Þjóðviljinn - 12.06.1982, Side 12

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. júnl 1982 Mikil náttúrufegurð er í Botnsdal. Innst i honum fellur Botnsá i hrikalegu gljúfri sem sést hér á myndinni. í þvierGlymur,einn hæsti foss á landinu. lega fagur, vel gróinn og skóg- lendi töluvert i honum. Hvalfell fyrir botni hans setur mikinn svip á hann og einnig stórfengleg gljúfur. í raun og veru er styttra að hefja Leggjabrjótsferð upp úr Brynjudal en hann er ekki eins fallegur og þess vegna völdum við Botnsdal. Til þess að þurfa ekki aö vaða Botnsá fórum við strax yfir hana á brú á þjóðveginum og gengum upp sunnan megin. Reyndar var þetta óþarfi þvi einnig er hægt að komast yfir á göngubrú á móts við Stóra-Botn, skömmu áður en lagt er á brattann. Llklega eru 3—4 km inn i botn á þessum unaðsfagra dal og er það sann- köluð skemmtiganga á leirum og völlum meö skógarlundi á við og dreif. Þegar innar dregur verður landið skornara og þrengist með holtumog hólum. Innst I Botnsdal sveigir leiðin til hægri upp á milli Asmundartungu og Hrísháls og er þar ruddur jeppavegur sem nær töluvert upp eftir. Brátt blasir Glymur við hinum megin i dalnum, einhver hæsti foss landsins. Hann fellur um 100 metra niður I hrikalegt gljúfur. Á hinn himinháa Glym hver sem skimar lengi fær í limu sundl og svim sem á rimum gengi A vinstri hönd rennur Hvalskarðsá niður brekkur og klettastalla I ótal fossum og iðu- föllum en sums staðar eru skessukatlar. Gaman er að ganga fram á brún af og til og virða fyrir sér þessa kátu á. Við förum okkur hægtenda höfum við allan daginn fyrir okkur og ekki borgar sig að fara of geyst til að byrja með. Botnssúlur eru beint fram undan og leika úrg ský um tinda. Ekki er þó farið að rigna ennþá. A vinstri hönd sér upp I Hvalskarö en á hægri hönd hefur Brynju- dalur opnast. Múlafjall skilur hann frá Botnsdal og það er vel þess virði að staldra við og horfa út Hvalfjörðinn sem nú er orðinn skýr og tær og lygn. Við stiklum yfir blauta mela, vööum mýrar og hoppum yfir smálæki og keldur. A vegi okkar verður öflug sauðfjárveiki- varnargirðing og nú er lagt á brattan langan og stórgrýttan f nágrenni Reykjavíkur er fjöldi skemmtilegra gönguleiða og eru sumar þeirra fornar mjög. Á hvítasunnudag ákvað undirritaður að leggja land undir fót við f jórða mann í stað þess að eyða helginni í fánýta flatmögun ellegar tilgangslausa bíltúra. Það er nef nilega þannig að með því að reyna dálítið á sig út i Guðs grænni nátúrunni fær maður einhvern veg- inn tilverurétt í henni, skynjar hana sem hluta af sjálfum sér og samsamar sig jörðinni. Þó að við værum öll að mestu orðin afvön hreyfingu eftir vetrarlanga innisetu við skrifborð eða nótnaborð ákváðum við að leggja sjálfan Leggjabrjót undir fót en svo er leiðin frá Botni í Hvalfirði yfir til Þingvalla yfirleitt nefnd Áður var hún köjluð Botns- heiði. Rétt fyrir klukkan átta aö morgni hvítasunnudags vorum við öll saman komin viö Um- feröarmiðstöö, allsyfjuð, og stig- um um borð í Norðurleiöarrútu. A leiöinni inn I Hvalfjörð lamdi regniö rútuna utan og var ekki laust við kviða 1 innstu hjarta- rótum þó aö við bærum okkur vel. Kannski vorum við að leggja I svaöilför — háskaför, vosbúð. Brátt stóöum við 1 hlaöinu á Botnskála og horfðum á eftir rút- unni og var þá ljóst að ekki varð við snúið. Við vorum ákveöin i að byrja för okkar með kaffisopa en skálinn var harðlæstur og llfvana. Nú voru góð ráö dýr. Við gengum allt I kringum skálann og börðum hann utan hvar sem við var komiö. Eftir langa mæöu opn- uðust dyr og hálfsofandi kona kom I gættina. Hún sagðist ekki hafa fengið svefnfrið alla nóttina og var svolltið byrst. Hún bliðk- aðist þó brátt og hleypti okkur inn. Fljótlega fór kaffið að malla I könnunni og við fengum brauð með. begar við lögöum I hann var stytt upp og var m.a.s. dálltiö bjart að sjá upp til Súlnanna. Viö það jókst bjartsýni og þrek. Botnsá, sem liöast niður Botns- dal, skiptir sýslum. Aö norðan er Borgarfjarðarsýsla en að sunnan Kjósarsýsla. Dalurinn er ákaf- Gengið upp brattann. Brynjudalur og Hvalfjörður i baksýiu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.