Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 11. mal 1982 ÞJÓÖVlLJINN — SIÐA 3 j Eðvarð Sigurðs- j son lætur af I störfum í Dags- : brún eftir 21 árs formennsku og : 40 ára setu í I stjóm „Mér hefur alltaf veriö ljóst aö formennska I verkamanna- félaginu Dagsbrún, er eitt erfiö- asta og vandasamasta starf sem hægt er aö sér aö taka. Ekki sist fyrir þaö, aö þeir sem hafa gegnt þvi hafa I starfi sinu notiö viröinar langt út fyrir raö- ir félagsins”, sagöi Guömundur J. Guömundsson nýkjörinn formaður Dagsbrúnar þegar Fyrir röskum tuttugu árum tók Eövarö viö formennsku I Dagsbrún af Hannesi Stephensen Heiðraður fyrir lífsstarf í þágu Dagsbrúnar og alþýðu Guðmundur J. Guðmundsson tekur við sem formaður Dagsbrúnar Eðvarö Sigurösson fráfarandi formaður félagsins afhenti hon- um stjórnartaumana á fjölsótt- um aöaifundi Dagsbrúnar I Iönó sl. laugardag. Eðvarð Sigurðsson lét form- lega af störfum, sem formaður Dagsbrúnar á aðalfundinum, eftir 21 árs samfellda for- mennsku og 40 ára setu i stjórn félagsins. A aðalfundinum var Eðvarð heiðraður með æðsta heiðursmerki Dagsbrúnar fyrir lifsstarf sitt i þágu Dagsbrúnar og alls verkaiýðs i landinu. Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Dagsbrúnar sagði i ræðu sem hann hélt Eð- varð. til heiðurs, að „siðustu 40 ár væri erfitt að skýra frá Dags- brún án þess að skýra um leið frá Eðvarð, og ákaflega erfitt að segja eitthvað frá Eövarð án þess að skýra frá Dagsbrún. Hann hefði variö lifi sinu fyrir þettafélag.” Eðvarð þakkaði af heilum hug) þann heiður sem sér væri sýndur og þau orð sem um hann voru látin falla. Hann rifjaði upp fyrstu ár sin i starfi Dags- brúnar. „Fjóröi áratugurinn i verkalýðsbaráttunni var bæði harður og lærdómsrikur og ég hef stundum kallað hann min háskólaár.” Eðvarð minnti á að i söguna skyldu menn sækja lærdóminn til úrlausnar þeim verkefnum sem þeir ættu við að etja hverju sinni. „En árangur- inn i okkar baráttu er fyrst og fremst ykkur að þakka, félagar góðir, Dagsbrúnarmenn. Stétt- visi, einhugur og fórnfýsi, hefur fært sigur i höfn á úrslitastund”. 1 lokaorðum sagði Eðvarð: „Eg biðst ekki afsökunar á neinu sem ég hef unnið i þágu þessafélags. Ég vona mér verði fyrirgefið það sem ég hef látið ógert.” Verkamenn hylltu Eðvarð vel og lengi og fjölmargir þeirra tóku til máls og þökkuðu Eð- varð fórnfúst starf hans i þágu Dagsbrúnar og um leið allrar alþýðuilandinu. 1 nýkjörinni stjórn Dags- brúnar eiga sæti auk Guðmund- ar J. Guðmundssonar for- manns, þeir Halldór Björnsson varaformaður, Úskar Ólafsson ritari, Jóhann Geirharðsson gjaldkeri, Garðar Steinþórsson, fjármálaritari, Olafur Ólafsson og Kristvin Kristinsson með- stjórnendur. Auk Eðvarðs fór úr stjórn Gunnar Hákonarson og Ragnar Geirdal. t varastjórn eiga sæti þau Asgeir Kristinsson Gunnar Asgeirsson og Hjálmfriöur Þórðardóttir. -lg Hlíta ekki framlengingu uppsagnarfrests: „300-400 hjúkrunarfræðlng ar hafa flúið þessi kjör” Minni fiskafli en í fyrra Ljóst er aö fiskafli fyrstu 4 mánuöi ársins er mun minni en Ívará sama tima I fyrra. Heildar- aflinn þessa fjóra fyrstu mánuöi varö 308.489 lestir en varifyrrá á sama tima 486.193 lestir. Þarna Imunar mest um loönuna, sem er 11.676 lestir I ár en var I fyrra 157.821 lest. Botnfiskaflinn i ár varð 289.773 Ilestir en i fyrra 319.255 lestir. Þar af var þorskur i ár 192.856 lestir en i fyrra 229.604 lestir. Hér spilar inni sjómannaverkfallið sem stóð Iallan jánúarmánuö á stóru tog- urunum. Afli hefur viðast hvar veriö tregur eftir páska stoppið, þannig Iað ljóst er aö vertiðaraflinn i ár verður heldur minni en var i fyrra. — S.dór. Mestur hitf var í Vopnafirði í gærdag IHin mesta veöurbliöa var um land allt I gær og um helgina. Sunnanátt var rikjandi og hita- stigiö náöi hæst í Vopnafiröi á há- Idegi I gær, 14 stiga hiti var I Reykjavik og var biiist við þvl aö þetta veöur héldist allan daginn I dag. A hinn bóginn þóttust veður- J fræöingar greina noröanátt fyrir miðvikudaginn og ætti þá aö kólna nokkuö I veöri, þó ekki eins mikiö og verst var I siðustu viku. 1 framhjáhlaupi má svo geta þess að krian ku vera komin til landsins, þ.e. nokkrir könnunar- fuglar hafa sést á stangli. Alkom- m in verður hún á landinu i dag. — hól. V ortónleikar Tónlistarskóla Hjúkrunarfræðingar ætla ekki að hlita þvi, eins og fram hefur komið i fréttum, að uppsagnarfrestur þeirra sem á rikisspitölum vinna verði framlengdur um þr já mánuði. Það er vegna óánægju með kjörin og vegna þess hvernig kjaramál þeirra hafa verið afgreidd á undanförnum árum. Svo fórust orð Brynhildi Ingi- mundardóttur einni af tals- mönnum hjúkrunarfræðinga i viðtali við Þjv. Hjúkrunar- fræðingar hafa fengið tveggja launaflokka hækkun skv. úr- skurði kjaranefndar og eiga nú að byrja i 13. launaflokki (8460 kr. á mán). En þær vilja byrja i 16 launaflokki (nú 9832 kr. á mán) og Breytingar á sérkröfum VMSÍ Sambandsstjórnarfundur Verkamannasambands tslands ákvaö á fundi sl. föstudag breyt- ingar á sérkröfum VMSÍ. Þær eru helstar að fariö er fram á 3ja launaflokkahækkun frá 6. til 15. flokks og nemur sú hækkun 6.1% til 7.4% kauphækkunar. Aður hafði verið gerð krafa um eins flokks hækkun á þessu sama launaflokkabili. Þá færist hjólbarðaviðgerðar- menn, borunarmenn og fleygunarmenn úr 12. i 17. launa- flokk. Vinna við borvagna og fall- hamra úr 13. i 17. flokk og aöstoðarfólk i mötuneytum úr 8. flokki i 12. flokk, nema þessar launaflokkahækkanir 8,2% til 11,7% launahækkunar. Aldurshækkanir verði aldrei lægri en 2% frá byrjunarlaunum eftir 1 ár, 5% frá byrjunarlaunum eftir 3 ár og 9% frá byrjunar- launum eftir 5 ár. Þá verði ákvæði samninga um kauptrygg- ingu endurskoðuð. Tillagan um 13.% alrhenna grunnkaups- hækkun verði endurskoðuð i ljósi taxtatilfærslna. — S.dór fá hraðari starfsaldurshækkanir en til þessa. Hjúkrunarfræðingar, sagði Brynhildur, hafa áður sagt upp. En 1977 dæmdi kjaradeilunefnd þá alla i vinnu, þrátt fyrir vel skipulagt neyðarplan sem við höfum gert. Það sama gerðist i febrúar leið þegar hjúkrunar- fræðingar hjá Reykjavikurborg höfnuðu samningi BSRB og borg- arinnar. Við erum mjög óánægðar með að viðsemjendur okkar hafa haft um þrjá mánuði til viðræðna en enginn samningafundur hefur verið haldinn, aðeins óformlegir fundir siðustu daga. Þá teljum við að það sé einungis verið að brjóta niður samstöðu okkar með þvi að framlengja uppsagnarfrest, þvi það gildir aðeins um þá sem starfa á rikisspitölum, það þarf samt sem áður að semja nú þegar við þá sem vinna á Landakoti og Borgarspitala. Gleymum þvi heldur ekki að nú stunda 300-400 hjúkrunar- fræðingar önnur störf vegna lélegra launakjara og takist ekki samningar nú verður þessi flótti enn meiri, sagði Brynhildur enn- fremur og taldi að stjórnvöld hefðu sýnt mikið ábyrgðarleysi í þessu máli. Þegar hefur verið gengið frá neyðaráætlun hjúkrunarfræðinga og kemur hún til framkvæmda um helgina ef ekki semst. Spital- arnir eru að senda heim alla sjúklinga sem hægt er, að þvi er fregnir hermdu i gær. — áb. Ámessýslu Tónlistarskóli Arnessýslu er nú aö ljúka vetrarstarfi slnu. 1 vetur voru 385 nemendur iskólanum, en kennsla fór fram á 13 stööum viös vegar I sýslunni. Kennarar viö skólann voru 19, þar af 10 fast- ráðnir. Tónlistarskólinn hefur vortón- leika sina um þessar mundir. Þriðjudaginn 11. mai eru tón- leikar i Félagsheimili Þorláks- hafnar kl. 20.30. Söngnemendur haida tónleika í Selfosskirkju fimmtjdaginn 13. mai kl. 20. Þar verða á efnisskrá gamlar italskar ariur og islensk lög, m.a. eftir núiifandi tónskáld. Siðustu tón- leikarnir og skólaslit verða i Sel- fosskirkju laugardaginn 15. mai kl. 17.00. 50 10 (d 9 ) 8 JLS 8 Krossgátumistök Mjög slæm mistök urðu I sambandi við krossgátuna I Sunnu- dagsblaði Þjóöviljans. Vitlausir reitir voru birtir en þeir áttu aö mynda nafn á götu í Reykjavik. Mistök þessi urðu I prentsmiðju og er beðist velvirðingar á þeim. Hér koma réttu reitirnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.