Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 7. júli 1982 Ragnarsson Minning Ragnar F. 2. 10. 1948 — D. 27. 6. 1982 Greiningarstöð rísi sem fyrst Málefni öryrkja og þroskaheftra rædd í Borgarnesi Ráöstefna um starf og stefnu svæðisstjórna vegna málefna þroskaheftra og öryrkja var hald- in í Borgarnesi 23. - 25. júní sl. Til ráðstefnunnar var boðað að frumkvæði þeirra 8 svæðis- stjórna, sem skipaðar voru samkv. lögum um aðstoð við þroskahefta frá 1979 Auk fulltrúa frá öllum svæðis- stjórnunum tóku þátt i ráðstefn- unni fuiltrúar ýmissa stofnana og félagssamtaka, sem vinna að málefnum þroskaheftra, alls 46 manns. Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, setti ráðstefnuna en siðan voru flutt 4 framsöguerindi auk þess sem unniö var i starfs- hópum. Framsöguerindin fluttu: Eggert Jóhannsson, form. svæð- isstjdrnar Suðurlands: „Starf og stefna svæðisstjórna”/ Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri i fé- lagsmálaráðuneytinu: „Stefnu- mótun i málefnum þroska- heftra/samskipan., reynsla af lögum um aðstoð við þroskahefta og frv. til laga um málefni fatl- aðra”,- Anna Hermannsdóttir, deildarstjo'ri athugunar- og grein- ingardeildarinnar i Kjarvalshúsi og Ásgeir Sigurgestsson, sálfræð- ingur athugunar- og greiningar- deildarinnar: „Kynning á starfsemi athugun- ar- og greiningardeildarinnar og tillögur deildarinnar um væntan- lega greiningarstöð”. Þorsteinn Þorsteinsson, fulltrúi foreldra 1 svæðisstjðrn Vesturlands og Hall- dóra Sigurgeirsdóttir, Landssam- tökunum Þroskahjáíp, Reykja- vlk: „Foreldrar —■ Abyrgð, við- horf, væntingar, samstarf”. Starfshópar fjölluöu um eftir- talin efni: 1. Hlutverk svæöisstjórna. 2. Hvernig verður best tryggt að alhliöa þjónusta fyrir þroska- hefta verði byggö upp á hverju svæði, sbr. 5. gr. laga um að- stoð við þroskahefta? 3. Þjónusta viö heimilin, —■ „hægt er að veita þroskaheftum þjón- ustu án þess að byggja”. Hvaða þjónusta er æskileg, nauðsyn- leg m.t.t. aldurs, tegundar fötl- unar og búsetu? 4. Greiningaraðilar. — Hver ber ábyrgð á greiningu þroskahefts einstaklings — óháð aldri — meðan greiningarstöö rikisins er ekki til? Ráðstefnan samþykkti sam- hljóöa ályktanir þar sem m.a. er lýst ánægju með „framlagðar til- löguteikningar af Greiningarstöð rikisins” og leggur áherslu á að sem fyrst verði byrjað á bygging- unni. „Augljóst er, að samhliða þeim brýnu verkefnum um land allt, sem framkvæmdasjóði þroska- heftra og öryrkja ber að fjár- magna, skv. 12. gr. laga um að- stoð við þroskahefta, þá er ofviða getu hans að fjármagna einnig greiningarstööina með óbreyttum tekjustofni”. Ráöstefnan telur þvi óhjákvæmilegt að veitt verði á næstu fjárlögum fé til þessa verk- efnis sérstaklega, þannig að bygging stöövarinnar geti hafist. „Þar sem augljóst er að bygging væntanlegrar greiningarstöövar tekur nokkurn tima þá telur ráð- stefnan óhjákvæmilegt að nú þeg- ar verði geröar ráðstafanir til að bæta aðstöðu þeirrar starfsemi, er nú fer fram i Kjarvalshúsi”. „I logum um aöstoö við þroska- hefta nr. 47/1979 fjallar 6,kafli um Framkvæmdasjóö þroskaheftra og öryrkja. Kemur þar fram m.a. að hlutverk hans sé að fjármagna stofnkostnaö sérkennslustofnana landsmanna. Þetta verkefni er tilkomiö til að flýta fyrir mennt- unarmöguleikum hinna þroska- heftu, sem i þvi tilliti voru algjör- lega utangarðsmenn hjá þjóöinni. Þar sem hér er um aö ræða fjár- mögnun á ákveðnum þætti grunn- skólalaga, þá telur ráðstefnan nú timabært, að fjármögnun þessa þáttar veröi færð yfir á fjárlög menntamálaráðuneytisins.” — mhg Menningarsjóður KEA: Það var komið yfir lágnætti þegar við komum i hlaðið á Sauðanesi að afloknum fyrsta fundi nýkjörinnar hreppsnefndar, tveir félagar af Útnesinu. t dyrunum beiö Dagný konan min og ég sá að eitthvað var að. „Hann Ragnar dýralæknir er dá- inn”. Fyrst skynja ég naumast veru- leika þessara orða, en svo leggst hann á mig eins og farg. Hann Ragnar, þessi þróttmikli maður sem fór héðan f yrir fjórum dögum, er allur. Hann sem tæpri viku áður kom siglandi kringum hálft tsland með vini sinum Ölafi Rafni, og sagði að þegar flóinn opnaðist og hann sá fjöllin, þá hafi honum fundist hann vera kominn heim. Þessi glaði djarfi maður, sem við væntum svo mikils af, var horfinn og mér fannst ég vera einn. Þessi tilfinning hefur ásótt mig frá þeirri stundu, og nú i nótt sest ég niður og hripa þessi fátæklegu kveðjuorð, sem ég þó veit að munu ekki segja það sem mér býr i brjósti, þvi orö eru ófullkomin og vald mitt á þeim takmarkað. Kunningja eignast menn marga, vini fáa. Ragnar Ragnarsson var vinur minn. Mér er i minni, þegar ég sá þennanhvatlega,ljóshærða mann i fyrsta sinn. Það var á fyrstu starfsdögum hans hér nyröra og ég sé hann enn fyrir mér þar sem hann stendur við bilinn sinn, i hlaðinu á Syðra-Lóni og snjór yfir öllu. Augun voru óvenju skörp og eins og vörn i fasinu. Siðar komst ég þó að þvi, aö brynjan var ekki þykk og undir henni sló stórt og tilfinningarikt hjarta, sem var óvenju næmt og þvi e.t.v. auð- særanlegt, þegar brynjunni hafði verið kastað. Ragnar Ragnarsson var fæddur i Reykjavik 2.10. 1948, sonur Ingi- bjargar Jónsdóttur og Ragnars Guðmundssonar. Föður sinn missti Ragnar strax en ólst upp með móður sinni á Haukagili i Borgarfirði, og siðar fósturföður sinum, Ingvari Sigurðssyni, og hálfsystkinum á Þingeyrum i Húnaþingi og viðar, og loks settist fjölskyldan að á Velli i Rangár- þingi árið 1955. Sá bær er all- frægur úr Njálu sem Ragnar vitn- að tiðum i og gat heimfært viða i nútimann, enda kunni hann hana utanbókar. Ragnar fór snemma aö vinna eins og titt er I sveitum, fyrst heima, þvi næst við ýmsar bygg- ingaframkvæmdir. Að loknu venjulegu undirbúningsnámi settist hann i M.A. einn vetur en féll þar ekki vistin og flutti sig suður i M.R. Lauk hann þar stú- dentsprófi 1969 og hélt siðan utan til náms i dýralækningum við há- skólann i Hannover haustið 1970 og lauk þaðan prófi 1975. Þá vann hann ytra með námi og kom svo heim 1977 og tók við héraðsdýralæknisembættinu á Þórshöfn þá um haustiö og gegndi þvi til vorsins 1981, en þá fékk hann ársleyfi og hélt utan til framhaldsnáms, en að þvi loknu tók hann við rekstri Dýraspitala Watsons og rak hann til dauða- dags. Árið 1980 gerðist Ragnar odd- viti á Þórshöfn og hófst þegar handa með félögum sinum við að byggja upp atvinnulifið á staðn- um og árangurinn af þvi er meðal annars hið glæsilega togskip Stakfell, sem lagðist að bryggju á Þórshöfn rúmum sólarhring eftir að Ragnar var allur og þungt mun ýmsum hafa verið niðrifyrir þá, þvi aö i hópinn á bryggjunni var skarð. Nú hef ég að mestu haldið mig við þurrar staðreyndir um Ragnar, en hvernig var maðurinn bak við dýralækninn og oddvit- ann? Skapmikill var hann og kapp- samur svo kalla mátti ofurkapp, leitandi einhvers sem ætiö reynd- ist handan næsta leitis, svo að þegar sigur var unninn og ákveðnu takmarki náð, þá var það ekki lengur eftirsóknarvert. heldur aðeins áfangi á vegferð og fram varð.að halda og eftirláta öðrum að njóta þess, sem unnist hafði og viðhalda þvi. Slikir menn eru veitendur hvar sem þeir fara og þeim fylgir gustur og annað hvort eru menn meö þeim eða á móti. Þeir setja sterkan svip á umhverfi sitt og eru svo stór hluti þess, að þegar þeir hverfa af velli lifsins þá verður stórt skarð, sem aldrei verður fyllt hjá vinum þeirra og vandamönnum og lifið verður snauðara og allt litlausara en áður. Samt sem áður sættir það mann viö þennan heim að vita, að slikir menn eru til, þótt ofætlun sé, að rekast á marga á einni mannsævi. Minningar liða um hugann ein af annarri og litið verður úr verki þótt úti skini sólin nótt sem dag. Allar eru þær bjartar og kalla fram i hugann drengilegan mann, fluggreindan og fróðan sem lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann kunni margt að segja af öðrum löndum og úr öðrum landshlutum og dró af þvi lær- dómæenda mjög skýr i hugsun og framsetningu. Hið skemmtilega fór heldur ekki framhjá honum, hann var mikill húmoristi, og gjarnan kom þá skellihlátur sem var alveg sérlega smitandi og oft skalf hér húsið þegar við keppt- umst við að ganga hvor fram af öðrum, og oft gleymdist stund og staður. Þessar heimsóknir brugðu birtu yfir skammdegið hér við Is- hafið, þótt oft væri upphaflegt til- efni þeirra ekki gleðilegt, veik eða meidd skepna. Sem dýra- læknir var Ragnar sérlega glöggur og fljótur að sjá hvað við átti og framkvæmdin fylgdi fast á eftir. Veður skipti ekki máli og væri ófært fyrir bil, þá kom hann brunandi á gandi sinum tygjaður til að takast á við frost og kulda. Þennan útbúnað var hann óspar á að nota til liðsinnis bændum, þegar selflytja þurfti fé úr heiöum 1 snjóum á haustin, enda var þaö mála sannast að alla tið var hann trúr uppruna sinum og átti sterkar rætur i islenskri mold. Gott var að sækja þau heim hann og hans góðu konu, Höllu Bergsdóttur sem bjó honum og börnunum fjórum hlýtt heimili. Þauhjóninvorusamhent, ogfann ég aðRagnar gerði mikið með álit Höllu og átti við hana sálufélag sem var honum mikill styrkur. Núer mikill harmur kveðinn að henni og börnunum og þeirra nánustu, enda hafa þau mikið misst. Þann mátt sem öllu ræður bið ég að hjálpa þeim yfir þessa erf- iðu daga, og gefa þeim styrk i framtiðinni. AgústGuðröðarson Sauðanesi 1 dag er til moldu borinn góð- vinur okkar, Ragnar Ragnarsson dýralæknir. Harmi okkar verður ekki með orðum lýst og söknuður- inn er sár. 1 vinahóp okkar hefur stórt skarð verið höggvið sem aldrei verður fyllt né fyrir bætt, þvi vandfenginn er vinur trúr. Ragnar var sá vinur sem i raun reyndist. Almættið gefi þeim styrk er syrgja. Elsku Halla, við vottum þér, börnunum og aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Ólafur Rafn Jónsson Elin Jakobsdóttir Þórshöfn,Þistilfirði „Dáinn, horfinn!” — Harma- fregn! /Hvilikt orð mig dynur yfir. Þessi orð Jónasar Hallgrimsonar komu mér fyrst i hug, er ég frétti lát vinar mins Ragnars Ragnarssonar dýra- læknis. Það var svo ótrúlegt, að hann sem virtist svo hlaðinn gneistandi lifsorku væri allt i einu dáinn, horfinn. En fljótlega kom 1 hugann framhaldið á orðum Jónasar: En ég veit, að látinn lifir. / Þaðer huggun harmi gegn. Kynni okkar Ragnars heitins voru ekki löng, aðeins þau tæp fjögur ár, sem hann starfaði sem héraðsdýralæknir á Þórshöfn. Þó ytra borðið virtist stundum dá- litið hrjúft og kalt þurfti ekki djúpt að grafa til að finna mann- lega hlyju og mikla geðsmuni. Maðurinn var óvenju skarpgáf- aður og rökvis. Það var ekki nóg, að hann væri vel fær i sinu fagi, heldur hafði honum með lang- skólanámi og siðar erilsömu starfi auðnast að afla sér þekk- ingará hinum óliklegustu sviðum, t.d. var hann af svo ungum manni að vera ótrúlega lesinn I Islensk- um bókmenntum. Ragnar heitinn tók þátt i lifi og kjörum fólksins, sem i kringum hann var. Hann starfaði með leik- félaginu á Þórshöfn og var orðinn oddviti hreppsnefndar Þórs- hafnarhrepps, þegar hann flutti frá Þórshöfn. Kæri vinur. Þessi fátæklegu orð eru engin æviminning. Aðeins ör- stutt kveðja af norðlægri strönd, með kærri þökk fyrir kynninguna og samskiptin. Ég trúi þvi, að þú sért farinn „meira starfa Guðs um geim”. Halla min. Ég flyt þér, börn- unum og aðstandendum öllum innilegustu samúðarkveðjur min- ar og minna og bið algóðan Guð aö blessa ykkur og styrkja. óli Halidórsson • Það er mikill vandi að rita grein til minningar um jafn ná- kominn vin og Ragnar. Þó vil ég reyna að minnast einhvers, sem ég tel mig hafa þegið af honum. Við kynntumst á menntaskóla- árum okkar og vorum samtiða bæði á Akureyri og i Reykjavik. Varð vinátta okkar djúpstæð og náin, þannig aö tengsl min viö annað fólk hafa af henni mótast. Ragnar var i máladeild, en ég i stærðfræðideild. Við ræddum mjög um heimspeki og bók- menntirá þessum árum og tel ég Ragnar eiga stóran þátt i þvi, að ég lokaðist ekki inni i þröngsýnni visindahyggju, sem mjög átti þá upp á pallboröiö. Að afloknu stúdentsprófi hvarf Ragnar strax til Þýskalands að nema dýralækningar og sýndi meö þvi dugnað og einarðleika, sem urðu mér slöar hvatning I miklum vanda. Við hittumst ekki eins oft næstu árin. Samt var mjög nákomið andrúmsloft á milli okkar, þannig aö engu var likara en viö hittumst á hverjum degi, þótt ár liöu á milli okkar funda. A námsárunum lagöi Ragnar sig eftir þýskri menningu. Eftir heimkomuna miölaöi hann mér af þeim brunni, þannig að ekki mun fyrir endann sjá, hvað snertir á- huga minn i þá átt. A þennan hátt gæti ég lengi haldið áfram aö minnast á það, sem ég á Ragnari aö þakka. Þó er allt það hjómið eitt hjá þvi, aö hafa verið svo lánsamur að kynn- ast manni, sem ég mun ætið sakna. Höllu, börnunum og öðrum að- standendum sendi ég samúöar- og vinarkveðjur. Guömundur ólafsson. 90 þús. í Menningarsjóður KEA var stofnaður 1934 en tilgangur hans er „að halda uppi fræðslu i félags- og samvinnumálum og veita fjár- hagslegan stuðning hvers konar menningar og framfarafyrirtækj- um á félagssvæði KEA”, eins og segir i reglugerð hans. A hverjum aðalfundi KEA er siðan tilkynnt hverjir hafi hlotið styrki það ár. 1 ár voru það eftirgreindir aðilar: Myndlistaskólinn á Akureyri, vegnaáhalda-ogtækjakaupa .kr. 15.000. Feröafélagið Hörgur, vegna endurbóta á gamla bænum i Baugaseli..........kr. 5.000. Einar Kr. Einarsson, Akureyri, vegna náms i klassiskum gitar- leik ..............kr. 15.000. Héraösskjalasafn Svarfdæla. styrki vegna uppbyggingarsafnsins .kr. 5.000. Kvenfélagið Tilraun, Svarfað- ardal, vegna kvikmyndarinnar „Marsinn”..........kr. 5.000. Leikklúbburinn Saga, Akur- eyri, vegna leiklistarstarfsemi kr. 15.000. Karlakórinn Geysir, Akureyri, vegna húsnæðiskostnaðar..kr. 15.000. Hjálparsveit skáta, Akureyri, vegna endurnýjunar fjarskipta- búnaðar............kr. 15.000. Samtals..........kr. 90.000. Tekjur Menningarsjóös KEA eru framlög samkvæmt ákvörðun aðalfundar hverju sinni, frjáls framlög einstaklinga og rekstrar- hagnaður Efnagerðarinnar Flóru, þegar sú starfsemi skilar hagnaði. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.