Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 15
Helgin 12.-13. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 15
„Ég ræktaöi bæöi tómata og gúrkur I húsinu I fyrra og uppskeran
varö meiri en viö gátum torgað”.
færasjúkdómum en seyöi af
sortulyngi, mjaöjurt, eini og vall-
humli.
Þau Ingibjörg og Þorsteinn
hafa garö uppi viö Valhúsahæð
þar sem þau rækta kartöflur,
rófur, kál og gulrætur.
Ingibjörg segist hafa fengiö 20
falda kartöfluuppskeru f hitti-
fyrra og 17 falda i fyrra. Og hún
sýnir okkur sýnishorn af uppsker-
unni, ferskar kartöflur og fal-
legar eins og nýkomnar upp úr
garðinum.
— Þaö er min reynsla að betra
sé að láta kartöflurnar spira i
birtu, segir Ingibjörg. Eg tek þær
inn i stofuhita fyrripartinn i april
og úöa yfir þær raka annaö slagiö.
Þær fá stuttar 2—3 sm langar
spirur meö litlum grænum blöö-
um og eru orönar aöeins mjúkar
þegar ég set þær niöur. Ég tel
ákaflega mikilvægt aö velja út-
sæöiö undan vel vöxnum og heil-
brigðum grösum. Þær kartöflur
sem viö ræktum eru af Helgu-af-
brigði, og viö geymum þær i 1—6
gráöu hita yfir veturinn.
Þá eru rófurnar ekki siðri,
stinnar og fallegar eins og
nýkomnar upp úr garðinum. Róf-
urnar geymir hún i strigapokum
og plastpoka utanyfir til þess ab
halda rakanum.
— Ég fékk i fyrra rófufræ frá
nágranna minum, honum Óla Val
Hanssyni garöyrkjuráöunaut.
Þaö er ættaö frá Norður-Noregi
og reyndist mjög vel.
Þau Ingibjörg og Þorsteinn
hafa komiö sér upp litlu gróður-
húsi úti i garði. Þorsteinn bóndi
hennar smiöaöi grindina I það á
einum degi i fyrravor, og þau
hafa lagt frárennsliö frá húsinu I
gólf gróðurhússins. Nú sagði hún
aö meiningin væri að setja ofna i
húsiö I sumar.
— Ég ræktaöi bæöi tómata og
gúrkur I húsinu i fyrra og gekk
hvort tveggja vel. Ég haföi 5
Ljósm.: eik
tómatplöntur, og uppskeran varö
meiri en viö gátum torgað. Ég
ætla ekki aö hafa fleiri en 3
plöntur I sumar.
Þá hef ég lika rósir i gróöur-
húsinu. Þær uröu óskaplega fal-
legar I fyrra. Svo nýti ég rósa-
blöðin i sultuhlaup þegar rósirnar
eru aðþvi komnar aö falla. Þegar
ég er búin að fá rósablöð saman-
pressuö i ca. 1/2 mál sýð ég þau I
1/2 1. af vatni I ca 10 min., sigta
síöan og set 500 gr af sykri úti og
sýö aftur i 5—10 minútur. Þessi
skammtur verður um 7 dl, og ég
bæti út i hann einum pakka af
Pectinal-hleypi frá Val og læt þaö
sjóöa i nokkrar minútur I viöbót.
Og viö fengum ab gæða okkur á
volgum pönnukökum meö rósa-
hlaupi og þeyttum rjóma með
kaffinu hjá Ingibjörgu.
Mm..mm..mmm!
Meö kaffinu fengum viö einnig
heimabakaö brauð meö kæfu,
sem krydduð er meö skessujurt
— Skessujurt er algeng og auð-
ræktanleg fjölær garöjurt og til
margra hluta nytsamleg og bráö-
holl, segir'Ingibjörg. Gott er að
nota hana sem kryddjurt, ekki
sist með kjötmeti eins og kæfu
eöa kjötsúpu. Ingibjörg á stórar
krukkur inni i eldhúsi með þurrk-
aöri skessujurt, tágamuru, mintu
og fleiri nytjajurtum.
Það væri til aö æra óstööugan
aö telja upp öll þau hollráö sem
Ingibjörg á Kambsveginum gaf
okkur þennan fagra vordag. En
einu má þó ekki gleyma: lýsinu!
Ingibjörg segir að lýsi sé allra
meina bót og aö hver maður ætti
að taka lýsi reglulega. En þaö er
ekki sama hvernig lýsiö er tekiö:
Þaö skal taka á fastandi maga og
helst ekki annað næsta klukku-
timann. Ef mönnum kligjar við
sopanum er gott aö blanda honum
I mjólk. Ingibjörg segist taka lýsi
þannig inn 5 daga vikunnar og
veröi sér ekki misdægurt fyrir
bragöið. Hún sagöi aö lýsið væri
sérlega gott viö liðagigt auk þess
sem þau vitamin og hollefni, sem;
lýsiö hefur aö geyma styrktu lik-
amann alhliða.
Það er hneyksli, sagöi Ingi-
björg, aö skólabörnum skulu
gefnar lýsispillur í staö ómeng-
aös lýsis. Sagðist hún hafa orð
læknis fyrir þvi, aö slikar pillur
meltust ekki fyrr en þær væru
komnar niöur i skeifugörn og
kæmu þvi ekki aö hálfum notum.
Viö kvöddum Ingibjörgu og
Þorstein á Kambsveginum saddir
af krásum, hollefnum og heilsu-
drykkjum og fullir af þeirri bjart-
sýni, sem ávallt fylgir þvi fólki
sem vinnur markvisst aö bættu
mannlifi.
ólg.
ÚTBOÐ
SAUÐÁRKRÓKUR
Stjórn verkamannabústaða, Sauðárkróki,
óskar eftir tilboðum í að fullgera, utan
sem innan, fjórar íbúðir í raðhúsum, sem
eru um það bil fokheld, en það eru
Grenihlíð 7, Grenihlíð 12, Raftahlíð 44 og
Raftahlíð 48 á Sauðárkróki.
Skal skila þeim fullbúnum hinn 29.
október 1982. Bjóða má í hverja íbúð
fyrir sig. Hafa skal samband við tækni-
deild Sauðárkróks um það hvenær húsin
verða til sýnis fyrir væntanlega
bjóðendur.
Afhending útboðsgagna er á Bæjar-
skrifstofu Sauðárkróks og hjá Tækni-
deild Húsnæðisstofnunar ríkisins
Laugavegi 77, Reykjavík, frá miðviku-
deginum 16. júní n.k. gegn kr. 2000, -
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sömu staði eigi
síðar en miðvikudaginn 30. júní n.k.
kl. 14.00 og verða þau þá opnuð að
viðstöddum bjóðendum.
f.h. stjórnar verkamannbústaða
Tænideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
oj Húsnæöisslol'nun ríkisins
Notuð sófasett
Nokkur þokkaleg notuð sófasett til sölu.
Einnig tveggja manna svefnsófar og stól-
ar.
SEDRUS húsgögn
Súðarvogi 32, simi 84047.
Blaðberabíó!
iRegnboganum
laugardagkl. 1.00
Mynd: Fræknir félagar,
gamanmynd i litum
Isl. texti.
DJOOVIUINN
s. 81333.
VC'
c
2
ili
#
Hús sýslumanns og
bæjarfógeta á Eskiflrði
Tilboð óskast i að reisa og fullgera hús
fyrir embætti sýslumanns og bæjarfógeta
á Eskifirði.
Húsið er á 2 hæðum, auk bilskúrs á 1. hæð,
alls 543 fermetrar að gólfflatarmáli.
Verkinu skal að fullu lokið 1. sept. 1983.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri frá föstudegi 11. júni gegn 2.000.- kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 6. júli 1982, kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006