Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Pöstudagur 30. april 1982 Svona á ekki að sitja! Fjallað um vinnustellingar Viö létum smella þessari mynd af einum starfsmanna Þjóðvilj- ans, en starfsstellingar þessa manns eru ekkert óvanalegar hér, þótt i hæsta máta óeðlilegar séu. út um allan bæ vinnur fólk viö sömu eða svipaðar aðstæður og myndin lýsir. Við fengum Mariu Hjálmdisi Þorsteinsdóttur sjúkraþjálfara til þess að skrifa fyrir okkur pistil um æskilegar vinnustellingar mannsins okkur öllum til leiðbeiningar og varnað- ar. Af þvi sem séð veröur á mynd- inni er greinilegt að hryggur mannsins er boginn, hann mynd- ar eina langa sveigju sem er i lag- inu eins og öfugt C. Ef við ættum að Hkja því við lifandi veru væri það helst rækja. Algeng setstaöa — miklir heilsukvillar Neöst á myndinni sést I aftari brUn stólsetunnar, maðurinn hvilir svo framarlega á stólnum, að við sjáum ekki sitjandann. Viö getum af þessu Imyndað okkur, að neösti hluti hryggjarins myndi framhald af hinni löngu sveigju. Stuðningurinn af stólbakinu lendir nokkru fyrir ofan mjó- hrygginn. Stöðu fótanna sjáum við ekki né heldur hendurnar á ritvélinni-eða hæð borðsins. Þó er sennilegt að maðurinn þurfi að beygja vel i olnbogunum til þess að ná upp á ritvélina. Hann lyftir öxlunum ekki upp, en handleggir eru aðeins út frá hliðunum. Hand- ritið er vinstra megin viö vélina, sem þýðir að hann þarf að horfa niður á ská og upp á vélina til skiptis. Sú hreyfing höfuðsins á sér stað I efstu hálsliðunum, á mótum háls og höfuðs, aðallega vegna þess að annar hluti hálsins er læstur I sveigjunni. Herðarnar eru mjög kúptar og axlir fram- dregnar. Þar af leiðandi er brjóst innfallið og i stuttu máli sagt er öll framhliðin samanfallin I réttu hlutfalli við sveigjuna aftur á hryggnum. Þessi setstaða er mjög algeng, svo eflaust geta margir tekið lýs- inguna til sin. Hún sést meira að segja hjá börnum. Norski læknir- inn Seyffarth heldur þvl fram, að börn temji sér þessa stöðu ef þau sitja án þess að styðja fótum nið- ur (sjá mynd),Staðan verður þvi vanabundin. Eðiilegt form hryggjarins Hryggjarsúlan er samsett úr mörgum hryggjarliðum sem tengjast saman með brjóskflög- um (disci) og liðum. Ef hryggur- inn er i jafnvægi myndar hryggj- arsúlan þrjár sveigjur, I hálsi, brjósthrygg og mjóhrygg (sjá mynd). Þetta gerir hana sterkari og sveigjanlegri en ef hún væri alveg bein. Brjóskflögurnar sem liggja milli hryggjarliðanna eru byggö- ar Ur harðaði brjóskflbrum sem umlykja mýkri kjarna. Brjóskið veitir töluverð stuöpúðaáhrif og sveigjanleika. Kjarninn hreyfist til við hreyfingar hryggjarins. Þannig rennur hann aftur á bak I hringnum ef/maður beygir sig fram I mjóbakinu. Ef slit verður I umgjörðinni getur kjarninn bung- að alveg út I jaðarinn eða jafnvel alveg sloppið úr. Það er kallað brjósklos.Þrýstingur verbur þá á taugar og ójafnvægi/skekkja kemur á liðina. Þetta veldur sárs- auka og jafnvel fleiri einkennum vegna þrýstings á taugar. Oeðli- leg staða eykur álag á vöðva og liðbönd, sérlega ef hUn er lang- varandi. Það skapar spennu/- bólgu I vöðrum.Sársauki skapar meiri spennu, þannig að um vita- hring verður að ræða. Spenna og stytting I hálsvöðvum veldur þreytuverk, siðan meiri óþægind- um og oft höfuðverk. Hestbak/ barstólar og f leiri stólar Við athuganir á setstellingum manna tóku einhverjir spekingar eftir því, að við tvær kringum- stæður virtist fólk sitja óvenju beint I baki og eiga auðvelt með að halda hryggnum I réttri stöðu. Það var á hestbaki og á barstól. Ekki vil ég taka persónu- lega ábyrgð á að þetta sé I öllum tilfellum rétt, en hvað um það, sýringin var sú, að minnkuð beygja er I mjaðmarliðunum við þessar kringumstæður. Við það strikkar minna á vefjum aftan á og auðveldara er að halda mjaðmargrindinni rétt. Þetta leiddi af sér að farið var að huga meira að stólsetunni en ella, þ.e. hallanum á henni. Framleiddir hafa verið stólar, þar sem hægt er að halla setunni fram eða hún lætur undan, þegar viðkomandi hallar sér fram. Það eru eflaust margir, sem muna eftir að hafa fundið til þreytu I baki I einhverjum stól og hafa þá flutt sig fremst á stólinn, sett fæt- urna inn undir hann og rétt úr bakinu. Þá gefst möguleiki á að halla lærunum niöur á við (eins ogáhesti). Upp á sfðkastið hafa komið fram nýjar gerðir af stólum, sem taka tillit til þessa. iör sýni hér mynd af einum til gamans. Þeir eru enn á tilraunastigi, en hafa hlotið vinsældir. Ég læt myndirn- ar um að lýsa þeim. Fyrirbyggjandi meöferö best! Aö lokum þetta: Einhæf vinna er alltaf þreytandi, en draga má Þessi setstaða brjóstvöðvum. og blóðrás. veldur slappleika f herðavöðvum og styttingu I Hinn samfallni brjóstkassi torveldar öndun .Hálssveigja'" Í . $L ¦ Brjóstsveigja < Í <Gffc>' p£|fL Lendasveigja/ BE r^ \t \ ) Lí \ /^^ v-^jj v,**ir «v^w c .- 'SpiC" Bl h3f£> É y£ /> ^ISP^ wmf^ .....fi'{_l—^ sem mest Ur álagi með þvi að nota góða stóla og kunna að nýta sér þá. Breyting á stöðu og hvild inná milli er Hka mikilvæg, og betra er að taka mörg örstutt hlé heldur en eitt langt. Margt fleira spilar inn i álagseinkenni, svo sem almennt Hkamlegt og and- legt ástand, streita o.fl. Ég sendi vinihum „incognito" á myndinni kveðju og vona, að hann sé ekki með verki. Honum og öðrum sendi ég þessi varn- aðarorð: — Gerið kröfu um góða stóla og notið þá rétt! — Hugsið um bakið áður en þið farið að finna til! — Fyrirbyggjandi meðferð er alltaf best! Maria Hjálmdis Þorsteinsdóttir. Glíma við riðuveiki Okkur hef ur tekist að sigrast á ýmsum þeim sjúk- dómum, sem hrjáð hafa islenska sauðfjárstofninn á undanförnum áratugum. Bóluefni dró vigtennurnar úr bráðapestinni og garnaveikinni; mæðiveikinni sýnisthafa verið útrýmt með fjárskiptum. En nú er það riðuveikin, gamalkunnur sjúkdómur, en hefur á siðari árum færst svo i aukana viða um land að vá er fyrir dyrum. Búnaðarþingsfulltrúar Skag- firðinga, Egill Bjarnason og Gunnar Oddsson, lögðu fyrir þingið erindi, þar sem þvi var beint til þess, „aðtaka til umræðu og ályktunar á hvern hátt megi frekast stöðva útbreiðslu og út- rýma riðuveikinni". Búnaðarþing afgreiddi erindið með ályktun, þar sem skorað er & Alþingi og rikisstjórn: Að veita nægilegt fé til þess að framfylgja þeim aðgerðum, sem Sauðfjársjukdómanefnd ákveður i samræmi við lög og reglugerð um varnir gegn riðuveikí. Að nauðsynlegt sé að riðu-, nefndir og skoðunarmenn byggi. upp eftirlitskerfi, sem hafi náið eftirlitmeðheilbrigðifjárins m.a. til þess að finna sem fyrst og farga riðusjúkum kindum. Að sauðfjárræktarráðunaut Búnaðarfélags Islands verði falið i samstarfi við Sauðfjársjúk- dómanefnd, að kanna og fylgjast með ónæmi einstakra fjárkynja gegn riðuveiki. Að Biinaðarfélagið beiti sér fyrir athugun á þvi, hvort ákveðin fóðrun og meðferð fjárins geti aukið mótstöðuafl þess gegn riðu- veiki. Að brýna fyrir fjáreigendum hreinlæti i fjárhúsum, brynn- ingartækjum og heygeymslum, sem vörn gegn sjúkdómum. Loks ályktaði þingið ,,að niður- skurður sé öruggasta vörnin gegn útbreiðslu og til útrýmingar á riðuveiki" og mælir með þvi „að þeir, sem farga fjárstofni sinum vegna riðuveiki, hljóti bætur til þess aðskipta um búgrein og hafa fjárlaust I nokkur ár. Búnaðar- þing beinir þvi til Búnaðarfél. Is- lands, að veita bændum, þar sem niðurskurður hefur farið fram vegna riðuveiki, sérstakar leið- beiningar til þess að velja um aðrar búgreinar og greiða fyrir fjármagnsútvegun i þvi skyni". —mhg Vílja svæðið f riðað áf ram Bæjarráð Húsavikur og stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðs- félags Húsavikur hafa harðlega mótmælt tillögu Hafrannsóknar- stofnunar um frekari opnun frið- aða svæðisins út af' norð-austur- landi fyrir veiðum með botn- vörpu. 1 ályktun verkalýðsfélagsins segir m.a., að verði látið undan þeim þrýstingi sem stjórnvöld liggja undir i þessu máli, muni fótum verða kippt undan útgerð smærri og stærri báta á norðaust- urlandi með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir atvinnulif stað- anna. Skorað er á sjávarútvegsráð- herra, að láta hvergi undan þeim þrýstingi sem beitt er til að knýja fram frekar opnun hinna friðuðu svæða, en orðið er. Sendiherra íslands í Norður-Kó Hinn 2. apríl afhenti Pétur Thorsteinsson, sendiherra, Kim II Sung, forseta Norður-Kóreu, trUnaðarbréf- sem sendiherra Islands i Norður-Kóreu með aðsetri i Reykjavik: •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.