Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júlí 1982 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. I nisjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhiidur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjdri: Baldur Jónasson Hlaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir. Helgi Ólafsson Maanús H. Gislason, olafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. \uglysingar: llildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir. Sæunn Óladóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: SígrUn Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. C'tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81233 Prentun: Blaöaprent hf. Sumarferðir og sumarstarf , • Starfssvið stjórnmálaflokks er viðtækt og verkefnin mörg. Að vera saman i stjórnmála- ’ flokki er ekki einvörðungu bundið sameiginlegum ; hugsjónum og stefnumálum. Innbyrðis kynni, ^ samvera og félagslegt samneyti við samflokks- menn ættu einnig að vera mikilvægur liður i ; flokksstarfi. Margir aðilar i þjóðfélaginu keppa um athygli fólks i sambandi við afþreyingu og skemmtan og stjórnmálaflokkarnir hafa farið halloka i þeirri samkeppni. • En einn er sá þáttur i starfsemi Alþýðu- bandalagsins sem eflst hefur ár frá ári. Það eru sumarferðir á vegum flokksfélaga og kjördæmis- ráða um land allt. Það er nánast orðin hefð i flest- um kjördæmum að kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins eða stærstu flokksfélögin i viðkomandi kjördæmi efni* til lengri eða skemmri ferðalaga eða sumarhátiða á hverju sumri. • Lesendur Þjóðviljans kannast við skelegga auglýsingastarfsemi um sumarferðir i blaðinu, enda hafa þær borið þann árangur að góð þátt- taka er i þessum ferðum og fer vaxandi. í sumar hefur Alþýðubandalagið á Vestfjörðum farið um Arnarfjörð, Alþýðubandalagið i Kópavogi farið ,,linuveg” upp á hálendi og niður i Borgar- fjarðardali, Alþýðubandalagið á Norð-Vestur- landi á Snæfellsnes og i Hitardal og Alþýðu- bandalagið á Vesturlandi að Kirkjubæjarklaustri og i Skaftafell. Um næstu helgi efnir Alþýðu- bandalagið á Austurlandi til árlegrar sumar- ferðar að Eyjabökkum og Snæfelli, og Alþýðu- bandalagið i Reykjavik fer að Hagavatni með viðkomu á ýmsum fallegum og sögufrægum stöðum á Suðurlandi nk. laugardag. Að vanda er margt kunnra og fróðra leiðsögumanna i sumar- ferð Alþýðubandalagsins i Reykjavik. • Vinsældir sumarferða Alþýðu- bandalagsins hafa orðið mörgum tilefni til hug- leiðinga um að efla slika sumarstarfsemi á vegum flokksins. Þessar vikurnar á sér nú stað tilraunastarfsemi i þá veru á Laugarvatni, þar sem efnt hefur verið til sumarbúða. Þar dvelja nú þessa vikuna 75 manns á vegum Alþýðubanda- lagsins, og annar ámóta stór hópur verður þar siðustu viku þessa mánaðar. í sumarfrii og sam- veru á vegum Alþýðubandalagsins á Laugarvatni er fólk á öllum aldri og allsstaðar að af landinu. Þar gefst tækifæri til annarskonar kynna heldur en á flokksfundum og möguleikar á þátttöku i félagsstarfi sem ekki er rigbundið við ræður og fundaform. Undirtektir við þessa tilraun sýna að starfsemi af þessu tagi á fullan rétt á sér. • Alþýðubandalagið þarf að halda áfram á þessari braut og taka mið af þeirri gagnrýni sem er áberandi að erfitt sé að stiga fyrstu skrefin i flokksstarfi, og að þeir sem vilja ganga til liðs við flokkinn hrekist frá honum vegna stirðbusalegra starfshátta. Oftar en ekki vilja þeir sem hafa áhuga á sósialisma byrja á fræðilegum „pælingum”, en sá hópur er örugglega enn stærri sem þarf á þjálfun að halda i félagsmálastörfum, ræðumennsku og framkomu áður en hann telur sig færan til að opna hug sinn á flokksfundum. Félagsmála- og framsagnarnámskeið þurfa að vera á verkefnaskrá sem flestra flokksfélaga. — ekh • Eftirhreytur íscargomáls- ' I| ins? (■ Með og í| móti |j viðskiptafrelsi Þaö þarf menn vana koll- • hnisum og hringsnúningum Itil að fylgjast með þeirri kómediu markaðskerfisins sem á sér stað i flugmál- ■ unum, án þess að verða kol- Iringlaðuraf. A undanförnum misserum hefur farið fram mikil deila á milli Arnarflugs og Flug- leiða um það hvort Arnarflug ætti að fá leyfi til flugrekstr- ar i áætlunarformi til Vest- ur-Evrópu. Arnarflugsmenn hafa haldið þvi fram að sam- ■ keppni á flugleiðum væri I nauðsyn til þess að tryggja I rekstrarhagkvæmni og far- I þegum hagkvæmt verð á far- ■ miðum. En hvað gerist nú á miðju sumri 1982? Samgönguráð- herra, sem veitti leyfi til • Arnarflugs á grundvelli Isamkeppnisþarfar, tak- markar samkeppnina vegna þess að flugfélögin eru farin 1 að bjóða of lágt verð á far- Igjöldum. ,,í sumar hófst mikiö far- gjaldastrið sem alls ekki er 1' samkvæmt reglum. Það á að I tilkynna fargjöld til ráðu- neytisins og fá þau sam- ' þykkt. Þau fargjöld sem boö- 1 I' iö hefur verið upp á i sumar I hafa sum hver aldrei fengið samþykki ráðuneytisins”, I segir Steingrimur. * j Ringlaður? | En svo skemmtilega ■ * bregður viö að einokunar og I Irikisstyrkjamennirnir hjá I Flugleiðum bregðast nú I ókvæða við þvi að samkeppni ■ * sé skert. ,,Ég tel þessa I Iákvöröun með öllu óeðlilega I og óafsakanlega og það sem I meira er misbeitingu á ■ I* valdi”segir Orn O. Johnson, I stjórnarformaður Flugleiða. En hinir ungu og efnilegu I samkeppnismenn hjá Arnar- ■ 1* flugi, sem boðað hafa gildi I samkeppninnar á undan- I förnum misserum eru hinir I ánægðustu: • J ,,Mér finnst þessi ákvörð- I I un samgönguráðuneytisins I I bæði eðlileg og skynsamleg. I ■ Ég held að þegar fram i sæk- ■ J ir komi hún bæði flugfélög- I I unum og neytendum til I góða” segir Gunnar Þor- I I valdsson. ■ 1* Eða eins og segir i sjón- I varpsþættinum Lööri: Ertu ringlaður? Þú verður það I ekki eftir næsta þátt. ■ klrippt Mogginn vann kosningarnar Það fer gjarna svo i sumartið, þegar friösælt er i henni pólitik, að fjölmiðlarnir eyöa dálkarými i þaö að fjalla um sjálfa sig og hverjir um aðra. 1 klippi i gær var fjallað um skoðanakannanir bæði hjá fjöl- miðlum og stofnunum og hversu þær móta skoðanir stjórnmála- manna, og jafnvel kjósenda sem ekki hafa tekið afstöðu. t dag kikjum við á annan flöt skoðanamyndunar, en það eru hin geysimiklu áhrif Morgun- blaðsins i skoðanamyndun. Um þessar mundir hafa kratar að þvi er viröist hvað mestar áhyggjur af veldi Morgunblaðsins. Arni Gunn- arsson skrifar t.a.m. heilsiðu- grein i Dagblaöiö og Visi, sem vist heitir bara DV núna. Hún er að mörgu leyti forvitnileg lesn- ing: „Ýmsir hafa sagt, að hinn eiginlegi sigurvegari i siðustu sveitarstjórnarkosningum hafi veriö Morgunblaöiö. (Dagblaðið og Visir hjálpaði dulltið til, enda fór hinn frjálsi og óháöi ritstjóri þess til útlanda með samvisk- una I töskunni, og lét ritstjórn og leiðaraskrif eftir fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðis- flokksins).” Margt er satt I þessu, en þó mætti nú segja klippara að DV hafi hjálpað meira en „dulítið” upp á sakirnar fyrir iha^dið. Arni hefur einnig áhyggjur af þeirri auglýsingaherferð sem nú er rekin á vegum Morgun- blaösins, og byggir á þvi að skapa þá mynd af blaðinu að það sé jafn sjálfsagt og súr- mjólk I hádeginu, svo vitnað sé i fagurbókmenntirnar. „Morgunblaðinu stjórna dug- miklir menn, sem eru á góðri leið meö að telja landslýð trú um aö blað þeirra sé hverjum manni lifsnauðsyn, enda sé það tiltölulega saklaust og óháð frétta og fræðslublað. Slagorðið um aö Morgunblaðið sé blað allra landsmanna hefur brennt sig inn i hugi furðu margra.” Banamein krata „Morgunblaöið er Alþýðu- flokknum sérstaklega hættu- legt” segir Arni. Það hefur um langt árabil rekið þann áróður að Alþýöuflokkurinn lifi ekki sjálfstæðu lífi, heldur þurfi hann að sækja fylgi sitt ýmist til hægri eða vinstri. Blaðið hefur gengið svo langt að hafa uppi barnalegar hótanir um það, að ef Alþýöufiokkurinn halli sér of mikiö til vinstri, eins og Morgunblaðið orðar það, þá muni Mogginn sá til þess að hann fái ekkert fylgi frá Sjálf- stæðisflokknum. Slikt tal er auðvitað siðlaust og engum viti bornum mönnum sæmandi. Dreymir um „róttækan” Alþýðuflokk Meðal annars af þessum sökum þurfa Alþýðuflokksmenn að vera mjög á varðbergi gagnvart Morgunblaðinu. Það er ekki hlutverk Alþýðuflokksins að vera hækja ihaldsins né nokkurs annars stjórnmálaflokks, held- ur sjálfstæður og róttækur sóslaldemókratiskur flokkur”. Ja, mikil ósköp væri nú auð- veldara aö berjast i pólitikinni ef Alþýðuflokkurinn hefði jafnan staðið undir þeim ein- kunnarorðum sem Arni Gunnarsson velur honum „sjálfstæður og róttækur”. En það er aldrei að vita, kannski ætla þeir kratar að fara að taka UPP „gjörbreytta” stefnu, svo þeirra eigið hástig sé notað. En Kjartan flokksformaöur og þeir kratar mega þó vara sig á skrifum af þvi tagi sem Arni hefur hér uppi. Morgunblaðið gæti túlkað þetta sem biölun um að mega setjast i rikisstjórn á móti ihaldinu. Vinstri blaðsamvinna Niöurstaða af þessum vanga- veltum Arna Gunnarssonar er sú að vinstri menn komi upp mótvægi: „Þaö er oröið fyllilega tlma- bært að kanna þann möguleika, hvort jafnaöar- og samvinnu- menn á íslandi geti ekki sam- einast um blaðaútgáfu. Með þvi móti yrði unnt aö andæfa veru- lega þeim pólitisku brotsjóum sem Morgunblaðið kemur af staö.... Tæknilega er ckkert þvi til fyrirstöðu aö hinir flokkarnir gætu sameinast um eitt blað, sem þegar myndi ná svipaöri útbreiöslu og Morgunblaðið. Þetta er þeim mun umhugs- unarverðara þegar þess er gætt að nær allir aðstandendur næst stærsta blaðs landsins, Dag- blaðsins og VIsis, eru Sjálf- stæðismenn og að blaðiö studdi Sjálfstæðisflokkinn I leiöurum I siðustu kosningum”. Það er margt til i þessu hjá krötum og sjálfsagt aö dusta rykið af þeirri að mörgu leyti góðu hugmynd aö vinstri menn komi sér upp mótvægi við Morgunblaöið. Heimkoma DV i faðm Mogga föður og ósvifinn málflutningur ihaldspressunnar að undanförnu ætti aö verða hvati til dáða. eng- •9 shorrið Morgunblaöiö — gnæfir yfir önnur blöö I útbreiöslu og áhrifum — og stefnir skoðanamyndun I hættu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.