Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 15
IS3?| Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla " ^ virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra leseiidum „Pípudraumurinn” ráðinn? Lesandinn, sem kvartaOi undan oröinu „pipudraumur”, hefur ekki haft samband viö blaöiö. Vonum viö aö hann geri þaö fyrr en varir. Viö höfum þó fengiö ábendingu um betri þýöingu, og kemur hún frá Helga Ágústsyni. Helgi segist hafa horft á um- rædda kvikmynd og vera al- veg sammála „lesanda” um þaö, aö þýðingin á „pipe- dream” væri mjög vitlaus. Hann sagöist hafa flett upp I alfræöioröabók og velt þýöing- unni nokkuö fyrir sér. „baö koma tvöorötil greina,” sagöi Helgi, „og raunar aöeins þessi tvö, þvi aö þaö er fráleitt aö ætiö sé hægt aö þýöa allt orö- rétt. Merkingin i oröinu „pipe- dream” kemst aö minu mati best til skila i orðunum „draumórar” og „táldraumur”. Hiö siðar nefnda er öllu betra, finnst mér.” Helgi sagöi ennfremur, aö þýöingar væru oft meö ein- dæmum lélegar hjá sjónvarp- inu. Þaö væri jafnvel svo komiö, aö þegar einhver semdi góöan texta eöa góöa þýöingu, tækju menn eftir þvi. Þannig heföi t.d. verið meö þáttinn um stóriöjuna á miö- vikudagskvöldið siöasta. Þar heföi veriö mjög vandaö mál- far. Hvar kaupirDAS einingahúsin súi? Þyri Arnadóttir hringdi og vildi beina þeirri spurn- ingu til forstöðumanns happ- drættis DAS hvar hann fengi einingahús fyrir 500 þúsund krónur. í sjónvarpsauglýsingu frá DAS eru nokkrir slikir vinningar. Þá er einnig auglýst i vinning einbýlishús fyrir 1 miljón króna, en sá vinningur kemur til dráttar aö ári liönu. Hvar i ósköpunum er þaö hús staðsett? Þá sagöi Þyri: „Ef svörin veröa á þá lund sem mig grunar, flokkast þessi auglýs- ing þá ekki undir ólögmæta viöskiptahætti?” Berta Ösk, 6 ára, með henni er þessi texti: teiknaði myndina og „Það var rigning og Barnahornið rok. Prinsessan er í glugganum að horfa á prinsinn fyrir utan. Hann var orðinn renn- blautur." ©pr§x & ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Filistear og / Israelsþjóð Filistear nefnist sjötti þáttur- inn um fornminjar á Bibliu- slóöum.„Filistearhafa alla tiö fengiö hræöilega umfjöllun — aö ósekju” segir Magnús Magnússon, höfundur hand- rits og leiðsögumaður i kynn- ingunni. Sumir telja, aö Filistear hafi komiö frá Eyjahafi og veriö I hópi sjóræningja, sem þar rupluöu strendur. Þeir settust hins vegar aö nálægt Gasa og urðu erkifjendur tsraels- manna. Egypskar heimildir greina frá ýmsu er Filistea varöar. Dómaratiminn er runninn upp hjá tsraelsþjóö og þjóöarhetjurnar Samúel og Samson voru uppi á þessum tima. Allar frásagnirnar um hetjulund, sigra og ósigra hljóma sannfærandi — eru þær kannski sannsögulegar? Sjónvarp kl. 20.40 Magnús Magnússon tekur fyr-‘ ir erkif jandmenn tsraels- manna i þættinum um Filiste- ana i kvöld. LÍFLÍNAN bjargar enn Um orkuna fyrir vestan „Það var afskaplega gott veður hér á (safirði á sunnudag — eins og best getur orðið hér á landi, steikjandi hiti og sólbaðsveður," sagði Finnbogi Hermannsson, þegar við slógum á þráðinn til hans að for- vitnast um innihaid út- varpsþáttarins Að vest- an í kvöld. Finnbogi sagði útlit fyrir áfram- haldandi sumarveður, þótt menn byggjust ekki við sömu bliðunni og var á sunnudag. „Það var svo sannarlega kominn tími til að Hann breytti til. Hér hefur verið fá- dæma vetrarveður, kuldar og fannfergi", bætti Finnbogi við. Annars ætlar Finnbogi aö taka fyrir málefni Orkubús Vestfjarða i þættinum. Orku- búiö stendur nú á nokkrum timamótum, þar sem fimmti aöalfundur þess var haldinn i endaðan april. Finnbogi mun ræöa viö ólaf Kristjánsson, stjórnarformann, um aödrag- andann og þaö sem á daga Orkubúsins hefur drifiö. Þá Lif línan heldur áfram að bjarqa sínum mönn- um úr klóm nasismans í þættinum Hulduherinn í sjónvarpi í kvöld. Þetta þykja góðir þættir og oft á tíðum spennandi. Það er hins vegar mjög sjaldgæft að við sjáum menn myrta allavega marga í einu. Sannar þetta ekki, að spennan felst í öðru en hraða of ofbeldi? Þátturinn i kvöld heitir Viö- buröarik helgi. Tveir Banda- rikjamenn ætla aö freista þess aö komast úr landi á eigin spýtur. Þaö gengur ekki, og veröur Liflina þvi aö skerast i leikinn... Hann er þungt hugsi, foringi, Liflinunnr, enda hvilir margt á hans heröum. Sjónvarp kl. 21.20 Útvarp kl. 22.35: Cr bliöunni fyrir vestan berast okkur raddir um orkumál Vcstfiröinga. Þaö er Finnbogi Hermannsson, sem stendur fyrir þvi i þættinum „Aö vest- an”, en hann er á dagskrá út- varpsins i kvöld kl. 22.35. mun Finnbogi ræöa viö Aage Steinsson um tæknilega upp- byggingu orkumála á Vest- fjöröum, en Aage er forstööu- maöur tæknideildar Orkubús- ins. — asj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.