Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur ll.maiI982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 1 Gimd til hvurs? Þessa teikningu fengum við senda til NON með svofelldum texta: Gkki skaltu hafa girnd til konu þinnar nema þú hafir tryggt þér dagheimilispláss. Enn og aftur finnst okkur á ritstjórninni sem málatil- búnaður sé ekki nógu málefna- legur. 1 fyrsta lagi: Af hverju girnd til hennar? Af hverju er ekki alveg eins hægt að gera ráð fyrir að hún beri girnd til þin? Vita menn ekki á hvaða tima þeir lifa? t öðru lagi: Af hverju endilega dagheimili? Þurfa konur að verða óléttar eins og skot? Hafa menn ekkert lært i skólanum um lykkjuna, pilluna og það allt? Hvar hefur fólk eiginlega verið? Albert ber í bœtifláka fyrir Davíð Albert hafði samband við blaðamann NÖN og bað hann blessaðan taka ekki svona hart á Davíð Oddssyni, einkavini sínum, í skipulagsmál- unum. Þetta með strönd- ina sem Reykvíkingar ættu að f á að byggja á væri svolítill misskiln- ingur sem ekki hefði komist nógu vel á fram- færi að leiðrétta. Skýringin væri sú að áður fyrr hefði sjór staðið hærra en nú og þvi hefði flæðarmál á Reykja- vlkursvæðinu verið i miðjum hliðum Úlfarsfells. Þar væri sú strandlina sem Daviö væri að tala um, og fagurt útsýni frá Úlfarsfellsströndinni yfir borg- ina og sundin blá. Þetta meö ströndina væri þvi rétt hjá Davið en eins og venjulega hefði smávegis ónákvæmni gætt i frá- sögnum Morgunblaðsins af málflutningi hans. Við litum á það sem sjálf- sagðan greiða við Albert að koma þessu á framfæri hér á Non-siðunni, gegn smágreiða i sömu mynt að sjálfsögðu, þó siðar verði. JÓN KLOFI Lýst er eftir Davið Oddssyni borgarstjóraefni. Siðast sást til hans upp við Úlfarsfcll þar sem hann var að leita að ströndinni sem hann lofaði. Þeir sem hafa séð hann eru vinsamlega beðnir að láta ekki nokkurn lifandi mann vita. Bláa leyniskýrslan kemur í ljós Þingmenn Alþýðubandalagsins í há- Ivaðarifrildi sín á milli í Alþingishúsinu, ÞAÐ FÓR jUlt i báJ og brud í þingiiði Alþýðubandalagsins á endaspretti þingsins í gær þegar ýmis mál voni afgreidd á síðasta snúningi þingsins, en upp úr sauð , milli þingmanna Alþýðubandalags- ins cftir afgreiðslu steinullarverk- , smiðjumálsins, þar sem Caröar L Sigurðsson, þingmaður Sunnlend- f inga, fékk aðeins stuðning tveggja flokksbræðr^^ÍHiA, í afgreiðslu OUfur IU(Uf gömui loforð um að útvega sér I upplýsingar. Skömmu síðar, eftir að rifrildi þeirra Ragnars Arnalds og ólafs i Ragnars Grímssonar formannsí þingflokks Alþýðubandalagsins^ var yfirstaðið á nokkrum stöðum á göngum Alþingis, gekk Stefán 4 Jónsson þingmaður Alþýðu- ] bandalagsins út úr húsinu, en áj lciðinni vék Ragnar Arnalds séiV Oeming í göngulagi fengi að fara i stjórnina. Við þökkuðum Sverri og hann þakkaði okkur i þingflokknum fyrir stuðninginn. Þarna á milli rikti ævinlega og sérstaklega á siöustu dögum þingsins mikil vinátta, kærleikur var i blóma og nærri lá við heit ástúð væri rikjandi, þó Sverrir og þing- flokkurinn stæðu aö visu ekki jafn þétt saman og þeir Davið og Albert. — O — Allt í sléttum sjó hjá íhaldinu Handfljótur rannsóknar- blaðamaður NON komst heldur betur i feitt um sl. helgi. Hann komst i möppu hjá einu möppu- dýranna hjá ihaldinu um innan- flokksátökin þarsem hvur elskar annan og standa svo þétt saman að ekki er neinn sjáan- legur munur á mönnum. thaidið er eitt og hómegen fyrirbæri sem er allsstaðar og alltaf eins. Þetta kemur sérlega berlega i Ijós i bréfi þvi sem fannst i áður- nefndri möppu og hljóðar svo: — 0 — ,,Ég kalia allar vættir himins- ins til vitnis um að ég segi satt og ekkert nema satt. Þetta geri ég i nafni formannsins Geirs Hallgrimssonar sem veit hvað hann syngur i Bilderberg. Þetta geri ég i nafni leifursóknar- ihaldsins sem við Sjálfstæðis- menn höfum valið handa Reyk- vikingum til að kjósa, Davið Oddsson biður upp á djörfungi — Það er ekki satt, sem sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið að þvaðra um i baksölum alþingis, og lika i stiganum og i mjúku stólunum i kringlunni, að sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi verið óánægðir með frammistöðu for- seta neðri-deildar Sverris Her- mannssonar siðustu daga þings- ins. — O — Það er heldur ekki rétt, sem margir eða flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið fram, aö Sverrir Hermannsson væri frekur og hjálpaði ekki flokknum i neðri deild sem for- seti. Við höfum aldrei sagt það og allavega aldrei i stiganum einsog margir okkar geta borið vitni um. Þvert á móti við metum Sverri Hermannsson. — O — Það er alls ekki rétt að Matthias Bjarnason og Halldór Blöndal hafi verið haröorðir i garð forseta, hvorki á þing- flokksfundum eða annars- staðar. Meir að segja ekki heldur i stiganum. Þvert á móti fer sérstaklega vel á með þeim þremur: Sverri Matta Bjarna og Halldóri Blöndal. Það eru með þeim dáleikar. Þeir eru meir að segja að velta þvi fyrir sér að stofna saman sérstakan skoðanahóp innan flokksins. — O — Það er heldur ekki rétt sem margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa haldið fram, á göngum, i stigum og viðar i Al- þingishúsinu, að einhverjir i þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið andsnúnir þvi að Sverrir Hermannsson yrði i stjórn kisilmálmverksmiðj- unnar á Reyðarfirði. Þvert á móti, þá lágum við i honum og nauðuðum, en allt kom fyrir ekki. Sverrir Hermannsson vildi ekki fyrir nokkurn mun fara i þessa stjórn og heimtaði að ein- hver hagfræöingur að sunnan Það er heldur ekki rétt sem margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa verið aö halda fram, þvert á við það sem við margir þingmenn Sjálfstæöis- flokksins höldum fram, um aö Egill Jónsson Austfirðingur væri skemmtilega vitlaus og frekur. Við höfum aldrei sagt þetta i gluggaskonsum i al- þingishúsinu og það er heldur ekki rétt að við segjum gaman- sögur af Agli. Þvert á móti. - O — — Það er ekki rétt einsog margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins heldu fram siöustu daga þingsins, að Geir Hall- grimsson vissi ekkert i þennan heim og hefði aungva hugmynd um það sem var að gerast, heldur lufsaðist um einsog blankur héri. Þaö er ekki rétt. Þvert á móti hafði hann allt undir „kontroll” einsog við þig- menn Sjálfstæðisflokksins getum vottað, hvar og hvenær sem er. Það skal og upplýst að það er ekki rétt einsog margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gáfu i skyn með göngulagi sinu þegar farið var út og inn úr þingsölum, að einhver óeining væri við læyði i þingflokknum. Það var ekki rétt.” Virðingarfyllst f.h. einingar- bandsins bláa. Yfirskoðunarmaður pólitiskra viðhorfa i þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. P.S. Að endingu legg ég til að Sjónvarpsþátturinn „Löður” verði lagður niður hér á landi eins og hjá skoðanabræðrum okkar i Bandarikjunum. Sönn ásýnd Framsóknar Það er stundum verið að skrifa um það i Morgunblaðinu að við Framsóknarmenn séum ekki nógu fastir fyrir. Þeir segja að við séúm á flótta undan kommúnistum, undan fast- eignagjöldunum I Reykjavik og nú siðast undan sprungunum við Rauðavatn. Mér finnst ósanngjarnt að tala svona og eiginlega ekki hægt. Eða þetta gamla röfl um aö við Framsóknarmenn séum opnir i báða enda. Rétt eins og það sama verði ekki sagt um alla mennska kind? Við erum að þessu leyti alveg eins og af- gangurinn af mannkyninu, lika þeir sem hvorki skilja SIS né heldur elska þeir Steingrim og Ólaf minn. Þessi mynd hérna sýnir hins- vegar mæta vel hverig við Framsóknarmenn erum i raun og veru. Við setjum ekki upp neinn sérstakan svip þótt aðrir yggli sig eða vilji hlægja við okkur. Við erum heldur ekkert að gefa upp um það með svipnum i hvaða átt skal halda, nema við vitum öll að það verður fram- sóknaráttin hver sem hún annars er. Og eins og hendurnar sýna, þá erum við ekki opnir i báða enda heldur höfum við eyrun opin. Fylgjumst með þvi sem klukkan slær, bæði til hægri og vinstri. Auk þess eru eyru okkar með táknrænum hætti teikn- aðar sem hendur. Það þýðir að við réttum opna sáttahönd hverjum sem vill i hana taka og i hana láta eitthvað það sem vel kemur. Þetta skulu menn hafa i huga en ekki vera með einhverja aulafyndni um náttúrur Fram- sóknar. Lifið heil. Búri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.