Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. júlí 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 ,,Flokkarnir byggja allir áþvi að rikið eigi að vera stóri bróðir, bjarga öllu i horn þegar atvinnuvegirnir eru að fara i strand". Árni Daníel Júlíusson Ríkistrúin og lýðræðið Stjórnmálakerfið Islenska mótaöist I upphafi aldarinnar, frá 1910 til 1930. Siöan hefur það ekki breyst, að þvi er flokka- kerfiö varðar. A yfirborðinu sýnist hér um að ræða góðan árangur. Fjórir flokkar eru til staöar. Þeir veita óánægju i þjóofélaginu braut inn á Alþingi eða I málgögn sin, en koma sér jafnframt saman um að stjórna þjóðfélaginu með friðsamlegum hætti. Stjórn- málafræðingar við háskólann hafa þó bent á alvarlegan veik- leika i starfi og grundvelli stjórnmálaflokkanna að undan- förnu. Fylgisgrundvöllur þeirra er að bresta, þannig að þeir eiga ekki eins stóran hluta af fylginu vlsan og áður, og sveiflur eru meiri i fylgi þeirra. Þetta er af- leiðing af minnkandi tengslum flokkanna við lifið I landinu og rlgbindingu þeirra I stofnunum og nefndum og kerfum allskon- Rikistrúin Sameiginlegt öllum flokkun- um er trú á rlkið I einni eða ann- arri mynd. Ég tala hér um praktiskt starf flokkanna en ekki hugmyndafræði. Flokkarn- ir byggja allir á þvi að rikið eigi að vera stóri bróðir, bjarga öllu i horn þegar atvinnuvegirnir eru að fara I strand. Þessir dul- arfullu vegir, atvinnuvegirnir, er annað nafn yfir auðvaldið I landinu. Auðvaldið er sam- þjappað I stóra klasa, SH og SIS eru þar mikilvægastir, sem stjórnað er með skrifræðisleg- um hætti i nánum tengslum við bankana og flokkana. Þetta er kjarninn I starfi flokkanna. Hálffasismi Ég vil nefna þennan kjarna hálffasisma. Flokkarnir eru nefnilega hluti af kerfi sem verður æ ólýðræðislegra, og sem fólki finnst það hafa æ minni áhrif á. Fólk snýr sér þvi frá starfi I stjórnmálum. Kerfi þetta er eins og tröll, gnæfir yfir fjöldanum. Sér til fulltingis hef- ur það rikisfjölmiðlana og aft- urhaldsblöðin tvö, Morgunblað- ið og DV. Jafnframt sést I hugmynda- fræðinni tilhneiging til að af- neita hinni hefðbundnu hálfsósl- allsku/liberölu hugmyndafræði velferöarþjóðfélagsins, sem verið hefur aðalsmerki islenska þjóðfélagsins, hugmyndafræði sem allir flokkarnir hafa haldið uppi. Þarna liggur hin raun- verulega hætta. Á meðan hug- myndafræðin er frjálslynd end- urspeglar hún visst jafnvægi I efnahagskerfinu og setur rfkis- kerfinu og valdhöfunum skorð- ur. Þeir sem standa að hinni nýju hugmyndafræði eru auðvitað hefðbundin afturhaldsöfl þjóð- félagsins, Sjálfstæðisflokkur- inn. Ýmsir hafa bent á verulega stefnubreytingu hjá flokknum eftir 1979. Raunverulegur arf- taki hinna Hberölu Ihalds- manna, Bjarna Ben. og ólafs Thors, Gunnar Thoroddsen, er i minnihluta. Geir Hallgrimsson steðjar fram á sjónarsviðið nú eftir sigurinn I sveitarstjórnar- kosningunum með politik sem leita verður samlikingar við i stormum kalda strfðsins eða nasistasympatlu 4. áratugarins. Geir er nú politikus af engu minni kaliber en Reagan og Thatcher, og þó verri en That- cher, þvi hann endurómar i- haldsöflin i Bandarikjunum með slikum óforskömmugleg- heitum að ótrúlegt er. t deilum þeim sem nii eru með USA og Evrópu tekur Geir sér stöðu með Bandzrikjunum. Tvennt er það sem sýnir hvað skýrast fram á þetta. Annars- vegar er það hin furðulega gagnrýni á efnahagssamning Islands og Sovétríkjanna, end- urómur af gaspipumálinu. Það er eðlismunur á gagnrýni Geirs á Sovétrikin og t.d. Maóista. Þetta hrun heldur áfram, þegar húmanismi og hálfsósíalismi vinstri flokkanna þriggja á i vök aö verjast gagnvart nýju blæ- brigði úrkynjunarinnar, leiftur- sóknarhugmynda Sjálfstæðis- flokksins. Veikleiki þjóðfélags- ins, og sjúkdómur þéss, felst endanlega I þeirri staðreynd að þvi er ekki stjórnað af fjöldan- um, heldur af stórum klösum skrifræðisbákna. Alþýðubanda- lagið hefur þvi miður ekkert gert til að koma I veg fyrir þessa þróun. Mál er aö linni. „Við erum búnir aö skipta um jarðveg og dýpka plássið hér fyrir framan, þannig að skip komist i sleöa", sagði ív- ar Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Dráttar- brautar Grindavikur í spjalii við blm. Þjóövilj- ans en fyrirtsekíö er nú í óða önn að koma sér fyrir í innri höfninni í Grinda- vík. „Það er búið að leggja keflasleða og við erum að vinna við burð- arsleða þessa dagana", sagði Ivar ennfremur, „en að því loknu verður spilið sett upp og búnir til hliðarfærslugarðar." Hvað v?l'ður þetta stór stöð? „Stöðinni er ætlað að hafa stæði fyrir fimm báta og miðað við að hægt verði að taka upp allt að 250 tonna skip." Hvaða þjónustu verðið þið með og hvað koma margir til með að fá atvinnu hér? „Þjónustan verður fyrst og fremst við Grindavik. Hér eru komin yfir 50 skip og við munum annast viðgerðir eingöngu. Ný- smiði er ekki inni I myndinni hjá okkur. Það er reiknað meö at- vinnu fyrir 30-40 manns á anna- tvar Þórhallsson, framkvæmdastjóri, við fyrirhugað athafnasvæði Dráttarbrautarinnar í Grinda- vfk. mynd: — eik Nýtt fyrirtæki í uppsiglingu Þjónusta við Grindavík í fyrirrúmi timum þegar stöðin verður komin I gagnið." Hvenær hófust framkvæmdir og hvenær er reiknað með að stöðin komist i gagnið? „Þetta byrjaöi með þvl að ég keypti slippinn árið 1980 frá Fá- skrúðsfirði. Síðan var stofnað hlutafélag útgerðarmanna og iðnaðarmanna hér á staðnum um reksturinn, og framkvæmdir hófust um páska 1981. Það er nú erfitt að segja til um hvenær slippurinn verður kom- inn i gagnið, það veltur allt á fjármögnun. Þó vonumst við til að ljúka sjálfri brautinni fyrir áramót og ef vel gengur ætti allt að vera endanlega frágengið seint á næsta ári." Starfsaðstaðan er oft veikur hlekkur hjá fyrirtækjum. Hvernig verður þeim málum háttað hjá ykkur? „Fyrirtækið Nýsmiði og við- gerðir er að hefja byggingu 1280 fermetra húsnæðis fyrir Dráttarbrautina og þar verður fullkomin aðstaða fyrir starfs- fólk, mötuneyti, kaffistofa, og einnig er gert ráð fyrir böðum og búningsklefum, ásamt öðr- um nauðsynlegum atriðum." Framtíðarhorfurnar? „Við teljum að þetta sé nauð- synleg þjónusta við staðinn, bæði atvinnulega og fyrir skipa- flotann. Þetta mun efla iðnað hér i plássinu og ég held að það séu einungis góöar vonir bundn- ar við þetta fyrirtæki." Að lokum, Ivar. Hvað er hluta- fé Dráttarbrautarinnar mikið? „Það er áætlað að hlutafé verði ein miljón þegar rekstur hefst, en við höfum nú ekki náð þeim peningum inn ennþá." -áþj. Vestur- Húnavatnssýsla: Bundið slitlag á 10 km Aformað er að byrja á þvl nii næstu daga, að leggja bundið slit- lag á tvokafla á Norðurlandsvegi I Vestur-Hiínavatnssýslu, aft því er Halldór Glslason hjá Vega- gerðinni i Vestur-Húnavatns- sýslu tjáði okkur. Lagt verður á veginn yfir Hrútafjarðarháls, frá Miðfjarð- ará að Tjarnarkoti og i Hrútafirð- inum, frá Staðarskála að Hrúta- tungu. Munu þessir kaflar, sam- anlagðir, vera um 10 km, að lengd. Þetta eru nú þær vegafram- kvæmdir i sýslunni að þessu sinni, sem einkum eru orðaverð- ar, sagöi Halldór. 1 fyrra var bundið slitlag lagt að veginn frá Staðarskála og ut undir Reyki I Hrútafirði, svo að með haustinu ætti klæðning að verða komin á megin hluta vegarins um Hnita- fjörð. — Að öðru leyti, sagði Halldór, — má nefna að til stendur að byggja upp kafla á Norðurlands- vegi frá Dalsá að Gröf i Vlðidal. Eitthvað verður svo auk þess unnið i útvegum og sýsluvegum. —mhg ^¦¦¦^^^^^^^¦^¦^¦^^^^^^¦^^^¦¦¦¦¦¦¦¦^¦¦¦¦¦^¦i Nýjar fréttir úr bransanum Fjölmargar áhugaverðar nýjar erlendar plötur munu koma út á næstu dögum og vikum. Þar má nefna plötur með REO Speed- wagon, Tammy Wynette, Peter Frampton, Joe Jackson, Placido Domingo, Outlaws, Alan Parsons Project, Ray Parker, Spliff og SteveForbert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.