Þjóðviljinn - 12.06.1982, Side 21

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Side 21
Gisli Konrábsson sagnaþulur skrifar, aö foröum hafi veriö orö- tak manna I sauöaréttum, þegar falleg lömb bar fyrir augu: „Ein- hverntima heföi honum Abraham þótt fallegt lambiö aö tarna.” En hver var Abrahám? Hinar undarlegustu dylgjur og staöhæf- ingar hafa veriö á kreiki um Abraham, sem samkvæmt þeim á aö hafa veriö ýmist eöa allt þetta: útileguþjófur, förunautur Fjalla-Eyvindar, sonur Höllu, eiginmaöur Höllu, heingdur á Hverauöllum — og hreppstjóri aö lyktum. Saga Fjalla-Eyvindar hefur nú á ýmsum sviöum veriö dregin fram i dagsljósiö samkvæmt þvl sem ýmsar misgóöar heimildir leiöa rök til, en þó er ekki þvi aö leyna aö margt fer þar enn á mis- vlxl, illa rætt og undarlega sett, I höndum nútlöarmanna. Hiö sama má segja um Arnes Pálsson, sem aö öllu athuguöu mun aldrei hafa legiö á fjöllum meö Eyvindi, og má um þaö efni vlsa til fróölegrar athugunar Arna Óla, sem birt er I bók hans, Frásögnum. Jón Espólln segir I Arbókum sinum viö áriö 1775: „1 þann tlma d 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 Þorsteinn frá Hamri skrifar Eyvindur og Abraham aö nafni, ; höföu stoliö vlöa um lándiö, höföu yfir gengiö llkast stigamönnum”. Þó er Abrahams ekki getiö viö eftirmál þessarar handtöku, enda uröu þau óvænt; Eyvindur og Halla voru sett I gæzlu Halldórs sýslumanns Jakobssonar — og sluppu þaöan, einsog þeim var lagiö. Eftir þetta viröist fækka þeim ævintýrum Abrahams sem verö þykja frásagna; nema ef nefna skyldi hreppstjóratignina. Hætt er viö aö hún f júki fyrir litiö. Hitt er sennilegt aö Abraham hafi öölazt friö og griö þegar hann elt- ist, ef til vill vegna skárri lifnaö-1 arhátta og hegöunar. En hvaö er ; hæft i sögu Hjálmars Jónssonar frá Hrafnsfjaröareyri um mótbýli Ebenezers lángafa slns viö Abra- \ ham? Þaö viröist koma á daginn aö Abraham veröi fundinn I bænda- tölu. Abraham Sveinsson er bóndi i Efri-Miövik I Aöalvlk 1787-89 og ef til vill fleiri ár fyrir þann tima. Frá Aðalvik. „Abrahams í opið skaut” er hér var komiö lágu þjófar úti á fjöllum, Eyvindur, er slapp frá Halldóri Jakobssyni, og Halla kona hans, Abraham og Arnes”. Þá haföi Arnes raunar veriö inni luktur I hinu islenska tugthúsi 1 ! niu ár. ! En hvaö um Abraham? öll hans vera er hin kynlegasta I sög- um og sögnum. Séra Jón Yng- valdsson á Húsavik(d. 1876)skrif- ar eftir sögn séra Arnórs Jóns- sonar I Vatnsfiröi, en honum sagöi sjálfur Arnes Pálsson, aö „Arnes hafi borið Eyvindi bezta orö fyrir góömennsku og guö- rækni, en vart kvaöst hann óhræddur um lif sitt fyrir Höllu og Abraham, syni hennar, meöan hann liföi”. 1 Þjóösögum Jóns Arnasonar segir, aö eftir aö Ey- vindur tók saman við Höllu á Hrafnsfjaröareyri vestra hafi Halla „lagt lag sitt viö ótindan þjóf, heldur Arnes en Abraham” og hafi það stuölaö að þvl að hjón- in lögöust út. Síðar segir I Þjóö- sögunum aö þegar Eyvindur slapp af Hveravöllum hafi Norö- lingar náö Abraham og heingt hann þar á gálga* „þvl kvaö Sam- son skáld i háövlsu um mann einn aö sál hans mundi fara Abrahams I opið skaut upp á Hveravöllum”. Eiginlega kastar þó tólfunum i Vestfirzkum sögnum III, þarsem Arngrlmur Fr. Bjarnason skrá- setur sögu eftir sögn Hjálmars Jónssonar, fyrrum bónda aö I Hrafnsfjaröareyri — einkum fyr- ir þaö hvernig staðreyndum er þar umsnúiö og hve firrurnar viröast þó trúlegar og hafa ærið nákvæmnisyfirbragö. Þar segir meöal annars: „Halla, er slöar ' tók saman viö Eyvind, var ættuö úr Súgandafiröi og fluttist þaöan til Aöalvlkur. Bjó hún fyrst I Miö- vik I Aöalvlk meö manni slnum, Abraham. Eyvindur kom aö Miö- vlk til þeirra hjóna Höllu og Abra- hams, og réöist þar sem vinnu- maöur. Ebenezer Jónsson, lang- afi minn, bjó þá I Miövík og var mótbýllsmaöur þeirra Höllu og Abrahams. Aöur en Eyvindur kom aö Miövlk haföi þótt brydda á sauðastuldi þeirra Abrahams og Höllu, og mörgum hvinnsku- brögðum öörum, en mjög magn- aöist þetta viö komu Ey vindar”. Slöan segir frá þvl er þau leggj- ast út, fyrst Halla og Eyvindur og siöareinnig Abraham, en sögunni lýkur þannig: „Sonur þeirra Abrahams og Höllu hét Sveinn. Þótti misendismaöur. Sveinn þessi drukknaöi I lendingu á Bol- ungarvlkurmölum. Stóö hann aft- astur viö skip I lendingu og bakaöi fast. Reiö þá aö ólag mikiö, og hvarf Sveinn I öldurótiö. Slys þetta var kennt göldrum, og eign- aö Jóni nokkrum Kálfssyni, sem þótti kunnáttumaöur mikill, en fáleikar höföu veriö milli þeirra Sveins”. Annars er þaö GIsli Konráös- son, sem I sögnum kann gleggst aö greina eitthvaö meö sannind- um frá Abraham, en þvl miöur einnig ómælt af vitleysum. Til hans skal nú leitaö meðal annarra varöandi upphaf Abrahams, sem hefur stuðning skjallegra gagna. ' Arið 1755 þingar Magnús Ket- ilsson sýslumaður aö Jörva I Haukadal, en þar sækir Jón Egilsson á Vatnshorni „Abra- ham, átján vetra, ófermdan, son Sveins Sveinssonar á Skinþúfu I Haukadal, er ári áöur haföi flutzt þangaö frá Krossi I Haukadal, fyrir þjófslega meöferö á gemling, er hann skar niður viö Haukadalsá, en fleygöi gærunni Gamla vörin i Ósi I Bolungarvik. og sviöunum I ána, en tekiö elds- gagn frá Agli Egilssyni yngra á Vatni, og soöiö þar I fjárhúsi um nótt, og heim kom hann aftur eldsgagninu áður Egill af vissi, vafði siðan ketið I buxnaræfla sina og urðaði uppi I árgljúfri, þar það fannst af smaladreing Guömundar á Köldukinn Sigurössonar. Fór hann þangaö meö þeim Jóni Andréssyni og Olafi Einarssyni, bændum frá Þorsteinsstööum, og fundu buxnaræflana og ketiö; meögekk Abraham þetta fyrir Egli yngra á Vatni og fyrir réttin- um; kvaöst Abraham hafa gert, þetta af hræöslu fyrir fööur sin- um, og sjálfur heföi hann átt gemlinginn; vitnaöist ekki og I annaö en svo væri. Játaöi þaö og Sveinn faöir hans, er ákæröur var um illt uppeldi á syni slnum; bar hann þá fyrir tornæmi hans. En þaö báru margir, aö ófrómur væri Abraham haldinn, legöist á hann orðrómur um afréttarfé, er hann væri meö fööur slnum á Krossi. En siöan 14. okt. dæmdi sýslu- maöur Svein I bætur fyrir van- rækt uppeldi sonar sins, eftir „Húsaga Forordningunni” til konungs tvo aura, og eyri til Egils á Vatni fyrir þaö, aö sonur hans tók þar eldsgagniö; dæmdi og Sveini aö hýöa son sinn þar á þlnginu, og fór það fram, og Svein sekan um 60 álnir I málskostnaö.” Sveinn Sveinsson, er hlaut aö hýöa Abraham son sinn á þinginu aö Jörva 1755, haföi búiö á ýms- um stööum I Haukadal, svo sem á Saurstööum 1736—38 eöa leingur, Krossi 1752 og 1754. Hann býr i Lækjarskógi I Laxárdal um 1756. Kona hans, móöir Abrahams, er nefnd Valgeröur ólafsdóttir. Sveinn er fluttur aö Ytri-Þor- steinsstööum 1762. En ári fyrr, 1761, bar þaö til tiöinda um rétta- leytiö að brotizt var i kirkjuna á Staö I Hrútafiröi og stoliö úr læstri kistu sjöhundraöa viröi I penlngum, tóbaki og fatnaöi, er átti sóknarpresturinn séra Eirik- ur Guðmundsson. Hófu menn leit að þjófunum suöur á heiöar, og riöu fram á tvo menn, er stóöu yf- ir föggum slnum á Haukadals- skaröi. Reyndust þar vera Abra- ham Sveinsson úr Haukadal og Ólafur nokkur Þóröarson, meö penínga Staöarklerks I vösum slnum en annaö þýfi I pokum. Voru þeir fluttir aö Þlngeyrum I hendur sýslumanns. Báru þeir þar aö bóndi nokkur á þessum slóöum, Þorsteinn Guöbrandsson, heföi visaö þeim til stuldarins og tilskiliö sér þriöjung þýfisins aö launum. Gisli Konráösson getur ekki þessa atburöar, en eingu aö slöur taka sagnaþættir hans framtlð Abrahams enn frekar til meö- feröar. Samkvæmt þeim gerist Abraham hvinnskur I meira lagi og fýsinn til fjaila, leggst út, kemst til Eyvindar og Höllu á Arnarvatnsheiöi og dvelst meö þeim þar, I Þjófakrók og við Arn- arfell. Þá segir Eyvindur honum og Arnesi upp vistinni, unz þeir hittast aö nýju á Vestfjöröum 1763 og eru þá gripnir. Loks segir GIsli, aö Abraham hafi ekki feingið dóm, en veriö hýddur, og loks fermdur; siöan hafi hann stórum bætt ráö sitt allt, kvænzt og oröiö hreppstjóri að lyktum, „þvl ekki skorti hann vit” segir þar. Margt er þarna I meira lagi vafasamt, enda er timatal mjög breinglaö I þætti Glsla varöandi ævi Eyvindar. GIsli hyggur Ey- vind hafa lagzt út frá Hrafnsfjart areyri miklu fyrr en var I ver- unni, 1754 eöa fyrr. Hiö rétta kemur fram I framburöi Arnesar Pálssonar fyrir rétti, en þar kveöst hann hafa dvalið I vinnu- mennsku undir fölsku nafni hjá Eyvindi aö Hrafnsfjaröareyri ár- in 1758—1761 og segir siöan: „Þegar hann strauk þaöan ásamt Abraham Sveinssyni, vildu þeir fá mig meö sér, hvaö ég vildi ei samþykkja og mætti þar fyrir illu hjá þeim, samt fékk þaö ör I þeim viöskiptum, er ég ber á vinstra fæti.” Þannig er Abraham sýni- lega kominn I tæri viö þau Ey vind 1761, sama ár og hann stal úr j Staöarkirkju, og má vel vera aö i samneyti þeirra hafi varað eitt-1 hvaö næstu árin á þvllikum ferli sem GIsli rekur, þótt hann hljóti aö hafa tekið skemmri tlma. j Grimsstaöaannáll vitnar um aö saman lafa þeir 1763! enþar segir: „Þjófar tveir teknir á Dröngum, Ariö 1788 flyzt Ebenezer Jónsson I Efri-Miövlk, en Abraham hrökklast þaöan ári siöar og byggir eyöibýliö Glúmsstaöi 1791. Þar hokrar hann I eitt ár og hverfur slöan úr bændatölu. Ariö 1793 deyr svo I Hólssókn Abraham Sveinsson, en hvorki er getið ald- urs hans né heldur hins hvar hann lézt. Sé þetta Abraham útilegu- þjófur, einsog allt bendir til, hefur hann þá veriö hátt á sextugsaldri. En þannig virðist þaö hafa orö- iö afkomendum Ebenezers Jóns- sonar freistlng aö spyröa Eyvind og Höllu innl búskap hans og Abrahams árin 1788—89 I Efri-Miövik; en I raun og veru voru þau hjón þá laungu hætt flakki sinu og þar á ofan bæöi dauö. Forsenda þessarar vitleysu er vitneskjan um brall þeirra fyrr á árum, einkum 1761—1763, meö- an þau voru öll uppá sitt bezta. Sagan er svo negld enn kirfilegar saman meö aukalegu hjónabandi | Abrahams og Höllu. Þvi má auka hér viö aö I Horn- strendingabók eru varöveitt munnmæli þess efnis aö Ebenezer Jónsson hafi hrakiö skillitil hjón úr hreppnum, og gæti þar veriö minning um þaö er Abraham hrökklaöist frá Miövik og úr Sléttuhreppi. Ariö 1802 deyr svo á Ósi I Hóls- sókn Sveinn Abrahamsson, átján vetra, úr „bólgu I llkamanum”. Aldur hans sýnir að hann er fædd- pr að Eyvindi og Höllu öldruÓum,'| eöa báöum látnum. Þetta er sennilega sonur Abrahams, sem Hjálmar Jónsson segir aö hafi farizt svo slysalega af völdum galdra og veriö „misendismaö- ur”. Tlminn er fljótur aö færa at- vikinistílinn. Og vlsan sem Samson skáld kvaö um mann einn, aö sál hans myndi fara Abrahams I opiö skaut upp á Hveravöllum vlsar varla nema aö litlu leyti til dvalar Abrahams Sveinssonar á Hveravöllum og alls ekki til heinglngar hans þar. Vlsan minn- ir á oröalag I dæmisögu Krists um fátæka manninn sem dó og „var borinn af einglum I faöm Abra- hams”. En ef til vill eru Hvera- vellir I vlsunni jafnframt vottur þess aö þá hafi hugmyndir rikt um dvalir útileguþjófsins á Hveravöllum. Vel má raunar vera fótur fyrir þvl; nógar eru eyöur til þess I sögu Abrahams, einkum árin 1763—1787. (Heimildir: Arbækur Espólins, Huld, Þjóðsögur Jóns Arnasonar, Söguþættir Gisla Konráössonar, Vestfirzkar sagnir, Frásagnir | Arna óla, Atjánda öldin, Dala- i menn, Grimsstaöaannáll, Horn-I strendingabók, Sléttuhreppur — byggö og búendur.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.