Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. júli 1982.164. tbl. 47. árg. Flugslysið: Erlent fyrirtœki höfðar mál gegn Eimskipafélaginu Skreiöarinnflytjandi I Nigeriu hefur höföafi mál á hendur Eim- skipafélagi islands vegna þess að hann telur að vanti upp á skreioarfarma, sem Eimskipafélagiö flutti héðan i gámum til Hamborgar. Farmar þessir fóru héðan f fyrrahaust, i fimm feröum alls, og segir innflytjandinn I Nlgeriu, að farmbréf sitt hljóöi upp á 6000 balla af skreiö, en Eimskipafélagið kveöst hafa gefiö út farm- skirteini upp á 21 gám, en þeir eru 20 fet aö lengd og ruma sam- tals ekki nema 4080 skreiðarballa. Eimskipafélagið telur, að farmbréfi innflytjandans hafi veriö breytt. Aðflugsradar ómannaðiir Rígur milli ráðuneyta veldur þvi að radarinn á Keflavík urflugvelli er ekki notaður við aðflug í Reykjavík Flugslysið á þriðjudags- kvöld hef ur vakið menn til umhugsunar um öryggi í f lugi og þau tæki sem eiga að aðstoða vélar í blind- flugi. Hér í Reykjavik eru blindflugstæki sem notuð voru er slysið varð/ en á Kef iavíkurf lugvelli er hins vegar mjög fullkominn að- flugstjórnarradar sem hægt er að nota fyrir að- flug að Reykjavíkurflug- velli. Halda margir þvi fram að þessi radar hefði getað afstýrt slysinu sem varð á þriðjudag i Esjunni. Þessi radar er hins vegar aðeins notaöur fyrir aöflug að Keflavik- urflugvelli og enginn maöur er til aö fylgjast með aðflugi i Reykja- vik. Nauðsynleg öryggistæki Tekið er upp allt sem kemur inn á radarinn og var hægt aö sjá eft- ir á þar sem flugvélin lenti & f jall- inu. Eru likur á að hægt hefði ver- ið aö afstýra slysinu ef maður hefði setið við radarinn og fylgst með aðfluginu i Reykjavik þetta kvöld er slysið varð. Þrjú ár eru sfðan þessi radar kom til landsins og er hann það fullkominn að með honum er hægt að stjórn aðflugi að Reykjavikur- flugvelli. A honum er hægt að sjá staðsetningu flugvélar og hæð i aöflugi. Slikir radarar þykja svo sjálfsagt og nauðsynlegt öryggis- tæki að þeir eru við flesta alþjóðaflugvelli I heiminum. Fjórir menn af Reykjavfkur- flugvelli hafa þegar lært á radar- inn erlendis en eftir að hann kom til landsins og tveir þeirra ætluðu að fara að vinna við hann, neituöu flugumferðarstjórar á Keflavlk- urflugvelli að vinna með mönnun- um frá Reykjavik og þeim var til- kynnt i bréfi frá Helga Agústssyni deildarstjóra i utanrikisráðu- neytinu að þeim væri óheimilt að vinna á Keflavlkurflugvelli. Mál- efni flugvallarins I Reykjavlk heyra hins vegar undir sam- gönguráðuneytið og þvi virðist Framhald 14. slðu Sumarbúðir á Laugarvatni Sjötiu og fimm manns, ungir sem aldnir, dveljast nú i sumarfrii og samveru á vegum Alþýðubanda- lagsins á Laugarvatni. Þjóoviljinn heimsótti fólkift sem þarna dvelur i fyrrakvöid, og var með þeim á kvöldvöku i Héraðsskóianum, þar sem höfuð- stöðvar hópsins eru. i næstu viku verður annar ámóta hopur á Laugarvatni á vegum Alþýðubanda- lagsins og vegna breytinga eru enn nokkur pláss laus i vikudvöl, er hefst nk. mánudag. Þeir sem hafa áhuga er bent á aðhafa samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgótu 3. Simi 17 500. — Ljósm. eik. Gunnar Þorvaldsson framkvæmdastjóri Arnarflugs: Ráðherra verður að svara hvort verið sé að hygla einhverjum „Meö þvi að fletta dag- blöðunum geta menn séð hvort þaö var Arnarflug eða Flugleiðir sem hófu verðstríðið margumrædda. Þar kemur í Ijós, að Flug- leiðir auglýstu fyrstu ferð- ina með lágu fargjöldun- um", sagði Gunnar Þor- valdsson framkvæmda- stjóri Arnarflugs í viðtali við Þjóðviljann i gær. Gunnar var spuröur hvað væri hæft I þvl að sölumenn Arnarflugs hefðu gengið á milli ferðaskrif- stofa I V-Þýskalandi og undirboð- ið fargjöld Flugleiða og sagði hann það algjörlega úr lausu lofti gripið. Þegar Kanada-auglýsing- una margumræddu bar á góma sagði Gunnar að þar hefðu mistök átt sér stað. Arnarflug hefði ekki ferðaskrifstofuleyfi og þvl mætti félagið fljúga þessa leið, en ekki auglýsa. Hann vildi þó að það kæmi fram, að sú tiltekna auglýs- ing snerti Flugleiöir ekki á neinn hátt. Þarna hefði ekki veriö um neina samkeppni á flugleið að ræöa. Vegna viðtals viö Erling Aspe- lund i Rikisútvarpinu i gær vildi Gunnar taka fram, að það væri alrangt að aldrei hefði komið fram sú ósk frá Arnarflugi að fækka þyrfti starfsfólki Flugleiða á Keflavikurflugvelli. „Sannleik- urinn er sá," sagði Gunnar, ,,að við höfum keypt ýmiskonar þjón- ustu af Flugleiðum. Við reyndum að komast inn i nýja bókunar- kerfið þeirra, en því var hafnað. Þess vegna keyptum við okkar tölvutæki frá KLM-flugfélaginu," sagði Gunnar. Gunnar sagði að Flugleiöir ættu 40% hlutdeild i Arnarflugi og reynt hefði verið að kaupa hlutabréf Flugleiöa. Þann- ig hefði Karnabær, sem á hlut i Arnarflugi, óskað eftir viðræðum um kaup, en þvl hefði verið hafn- að. Sagði Gunnar að þaö væri skemmtilegt aö fá að vita af hverju svo væri. Aöspurður sagðist Gunnar ekk- ert geta svaraö fyrir Steingrim Hermannsson hvort meö skipt- ingu flugsins væri veriö aö hygla einhverjum ákveðnum aðilum. Sagðist hann ekki vera neinn tals- maöur Steingrims og sagði ráð- herrann veröa að svara þeirri spurningu. — hól. Erling Aspelund um skiptingu imillilandaflugsins: Pólitísk ólykt afþessu Hér er verið að vernda ákveðna aðila. Altalað að Sambandið vilji komast inn í flugið „Flugleiðir hafa alla tlð boðið farþegum sinum upp á sérfargjöld. Þetta hefur tiðk- ast i áraraðir og þvi er ekki um nein undirboð að ræoa. Astæðan fyrir sérfargjöldun- um er einföld. Við höfum á stundum verið með tómar vélar hingað og þangað og þvi er fólki gefinn kostur á þvi að ferðast ódýrt. A hinn bóginn hafa starfsmenn Arn- arflugs gengib á niilli ferða- skrifstofa I Þýskalandi og undirboðið fargjöld, sem við höfum auglýst. Það voru þeir sem hófu verðstriðið," sagði Erling Aspelund fram- kvæmdastjóri stjórnunar- sviðs Flugleiða, þegar Þjóð- viljinn ræddi við hann i gær um þá ákvörðun Steingrims Hermannssonar samgöngu- ráðherra að skipta milli- landafluginu einhliða upp á milli Arnarflugs og Flug- leiða. „Akvörðun ráðherra er stórfurðuleg. Við höfum ver- ið að leggja i miklar f járfest- ingar s.s. með kaupum á Bo- eing 727 þotunni, höfum stokkað upp bókunarkerfið og lagt geysilegan kostnað i auglýsingar. Svo kemur ráðherrann og strikar yfir þetta. Mér finnst vera póli- tlskur óþefur af þessu máli. Hér er veriö að vernda ákveðna aðila. Hvaða? Sambandið. Það er altalað að um langt skeið hafa sam- bandsfélögin veriö að reyna að komast inn i flugið. Þá visa ég tali um einokun Flug- leiða algjörlega á bug. Við erum i raun i harðri samkeppni á öllum okkar leiðum. SAS hefur t.d. aukið sætaframboð sitt hingað til lands o.s.frv. Hitt er svo ljóst að hér geta ekki starfað tvö flugfélög. Til þess er mark- aðurinn of Htill. Þar höfum viö dæmin meö Cargolux, og Air Viking," sagði Erling. Þjóðviljinn reyndi að hafa upp á Sigurði Helgasyni for- stjóra Flugleiöa vegna þessa máls en hann er í frii um þessar mundir, og ekki yar gerlegt að ná I hann —hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.