Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 5
ÞriOjudagur 11. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 ’ Kærlelksvals Davíðs og Indríðaá Kj arvalsstöðum Eða fróðleg saga af samningi um ævisögu Jóhannesar Kjarvals Ariö 1976 geröi hússtjdrn Kjar- valsstaöa, eöa öllu heldur þáver- andi meirihluti hennar, Daviö Oddsson og Óiafur B. Thors samning viö Indriöa G. Þor- steinsson rithöfund um aö hann skrifaöi ævisögu Jóhannesar Kjarvals, sem yröi tilbúin fyrir hundraö ára afmæli listamanns- ins 1985. Þessi samningur er nokkuö sérstæöur eins og hér veröur á eftir rakiö: þaö verður erfitt aö finna hliöstæöur viö þaö, . aö sá sem verk tekur aö sér fái jafn viötækt sjálfdæmi og Indriði G. Þorsteinsson, i þessu tilfelli sjálfdæmi bæöi um sjálfa skil- mála samningsins sem viö hann var gerður og um þaö hve lengi hann telur sig vera viö verkið. Og eins og á stendur veröur fyrsta ályktunin af þessu máli sú aö þægileg gleöitiö gæti upp runn- iö fyrir þá sem eru hverju sinni i náö Daviös Oddssonar — sé hann i valdastööu einhverri. En nú er aö útskýra viö hvaö er átt. Samþykkt hússtjórnar Samþykkt hússtjórnar Kjar- valsstaöa var gerö meö tveim at- kvæöum Daviös og ólafs, gegn atkvæöi Elisabetar Gunnarsdótt- ur. Hún taldi aö standa ætti meö allt öörum hætti aö rannsóknum á lífi og starfi Kjarvals? auk þess gat hún þess i bókun sinni (og er ástæöa til aö leggja áherslu ein- mitt á þaö) — aö þaö ætti aö aug- 1/sa eftir manni til aö vinna verk- iö svo öllum gæfist tækifæri til aö sækja um. Borgarráö staöfesti svo samþykkt meirihluta hús- - stjórnar á fundi 3. nóvember. Samþykktin er á þessa leiö: HUsstjórn Kjarvalsstaöa sam- þykkir aö fela Indriöa G. Þor- steinssyni rithöfundi aö hafa meö höndum athugun á þeim gögnum Jóhannesar Kjarval, listmálara, sem eruleigu og vörzlum borgar- innar. í framhaldi af þvi er Indr- iöa jafnframt faliö aö rita ævi- sögu Jóhannesar Kjarval meö þeim kjörum, sem nú skal greina: Indriöa G. borsteinssyni er fal- iö aö rita ævisögu Jóhannesar Kjarval, listmálara, sem byggö veröi á þeim gögnum, sem fyrir liggja I vörzlu borgarinnar, heim- ildum, sem fengnar veröi hjá ætt- mennum listamannsins nú bú- settumíDanmörku. Einnig öllum þeim heimildum öörum, sem kynnu aö falla til viö samningu ævisögunnar, þ.á.m. yröu athug- uö öll skrif Kjarvals I blööum og timaritumogeigin útgáfum hans. Reykjavikurborg sér fyrir vinnuaöstööu viö kannanir á heimildum og samningu verks- ins, eftir þvi, sem þurfa þykir, og veitir höfundi heimild til að leita aöstoöar starfsmanna borgarinn- ar viö athugun gagna. svo sem skjala og myndverka, sem snerta gerö ævisögunnar. Þá leggur Reykjavikurborg til heppileg upptökutæki til viötala við fólk, sem leitaö veröur til, vegna kynna af listamanninum, og lætur annast vélritun slikra upplýsinga höfundi aö kostnaðarlausu. Borgað eftir reikningi Arlega veröur veitt fé lír borg- arsjóöi til ritunar ævisögunnar og gagnaöflunnar vegna hennar. Alla jafna skal greiða höfundi samþykkt framlag til verksins tvisvar á ári. í fyrsta sinn 1. nóv- ember 1976, en siöan 15. april og 15. október ár hvert á meðan samningurinn gildir. Um hver áramót ber höfundi aö skila reikningsyfirliti um heildarkostn- aö, sundurliöuöu i laun og annan kostnaö, og jafnframt skýrslu um hvemig verkinu hefur miöaö. Skýrslum þessum skal skilaö i fyrsta sinn viö áramótin 1977 og 1978. Miöaðskal viö þaö, aö höfundur hljóti laun i samræmi viö almenn- an prósentutaxta er gildir milli útgefenda og höfunda. Þó skal höfundur ekki fá höfundarlaun af fyrstu 500 eintökum ritsins. Þá greiöist sem svarar mánaöar- launum menntaskólakennara til höfundar af fjárveitingu borgar- sjóös til verksins, þegar höfundur er að starfi viö ritun ævisögunn- ar. Laun ekki endurkræf Greidd höfundarlaun eru ekki endurkræf. Aö ööru leyti gilda sömu almennu skilmálar og þeg- ar menn taka aö sér aö vinna ákveöiö verk fyrir borgarsjóö. Handrit frá höfundi skal fullbú- iö til prentunar og eigi miöast viö stærri útgáfu en nemur tveimur bindum í royal-broti — iesmál og myndir, samtals um 600 siður. Myndir skal velja i samráöi viö höfund. Ritun ævisögunnar skal lokið nógu snemma fyrir útgáfu á hundraö ára afmæli iistamanns- ins. Borgarsjóöur hefur heimild til aö ráöstafa útgáfuréttinum aö höföu samráöi viö höfund. Nafna- skrá og prtfarkalestur er dcki á vegum höfundar, nema lestur einnar prófarkar. Um þennan frá- gang og annaö er snertir útlit og aukagögn meö verkinu skal hafa höfund meö I ráöum. Samningur þessi bindur ekki Reykjavikurborg fyrr en Borgar- ráö hefur samþykkt hann. Reykjavik, 26. okt. 1976 Ólafur B. Thors, DaviöOddsson Indriöi G. Þorsteinsson Góð kjör Þessi samningur er sérstaklega örlátur viö höfund væntanlegrar Kjarvalssögu. Menn taki eftir þvi, aö hann á aö fá ótiltekinn fjölda af mánaöarlaunum menntaskólakennara meöan á verkinu stendur og þá samkvæmt Indriði: Þaö er best aö viö höfum þetta svona, Daviö. eigin skýrslu um þaö, hvenær hann telur sig vinna aö þvi og meö hvaöa hætti. Þá er Indriði einnig vel tryggöur aö þvi leyti, aö ekki veröur betur af samningi séð, en aöútlagt fésé alls ekki afturkræft (þ.e.a.s. hann þarf ekki aö bera neina ábyrgð á þvi að handriti veröi skilaö á réttum tima, né heldur á þvi aö þaö sé litgáfuhæft) — aftur á móti eru honum tryggö full ritlaun af bókinni þegar hún kemur út (aö undanskildum fyrstu 500 eintökum). Er ekki aö efa, aö margir listamenn þættust sælir meö þessi prýöilegu kjör. Hafðu þetta svona, Dav- ið En þá er eftir einn sá liöur þessa máls sem skrýtnastur er. Hann lýtur aö þvi hvernig samil- ingurinn veröur til. Til er minnis- blaö frá Indriöa G. Þorsteinssyni til Davíös Oddssonar, þar sem kemur i ljós aö rithöfundurinn er ráöinn til aö halda uppi sóma borgarinnar gagnvart Kjarval eftir samtali kunningja úti i bæ (plaggiö heitir „til minnis fyrir Daviö Oddsson samkvæmt sam- tali”).Og i' lok þess segir Indriöi, aö „þetta eru þeir punktar sem ég vildi fá í bréfi frá ykþur um ritun ævisögunnar”. Með öörum orö- um: engra möguleika annarra var leitaö en til Indriöa G. Þor- steinssonar. Þeir Daviö ræöa máliö, og verktakinn (Indriöi) sendir siöan nótu um þaö hvaö hann vill i samninginn — fær um hann sjálfdæmi. Þarf þá éngan aö undra þótt samningurinn sé mjög hagstæöur margnefndum Indriöa — enda er minnisblaö hans svotil samhljóða samningnum sem aö ofan er birtur. Minnisblaöiö er á þessa leiö: Minnisblaðið „Til minnis fyrir Daviö Oddsson samkvæmt samtali Indriöa G. Þorsteinssyni er hér meö faliö aö rita ævisögu Jóhann- esar S. Kjarval, listmálara, sem byggö verði á gögnum sem fyrir liggja ivörslu borgarinnar, heim- ildum, san aflaö veröi hjá þeim, sem þekktu listamanninn, og upplýsingum og heimildum, sem fengnar veröi hjá ættmennum listamannsins, búsettum nú i Danmörku. Einnig ölhim þeim heimildum öörum, sem kynnu aö falla til viö samningu ævisögunn- ar. Borgarsjóöur sér fyrir vinnu- aöstööu viö kannanir á heimild- um og samningu verksins eftir þvisemþurfaþykir, ogveitirhöf- undi heimild til að íeita aðstoðar starfsmaima borgarinnar við at- hugun gagna, svo sem skjala og myndverka, sem snerta gerö ævi- sögunnar. Þá leggur borgarsjóð- ur tilheppilegupptökutæki til viö- Davið: Getti ýtrustu varúðar i aö hrófla viö uppkasti málvinar sins og verktaka. tala viö fólk, sem leitaö veröur til vegna kynna af listamanninum, og lætur annast vélritun slikra upplýsinga hafundi aö kostnaöar- lausu. Arlega veröur veitt fé úr borgarsjóöi til ritunar ævisög- unnar og gagnaöflunar vegna hennar. Alla jafna skal greiöa höfundi samþykkt framlag til verksins tvisvar á ári. 1 fyrsta sinn 15. október 1976, en siöan 15. april og 15. október ár hvert á meöan samningurinn gildir. Um hver áramót ber höfundi að skila reikningsyfirliti um heildarkostn- aö, sundurliöuöu I laun og annan kostnaö, og jafnframt skýrslu um hvemig verkinu hefur miðaö. Skýrslum þessum skal skilað i fyrsta sinn viö áramótin 1977 - 78. Miðaöskalviö þaö, aö höfundur hljótilaun i samræmi viö almenn- an prósentutaxta er gildir milli útgefenda og höfunda. Þá greiðist sem svarar mánaöarlaunum menntaskólakennara til höfundar af fjárveitingu borgarsjóðs til verksins, þegar höfundur er aö starfi viö ritun ævisögunnar. Greidd höfundarlaun eru ekki endurkræf. Aö ööru leyti gilda sömu almennu skilmálar og þeg- ar menn taka aö sér aö vinna ákveðið verk fyrir borgarsjóö. Handrit frá höfundi skal fullbú- iö til prentunar og eigi miöast viö stærri útgáfu en nemur tveimur bindum i royal-broti — lesmál og myndir, samtals um sex hundmö siöur. Myndir skal velja I samráöi viö höfund. Ritun ævisögunnar skal lokiö nógu snemma fyrir útgáfu á hundrað ára afmæli listamanns- ins. Borgarsjóður hefur heimild til aö ráöstafa útgáfuréttinum i samráöi viö höfund. Nafnaskrá og prófarkalestur er ekki á veg- um hafundar, nema lestur einnar prófarkar. Um þennan frágang og annaö er snertir útlit og auka- gögn með verkinu skal hafa höf- und meö i ráðum. ,, Sanngjarn samningur” Þetta eru þeir punktar, sem ég vildi fá I bréfi frá ykkur um ritun ævisögunnar. Ég held aö svona samningur sé mjög rýmilegur og sanngjarn, og hann er bindandi fyrir báöa aöila, skrifi borgar- stjóri mér, eöa annar i hans um- boöi, f.h. borgarsjóös. Siöan mun ég svara meö bréfi — og annað þarf varla. Kær kveöja Indriöi G. Þorsteinsson” Starfslaun listamanns? Nú er best aö hver dragi af þessu máli sinar ályktanir. Sum- um kann aö detta i hug saman- buröur á þessum samningi og starfslaunum til listamanna. Þaö er sameiginlegt, aö bæöi i þessu máli Daviös Oddssonar og Indr- iöa og þegar veitt eru starfslaun til ákveöinna verka, þá eru menn aö vissu leyti aö kaupa köttinn i sekknum. Ensá er þó höfuömun- urá, aö öllum er heimilt aö sækja um starfslaun, hverjum meö sin- um rökum, sem og þaö, aö fjöldi mánaðarlauna kennara sem listamenn fá úthlutaö er fýrir- fram ákveðinn. Hér er hinsvegar engu likara en Daviö Oddsson hafi búib til sérstakan starfs- launasjóð rithöfunda fyrir Indr- iöa, og gert hann sjálfan bæöi stjórnanda sjóðsins og eina þiggj- anda úr honum! Ekki er okkur kunnugt um skýrslugerö Indriöa um Kjar- valsskoðun hans, en hitt er vitað, aö fyrstu fjögur ár samningsins haföi hann fengið úr borgarsjóöi tæpar þr jár miljónir króna, gam- alla. Hvaö voru kennaralaun á árunum 1976 - 79? Kannski 300 - 400 þúsund? Nú getur vel veriö að allt fari þetta sæmilega vel og Kjarvals- bók Indriba veröi læsileg. En máliö er óneitanlega nokkuö hlá- legt fyrir þá báöa, Davið Oddsson og Indriöa G. Þorsteinsson. Fyrir Indriða vegna þess, aö hann er sá maður, sem hefur af mestri heift og fyrirlitningu skotiö á aöra rit- höfunda sem „telji sig sjálf- kjörna” til aö hljóta ýmiskonar styrki og starfslaun. Fyrir Daviö vegna þess, aö hann stendur I höröum ádrepum á aöra menn fyrir aö þeir standi ekki rétt að verki i mannaráðningum, samn- ingagerð og framkvæmdum. An er illt gengi nema heiman hafi. Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra Selfoss er laust til um- sóknar. Umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist til bæjarstjómar fyrir 1. júni n.k. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri eða bæjarritari i síma 99—1187. Bæjarstjóri Selfoss — áb 'jHil Ritari Utanrikisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utanrikisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu i ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli, auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun og starf i utanrikisráðuneyt- inu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum íslands er- lendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115,105 Reykjavik, fyrir 22. mai 1982. Utanrikisráðuneytið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.