Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júlí 1982 viðtalið „Við flytjum líka inn þekkingu" — segir Olafur Guðmundsson um þátttöku íslenskra fyrirtækja í erlendum vörusýningum. „Þessi hiísgagnasýning, Scandinavian Furniture Fair i Bella Center, er stærsta hiis- gagnasýning sem haldin er á Norðurlöndum, og hún er oröin árviss viðburður og var haldin nú i vor i 16. sinn". saeöi Olafur Guömundsson i spjalli vi5 Þjóöviljann á dögunum, en hann var I hópi þeirra, sem átti hlut Ólafur Guömundsson að islensku deildinni á hús- gagnasýningunni i Bella Center sem starfsmaöur Trésmiðjunn- ar Viöis hf. „Sýningin er haldin á vegum Félags danskra húsgagnafram- - leiöenda, og mér þykir nú senni- legt, að danska rikiö eigi ein- hvern hlut að máli, enda styður það myndarlega við bakið á þarlendum húsgagnaiðnaði." — Hvers konar sýning er þessi húsgagnasýning, ólafur? „I Bella Center enl annars vegar timabundnar sýningar, eins og þessi, og svo föst sýning, sem stendur allt árið, og það er reyndar húsgagnasýning. Timabundnu sýningarnar eru fyrstogfremsthugsaðartil þess að verslunarmenn á öllum svið- um, fataiðnaði, byggingariðnáði og hiísagnaiðnaði, geti komið saman og verslað inn til langs tima i einu. Þetta er þvi ekki eins og t.d. heimilissýningin, sem haldin er hér i Laugardals- höll, sem miðast frekar við neytendur og notendur." — Þannig að það eru pening- ar i spilinu i Bella Center? „Já, það er vist. Enda eru flestir, sem þarna koma, er- lendir stórkaupendur, fulltrúar fyrirtækja, sem þræða hinar ýmsu vörusýningar Ut um allan heim og kaupa inn. Nú, islensku fyrirtækin sem þarna voru skiptust eiginlega I þrennt. I fyrsta lagi voru þarna fyrirtæki á eigin vegum, en I samvinnu við tJtflutningsmið- stöð iðnaðarins. Það voru Ingv- ar og Gylfi, Trésmiðjan Viðir og Arfell. Svo voru islensk fyrir- tæki I samvinnu við erlend fyrirtæki, eins og t.d. Stálhus- gagnagerö Steinars, sem hefur samvinnu viö danskt fyrirtæki um framleiðslu á ,,Stacco"-stól Péturs B. Lútherssonar. Og loks var þarna erlent fyrirtæki, sem sýndi Islenska hönnun frá Gef j- un." — En segðu mér: Getum við haft eitthvað upp lir krafsinu, annað en mikla sölusamninga til annarra landa? „Já, já. Nú er auðyitað verið að reyna með svoná sýningum að ná góðum sölusamningum. En þarna fá islenskir framleið- endur lika f æri á að bera saman sina vöru við vörur erlendra framleiðenda, og þaö er ekki siður minna virði aö komast i snertingu við innflutning á heimavlgstöðvum erlendra kaupenda. Það er þekking, sem er af- skaplega dýrmæt, og hún flyst hingað heim. Þess vegna er nauðsynlegt að komast á svona vörusyningar — til þess ekki slst að flytja heim þekkingu, ásamt auðvitað góðum sölusamning- um", sagði ólafur Guðmunds- son að lokum. —jsj. Oturinn í Loch Ness 99 „Nessie bara otur- skott? Arið 1934 var besta myndin tekin af feimnasta skrimsli ver- aldar, skrimslinu i Loch Ness. Myndina tók læknir frá London Kenneth Wilson. Þrátt fyrir að myndin sé ekki skýr, sýnir hún „mjög greinilega" fornaldar- skrimsli með langan háls, sem stendur upp úr yfirborðinu. Fáum hefur hins vegar dottiö i hug sá möguleiki að hér sé um að ræða afturendann á heldur vanalegu dýri, nefnilega að hér sjáist skott á otri sem er að stinga sér i kaf. I seinasta hefti af New Scient- ist er hins vegar bent á að öld- urnar I kringum dýriö á mynd- inni sýni að eitthvað er á leið niður í vatnið, en ekki upp úr þvi. Og það er vitað að otrar eru I Loch Ness. Jafnvel venjulegur áhorfandi hlýtur að sjá að öldurnar i kringum dýrið sýna tæplega að hér sé á ferð risaskrfmsli frá Þetta er hin fræga mynd af skrimslinu, sem New Scientist heldur fram að sé skott á otri, tekið með aðdráttarlinsu. fornöld. Þær sýna að hér er um að ræða nærmynd af vatni, sem litilsháttar hreyfing er á, og eitthvað stendur upp úr. 1 öllum látunum hefur vist engum dottið I hug aö spyrja dr. Wilson sjálfan að þvi hvað hann hafi eiginlega verið að mynda. Maurice Burton, enskur vis- indamaður skrifaði bók um skrímslið 1961 — ári siðar fór hann að gruna að hin fræga mynd væri af oturskotti. Sjálfur Wilson svaraði þvl til að hann hefði aldrei haldið þvi fram að myndin væri af skrimsli, og reyndar hafði hann sjálfur ekki einu sinni trúað þvl, þegar menn héldu þvi fram. Það er þó ekki vist að efa- semdir um tilvist „Nessie" hafi nein áhrif á áhuga óteljandi á- hugamanna um skrimslið. Á hverju ári koma tugþúsundir ferðamanna til Loch Ness til að glápa út á slétt yfirborö vatns- ins, hlusta á ótrúlegar sögur um skrlmslið og kaupa sér svo smá- skrlmsli til að fara með heim. Þótt þeir sjái aldrei neitt af „Nessie" eru þeir hæstánægðir með heimsóknina, — nærveran við óhugnaðinn nægir þeim. Fæstir velta þvl fyrir sér hversvegna „Nessie" felur sig feimin undir yfirborðinu fyrir öllum visindamönnunum sem Og oturinh i Loch Ness hiær glatt á meðan túristarnir læðast að bökkum vatnsins sannfærðir um að i þvi búi risaskrimsli. biða dögum saman með kiki á bakkanum. En svona eru nú einu sinni sjóskrimsli, — þau eru ekki til að útskýra. Þrátt fyrir neöansjávarhljóð- nema, radartæki, og uppá- klæddan höfrung (sem reyndar dó I vatninu um leið og honum var sleppt I það) fer „Nessie" huldu höfði. Einn visindamaður stakk upp á þvi i örvinglan að þetta 4 milu langa vatn yrði tæmt til að ganga úr skugga um hvort eitthvað væri i þvi að finna. Meira að segja hafa menn sett hormóna i vatnið, ef ske kynni að eitthvað væri eftir af kynhvöt „Nessie". Verst var að vita ekki hvort skrimslið væri karl- eða kvenskrlmsl, en reynt var með drjúgan skammt af báðum hormónunum. En ekkert bólaði á „Nessie". Af öllum þeim skýringum sem fram hafa komið frá þvi um áramótin 1800, þegar skrimslið tók að láta á sér kræla, eru þó bestar þær sem segja að þetta sé risafill á gangi á vatnsbotnin- um, gott skotskt viský (I maga áhorfenda) eða vlkingaskip, sem hafi sokkið um 1000 og fljóti stundum upp og vaggi þá dreka- hausnum á stafninum. Allt eru þetta góðar skýringar á einu saklausu oturskotti. (ByggtáDN) Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson Gætum tungunnar Heyrst hefur: Ég öska þér gleðilegrar jólahelgi. Rétt væri: Ég dska þér gleði- legrar jólahelgar. Rugi dagsins Bissnissnum er borgið, guðisélof! En Brooke féll alveg kylliflöt fyrir tvitugum náunga, Patrick Cassidy að nafni. Og hún er ekk- ert að fara i felur með það. Það er öruggt mál að þessi fregn á eftir að særa margt ameriskt strákshjartað. En þeir kaupa sig þó inn á myndir með henni eftir sem áður. (ÐV,20.jiílisl.) -k>%*k Hverju *' getur ( r bítbeltiö J» í)jargað? J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.