Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 19
M Föstudagur 30. aprií 1982.ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 frá Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Laxness úr finnsku Kona hringdi: Ég er aldeilis hissa á sjón- varpinu. A sunnudag var sýndur forkunnargóður ballett frá finnska sjónvarpinu byggður á Sölku Völku. Finnski textinn er svo þýddur yfir á islensku og þýðandi virðist ekki hafa haft fyrir þvi að lita á texta Laxness, heldur þý&ir beint úr finnskunni þannig að gullkorn Laxness, sem margir kunna, veröa allt öðru visi en i frumtexta. Þegar slikur texti er fyrir hendi, er al- gerlega ófyrirgefanlegt að nota hann ekki. Langir kaflar, greinilega beint úr bókinni voru Cr ballettinum um Söiku Völku. Hvers vegna var ekki litið I texta Halldórs, en þýtt beint úr finnsku þannig að frægustu setningar bókarinnar komu brenglaðar? lesnir með ballettinum, og siðan þýddir yfir á fremur flata is- lensku i stað þess að taka þá upp úr bókinni. MeðlOOO l kr. á viku í bónus Fyrrverandi starfsmaður ts- bjarnarins skrifan í hádegisfréttum útvarpsins var frá þvi skýrt að endurskoð- un standi yfir á bónussamning- um fyrir starfsfólk frystihúsa I Reykjavik og er það vel. En þessi frystihus eru Hrabfrysti- stöðin, Bæjarútgerðin og ís- björninn. Svo vill til að ég var starfsmaður ísbjarnarins i tæpa 3mánuði og þar er sko borgað eftir töxtum. Allt sem unnið var við var i bónus eöa premi'u, (annað heyrði til uhdantekn- inga) en þegar launaumslagið var sótt á föstudegi voru I þvi tveir rauðir seölar eöa 1000 krónur og þetta fékk fólk f yrir 40 stunda vinnuviku, i fullum bónus, og hamagangi sem þvi tilheyrir. Þessi upphæð dugir ekki fyrir bensini á bil mannsins sem sér um bonusinn fyrir ísbjörninn i nokkra daga. Það er þvi hálf broslegt að heyra sprenglærða hagfræðinga halda þvi fram að þjóöartekj- urnar leyfi engar grunnkaups- hækkanir, raunar furðulegt að slfkir menn geti titlað sig hag- fræðinga og kannski enn furöu- legra að þeir skuli hafa náð prófi. En það alvarlegasta við þetta er að slikir menn eru- i þjónustu verkalýðsins og ann- arra láglaunahópa. Það er eins og þeir hafi gleymt hverra hagsmuna þeir eigi aö Voru ekki einhverjir að tala um 13% grunnkaupshækkun á 2 ár- um? Hvort á ég að hlæja eða að fara aö skæla? En hvernig var það, var Vinnuveitendasam- bandið og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að krefjast 20 - 30% kaup- máttarskerðingar? Siguröur Einarsson Til Þjóðviljans frá Vilborgu Bréf frá frönskum hjónum Þjóöviljanum hefur borist eftirfarandi bréf frá frönskum hjónum sem áhuga hafa á því aö heimsækja island og kynnast landi og þjóð: Frönsk hjón (um þritugt), kennarar, sem eru að undirbúa ferðalag um Island, i júli, vilja hafa dýpri kynni af landi og þjóð en venjuleg skemmtiferðalög leyfa. Eru reiðubúin að gjalda i sömu mynt hvað varðar kynni af Frakklandi. Bréfaskipti: bjarga sér á ensku. Roselyne og Jean Louis Vieilly 27 Rue du Chateau des Vergnes 63100 Clermont — Ferrand France Sjjónvarp kl. 22.10 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Söngvakeppni sjónvarps- stöðva i Evrópu er á dagskrá islenska sjónvarpsins i kvöld drjúgum tima á eftir að aðrir Evrópubúar fengu að sjá, þennan þátt. Söngvakeppni sjónvarpsstöðvanna hefur farið fram ia.m.k. tvo áratugi og úr honum koma mörg vin- sælustu dægurlög samtimans. Hitt er svo, að mönnum er farin að finnast keppnin orðin hálfgerður útþynningur, hvað svo sem þvi veldur. Þá náöi keppnin að þessu sinni óvæntum hæðum með þátttöku kornungrar stiílku frá V-Þýskalandi, Nicole, ein- ungis 17 ára gamallar. Hún var siðustu á dagskránni og skaut öllum öörum kepp- endum ref fyrir rass með lag- inu „Ein bisschen Frieden" Sigurvegarinn i söngvakeppni sjónvarpsstöðva i Evrópu — Nicole frá Vestur-Þýskalandi. sem útleggst Litill friður eða eitthvað i þá veruna. Að sögn Pálma Jóhannessonar gengur lagið samsiða friðarhreyfing- um þeim sem skotið hafa upp kollinum viða um heim. Nicole fékk fleiri atkvæði en dæmi eru til um i keppni þessari og var búin að tryggja sér sigur allnokkru áður en talningu lauk. Útvarp kl. 20.40 Kvöldvaka Kvöldvaka er á dagskrá Útvarpsins i' kvöld og hefst húnkl. 20.40. Kvöldvakan tek- ur hálfa aðra klukkustund I flutningi og er að venju viða komið við. Þar má nefna ein- söng Elinar Sigurvinsdóttur við undirleik Agnesar Löve, Kvæöi eftir Ingvar Agnarsson lesin af Ólöfu Jónsdóttur og Kórsöng sem karlakór Selfoss sér um. Söngstjdri er Ásgeir Sigurðsson. Þá má nefna söguþætti eftir Jóhann Hjaltason i flutningi Hjalta Jóhannssonar. Margt fleira EHn Sigurvinsddttir söngvari, 'en hún kemur fram i kvöld- vöku útvarpsins í kvöld. veröur unnar. á dagskrá kvöldvök- Meðal efnis I þætti Sigrúnar Stefánsdóttur er úttekt á málefnum loðdýraræktar hér á landi. Vinnuvernd og loðdýrarækt í Fréttaspegli „Það verða tvö mál hjá mér á dagskrá", sagði Sigrún Stefánsdóttir frettatnaður að- spurð um efni Fréttaspegiis sem verður á dagskrá sjón- varps I kvöld og hefst kl. 21.30. „Annars vegar er þaö loð- dýrarækt og hinsvegar vinnu- vernd. Ég mun gera úttekt á loðdýrarækt hér á landi og svo á hinum Noröurlöndunum. í þvi sambandi ræði ég við tvo menn sem eru þarna öllum hnútum kunnugir, Inga Tryggvason og Þorstein Aðal- steinsson, en þeir reka loð- dýrarækt rétt við Dalvik, Böggulstaðabdið svokallaða. Hvað vinnuverndina áhrær- ir, þá má það ekki gleymast að i ár er ár vinnuverndunar og þvi er þetta kjörið efni svona rétt við 1. mai. Rannsóknir hafa sýnt að vinnuslys eru tótrúlega algeng hér á landi, mun algengari en á öðr- um Norðurlöndum. Það er tal- ið að vinnuslys séu hér u.þ.b. 10 þúsund ár hvert", sagði Sigrún. Þáttur Sigrúnar tekur 40 minúturiflutningi. ^^.Sjónvarp ^O1 kl. 21.30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.