Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júlí 1982
Upphaf kvöldvöku á þriðjudag. Baldur Oskarsson leiöir söng. Ljósm.: eik
Sumarbúðir á Laugarvatni
Þátttakendur eru á öllum aldri. Hér má m.a. sjá Gisla Svanbergsson
steinsson. Litlu strákarnir heita Frimann og Hlynur. Ljósm. :eik.
Margréti Frimannsdóttur, Margréti Hákonarddttur og Halldór Þor-
Fyrri vikan i sumarbiíðum
Alþý6ubandalagsins stendur nú
yfir á Laugarvatni og dvelur
þar fólk á öllum aldri viðs vegar
aö af landinu. Yngsti þátttak-
andinn er 30 daga gamall en sá
elsti veröur áttræður á þessu
ári. Er blaðamaður og ljós-
myndari Þjóöviljans renndu þar
viö á þriðjudagskvöld stóð yfir
kvöldvaka þar sem m.a. Svavar
Gestsson formaður flokksins
var og talaði við fólk og svaraði
fyrirspurnum. Fagnaði hann
þessari nýjung i flokksstarfinu
og taldi að sú vinátta og
kunningsskapur sem gæti
myndast i svona samveru væri
mikilvægt fyrir félagsstarfið.
Annars unir fólk þarna við spil
og söng og farnar eru skipulagð-
ar göngu- og bilferðir og haldn-
ar kvöldvökur. Einnig sækir
fólk gufubað og sundlaug og
börnin una sér við leiki. Brytinn
á staðnum er Rúnar Jökull
Hjaltason en Þórdis Þórðardótt-
ir sér um barnagæslu. Baldur
Öskarsson stjórnar fyrri viku
sumarbúðanna.
Mjóg léttur og góður andi var
rikjandi þarna og fólk óðum að
kynnast og bræðast saman.
—GFr
Aldursforsetinn i hópnum, Guð-
finna Gisladóttir frá Kambsnesi
i Laxárdal. Hún verður áttræð á
þessu ári og er á Laugarvatni
með manni siiium, Asmundi
Guðnasyni frá Djúpavogi.
IHHHHHCiMMWHWMBnnraaiii^ :sw mwiii *~"^^mmmmmwæ. -------,¦;-¦;.tssmSmK^ -.-..~*~***^^mmmmmm,.,&jmm^m^mmmm^m:'*r,?x*.....i.....mi^^bh 11 ,,,r,MM,«v/MNMMiMH
Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins hélt dálitla tölu og svaraði fyrirspurnum á kvöldvökunni á þriðjudag