Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. júli 1982 Miðvikudagur 7. júii 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Sigurður Hlöðversson tæknifræðingur sýnir blm. verksmiðjuhúsnæði Húseininga hf. myndir — FRI Húseiningar h/f á Siglufirði áttu tiu ára afmæli 2. júli s.l. og afhentu samtimis þrjúhundrað- asta einingarhúsið frá verksmiðj- unni siðan hún var stofnuð. Af þvi tiJefni var blaðamönnum boðið ntfrður til að kynna sér starfsemi og rekstur fyrirtækisins og eru þessar linur afraksturinn af þeirriför. Hvatinn að stofnun Húseininga h/f fyrir 10 árum var fyrst og fremst sá afturkippur sem kom i atvinnulif Siglufjarðar eftir hvarf sildarinnar. Mönnum með hug- myndir um ný atvinnufyrirtæki var þvi vel tekið á Siglufirði. A staðnum var fyrir hendi hentugt atvinnuhúsnæði, byggðastefna var að verða viðurkennt hugtak meðal stjórnmálamanna og á staðnum bjuggu verkefnalitlir iðnaðarmenn. Þessar hagstæðu aðstæður, ásamt frumkvæði Haf- steins ólafssonar byggingar- meistara úr Reykjavik og fleiri góðra manna, gerðu stofnun Hús- eininga h /f að veruleika. Markmið fyrirtækisins i upp- hafi var tviþætt:að skapa ný at- vinnutækifæri og einnig að byggja ódýr en vönduð timburhús úr ein- ingum sem uppfylltu þarfir fé- litilla kaupenda. 1 dag má segja aö vel hafi tekist til við aö ná fyrra markmiöinu, þvi fyrirtækið veitir nú um 50 manns atvinnu. Hins vegar kom fljótlega i ljós, að hvort sem kaupendur voru félitlir eöa ekki vildu þeir I flestum til- fellum byggja stór og iburöamikil hús. Þróun Húseininga h/f hefur þvi veriö i þá átt á undanförnum árum að framleiða 50 til 60 ,,lúx- usvillur” á ári þar sem reynt er aö taka tillit til séróska hvers kaupanda. Framsýni i tækjakaupum Allt frá fyrstu tið hafa Húsein- ingar h/f, búið við fullkominn og góöan vélakost. Strax i upphafi voru keyptar vélar og tæki sem nauðsynleg eru til fjölda- framleiöslu, enda stefnt ðð þvi i upphafi að framleiðslugetan væri 50 til 100 hús á ári. Fjárfesting i vélum i upphafi jafngildir um 4.000.000 kr. á verðlagi i dag og það er ekki fyrr en á þessu ári að ráðist hefur verið i umtalsverða aukningu fjárfestingar i vélum og tækjabúnaði. Nemur sú upphæð um 2.000.000 kr. þannig að fjár- festing i vélum og tækjabúnaði nú er um 6.000.000 kr. Fjárfesting i húsnæði er um 14.000.000 kr. og heildarfjáriesting fyrirtækisins þvium 20.000.000 kr. Fyrsta húsið fór ekki út úr verksmiðju Húseininga h/f fyrr en i október 1974 og á þvi ári voru einungis reist tvö hús. Siðan hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt og á siðasta ári voru húsin orðin 53 að tölu. Það hefur þvi tekið fyr- irtækið tiu ára starf að ná þeim afköstum sem stefnt var aö i byrjun. Björt framtíð Undanfarið hafa staðið yfir töluverðar breytingar á fyrirtæk- inu sem ná bæði til framleiðsl- unnar ogframleiðsluhátta.Vinnu- hagræðing hefur verið aukin og framleiðslurás skipulögð á sem hagkvæmastan hátt. Heildargólf- flötur fyrirtækisins er i dag um 3050 ferm. þar af verkstæðispláss á um 700 ferm. en afgangur gólf- flatarins nýtist sem lagerpláss fyrir hráefni og fullunnar eining- ar. Framtiðarhorfurnar eru bjart- ar á þessum timamótum i sögu fyrirtækisins að sögn Þorsteins Jóhannessonar framkvæmda- stjóra þess. Timburhús njóta stöðugt meiri vinsælda og hlutur þeirra vex i byggingarstarfsemi landsmanna. Telur hann öruggt að markaðurinn fyrir timburhús eigi eftir að aukast verulega og allt að tvöfaldast á næstu 3 til 5 árum. Spáir hann þvi að Húsein- ingar h/f eigi eftir að tvöfalda framleiðslugetu sina á þessu timabili og ná þvi marki að framleiða 100 hús á ári. Einnig verði komið á samstarfi við önnur fyrirtæki sem geri það að verkum að fyrirtækið selji meira af algjörlega fullbyggðum húsum, bæði eftir pöntun og á al- mennan fasteignamarkað. Sagði Þorsteinn að lokum að af þessari spá mætti sja að hann liti framtíð fyrirtækisins björtum augum, en það stafaði af hinni sterku að- stöðu sem Húseiningar h/f hefðu i dag og eins óbilandi trú á hæfi- leika og dugnaö starfsmanna. —áþj. Húseiningahús setja sinn svip á Sigluf jörð. Fremst á myndinni er bæjarstjórabú- staðurinn sem var fyrsta húsið sem Húseiningar hf. reistu. Nýtt hús frá Húseiningum, sem er sérhannaö á kjallara af Viöari A. Olsen 300. Siglu- fjarðar- húsið 1 dag verður hafist handa við að reisa þrjú- hundruðasta einingahúsið frá Húseiningum hf. á Siglufirði en kaupandi þess er Ilaraldur Jónas- son, og hefur húsinu verið valinn staður að Hraun- hólum 14iGarðabæ. Hér er um að ræða 160 ferm. vinkilhús með bil- skúr og er verð þess frá verksmiöjunni um 610 þúsund á svokölluðu þriðja byggingarstigi þ.e. með milliveggjum, inni- hurðum og klæðningu i lofti. Mjög stuttan tima tekur að reisa hús af þessu tagi þar sem einingarnar koma tilbún- ar með hurðum og glugg- um tilbúnum i körmum frá verksmiðjunni og á það ekki að taka 5—6 manna vanan vinnuflokk meira en viku til tiu daga að reisa og gera fokhelt slikthús. -áþj Hér er þrjúhundruðasta húsið frá Húseiningum hf. tilbúið til flutnings mynd:FRI Forsvarsmcnn Húseininga hf. fyrir framan nýreist hús frá fyrirtækinu. Fremst BjarniMarteinsson arkitekt, þá Viðar A. ólsen, arkitekt, Guðmundur Óskarsson verkfræðingur, Þorsteinn Jóhannesson framkvæmdastjóri og Siguröur Hlöðversson tæknifræðingur. —mynd:FRI „Vönduð hús eru okkar aðalsmerki” —segja forsvarsmenn Húseininga hf. Hin svokölluðu einingahús eru liltölulega ný á byggingamark- aðnum hér á landi, en hafa náð miklum vinsældum á stuttum tima, eftir að fólk lét af allri tor- tryggni I garð slikra húsa úr timbri og sannfærðist um ágæti þeirra. Innlendir aðilar hafa staðið fyrir framleiðslu slikra húsa um nokkurn tima og eins hefur verið töluvert um innflutn- ing slikra húsa, aðallega frá Dan- mörku og Noregi. Húseiningar hf. á Siglufiröi er eitt hinna innlendu fyrirtækja sem framleiða ciningahús og héldu nýlega upp á tiuára afmæli sitt. Við það tækifæri ræddi blm. við framkvæmdastjóra og tækni- fræðing fyrirtækisins, þá Þorstein Jóhannesson og Sigurð Hlöðvers- son, um samkeppnisaðstöðuna, verðlag og sérstöðu Siglufjarðar- húsanna. Góð samkeppnisstaða Það kom fram hjá þeim Sigurði og Þorsteini, að samanburður hefði leitt i ljós að innflutt ein- ingahús væru að meöaltali 10% dýrari en sambærileg hús frá Húseiningum hf. Væri það laus- lega ágiskað verðmunur uppá 80—100 þúsund kr., en gengið væri út frá þvi að húsin væru á sama byggingarstigi og allir útgjalda- liðir reiknaðir með. Hins vegar drógu þeir enga dul á það, að i samanburði við aðra islenska framleiðendur væru þeir með dýrustu húsin. Hlypi sá verð- munur á 3% uppi 12% miðað við þriðja byggingarstig einingahús- anna. Tóku þeir skýrt fram að þessi verömunur lægi i efnis- kostnaði, en Húseiningar hf. væri eina fyrirtækið sem notaði gagn- fúavariðefni i alla klæðningu og á þeim stöðum þar sem hætta væri á fúamyndun, svo sem undir gluggum og dyrum. Sögðu þeir þetta þrýstifúavarða timbur um 35% dýrara i innkaupum en annað timbur. Einnig bentu þeir á að allir gluggar og allar huröir væru úr harðviði og að klæðning á innveggjum, svokallaðar óeld- nærandi plötur, væru 35% dýrari en venjulegar spónarplötur. Þessi efniskostnaður hleypti þvi upp verði húsanna frá Siglufirði, en það var að sama skapi bjargföst skoðun þeirra Sigurðar og Þor- steins, að þetta gerði eininga- húsin frá þeim mun endingarbetri og léttari i viðhaldi en önnur timburhús og verðmunurinn væri þvi fljótur að borga sig upp. Kostnaðaiiiðir Húseiningar hf. eru með þrjú byggingarstig á sinum húsum og er verðið nokkuð mismunandi eftir þvi á hvaða stigi húsin eru afhent. Á fyrsta stigi eru húsin fokheld, fullfrágengin að utan og með útihurðum og gleri i glugg- um. Á öðru stigi hefur einnig verið gengið frá einangrun á út- veggjum og klæðningu. Þriðja stig samanstendur svo af bæði fyrsta og öðru stigi, en við bætast milliveggir, innihurðir og klæðn- ing i loft. Verð á tveggja hæða 150 fer- metra húsi á þriðja stigi var 1. april um 480 þúsund. kr. miðað við byggingarvisitölu 1015 stig, en þá er ekki reiknaður með sölu- skattur sem er 14,57%. Einlyft hús af svipaðri fermetrastærð kostaði þá um 440 þús. kr. út úr verksmiðju. Það kom fram hjá þeim Sigurðiog Þorsteini að upp- setningarkostnaður húsanna er ekki reiknaður með i þessu verði, en hann væri að meðaltali 15—20% á tviiyft hús og um 12% á einlyft. Hins vegar kváðu þeir Húseiningar hf. leggja til vana uppsetningarmenn sem hús- byggjandinn greiddi kaup eftir taxta. Varðandi heildarkostnað við byggingu húsanna, þ.e. miðað við að hús væri fullklárað, sagði Þorsteinn að nota mætti þá þumalfingursaðíerð að tvöfalda kaupverð einingahússins frá verksmiðju. Varðandi flutningskostnað frá Siglufirði til annarra landshluta upplýstu þeir, að hann væri mun minni en flestir héldu. Þannig væri flutningsverð húss til Reykjavikur ekki nema um 1,5% af kaupverði þess og yrði hús- kaupandinn að standa straum af þeim kostnaði, þvi hann væri ekki innifalinn i verði frá verksmiðj- unni. Astæðuna fyrir þessum lága flutningskostnaði sögðu þeir vera þá, að flutningabilar væru yfir- leitt tómir suður og þvi hefðu náðst m jög hagstæðir samningar. Hins vegar væri nokkru dýrara að flytja húsin vestur og austur á firði, þvi það yrði að gera með skipum. Upplýstu þeir ennfremur að af þeim 300 húsum sem fram- leidd hefðu verið hjá verksmiðj- unni hefði um helmingur verið seldur til Reykjavikur og ná- grennis. Flest húsanna frá fyrirtækinu hafa verið ibúðarhús, en einnig hefur það framleitt húsnæði sem notað hefur verið sem dagheimili og leikskólar, svo ekki sé gleymt stóra húsinu við Kröflu, sem gekk undir nafninu „Hótel Sólsetur”, þvi Jón Sólnes hafði þar aðstöðu. Það kom fram I lokin hjá þeim Sigurði og Þorsteini, að öll tækni- leg hönnun húsanna hefur frá fyrstu tið verið i höndum inn- lendra aðila. Hafsteinn Ólafsson vann að hönnun fyrstu húsanna en siðan hafa arkitektarnir Helgi Hafliðason, Bjarni Marteinsson og Viðar A. ólsen séð um húsa- teikningar fyirtækisins. Verk- fræðingur Húseininga hf. hefur verið frá upphafi Guðmundur Ölafsson i Reykjavik og hefur hann jafnframt skipulagt sölu- starfsemi fyrirtækisins syðra i núverandi mynd. Aðalsmerki Húseininga hí., sögðu þeir Sig- urður og Þorsteinn vera, að þeir væru að bjóða vandaðri og betri einingahús en önnur fyrirtæki, og með þvi sláum við botn i þennan pistil. — ^þj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.