Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur ll.mall982 Þingmenn kvöddust meö hlýju handabandi þegar erfiöu þinghaldi lauk á föstudaginn. t fjarveru forseta lýöveldisins sleit Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra alþingi á föstudagskvöldiö, en hann er einn handhafa forsetavaldsins. Þarmeö lauk 104. löggjafarþingi, sem um margt var hiö sögu- legasta þing. ✓ Ihald og kratar streittust við án árangurs: Bankaskattur- inn aö lögum Vilmundur einn sýndi dug meðal stjórnarandstæðinga Tilraun stjórnarandstööunnar til aö hindra bankaskattinn fór lit um þúfur á föstudaginn þegar til- laga þeirra um aö visa frumvarp- inu til rikisstjórnarinnar var felld meö 20 atkvæöum gegn 17 i neöri deild alþingis. Sjálfstæöisflokkur- inn haföi haldiö uppi máiþófi Fjölskylduráðgjöf ekki samþykkt Frumvarp til breytinga á barnalögum um fjölskylduráö- gjöf dagaði uppi á alþingi á föstu- daginn. Guörún Helgadóttir flutti þetta frumvarp upphaflega ásamt þingmönnum frá öllum flokkum. t meöförum nefndar klofnaöi félagsmálanefnd um máliö þannig aö minni hluti nefndarinnar lagöi til aö málinu yröi visaö til rikisstjórnarinnar, sem þýöir nánast aö málið sé svæft samkvæmt þingvenjum. I atvkæöagreiöslu um máliö var samþykkt aö visa þvi til rikis- stjórnarinnar meö 19 atkvæðum gegn 161 neöri deild alþingis. —ég Kisilmálm- verksmiðjan iengi dags er komiö var aö at- kvæöagreiöslum. Margir þingmenn geröu grein fyrir atkvæöi sinu en einsog vænta mátti fylkti þingflokkur Alþýöuflokksins liö meö Sjálf- stæöisflokknum til aö vernda bankana. Vilmundur Gylfason einn haföi i sér dug til aö segja ,,aö hann sæi enga ástæöu til ann- ars en bankar veröi skattlagöir og þvi greiddi hann atkvæöi gegn stjórnarandstööunni i málinu. Aörir þingmenn áttu bágt meö sig og sögöust vera fylgjandi skatt- lagningu bankanna en frumvarp- iö væri ekki nógu vel orðað. A þessa leiö töluöu þau Karvel Pálmason og Siguriaug Bjarna- dóttir. Þetta gerðist viö aöra umræöu i neöri deild. Þegar hér var komið sögu, höföu tekist eins konar sætt- ir milli stjórnar og stjórnarand- stöðu um þinglausnir og gekk þetta mál þá einsog önnur vel fyr- ir sig á milli umræöna og deilda til endanlegrar samþykktar. Þar meö varð bankaskatturinn aö lög- um. —óg Þingsjá varð að lögum Frumvarpiö um kfsilmálm- verksmiöju á Reyöarfiröi var samþykkt i efri deild alþingis i gær eftir talsveröar umræöur. Frumvarpiö var afgreitt einsog þaö kom frá iönaöarnefnd neöri deildar og gert hefur veriö grein fy rir hér í blaöinu. Breytingartillögur sem voru sams konar og þær sem felldar voru I neöri deild voru einnig felldar í efri deild. Viö þriöju um- ræöu I efri deild sagöi Kjartan Jó- hannsson aö i frúmvarpinu væri ákvæöi sem bryti i bága viö þing- sköp. Það er ákvæði um aö niöur- stöður skýrslu um kisilmálm- verksmiöju veröi samþykktar. Flutti Kjartan bretingartillögu þess efnis aö rikisstjórnin flytti þingsályktunartillögu i samræmi viö þingsköp. Egill Jónsson sagöi hér um misskilning aö ræöa, þvi oröalagið i frumvarpinu geröi ráö aö niöurstööurnar yröu sam- þykktar i samræmi viö þingsköp. Enda væru fordæmi sliks fjöl- mörg. ólafur Ragnar Gimsson tók einnig undir þessa túlkun. Breytingartillaga Kjartans var siðan felld meö 12 gegn 2 atkvæö- um. Síöan var nafnakall um frumvarpiö i heild. Nokkrir þingmenn geröu grein fyrir atkvæöi sinu. Stefán Jónsson sagöi á þessa leiö: Þetta mál kemur til kasta alþingis ööru sinni. Þaö er ekki meinfýsi heldur uggur, sem segir mér aö mér veröi þá léttara aö segja nei, sem mér er þungbært aö segja nú já. Frumvarpiö var samþykkt meö öllum greiddum atkvæöum en þingmenn Alþýðuflokksins sátu hjá. —óg —ég Bandarískt afturhald setur Löður í bann * Þegar minnst er á ritskoöun J munu flestir hugsa sér opinbera I stofnun, þar sem embættismenn I einræöisrikis klippa sundur * kvikmyndir, strika yfir í hand- J ritum eða banna verk meö öilu. I Miklu færri gera sér grein fyrir I þeirri ritskoðun sem bannar ■ verk meðtilstyrk peningavalds. J En þeir fengu eftirminnilega I lexiu I viðtali við leikkonuna I Katherine Helmond sem leikur ■ Jessicu I myndaflokknum Löður J sem sjónvarpið sýndi á laugar- I dagskvöld. I Hún sagði frá þvi, aö það væri ■ búið að banna Löður i Banda- J rikjunum. Og aöferðin er sh, að I með hótunum eru auglýsendur I fengnir til að hætta að styðja ■ Löður. Það hefur enginn gefið J fyrirskipun um að slika þætti I megiekki búa til en bannið er I jafn raunverulegtfyrir þvi. I* „Siðgæðisverðir” Katherine Helmond skýrði frá þvi, að þarna væri að verki sá minnihluti fólks i Bandarikjun- • um sem kallar sig „siðgæðis- Imeirihiutann”. Hún sagði á þá leið, að þar væru að verki ihaldssamir stjórnmálamenn og ■ heittrúaðir ýmisskonar sem I hóta þeim fyrirtækjum við- Nýr McCarthyismi ér I uppsiglingu.sagöi Katherine Helmond, sem hér sést i hlutverki Jessicu í Lööri — ásamt systurinni Mary. skiptabanni sem borga með vissum sjónvarpsþáttum t.d. Löðri. Hún sagði ennfremur, að miklu fleiri þættir væru nú i hættu og fannst Katherine Hel- mond að i uppsiglingu væri ný McCarthytimi með svörtum lista yfir fólk, sem bannað er að vinna að gerð kvikmynda eða sjónvarpsefnis. Peningar ráða Það er mjög athyglisvert hve allsráðandi ar.glýsendur verða um það hvort sjónvarpsefni verður til eða ekki. Löður er sýnt i fimmtiu löndum, og það væri sjálfsagt hægt að selja þáttinn kapalsjónvarpsstöðv- um, sem eiga marga viðskipta- vini i Bandarikjunum. Samt dugir það ekki til að hægt sé aö framleiöa Lööur. Þegar erki- ihaldiö í „siðgæöismeirihlutan- um” segir nei og augiýsendur lúffa — þá eralltbúið. Hvers vegna Löður? Annað er fróðlegt i þessu sambandi: það að Löður skyldi verða fyrsti þátturinn sem bandariskt ihald vill koma fyrir kattarnef i þessari lotu. Eins og íslendingar vita er þessi þátur • byggður á hugvitsamlegu sam- J spili ýmissa hefðbundinna þátta I ærslaleiksins og margskonar I hnyttinna athugana, um hlut- I verk kynjanna, foreldra og J börn, kynferðisminnihluta, I hvita og svarta og þar fram eftir I götum. Þetta spaug, sem einatt • er vel heppnað þolir hinn ihalds- ' sami smáborgari ekki. Og þvi I lætur hann banna það — löngu I áður en honum dettur 1 hug aö • hafa verulegar áhyggjur af * þeim feiknamanndrápum bar- I smiöum og öðru ofbeldi, sem I einkenna gifurlega stóran hluta I af bandariskum kvikmyndum * og sjónvarpsmyndum. Þetta er I eins og i gamla daga i Holly- I wood, þegar þess var vandlega • gætt að i kvikmyndum væru 54 J sentimetrar milli hjónarúma — I eins þótt myndin gengi annars I út á það að kála sem flestum á • sem skemmstum tima. Katherine Helmond minnti I lika á það, að fleira er i hættu i I Bandarikjunum um þessar * mundir en Löður og aðrir sjón- J varpsþættir. Það væri lika I mikiö um þaö, aö bækur séu bannaðar I skólum og teknar úr • skólabókasöfnum, kannski J brenndar. Þannig hefur farið I fyrir mörgum sigildum skáld- I verkum, sem og kennslubókum * I liffræði, þar sem áhersla er J lögö á þróunarkenninguna. Það I var þvi kannski ekki nema von, I þótt leikkonan léti i ljós nokkra ■ hrifningu yfir þvi að vera komin i skandinaviska frelsið (viðtalið var tekið upp i Kaupmanna- höfn). Og þau ummæli leikkon- unnar eru reyndar þarft skot á Svarthausaliðið islenska sem ' má ekkert norrænt sjá án þess I að skrúfað sé frá fúkyrðasarp- I inum. ArniBergmann J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.