd, ævintýri i máli og myndum. Or þúsund mynda safni Arnar Þorsteinssonar. Gallerí Langbrók lokar 1. maí lií ffln lÍTIl —nHini— 1 Timtr m i gjjSj 1 i m J ÓAWZRÍ LAWÓBRÓK. H MÚ V/EÍ2ÍÍ? JÍL HÚ<A I LAWÞtvEKAJÍSHÚSlNU X SERWttðFTSTDRFU \ VJÖ Xk. _ NÚ ER Sl/O KÖMÍP AT EP FAPl'ó AD lXTA A SjÁ 06 HAFA uAWöB RÆfcUP Imó/FpíD b$> (£RÁ þAR SOT 'A. ouvea lAMógeón veewJe fví lokAd mí oó mep i. maí. V(P6FFF(F 06 eNPUFF/TTUF MUNU STANPA YFig. AltAKJ PVHMÁMUf), EM FAMM S. JÚMÍ OfMAD A |Vý ME& fOMPÍ 06 PRA6T. ttEFSt STAKFSEMiU HU> S^MÍMÖU 'A SMAMyAJDUM enie apstampemtxjp UMóepbtcAe, sfm epu w talsíms. vepda ýv-nss FaoAe vee<c svo srn TBxnu., æramí<, SXÚuPTÚe 06 ftPAFÓC. ^essi sýwifufr - - vemjz í tewöslum vie UstahAttp, <sem veeóu^. serr sama dao 5. oúmí. Sýningu Mattheu að ljúka Sýningu Mattheu Jónsdóttur i Asmundarsal lýkur á sunnu- dagskvöldiö. Matthea sagöi i stuttu viötali viö blaöiö aö húni heföi selt 15 myndir, en sýningin var opnuð 24. april. Mátthea sýnir oliu- og vatnslitamyndir að þessu sinni og lýkur sýning- unni kl. 10 á sunnudag eins og fýrr segir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.