Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. aprll 1982 ÞJÓÖVILJINN — StÐA 11 um helgina Kór öldutúnsskóla heldur tónleika i HafnarfjarOarkirkju á sunnudaginn.en þar koma fram um 100 nemendur skólans. Hér'sést hluti hans ásamt stjórnandanum, Agli Friöleifssyni. Tónleikar og kaf fisala Kór öldutúnsskóla heldur tón- leika I Hafnarfjaroarkirkju sunnudaginn 2. mai kl. 16.00. A efnisskránni eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda alit frá 16. öld til okkar daga, þar af eru þrjii þeirra frumflutt. A tón- leikunum koma fram um 100 nemendur, en kórinn starfar I þremur deildum. Eftir tónleik- ana verður kaffisala i Góö- templarahúsinu. Um miöjan mai heldur kórinn i tónleikaferð til Finnlands par sem hann syngur á ýmsum stöð- um og tekur m.a. þátt i alþjóð- iegu kóramóti i Lahti auk þess að koma fram i útvarpi og sjón- varpi. Stjórnandi kórs Oldu- tiínsskóla er Egill Friðleifsson. „Reagan gæs" í Djúpinu „Reagan gæs" er heitið á tón- leikum, sem hliómsveitirnar Jói á hakanum * og Ólafur ósýnilegi halda laugardags- 'kvöldið 1. mai i Djúpinu. Hvort þarna mun átt við Reagan Bandarikjaforseta er ekki ljóst, en ekki kæmi það þó á óvart. Síðasta vísna- kvöldið Norrænt vísnamót fyrirhugað í júní Mánudaginn 3. mai n.k. verð- ur siðasta visnakvöldið nú i vor, haldið i Þjóðleikhúskjallaran- um. Aðsókn að visnakvöldunum I vetur sem nú eru orðin nlu talsins hefur verið stórgóð og hefur oftast þurft að loka húsinu fyrir kl. 22. Dagskráin á þessu siðasta kvöldi verður fjölbreytt að vanda og fram koma m.a.: Sönghópurinn Hálft i hvoru sem kynnir nýja hljómplötu sem hann hefur unnið f yrir Menning- ar- og fræðslusamband alþýðu og út kemur 1. mai, tvær ungar söngkonur þær Margrét Gunnarsdóttir og Erna Ingvars- ddttir syngja, Trad-kompaniið leikur dixielandmúsik, ljóð- %káld kemur i heimsókn að vanda, einnig mætir kór félags- ns o.i'l. Regluleg starfsemi visnavina hefst aftur I september i haust, en það er aldetlis ekki sumarfri þangað til. Aformað er að halda hér á landi norrænt visnamót i sumar með þátttöku gesta frá öllum Noröurlöndunum. Sjálft mótið mun fara fram i Reyk- holti helgina 25.-27. júni, en þvi lýkur með tónleikum i Þjóðleik- htisinu sunnudaginn 27. kl. 21. Eftir það verður þó um óform- lega dagskrá að ræða bæði i Reykjavik og titi á landi i sam- vinnu við Norræna húsið, nor- rænu félögin og Menningar* og fræðslusambandalþýðu. Nánari fréttir af mótinu eru væntanleg- ar fljótlega. A tonleikum Tónmenntaskólans koma cinkum fram yngri nem- endur skólans meðeinleikogsamspilsatriði á ýms hljðfæri. Tónmenntaskólinn með tónleika 1. maí Laugardaginn 1. mai kl. 2 e.h. mun Tónmenntaskóli Reykjavfkur halda tónleika I Austurbæjarbiói. A þessum tónleikum koma einkum f ram yngri nemendur skólans meö einleik og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri. Auk þess veröur hópatriði Ur forskóladeild. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Mezzoforte í hljómleikaferð Hljómsveitin Mezzoforte og Jóhann Helgason söngvari, halda i tónleikaferð um norður og vesturland núna um mánaðamótin. Fyrstu tón- leikarnir verða I samkomuhús- inu á Siglufirði föstudagskvöldið 30. april. Laugardaginn 1. mai verða svo tónleikar I samkomu- húsinu Bifröst á Sauðárkróki og hefjast þeir kl. 20.00. Borgarnes verður svo siðasti viðkomustaðurinn að þessu sinni, en þar veröa haldnir tón- leikar sunnudaginn 2. mai kl. 17.00 i samkomuhúsinu. Þetta verða i'yrstu tónleikar Mezzoforte utan stór-Reykja- vikursvæðisins á þessu ári, en fyrirhugað er að heimsækja aðra landshluta á næstu vikum. Verkakvennafélagið Framsókn ORLOFSHÚS Mánudaginn 3. mai nk. verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl i orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki haf a dvalið áður i húsunum hafa forgang vikuna 3.-8. mai. Félagið er með 3 hús i ölfusborgum, 1 hús i Flókalundi og 2 i Húsafelli. Leigan greidd við pöntun. Vikugjaldið kr. 700,-. Upplýsingar i sima 26930 og 26931 frá kl. 9—12 og 13—17. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Orlof að Löngumýri sumarið 1982 Eins og undanfarin sumur verða nú or- lofsdvalir að Löngumýri i Skagafirði i samvinnu við þjóðkirkjuna. Eftirfarandi timabil hafa verið ákveðin: 24. mai til 4. júni, 13. júli til 24. júli, 26. júli til 6. ágúst, 23. ágúst til 3. sept. og 6. sept. til 17. sept. Verð kr. 1800.00. Upplýsingar og pantanir á skrifstofu Fé- lagsstarfs eldri borgara, Norðurbrun 1, s. 86960. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar Skrífstofustarf Skrifstofumaður óskast til stá*rfa við út- gáfu Lögbirtingablaðs og Stjórnartiðinda. Krafist er góðrar kunnáttu i islensku og vélritun . Stúdentspróf æskilegt. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 5. mai n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. apríl 1982. Veiðif élag Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. mai. Veiðileyfi eru seld i Vesturröst, Vatns- enda, Elliðavatni og Gunnarshólma. Veiðifélag EUiðavatns. Gufuketill Til sölu er gufuketill með IRON-FIRE- MAN svartoliubrennara. Vinnuþrýstingur 9,0 kg/fercm. Gufuframleiðsla 3000 kg/klst. Upplýsingar veittar i tæknideild. ABURÐARVERKSMIDJA RÍKISINS Frá skóladagheimili Austurbæjarskóla Fóstru og kennara vantar að skóladag- heimili Austurbæjarskólans nú þegar. Upplýsingar i sima 12681. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.