Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. mai 1982 GeysUega sterkur meðbyr Viðtal við Inga Hans Jónsson, frambjóðanda Alþýðubandalagsins í Grundarfirði Við síðustu sveitarstjórnarkosningar í Grundarfirði vantaði aðeins 5 atkvæði upp á að Alþýðubandalagið fengi tvö menn kjörna og felldi þar með 40 ára gamlan meirihluta Sjálfstæðisf lokksins á staðnum. Viðslógum á þráðinn til Inga Hans Jónssonar, sem nú skipar annað sæti á lista Alþýðubandalagsins og spurðum við hann um kosningahorfur. Hann sagði að meðbyrinn væri gffur- lega sterkur að þessu sinni og til dæmis um það hefði Alþýðubandalagið boðiðöllum Grundf irðingum til kaff is á 1. maí og þar hefðu mætt 170—180 manns en í siðustu kosningurn fékk flokkurinn 113 atkvæði. Þess skal og getið að í prófkjöri í vor fékk listi Alþýðubandalagsins 129 atkvæði. — Um hvaö snýst baráttan Ingi Hans? — Baráttan snýst um aö losa sig viö valdaþreyttan meirihluta og siöasta kjörtlmabil hefur veriö þaö lélegasta sem nokkurn tim- annhefurkomiö yfir byggöalagið. Framkvæmdir hafa bókstaflega engar verið. Nú býöur Alþýöu- bandalagiö upp á skipulega upp- byggingu i staö handahöfs- kenndra vinnubragöa meiri hluta Sjálf stæöisflokksins. — Hvaöa mál leggiö þiö mesta áherslu á? — Viö gerum okkur ljóst aö ekki veröur allt gert i einu og leggjum þess vegna mesta áhrslu á 3 mik- ilvæga málaflokka. Þeir eru hafnarmál, iþióttahús og um- hverfismál. Hafnarmálin eru ákaflega dýrar framkvæmdir en Ingi Hans: Viö viljum losna viö valdaþreyttan meirihluta. t.d. i umhverfismálum má margt til betri vegar færa sem ekki kost- ar stórar upphæöir. 1 umhverfis- málum viljum við aö gengiö veröi almennilega frá götum, sorphirö- ingu komiö i lag og byggðin veröi fegruö eins og kostur er. — Ef ég man rétt þá voru orku- málin i brennidepli hjá ykkur Grundfiröingum i vetur? — Já, i stefnuskrá okkar kom- um viö meö nýja punkta i orku- málum og vegamálum sem hafa vakiö mikla athygli hér. Við leggjum til aö leitaö veröi sam- starfs i kjördæminu i heild til aö bæta ástand vega og orkumála. Við Grundfiröingar höfum veriö afskiptir í báöum þessum mála- flokkum. Hér búa um 800 manns og svo aö dæmi sé tekiö erum viö ennþá á sveitalinu meö rafmagn- iö. — Nokkuö aö lokum? — Já, viö boöum lýöræöislegri vinnubrögö en hingaö til hafa tiökast. Viö viljum að fundar- geröir hreppsnefndar veröi gefn- ar út svo aö almenningur fái aö- gang að þeim, haldnir verði al- mennir borgarafundir um öll mikilvæg mál, fréttabréf gefiö út, allar stööur auglýstar og verk boöin út en á þessu hefur verið mikill misbrestur. Þá höfum við frambjóöendur Alþýöubanda- lagsins boöist til aö koma til fólks og ræöa þessi mál og hefur oröiö mikil umræöa um stefnumál okk- ur I framhaldi af þvi. — GFr Bjartsýni er ríkjandi Viðtal við Svanfríði Jónsdóttur, sem skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins á Dalvík Hér hafa verið miklar framkvæmdir á kjörtímabilinu og geng ég því bjartsýn til kosninga, sagði Svanfríður Jónasdóttir í samtali við Þjóðviljann, en hún skipar nú efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins í bæjarstjórnar- kosningunum á Dalvík. Þar hafa Framsóknarf lokkur og Alþýðubandalag myndað meirihluta síðasta kjörtímabil. Svanfriður sagöi aö ekki væri ágreiningur um nein stórmál i sambandi viö stjórn bæjarins og ekki komið i ljós hvaö stjórnar- andstaöan ætlaöi fram aö færa i kosningabaráttunni. Hún sagöi aö atvinna heföi veriö það mikil undanfarin ár á Dalvik aö fjöldi manna úr nágrannabyggöar- lögum heföi sótt vinnu þangaö. Samt væri hún þeirrar skoöunar að timabært væri aö huga aö meiri fjölbreytni í atvinnulifinu þvi að allt byggöist nú á fiskinum. Þar hefur veriö myndarlega staöið aö uppbyggingu flota og vinnslu. Hún sagöi aö Alþýöu- bandalagsmenn höfnuöu þeim stóriöjuhugmyndum sem veriö hafa á sveimi en byndu vonir viö hiö nýstofnaöa Iönþróunarfélag Eyjafjaröar. — Hver eru fleiri baráttumál Alþýöubandalagsins? — Hér hefur veriö mikil upp- bygging en ekki sinnt nægilega Svanfriður: Viljum auka fjöl- breytni atvinnulifsins. vel umhverfismálum þó aö bær- inn sé engu aö siður tiltölulega snyrtilegur. Viö viljum leggja áherslu á að gengiö veröi frá opnum svæöum og gangstéttum á næsta kjörtimabili. Fyrsti áfangi leikskóla var byggöur og tekinn i notkun á kjör- timabilinu. A þeirri braut þarf aö halda áfram og mæta þörfinni fyrir aukiö dagvistarrými. Þá má nefna aö fyrirhugaö er aö byggja sundstað á Dalvik og höfum við mjög ákveönar skoöanir á þvi hvernig aö þeirri byggingu veröi staöiö og hvar hann veröi staösettur. Viö viljum aö sundstaöurinn veröi miðstöö fyrir fólk sem vill stunda heilsu- rækt og útivist og geti þannig þjónaö fjölþættu hlutverki. Viö ýmis verkefni bæjarfélags- ins teljum viö eölilegt aö leitaö veröi samstarfs viö nágranna- byggðarlög likt og gert hefur veriö i sambandi viö uppbyggingu og rekstur heilsugæslustöövar, dvalarheim ikis aldraöra og skóla. Tekjustofnar sveitarfélaga eru þaö litlir aö þaö þarf út- sjónarsemi til aö geta sinnt þeim kröfum um aukna þjónustu sem fólk gerir nú til dags, sagöi Svan- friöur að lokum. _ GFr Minning: Guðmundsson Dr. Kristinn 1897 —1982 Dr. Kristinn Guðmundsson var fæddur árið 1897 i Króki á Rauða- sandi. Hann varö stúdent 1920, las hagfræöi og lög i Þýskalandi og varð doktor i hagfræöi frá Kielarháskóla 1926. Hann kom viða við sögu — var vinsæll menntaskólakennari á Akureyri, skattstjóri þar nyðra árum sam- an, atkvæðamaöur i Framsókn- arflokki og utanrikisráðherra var hann á árunum 1953—56. Þá hóf hann störf i utanrikisþjónustunni og var sendiherra Islendinga i London á dögum mikilla tiöinda i landhelgismálum. Ariö 1961 varö hann sendiherra i Moskvu og var þar svo lengi, aö hann varö öld- ungur sendiherra þar i borg. Kristinn bjó siðustu æviár sin i Reykjavik. Kona hans var þýsk, Elsa, fædd Kalbow. Það var á Moskvuárunum að fundum okkar dr. Kristins bar saman — litil islensk náms- mannanýlenda þar i borg átti þess kost um árabil að njóta góðs af félagsskap þessa ágæta og hlý- lega höföingja og gestrisni þeirra hjóna. Hann var áreiðanlega dug- andi sendiherra, fljótur aö átta sig á leyndardómum Kremlar sem og öðru sem laut að samskiptum viö þjóöfélag sem flestum hlýtur aö reynast nokkuð framandlegt. Svo mikið er vist, aö dr. Kristinn var bersýnilega maður verkglaöur, hann haföi lif- andi áhuga á landi, þjóö og sögu þar sem hann var kominn — öll framganga hans benti til þess, að hann leysti prýöilega af hendi hvert það verk sem hann tækist á við. Við landar gátum veriö vel meö okkur yfir þvi hve höfðinglegur dr. Kristinn var, þótt margur maður sé forvitnilegur eöa skrautlegur á gólfum Kremlar; uröu Gestir heldur hvunndasgleg- ir viö hliöina á þessm gráhærða og svipgóða risa. Annað var okk- ur þó aö sjálfsögöu miklu meira virði. En það var velvilji dr. Kristins i garö okkar náms- manna, holl ráö hans og liðsinni i margskonar uppákomum langt frá fósturjaröar ströndum, mannkostir hans blátt áfram. Við gleymum þvi ekki heldur að hann var samræöumaöur hinn besti og skemmtunarmaður. Þegar aö þvi kom að við hjónin héldum heim á leiö kvaddi dr. Kristinn meö þessum oröum: Þakka þér fyrir samveruna, þú hefur verið góöur félagi. Miklu betur átti það við og á það við nú aö segja hiö sama viö hann — hann reyndist okkur öllum góður félagi og vinur og hafi hann heilar þakkir fyrir góöar stundir, bæði austur i Moskvu og siöar hér heima. Arni Bergmann Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Jóhönnu Egilsdóttur, Lynghaga 10, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. mai kl. 13.30. Þeir sem óska að minnast hennar láti liknarstarf- semi njóta. Guömundur Ingimundarson Svava Ingimundardóttir Vilhelm Ingimundarson Guöný Illugadóttir og barnabörn Katrin Magnúsdóttir Ingólfur Guðmundsson Ragnhildur Páisdóttir Karitas Guðmundsdóttir 70 ára varð I gær, 10. mai, Steingrimur Þórðarson, húsasmiöur, Neöri-Asi, Hverageröi. Hann ólst upp á Eyrarbakka, en bjó i Reykjavik og stundaöi húsa- smiöar i áratugi. Islendingar til Þýskalands i Tíu : þúsund I Tiu þúsund islendingar ■ heimsóttu Sambandslýö- veldið Þýskaland i fyrra og er þar um aö ræöa u.þ.b. 30% I aukningu á stuttum tima. ■ Þetta kom fram á blaöa- I mannafundi sem haldinn var i sambandi við opnun I þýskrar viku sem þýska • feröamálasambandiö og I Flugleiöir efna til á Hótei Loftleiöum — meö feröa- I kynningum, þýskum mat og ■ músik frá Bæjaralandi. Þjóðverjar vinna mjög mikiö aö þvi núna aö auka I feröa mannastraum frá ■ Noröurlöndum og bjóöa þá I sérstaklega upp á „hiö I rómantiska Þýskaland”, I árdali, fjöll og sveitir sem ■ liggja úr alfaraleið — fyrir I utan gamalar menningar- miðstöövar. Skrifstofa I Feröamálasambandsins i • Kaupmannahöfn Utbýr I margskonar feröir — m.a. fyrir hjólreiöamenn og fyrir I unnendur ýmislegs tóm- ' stundagamans. Þaö kom fram i máli I Thorstens Wolfgramms I þingmanns og verndara vik- | unnar, að Þjóöverjar hafa ■ ærið verkefni við aö jafna ■ metin í feröamannastraumi. I Tiu miljónir feröamanna | koma til landsins á ári , hverju og skilja þar eftir 14 ■ miljaröi marka, en tuttugu I miljónir Þjóöverja fara til I annarra landa og skilja þar , eftir 40 miljaröa marka. ■ I \ Burtfarartónléikar i frá Tónskólanum A morgun miðvikudaginn J 12. mai mun Einar Einars- I son gitarleikari halda burt- I farartónleika sina frá Tón- ' skóla Sigursveins D. Krist- ! inssonar. Tónleikarnir verða I i Bústaðakirkju og byrja kl. I 20.30. A efnisskrá eru m.a. | verk eftir Bach, Torroba, ■ R.R. Bennett og þáttur úr I konsert eftir Castelnuovo — I Tedesco sem Einar flytur | ásamt hljómsveit Tónskól- • ans. Einar Einarsson er Akur- I eyringur og hlaut sina fyrstu | tónlistarmenntun i Tónskóla ■ Akureyrar. Undanfarin 5 ár I hefur hann stundaö nám viö I Tónskóla Sigursveins D. | Kristinssonar þar sem aöal- • kennarar hans hafa verið I Gunnar H. Jónsson og I Joseph Ka Cheung Fung. Allir eru velkomnir á tón- ■ leikana annaö kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.