Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN ■Fftsiudagur7. mai 1982 —101, tbl.47. árg. ; Davíð semur við I Indriða G. IÞegar Davlö Oddsson var for- maður stjórnar Kjarvalsstaöa 1976 gerði hann mjög sérstæöan I' samning við Indriða G. Þor- steinsson rithöfund um að siðar- nefndur tæki að sér að skrifa ævisögu Kjarvals. Frá þessu ' hlálega máli segir Itarlega á I bls. 5. Fundur 72ja manna nefndarinnar í gær: Samflotið mun halda áfram ✓ sögðu Asmundur Stefánsson forseti ASÍ og Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ eftir fundinn Ég fæ ekki séð að breyt- ing á sérkröfum Verka- mannasambandsins þurfi að breyta neinu um sam- flot félaga og sérsam- banda innan ASÍ í komandi k jarasamningum, enda hefur kröfugerðin alltaf verið tvískipt, annarsvegar sameiginiegar kröfur og hinsvegar sérkröfur hinna ýmsu félaga og sérsam- banda. Þetta voru orð Ásmundar Stefánssonar forseta ASI, þegar hann var inntur eftir þvi að loknum 72ja manna- nefndar fundinum í gær, hvort þær breytingar sem VMSi gerði á sérkröfum sinum breytti einhverju um samflotið i kjarasamn- íngunum. Hallar á okkur Þvi fer f jarri að þetta sé rof á samfloti. Við teljum hinsvegar að það halli á okkur i Verkamanna- sambandinu miðað viö ýmsa aðra launþegahópa og það viljum við leiðrétta. Má i þvi sambandi nefna að starfsaldurshækkanir hjá okkur eru lægri en hjá öðrum, og við viljum ná fram sam- ræmingu á þessu sviði, sagöi Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins aðspurður um stööuna. Hann bætti þvi við að VMSl gæti hugsanlega fallist á að tilfærsla milli launaflokka og starfsaldurs- hækkanir drægjust frá megin- kröfunnium 13% kauphækkun, en þó þvi aðeins að önnur sérsam- bönd fallist á þá sanngirniskröfu VMSl að samræma starfsaldurs- hækkun og launaflokkahækkun án þess að setja allt á flot þess vegna og heimta það sama. Samstaða nauðsyn Asmundur Stefánsson benti á að sumt i kröfugerð verkalýðs- hreyfingarinnar nú væri þannig vaxiö að það næðist ekki fram nema um algera samstöðu væri aö ræða og nefndi hann i þvi sam- bandi visitölumálið sem dæmi. Þaö væri auðveldara fyrir vinnu- veitendur að drepa málum á dreif gegn sundraði hreyfingu en sam- einaðri og þessu geröu menn sér fulla grein fyrir. Hann sagði enn- fremur að engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fundinum i gær um aðgerðir. —S.dór Eðvarð hættir formennsku í Dagsbrún Eðvarð Sigurðsson lét af störfum formanns Dagsbrúriar á aðalfundi félagsins á laugardag og Guðmundur J. Guðmundsson tók við. Eðvarð hafði verið formaður Dagsbrúnar í 21 ár. Eðvarð var vel þakkað'fórnf úst starf hans í þágu Dagsbrúnar og allrar alþýðu — sjá bls. 3. (Ljósm. eik). Bygginga- menn boða verkföll Það er aðeins byrjunin og við erum að sýna atvinnu- rekendum fram á að okkur er full alvara. Það má segja að við séum með þessu að skjóta lausum skotum til að- vörunar, sagði Benedikt Daviðsson, formaður Sam- bands byggingamanna, en það hefur boðað til þriggja sólarhringa verkfalls, ásamt nokkrum félögum innan byggingariðnaðarins, sem ekki eru i sambandinu. Þann 18. mai nk. boða Tré- smiðafélag Akraness, Tré- smiðafélag Reykjavikur, Félag byggingamanna i Hafnarfirði, Iðnsveinafélög Suðurnesja og Arnessýslu, Sveinafélag húsgagnasmiða og Sveinafélag bólstrara, Múrarafélag Reykjavikur, Málarafélag Reykjavíkur og Sveinafélag pipulagninga- manna sólarhrings verkfall. Iðnaðarmannafélag Rang- árvallasýslu boöar sólar- hringsverkföll 18.., 4. og 26. mai nk. Um framhald að- gerða hefur ekki verið ákveðið. —Sdór. / Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra á aðalfundi SIR: Blftnduvirkjun einu t ræðu sem Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra hélt á aðalfundi Sambands islenskra rafveitna i gær sagði hann að samkvæmt nýjustu fram- kvæmdaáætlun væri nú gert ráð fyrir að fyrri vélasamstæða Blönduvirkjunar geti hafið orku- vinnslu haustið 1986, en áður hefur verið gert ráð fyrir aö orku- vinnsla frá Blönduvirkjun hæfist ekki fyrr en 1987. Ráðherrann sagði, að gert væri ráð fyrir að verja i ár 60 milj- ónum króna til undirbúnings- framkvæmda viö Blönduvirkjun, og 22 miljónum króna til undir- búnings Fljótsdalsvirkjun.. A Suðurlandi veröur I sumar unnið að stiflugerð viö Sultartanga og dýpkun á útrennsli Þórisvatns. 1 ræðu sinni sagði Hjörleifur Guttormsson m.a.: Brautin hefur verið rudd til framkvæmda við raforkuöflun til næstu 10—15 ára, og fer hraðinn að sjálfsögðu eftir þróun markaðar. Hér er um að ræða meira en tvöföldun á upp- settu afli og orkuvinnslu frá þvi ári fyn sem nú er, eða nálægt 800 mega- wött i afli og hátt I 4000 gigawatt- stunda orkuframleiöslu. Hefur aldrei fyrr veriö mörkuð svo við- tæk stefna af löggjafar- og fram- kvær.idavaldinu i virkjunar- málum, og ætti hún aö auðvelda hagkvæm og skipuleg vinnu- brögö, sem leggja ber áherslu á. k. Hlutfall kvenna hefur verið langhæst á Gdistanum: Hlutfall kvenna 40% frambjóðenda á G-listum eru konur 1 kaupstöðum landsins sitja jafnmargar konur af G-Iistum i bæjarstjórn og af listum A, B og D samanlagt. Um 20% bæjar- stjórnarmanna Atþýðubanda- lagsins eru konur, cn lands- meðaltal kvenna i sveitar- stjórnum er6%. Illutfall kvenna á framboðslistum Alþýðu- bandalagsins hefur frá þvi 1974 vcrið mun hærra en hjá öðrum flokkum. t kaupstöðum landsins var það 1974 28.1%; 1978 30.3% og 1982 er það 40%. F.f litið er á tvö efstu sætin hjá G-iistum i kaupstöðum um land allt er hlutfallið nær þvi hið sama og á listunum i heild, eða 38%. Hlutfall kvenna á listum Al- þýðuflokksins var 1974 17.8%, 1978 22.7% og 1982 31%. Kyn- skipting i tveimur efstu sætun- um á listum Alþýðuflokksins i kaupstööum 1982 er 26% konur og 74% karlar. Hjutfall kvenna á listum Framsóknarflokksins var 1974 16.9%, 1978 17.8% og er 1982 28%. Hlutfail kvenna i efstu tveimur --sætum ' á B-listum i kaupstöðum landsins er 1982 að- eins 12%. Hlutfall kvenna á listum Sjálfstæöisflokksins var 1974 16.9%, 1974 20.4% og er 1982 28%. Hlutur kvenna i tveimur efstu sætum á D-listum i -kaup- stöðum landsins er hinsvegar aðeins 11% nu i vor. Þess má og gela að við athug- un hefur komið i ljós að sæmileg fylgni er -milli heildarhlutfalls kvenna á G-liStum,og hlutfalls kvenna ilveimur efstu sætunum bæði kosningaárin 1974, og ’78, en '74 og ’78 er hlutfall kvenna i tveimur efstu sætunum áber- andi lægra en heildarhlutfallið hjá öðrum flokkum en Alþýðu- bandalaginu. Þjóðviljinn birtir á morgun samantekt þar sem þessar upp- lýsingar koma fram i töflu- formi. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.