Þjóðviljinn - 30.04.1982, Side 13

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Side 13
Föstudagur 30. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Verkfall flutningamanna í Noregi: Nú reynir á þolrif hægrist j órnarinnar Pólskt ástand að skapast segir íhaldsblað Um átján þúsundir meðlimir sambands norskra flutningamanna hafa verið i verkfalli siðan i fyrri viku. Marg- visleg starfsemi hefur smám saman verið að stöðvast vegna verk- fallsins og nú er verið að senda mikinn fjölda verkafólks i öðrum starfsgreinum heim i einskonar nauðungarfri. Blöðin hafa uppi mikinn harmagrát um ástandið — bensinleysið, hamstr- ið i búðum og fleira, en hið hægrisinnaða stór- blað Aftenposten hefur komið með þau merki- legu samanburðarfræði að nú sé i Noregi að skapast,, pólskt ástand’ ’ Vinnudeilan, sem getur allt eins náö til fleiri launamannasam- Kröfuganga gegn þvisem vikublaðiO Ny tid kaliar „áhlaup borgaranna á verkalýðshreyfinguna”. banda innan tiðar, setur hægri- stjórn Kare Willochs i mikinn vanda. Samanburður Aftenposten við Pólland ereinkar fróðlegur: hann sýnir nefnilega afar vel hina miklu tvöfeldni borgaralegra blaða aö þvi er varðar verkalýðs- mál: þau eru afar hlynnt frjáls- um verkalýðsfélögum I Póllandi en telja þau hafa vafasöm réttindi heima fyrir. Aftenposten stimpl- ar til dæmis verkföll sem „óviö- unandi” i nUtima þjóðfélagi — á þeim grundvelli að þeir sem ekki standa sjálfir i vinnudeilum veröi saklausir fyrir tjóni. Og ihalds- biaðið vill að hægristjtírnin komi með virkum hætti inn i dæmiö með því að spila út einhverju trompi i tekjupólitik. Hvenær kjaradómur? bar með er vinnudeilan i Nor- egi orðin fróðleg frá enn einum sjónarhóli: hægrimálgögn vilja gjarna láta sem aöilar vinnu- markaöarins” eigi að gera upp málin — en þegar til alvörunnar kemur þá er kallað á rikisstjórn- ina. Það er enginnvafi á þvi', að stjórn Willochs er ekkert um það gefið að þurfa eftir aöeins fárra mánaða setu við völd að leysa úr fyrstu meiriháttar vinnudeilu sem orðiö hefur i Noregi i bráðum 30 ár. Verkamannaflokkurinn hefur stjórnað lengi i Noregi og hafði sem stjórnarflokkur virk af- skipti af ágreiningi um kaup og kjör. Hægristjórnin hefur hins- vegar lýst þvi yfir fyrirfram að hún viljiekki gripa til kjaradóms- möguleika þeirra sem hún hefur skv. lögum til að leysa eða stööva vinnudeilur sem taldar eru með nokkrum hætti háskasamlegar fyrir samfélagið I heild. En nú þegar verkfall er i gangi hefur stjórnin dregið i land og sagt á þá leið aö hið „frjálsa spil” andstæöra afla sé ekki i gildi þegar um er að ræða nauðsyn þess að stööva vinnudeilur. Enda er búist við þvi að stjórnin gripi inn f á næstunni. Hún mun hins- vegar ekki á einu máli um það hvenær sé skynsamlegt að gripa til slikra ráða. Sumpart ræður þarmiklu um, að ýmis verkalýös- sambönd biða átekta og vilja sjá hvernig flutninga mönnu m vegnar — og stjórnin óttast það fordæmi sem kjaradómur gæfi Stóraukin fram- leiðslugeta: Þessa mánuði eru að taka til starfa í Þýskalandi og annarsstaðar í Evrópu nýjar verksmiðjur sem framleiða myndsegul- bandstæki. Þetta getur þýtt að á næstu mánuðum lækki verð á slíkum tækjum stórlega, ef til vill um ca. 1700 krónur áður en árið er liðið. Frá þessu segir i siðasta hefti vesturþýska vikuritsins Spiegel. Þarerm.a.sagtdæmifrá Vestur- Berlin. A örskömmum tima hefur japanska fyrirtækið Victor komið sér upp útibúi i samvinnu vió þýska fyrirtækið AEG-Tele- funken — tæknin og starísað- feröirnar koma frá Japan. Ekki liöur á löngu áður en frá þessu fyrirtæki einu saman munu koma 1400 myndsegulbandstæki á degi hverjum. Victor (JVC) er einnig aö koma sér upp verksmiðju i námunda við Brighton i Bretlandi og þar verða framleidd með einkaleyfi frá Victor rösklega 20 þúsund tæki á mánuði. Sony er einnig að leita sér að samstarfsaðilum i Vestur-Þýska- landi. Vilja tryggja sig Ástæðan fyrir þvi að japönsk || "TTBSSB [ ■ • ÍZS&M I; | Mikiö framboð Helstu sjálfstæðu keppinautar Japana i Evrópu hefur verið holl- enski Philips-hringurinn, sem hefur I samvinnu við Grundig smiðað svonefnt Video-2000 kerfi. Philips er nú að keppa við Sony um samstarf við franska fyrir- tækið Thomson-Brandt — hvernig sem það l'er þýðir niðurstaðan enn aukna framleiðslugetu á sviði myndbandatækni. Spiegel telur að allt þetta geti leitt af sér „olframboð” á mynd- segulbandatækjum. Japanir gætu nú þegar með þeim verksmiðjum sem eru i gangi i Japan, nokkurn- veginn fullnægt þeirri eftirspurn sem verið hefur i heiminum. Matushita-JVC og Sony framleiða á mánuði hverjum 700 þúsund myndsegulbandatæki. Ef þeir eiga að láta fyrirtæki sin ganga sæmilega þyrftu þeir að selja i ár tiu-tólf miljónir tækja, og þar af Stórlækkar verð á vídeótækjum? fyrirtæki, sem hafa mjög ráðið markaði með myndsegulbanda- tæki, eru að koma sér fyrir i blönduðum fyrirtækjum i Evrópu er einkum sú að tryggja sig fyrir hugsanlegum innflutningstak- mörkunum af hálfu rikja Efna- hagsbandalagsins. En eins og menn vita eru söluaðferðir Japana mjög umdeildar i alþjóð- legu viðskiptalifi, og hvaö eftir annað kemur það upp hjá ráða- mönnum rikja Efnahagsbanda- lagsins og Bandarikjanna, að þeir vilja helst að Japanir taki sjálfir á sig einhverjar útflutningstak- markanir — að öðrum kosti verði vestræn riki að gripa til sinna ráða, og þá væri af staðið farin viðskiptastyrjöld sem ekki er hægt að sjá fyrir hvernig þróast gæti. þurfa þeir að selja þrjá f jóröu er- lendis. Neytandinn getur látið sér standa á sama, segir Spiegel að lokum. Þvi hin mikla fram- leiðslugeta mun þrýsta á verö- lagið. Sérfræöingar búast viö þvi að videotæki muni fyrir árslok lækka i verði um að meðaltali 1700 krónur eða svo. (Byggtá Spiegel). nú. En sumpart er um að ræöa ágreining innan rikisstjórnar- innar — sá ráðherra sem fer með verkalýðsmál er sagöur vilja biða lengur með ihlutun rikisstjórnar- innar en fjármálaráðherrann og svo Willoch forsætisráðherra. Mikið ber á milli 1 Noregi er nú deilt um kaup fyrst og fremst og ber mikið á milli. Verkalýðsfélögin krefjast launahækkana sem eru á milli 10 og 30%,en atvinnurekendur segja að þeir geti ekki meðnokkru móti fariö upp fyrir 6,5% — annars muni staða norsks varnings á alþjóölegum mörkuðum stór- versna. Hjá flutningamönnum er deilt um þaö, hvort kaupið veröur hækkað um sex krónur á timann eöa um tvær krónur. Fyrir skömmu sömdu málmiðnaðar- menn um tveggja krtínu hækkun, en sá er munurinn á þeim og flutningamönnum aö þeir geta samið um aukahækkanir I fyrir- tækjunum ef þeir treysta sér til, en slika möguleika hafa flutningamenn ekki. Kreppa og stjórnarskipti Vinnudeilur i Noregi er og rétt aö skoöa f samhengi viö almenna kreppueða afturför i norsku efna- hagslifi. Lækkandi oliuverð og söluerfiöleikar hafa gert stór strik i norskan þjtíðarbúsreikning Danska blaðiö Information segir, að efnahagsmálastofnunin OECD hafi veriö að hvisla þvi aö Norð- mönnum, aö þeir geröu rétt i þvi að auka fjölbreytni i framleiöslu, reyna að vera ekki jafn háðir oliuiönaöi og þeir nú eru. Án þess geti þeir ekki haldiö uppi atvinnu og lifskjörum. Þá er og rétt að hafa i huga, að verkfalliö i Noregi er með nokkrum hætti tengt stjórnar- skiptum. A liönum árum hafa samböndin innan norska alþýðu- sambandsins haft samflot, samið i einu og sfðast árið 1980 var rikið (þ.e. stjtírn Verkamannaflokks- ins) virkuraðili. Rikiö kom þá inn i málið meönokkrum skattalækk- unum og hækkunum á barnalif- eyri til að auövelda samkomulag. Núna haföi hægristjórnin, sem fyrr segir, lýst þeiri stefnu að hver yrði að passa sjálfan sig I launamálum — og samband flutningamanna er fyrsta sér- sambandiö sem ræöir beint við vinnuveitendasambandiö norska i ein átta ár. ÁB toksaman. Aðalheimild Info. ! Falklandseyja- j stríðið: ■ | Leiðangur- i inn kostar i elnn milj- arð punda I Meðan beöiö er eftir fregn- ■ um af vopnaviðskiptum við IFalklandseyjar hafa menn reiknað það út að leiðangur breska flotans suður þangað ■ muni kosta ekki minna en Ieinn miljarð sterlingspunda. Enembættismenn stjómar MargaretThatcher hafa lýst ■ þvi yfir, að ekkert skuli til Isparaö þvi mikið sé i húfi. Eins og áður hefur verið minnst á i fréttum hitta a Bretar mest vopn frá sjálf- Ium sér og öðrum Nató- þjóðum þegar þeir leggja til atlögu við her Argentínu. ■ Flugvélamóðurskip Argen- ■ tinumanna er t.d. keypt af IBretum. Frá Bandarikjun- um hafa Argentinumenn fengið um 40 Skyhawk- ■ orustuþotur á siðustu fimm Iárum og þeir hafa keypt um 40 flugvélar af tsraelum. Vestur-Þjtíðverjar hafa selt ■ Argentinumönnum um 30% Iaf vigbúnaði þeirra. Þessi viðskipti með vopn gera Ar- gentinu aö næstmesta her- ■ veldi I Rómönsku Ameriku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.