Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. júli 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 Yfirlýsing Flugleiða vegna skiptingar millilandaflugsins / Akvörðun ráðherra skaðar Flugleiðir i gær sendu forráða- menn Flugleiða frá sér bréf til fjölmiðla vegna nýlegrar ákvörðunar Steingríms Hermanns- sonar, smgönguráðherra. Bréf Flugleiða er svo- hljóðandi: Vegna umræ&na i fjölmi&lum um einhliöa ákvörðun sam- gönguráöherra að svipta Flug- leiðir leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam og Ddsseldorf, vilja Flugleiöir taka fram eftirfar- andi: Rýmum ekki fyrir nýju starfsfólki Samgönguráðherra færir þau rök fyrir ákvörðun sinni, að ekki hafi tekist samkomulag milli Arnarflugs og Flugleiöa um skipan flugs frá Islandi til ann- arra landa. Forsendur þeirra hugmynda sem hafa komiö fram um slikt samkomulag hafa meðal annars verið þær, að Flugleiðir láti Arnarflugi i té ýmis konar aöstöðu, þjónustu og þekkingu, sem þarf til fram- kvæmdar á áætlunarflugi Arn- arflugs. Þar á meöal aö starfs- menn frá Arnarflugi verði ráðn- ir til flugafgreiðslustarfa á Keflavikurflugvelli, en starfs- mönnum Flugleiða verði fækk- að að sama skapi. Flugleiðir geta að sjálfsögðu ekki fallist á að segja upp sinu fólki, sem þarna hefur starfaö um langt árabil, til að rýma fyrir nýju starfsfólki Arnarflugs. Flugleiðir hafa á undanförn- um árum keypt eða þróað ýms- ar tölvuforskriftir vegna þarfa áætlunarflugs. t tillögum að samkomulagi var gert ráð fyrir að Flugleiðir „skuldbindi sig til að mæta þörf Arnarflugs fyrir aukna þjónustu á þessu sviði vegna óætlunarflugs o.fl.” Samkvæmt þessu eiga Flugleið- ir að samþykkja að láta af- skiptalaust áætlunarflug sam- keppnisaðila, en jafnframt láta honum i té sérhæfða reynslu og þjónustu á verðlagi er miöi við dreifingu fastakostnaðar. Gefum fólki kost á hag- kvæmum fargjöldum Þvi er haldið fram að verð á flugferðum til Hollands, Þýska- lands og Sviss hafi veriö „óeðli- lega lágt i sumar”, eins og framkvæmdastjóri Arnarflugs kemst að orði i viðtali við Tim- ann. í þessu sambandi er rétt að minna á, að Flugleiðir hafa jafnan kappkostað að gefa fólki kost á ferðum á eins hagkvæm- um fargjöldum og unnt er. Má þar nefna helgarferöir innan- lands og utan sem i boöi eru á vissum árstimum. Þegar tæki- færi hafa gefist hafa Flugleiðir jafnan gefiö landsmönnum kost á ýmsum sértilboðum i einstak- ar ferðir til annarra landa. Fram til þessa hefur félagið ekki sætt ámæli fyrir at> halda fargjöldum i lágmarki og nýtasérstöktilvik til enn frekari lækkunar i einstakar feröir. Þetta fyrirkomulag hefur veriö við lýði og breyttist ekki með til- komu áætlunarflugs Arnar- flugs. Þegar tilmæli bárust frá samgönguráðuneytinu nú i sumar að fylgja fargjaldaregl- um stranglega, lýstu Flugleiöir þvi þegar yfir, að félagið væri reiðubúið til sliks, enda myndi þá hið sama gilda um Arnar- flug. Það kom hins vegar I ljós, að Arnarflug var ekki reiðubúið aðfara aðboðiráðuneytisins. Engin einokun á flugi til Skandinaviu t Morgunblaðinu 21. júli er haft eftir samgönguráðherra aö Flugleiðir hafi einokun á flugi til Skandinaviu og Bretlands. Þetta er alrangt. Um er að ræða gagnkvæma samninga milli landanna um flugréttindi. Næg- ir að minna á, að SAS heldur nú uppi reglubundnu áætlunarflugi fjórum sinnum i viku milli Islands og Danmerkur. önnur erlend flugfélög hafa haldið uppi áætlunarflugi til og frá landinu um lengri eða skemmri tima en siðan hætt þvi þar sem þetta flug þótti ekki arðbært. Linnulaus áróður Arnar- f lugs gegn Flugleiðum I linnulausum áróðri Arnar- flugs gegn Flugleiðum hefur Flugleiðum verið stillt upp sem „einokunarstofnun”. Samkvæmt þessu ætti þá ein- hliða ákvörðun samgönguráð- herra um skiptingu flugleiða að falla undir „skipta einokun”. Samgönguráðherra hefur i fjölmiðlum orðið tiörætt um „milljóna styrk” rikisins til Flugleiða. Þvi er rétt að undir- strika, að hér er um að ræða L Loðnubrestsnefnd hefur skilað áliti timabundna aðstoð vegna Norð- ur-Atlantshafsflugsins m.a. i formi niðurfellingar lendingar- gjalda vegna þessa flugs. Þessu flugi er haldið fjárhagslega að- skildu i samræmi við samþykkt Alþingis og kemur þvi Evrópu- flugi Flugleiöa ekki við. Enda hefur ekki verið sótt um neina styrki eða aðstoð vegna áætlun- arflugsins til Evrópulanda. Framkvæmdastjóri Arnar- flugs segir i viðtali við Morgun- blaðið, að Alþingi sé búið að ákveða að tvö félög annist milli- landaflug. Hið rétta er að Alþingi hefur ekki tekið neina ákvörðun um millilandaflug tveggja félaga og þvi siður ákveðið neitt um áætlunarflug Arnarflugs milli landa. Einhliða ákvörðun ráð- herra veldur miklu tjóni Samþykki aðalfunda Flugfé- lags Islands og Loftleiða árið 1973 fyrir stofnun Flugleiða byggðist meðal annars á yfir- lýsingum stjórnvalda þess efnis að félaginu yrði af hálfu tslands falin framkvæmd áætlunarflugs á millilandaleiðum. A grund- velli gefinna yfirlýsinga og leyfa stjórnvalda hafa Flugleið- ir tekið á sig gifurlegar fjár- festingar i bættum og fullkomn- ari tækjakosti (Boeing 727-200 þotan) til að tryggja betur full- nægjandi þjónustu á milli- landaleiðum. Viðunandi lág- marksnýting er forsenda fyrir þvi, að unnt sé aö halda slíkum tækjum áfram i þjónustu lands- manna. Ennfremur vilja Flugleiðir taka fram, að félagið hefur starfrækt söluskrifstofur i Amsterdam og Dösseldorf um langt árabil. Núverandi Amsterdamflug, sem hófst vor- ið 1981, var ákveðið og tilkynnt stjórnvöldum áður en Iscargo og siðar Arnarflug, ákváðu slikt flug. Flugleiðir hafa um langt ára- bil varið miklum fjárupphæðum i Islandsauglýsingar i Hollandi, og ómaklegt að slik grunnfjár- festing skuli með valdboði færð öðru fyrirtæki. Þegar er komið i ljós, að sú einhliða ákvörðun ráðherra að bola Flugleiðum frá Amsterdam og Dússeldorf, mun valda félaginu verulegu tjóni þá mánuði sem eftir eru þar til ákvörðun ráðherra tekur gildi. Reykjavik, 21. júli 1982 ll Hafnarsjóðir fái 50% af tekiutapinu greitt Rangt ,,sjónar- horn” Þau leiðu mistök urðu i blaðinu i gær, að mynd af greinarhöfundi sjónarhorns á greinina átti að vera með þeirri grein sem er að finna i dálkum sjónarhorns i dag. Þetta stafar af mistökum er tengjast breytingum á setningu i Blaðaprenti. Báðir greinarhöfundar eru beönir afsökunar á þessum leiðu mistökum. Loðnubrestsnefnd, skipuð alþingismönnunum Guðmundi Karlssyni, Halldóri Blöndal og Stefáni Valgeirssyni formanni nefndarinnar, þess utan Boga Sigurbjörnssyni skattstjóra á Siglufirði, Ólafi Gunnarssyni framkvæmdastjóra, Valdimar Indriðasyni framkvæmdastjóra og Jóhanni Möller, hefur nú skil- að áliti og lagt fram tillögur til ríkisstjórnarinnar um hvernig brugöist skuli við loönubrestinum á siðustu vertíð. Kjarninn i tillögum nefndarinn- ar er sá, að hafnarsjóðir þeirra staða sem verði fyrir tekjumissi, miðað við áriö ’81 fái sem beint óafturkræft framlag úr rikissjóði 50% af tekjutapinu. Þá er lagt til að þeim loðnubræöslum sem svipaö er ástatt fyrir verði gefinn kostur á láni úr byggðasjóöi meö 28% vöxtum óverðtryggt. Standi lánið til 6 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. I tillögum nefndarinnar eru þau skilyrði sett fyrir þessari lánafyr- irgreiðslu að föstu starfsliöi loðnubræðslanna verði ekki sagt upp, heldur verði unnið að við- haldi og öðru þess háttar þegar önnur verkefni þrýtur. Tillögur nefndarinnar eru unn- ar með stöðu atvinnumála á þeim stöðum sem verst hafa oröið úti vegna loðnubrestsins i huga. Það kom fram i samtali sem Þjóðvilj- inn átti i gær viö ritara nefnd- arinnar, Valdimar Þórvarðarson að framlag rikisins til hafnar- sjóðanna mun vera rúmar 4 miljónir króna. Rikisstjórnin mun enn ekki hafa tekið álitsgerð Loönubrests- nefndar fyrir. t gær reyndi Þjóð- viljinn að ná i Steingrim Her- mannsson vegna álitsgeröarinnar entókstekki. —hól. Bókasafn um íslensk fræði og menningu Bókavarðan hefur nýlega fengið prýðilega fallegt safn mjög fágætra bóka i sögu lands og menningar, frá eldri og nýrri tima. Nokkurdæmi: Ný Félagsrit, málgagn Jóns forseta Sigurðssonar i þjóð- frelsisbaráttunni, I-XXX árgangur, verkið alveg heilt i 19du aldar skinnbandi, Almanak Þjóövinafélagsins fyrir árin 1875-1963, allt handbundið i útvalið sægrænt skinn- band, allar kápur, allt frumprent, Die Medigamenta im lslandischen eftir dr. Alexander, timaritið Andvari, allt innbundið i prýðisfallegt, samstætt, hamrað skinnband 1875-1958, Landafræði eftir Benedikt Gröndal, Kristin- dómur og kommúnismi.eftir séra Benjamin, umdeilt rit, timaritið Birtingur, verkið allt i geitarskinni, islenzkir Hafnarstúdentar, eftir Bjarna frá Unnarholti, Fiskarnir eftir dr. Bjarna Sæmundsson, Tölvisi eftir Björn Gunn- laugsson, stjörnufræðing, Refsivist á tslandi eftir dr. Björn Þórðarson, timarit Hins islenzka Bókmentafjelags, 25. árgangar, komplet, Lýsing landsins helga á Krists dögumKh. 1842, Hverer maðurinn l-2,eftir Brynleif Tobi- asson, Búa-Lög, Hrappsey 1775 og Reykjavik 1915-1933, llm Njálueftir dr. Einar Ölaf Sveinsson, Eyrbyggja.ex Legati Magnæani, Kh, 1787, Fagurskinna.Ungersútgáfan 1847, Flateyjarbók.Ungersútgáfan 1860—1868, úrvals ein- tök i handbandi, Skýringar yfir Fornyrði lögbókar eftir Pál lögmann Vidalin, Máiið á Nýja Testamentinu eftir próf. Jón Helgason, Historia literaria Islandiaeeftir Hálf- danEinarsson, gullfallegt eintak, Kh. 1786, Heimskringla, útgáfa Ungers 1868, Kort oversigt over de internationale fiskundersögelsers resultater, Kh, 1906, Islandica 1-31, hið merka visindarit Cornell háskóla undir stjórn Halldórs Hermannssonar, Islcndingabók Ara fróða, 2. útgáfa, Kh. 1733, islendingasögur Sigurðar Kristjánssonar, fallegt eintak, islendingasagnaútgáfa Guðna Jónssonar, Forn- ritafclagsútgáfan.flest ritin, Studia lslandica 1-12, Járn- siðaeður Hákonarbók, Kh. 1847, islenzkar þjóðsögur 1-2 útgáfa, Jóns Arnasonar og einnig sexbinda útgáfa sama verks, Skólameistarasögur Jóns Halldórssonar, Jón Ólafsson frá Grunnavik, Kh. 1925, Lækningabók um þá hclztu kvilla á kvikfénaði, Kh. 1837, Plslarsaga sr. Jóns Magnússonar, Ævisaga Jóns Indiafara 1-2, frumútgáfan, Supplemcnt til Islandske Ordböger eftir dr. Jón Þorkels- son.alltverkið l-4bindi, Om Digtningen p& Islandi det 15. og 16. Srhundrede eftir sama, islenzkar ártiðaskrár, Saga Jörundar hundadagakóngs eftir dr. Jón Þorkelsson, 400 ára saga Prcntlistarinnar á islandieftir Klemens landrit- ara, Um prentsmiðjur og prentara á islandi eftir Jón Borgfirðing, Grund i Eyjafirði, Kristni-Saga og þáttur af isleifi biskupi, Kh. 1773, Landnám Ingólfs 1-3 bindi, Lýð- veldishátiðin 1944 og Alþingishátiðin 1930, Monumenta Typographica Islandica.I, II og V. bindi, Heiðinn siður á islandieftir Ólaf Briem, Galdur og galdramál eftir Ólaf Daviösson, Lög og saga og Byggö og sagaeftir Ólaf Lárus- son og Grágás og lögbækurnar eftir sama Orðabók Jóns ólafssonar 1-2 (allt sem út kom) Menn og menntir 1-4 bindi, handunnið skinnband, og Upptök sálma og sálma- laga i lúterskum sið á islandi, hvorutveggja eftir dr. Pál Eggert Ólason, Sturlunga saga I-II, frumútgáfan 1817- 1820, lúksushreint eintak i samtima bandi, Islands Kort- lægning.heildarverkið, timaritið Sunnanfari.komplet 1-13 árgangur, Lexicon Poeticum eftir Sveinbjörn Egilsson, frumútgáfa verks 1860, Privatboligen pS Island eftir dr. Valtý Guðmundsson, Skirnir 1905-1980, Jarðskjálftar á islandi 1-11 eftir Þorvald Thoroddsen, Ljóða-smámunir eftir Sigurð Breiðfjörö, Viðey 1839, úrvalsfallegt eintak, Saga Hafnarfjarðareftir Sigurð Skúlason, ób. i heftum. Auk þess þúsundir bóka á islenzku og erlendum tungum I flestum greinum fræða, skáldskapurogvisinda. Nýkomnar eru mörg hundruð nýlegar pocket-bækur á ensku og dönsku á mjög skikkanlegu verði. Kaupum og seljum allar bækur islenzkar og flestar er- lendar, einnig gömul, islenzk póstkort og smáprent, heila flokka timarita og flest annað prent. Einnig gamla Is- lenzka húsmuni af minni gerðum, einkum tréskurð og margt fleira. Gefum reglulega út bóksöluskrár. Nýlega er komin út nr. 16. Sendum hana þeim utan Reykjavikur sem óska. Vinsamlega hringið.skrifið — eða litið inn. Sendum i póstkröfu hvertsem er. Gamlar bœkur og nýjar BÓKAVARÐAN Hverfisgötu 52 Reykjavik, Simi 29720

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.