Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 7
Miövikudagur 7. júll 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 „Nú virðastallir stjórnmálaf lokkarnir orðnir sammála um að veðja á orku- sölu og stóriðju sem vænlegustu leiðina til að skapa ný atvinnutækifæri og tryggja sæmilega afkomu i landinu. Þetta hlýtur að vekja bæði ugg og tor- tryggni. Veðmál þessi hafa lítið gefið í aðra hönd — og miklir fjármunir hreinlega farið í súginn." Sjónarhorn Hörður Bergmann: Brostnar stóriðj uvonir brostið stjórnkerfi Enn bætist viö dæmin um hve erfitt er aö taka timanlegar og skynsamlegar ákvaröanir innan islenska stjórnkerfisins. Fimm nýir togarar eru á leiö til lands- ins á sama tima og togaraút- geröin er á hvinandi kúpunni vegna aflabrests og of mikillar sóknar. Og nú dugar ekki lengur aö rikiö skaffi fjármagn til kaupa á skipunum — nú þarf aö styrkja reksturinn, „gripa til efnahagsráöstafana”. Formaö- ur samtaka togaraeigenda hef- ur lýst þvi yfir i sjónvarpsviötali aö nú sé togaraútgeröin — „mál þjóöarinnar allrar.” Eins og menn vita er hún einkamál tog- araeigenda þegar allt leikur i lyndi. Viö vitum lika aö rikisstjórnin á ekki annarra kosta völ en aö beygja sig. Eins og allar aörar rikisstjórnir hefur hún þaö meg- inmarkmiö aö tryggja fulla at- vinnu. Þaö er auövitaö fullgilt og brýnt markmiö. Leiöirnar aö þvi eru hins vegar ekki allar jafngóöar. Viö höfum oft veriö á villigötum — og erum enn. Átakanlegasta dæmiö er stór- iöjuleiöin. Hin villugjarna stóriðju- leið Nú viröast allir stjórnmála- flokkarnir orönir sammála um aö veöja á orkusölu og stóriöju sem vænlegustu leiöina til aö skapa ný atvinnutækifæri og tryggja sæmilega afkomu i landinu. Þetta hlýtur aö vekja bæöi ugg og tortryggni. Veömál þessi hafa litiö gefiö i aöra hönd — og miklir fjármunir hreinlega fariö i súginn. Rafmagn til álversins var selt fyrir slikk. Þeir sem þvi réöu stóöu meö ryk i augum, enda var álit sérfræöinga aö þá væru . siöustu forvöö aö selja rafmagn framleitt meö vatnsorku, kjarn- I__________________________ orkuverin væru aö taka viö þvi hlutverki! Um Kröfluvirkjun tóku stjórnvöld hins vegar rangar ákvaröanir vegna þess aö þau máttu ekki vera aö þvi aö biöa eftir lokaúrskuröi sérfræöing- anna. Þeim lá svo á aö úppfylla kröfur kjósenda sinna á Noröur- landi. Hér er á feröinni dæmi um þá annmarka sem fylgja fulltrúalýöræöinu: stjórnmála- mennirnir beygja sig fyrir kröf- um frá kjósendum sinum til þess aö eyöileggja ekki mögu- leika sina á endurkjöri og þá vilja hagsmunir heildarinnar gleymast. A Grundartanga var veöjaö á málmblendi, efni sem notaö er i stálframleiöslu. Þar er enn komiö dæmi um ranga ákvörö- un sem byggöist á takmarkaöri þekkingu stjórnmálamannanna og hæpnu mati sérfræöinganna. Gróöi af stáli og efnum sem þvi tengjast tilheyrir liöinni tiö — timaskeiöi sem byggöi á stór- iönaði sem haföi ódýra orku. Enn virðast hvorki stjórnvöld né stjórnendur verksmiðjunnar gera sér grein fyrir þvi, aö sú tiö er liöin,og eru alltaf aö biöa eftir þvi aö veröiö á málmblendi hækki. Þvi miöur verður ekki lengur hjá þvi komist aö skola glýjuna úr augunum. Þaö skeiö, sem viö lifum á núna, er allt annars eölis en fyrri~kreppur kapitalismans — þaö er ekki von á neinum bata fyrir stálið. Al- þingi er búiö aö samþykkja aö kasta aö minnsta kosti 60 mill- jónum i málmblendikvörnina i ár svo aö hún geti haldið áfram aö mala. Þvi fyrr sem slik sóun veröur stöövuö — þvi betra. Enn skal haldiö á vit stóriöju- draumanna og reist kisilmálm- verksmiöja á Reyöarfiröi. Ég ætla mér ekki þá dul aö fjalla um framtiöarhorfur hennar hér. Þaö kann aö vera aö eitthvaö meiri vonir megi byggja á efni sem tengist áli og silikon en stáli. Hins vegar hefur engan veginn verið skýrt nægilega fyr- ir almenningi á hverju slikar vonir kunna að byggjast. Þess vegna þarf engan aö undra þótt horft sé til þeirra framkvæmda meö kviöa og tortryggni — af öörum en þeim sem geta kannski grætt meöan veriö er aö reisa verksmiöjuna. Þegar þvi verki er lokiö fá hins vegar til- tölulega fáir vinnu við fram- leiösluna einsog i annarri stór- iðju. Afleiðingar villunnar — aðrar leiðir Reynslan af þeim dæmum sem hér hefur veriö drepiö á, hlýtur aö eiga sinn þátt i vax- andi vonbrigöum og tortryggni almennings i garö stjórnmála- flokka og stjórnmálamanna. Margt fleira kemur auövitaö til sem ekki er tækifæri til aö rekja hér. Reynsla af þessu tagi skap- ar aö sjálfsögöu hættur fyrir lýöræðið i landinu — fólk fer aö biöja um sterka mannninn. Alþingi og rikisstjórn eru of- hlaöin I núverandi stjórnkerfi og þurfa aö losna viö ýmsar ákvaröanir um fjárfestingu og rekstur i atvinnulifinu, þjónustu sem sveitarfélögin eru hæfari til aö ákvaröa um og einnig mætti nefna hér reddingar i sambandi viö kjarasamninga. Vanmáttur stjórnkerfisins birtist m.a. I þvi aö allir stjórnmálaflokkarnir hafa árum saman veriö sam- mála um aö sveitarfélögin ættu aö fá aukin völd og ábyrgö ásamt auknum tekjustofnum; klárar tillögur frá stórum sam- starfsnefndum hafa lengi legiö fyrir en ekkert oröiö af fram- kvæmdum Enn fremur þarf aö skoöa i al- vöru leiöir til aö færa meira af ákvöröunarvaldinu beint til al- mennings. Atik þess sem áöur- nefnd þróun gerir þaö brýnt, er svo komiö, sem betur fer, aö fá- ir kjósendur eru sammála stefnu eins flokks i öllum grein- um. Þeir styöja eitt stefnumið hjá þessum og annaö hjá hinum. Hinn almenni kjósandi þarf aö fá aö segja sitt um fleira en hundahald og opnun áfengisút- sölu! Hagsmunir heildarinnar krefjast þess. Þaö sýnir m.a. vaxandi héraöarigur I sam- bandi viö þá fjárfestingu sem rikiö er aö vasast I. Almenning- ur hefur aldrei fengið tækifæri til að kjósa beint um stefnuna i utanrikismálum — eöa stefnuna i stóriöjuframkvæmdum. Þaö er löngu oröiö timabært aö breyta þvi ástandi. Félagslegt öryggi á Norðurlöndum: Reglur búsetu- landsíns Try ggingastofnun rikisins hefur gefiö út bækling þar sem kynntur er nýr Noröurlanda- samningur um félagslegt öryggi og tók gildi um siöustu áramót. Þar kemur fram aö allir nor- rænir menn eigi aö njóta sömu réttinda og tekur samningurinn til allra rikisborgara a' Noröur- löndum, flóttamanna og iikis- fangsiausra manna sem löggjöf norræns lands tekur tii. t samningi þessum er kveöiö svo á, aö menn skuli lúta lög- gjöf þess lands, sem þeir eiga logheimili. Ef um er aö ræöa læknishjálp, sjúkrahús- vist, lyf og fleira i sambandi við veikindi, meögöngu eöa fæö- ingu, gildaeinnigreglurbúsetu- landsins. Þurfi maður á slikum greiöslum aö halda meðan dvaliö er um stundarsakir i ööru norrænu landi, þá greiöir dvalarlandiö kostnaöinn þar til bótaþeginn getur flust til heimalandsins. Viö heimför til búsetulandsins skal dvalar- landiö greiöa allan þann auka- kostnaö sem af þvi leiðir sjúk- dómsins vegna aö viökomandi veröur aö ferðast meö dýrara móti en hann ella myndi gera. Sá sem býr i einu norrænu landi en starfar I ööru fær gilda greidda djúkradagpeninga og greiðslur i fæöingarorlofi frá starfslandinu eigi skemuren i 90 dag. Eftir þaö fellur greiöslu- skyldan á búsetulandið. Greiðslur almannatrygginga vegna örorku, elli og dauöa eru yfirleitt inntar af hendi i bUsetu- landinu. Greiðslur úr lifeyris- sjóöi eru inntar af hendi af hverju þvi landi þar sem viö- komandi hefur starfaö og áunniö sér lifeyrissjóösréttindi. 1 sambandi viö vinnuslys fara greiöslur fram eftir reglum þess lands sem slysið átti sér staö i. Barnabætur, meölög og þess háttar bætur greiðast sam- kvæmt reglum búsetulandsins. Sama gildir um fjárhagsaöstoð til framfærslu, vistun á stofn- unum og aöra félagslega þjön- ustu. Meginregla þessa nýja samn- ings um félagslegt öryggi á Norðurlöndum er þvi sú aö regla bUsetulandsins gildir hverju sinni, en meö búsetu- landi er átt viö þaö land sem lögheimilið er i. Ætli menn þvi aö njóta réttinda sem gilda þar sem dvaliö er, veröa þeir aö flytja lögheimiliö með sér. Beöiö eftir aö komast um borö. Ljósm. -kjv vandræöaástand i Reykjavik fyrir brottför Akraborgarinnar, t.d. tepptist öll umferö I Tryggva- götunni milli kl. 3 og 4 á föstudag- inn. Ætliö þiö aö gera eitthvað til aö bæta úr þessu? ,,Já, Reykjavik er hálfgert vandræöamál, það þarf aö endur- skipuleggja hafnarsvæðiö en þaö er bara ekki á okkar valdi. Þetta ereign Reyícjavikurhafnarog það er þeirra aö sjá um skipulagn- ingu. Ég veit aö þaö er veriö aö vinna aö þvl en svæöinu veröur ekki breytt i bráö. Viö erum hins vegar búnir aö bæta viö manni sem sér um aö raöa bilunum upp og aö þeir fari I réttri röö inn”. Þaö má geta þess aö á föstu- daginn lá viö slagsmálum, þvi Nýja Akraborgin: Gífurleg auknlng Eftir aö nýja Akraborgin fór aö sigla milli Akraness og Reykja- vikur hafa ferðir meö henni auk- ist gifurlega. Fyrstu heilu vikuna flutti hún á þriöja þúsund bila og annaö eins af farþegum. Eftir- spurnin eftir feröum meö ferjunni hefur verið mun meiri en hún hefur getaö annaö. T.d. þurfti aö skilja eftir á Akranesi á sunnu- dagskvöld 23bila kl. 17.30og milli 30 og 40 bOa kl. 20.30. Viðar Vésteinsson hjá af- greiðslu Akraborgar sagöi i sam- tali viö blaöiö aö fólk veldi ereini- lega frekar fara meö ferjunni en aka Hvalfjöröinn, þrátt fyrir aö vegurinn þar fari batnandi. — En er þetta ekki bara nyja- brum, er fólk ekki aö skoöa skipiö? „Jú, þaö getur náttúrulega veriö þvi þetta er glæsilegt skip. En þaö er samt sem áöur ljóst aö margir velja frekar aö sitja um borö og spara sér keyrsluna”. — Nú hefur skapast hálfgert margir bileigendur héldu þvi fram aö sumir heföu troöiö sér fram fyrir en þeir sem heföu veriöbúnir aö biöa allt að þvi eina klukkustund heföu ekki komist meö. Viöar sagöi aö veriö væri aö undirbúa aö koma gömlu Akra- borginni i notkun samfara þeirri nýju til þess að mæta eftirspurn- inni. Hún væri i slipp núna i botn- hreinsun og á meðan væri unniö aö undirbúningi málsins. — kjv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.