Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. júlí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fjöldi barna er i hópnum og hér eru nokkur þeirra. 1 fremstu röð eru Frimann og Arnór, i annarri röð Aslaug, Ljósbrá, og Garðar og i efstu röð Leó Smári, Helgi og Rebekka. Svo er hægt að gripa i spil. Carla Halldórsson og Hrafnhildur Guð- mundsdóttir. Starfsliðið i eldhúsinu var fullt af fjöri og scndi gátu i bundnu máli upp á kvöldvöku. F.v. Elisabct Jensdóttir, Gróa Grimsdóttir, Frið- gerður Friðgeirsdóttir og Harpa Rós Björgvinsdóttir. t Kátur hópur Skagamanna og fleiri. Þeir sem sitja viö borðið eru (taldir f.v.): Lilja Ingimarsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Rut Guð- mundsdóttir, Dagbjört Sigurðardóttir, Bjarnfríður Leósdóttir, Halldór Backman, Jóhanna Arnmundsdóttir og Arni Ingimundar- son. Ljósm.: eik. Millisvæðamótið í Las Palmas Hverjir komast áfram í áskorendakeppnina? skák Umsjón: Helgi ólafsson „Ég hef hingað til teflt vel og horfi bjartsýnis- augum á framhald móts- ins", skrifar Bent Larsen f Ekstrabladet um gang millisvæðamótsins í Las Palmas. Á þvi stigi var hann með 2v. og betri bið- skák gegn Timman. Hol- lendingnum tókst þó að klóra sig framúr vandræð- unum og halda jöfnu. Eftir 5 umferðir var það sovét- maðurinn Vladimir Tuk- makov sem náði efsta sæt- inu með 3 1/2 vinning og jaf ntef lislega biðskák gegn landa sínum Pshakis. • Tukmakov var á árunum i kringum 1970 talinn einn alefni- legasti skákmaður Sovétmanna og voru áhöld um hvor væri sterk- ari Karpov eða hann. Hann náði 2. sæti á eftir Fischer á miklu móti i Buenos Aires 1970 og skömmu fyrir áramótin 1971 fór hann tap- laus úr geysisterku skákmóti i Moskvu. Karpov deildi sigrinum með Stein, Smyslov varð i 3. sæti og I 4.-5. sæti komu Tukmakov og Petrosjan. Eftir það dró ský fyrir sólu og á meðan Karpov kleif brattann með eldingarhraða hallaði æ meira undan fæti fyrir Tukmakov. Það var ekki fyrr en i byrjun þessa áratugar að aftur fór að rofa til. A Sovétmeistaramóti siðasta fagn- aði hann háu sæti og á svæðamóti Sovétrikjanna komst hann i hóp 4 skákmeistara sem tefla á milli- svæðamótunum þremur. Eftir sigra yfir Petrosjan og Smyslov má telja fullvist að Tukmakov komist áfram. Hitt er öllum ljóst að hann hefur ekkert frekar en aðrir að gera i einvigi við Karpov og að þvi leyti skiptir það engu máli til eða frá hvernig mótinu i Las Palmas lyktar. Vitnað var i Larsen i upphafi greinar og Ijóst er að hann eignar sér hitt sætið. Fáir hafa hinsveg- ar veitt þvi athygli að þótt Dan- ann djarfa skorti ekki áræði til stórra afreka þá virðist hann á mikilvægum augnablikum tauga- veiklaður um of. Jan Timman, bakkaður upp af fjölmörgum hollenskum aðilum, ætti að eiga góða möguleika, en upp á siðkastið hefur hann verið Tumakov að tafli á millisvæða- mótinu i Las Palmas. Bcnt I.arsen: „Bjartsýnn á möguleika mina.” Bent hefur eft- ir 5 umferðir hlotið 3 vinninga. Breski sállæknirinn David Bo- adells mun halda tvö helgarnám- skeið i geðheilsufræði Wilhelm Reich i Reykjavik dagana 23.-25. júli og 30. júlí-1. ágúst nk. Nám- skeiðin eru aðskilin og er há- marks þátttökufjöldi 15 manns á sitt hvort námskeiðið. David Boadells hefur að baki tuttugu ára reynslu i sállækning- araðferðum Reich og hefur sið- astliðin sex ár haldið námskeið viða um heim fyrir áhugafólk um likamlegt og andlegt heilbrigði. Hann hefur gefið út nokkrar bæk- ur um Reich og er ritstjóri tima- ritsins Energy & Character. Þetta er i annað sinn sem Boa- dells heldur námskeið hér á landi, en i fyrrasúmar var hann með námskeið sem þótti takast mjög vel. t báðum námskeiðunum mun David Boadells gera aðferðum skil sem nota má til að losa spennta vöðva, leiðrétta ranga öndun, bæta tjáningaraðferðir og auka almenna likamlega vellið- an. Jafnframt verður leitast við að vekja tilfinningu fyrir lifsorku likamans og tengsl hennar við lik- amsástand og tilfinningaleg við- brögð. Sýnt verður hvernig djúp- æði mistækur og það er ekki spá min að hann komist áfram. Ég veðja á Ungverjann Zoltann Ribli. Hann stendur sig ævinlega vel i mótum af þessari styrkleika- gráðu, hefur sérlega vel þjálfað- an skákstil og fullkomlega skot- helt byrjanakerfi. Smyslov og Petrosjan mega fara að leggja sig, i þeim skilningi, að þegar menn eins og Smyslov eru búnir að vera að berjast um heims- meistaratitilinn frá 1948, þegar allflestir þátttakendur i Las Palmas voru langt frá þvi að vera fæddir, þá hljóta menn að krefj- ast þess að aðrir komast að. Pet- rosjan byrjaði 1953 og gæti þess vegna haldið áfram út öldina. Raunar stórmerkilegt hve þessi göfuga iþrótt fæðir af sér marga roskna afreksmenn. Aðrir en þessir sem upp hafa verið taldir komast tæplega á- fram. Lev Pshakis sem kominn er yfir járntjaldið i annað skipti hef- ur greinilega ekki áttað sig á breyttum aðstæðum. Hann er einn stigahæsti skákmaður móts- ins með 2615 stig en hafði eftir 5 umferðir aðeins hlotið 1 1/2 vinn- ing. Sá sem þessar linur ritar hefur verið að reyna að grafa upp skák- ir hér og þar um bæinn, en árang- urslaust. Fréttir berast seint og illa af þessu móti og er það auð- vitað mjög miður fyrir fjölmarga unnendur skáklistarinnar hér á landi. — hól. slökun getur opnað fyrir fólki ný vitundarsvið. Meö samstarfi inn- an hópsins verður reynt að skapa jákvætt umhverfi sem eflir sjálfs- traust fólks og persónuleg tengsl við aðra. Námskeiöin eru opin öll- um sem áhuga hafa á bættri lik- amlegri og andlegri velliðan. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin eru i sima 86917 frá kl. 20- 23. Námskeið í geðheflsufræði V estur-Húnavatnssýsla: Samvinna um heyskap — Mjög góð sprettutiö hefur veriö hér siðustu daga og víðast hvar er byrjað að slá, sagði Aðal- björn Benediktsson, ráöunautur á Hvammstanga. Yfirleitt er komiö ágætis gras en nokkur ástæða er til að óttast aö sumstaöar verði það ofsprottið. Ef að sæmileg heyskapartið verður i sumar ætti þvi að verða nægur heyfengur en ekki er vist að fóðurgildi hans verði að sama skapi. Aðalbjörn sagði, að nokkuð hefði verið þurrviðrasamt þar til fyrir rúmri viku en þá brá til úr- fella, einmitt þegar bændur voru að byrja sláttinn. Suðvestanátt er nú rikjandi en þá getur brugðið til beggja vona með heyþurrkinn. Sólskin er gjarnan annan sprett- inn en skúrir hinn. Jörð kom vel undan vetrinum og ber ekki á nýju kali svo neinu nemi. Nokkuð er um það, að bændur i Vestur-Húnavatnssýslu, sem verka vothey, hafi með sér sam- vinnu um heyskapinn. Er algeng-? ast aö þrir vinni saman og nýti i sameiningu vélakost og mann- afla. Reynist þessi samvinna á- kaflega vel og fer þeim bændum fjölgandi, sem taka þátt i henni. Með þessu móti er unnt að slá og hirða um 100 teningsmetra af heyi á dag og tekur það þá tvo til þrjá daga að fylla gryfjuna. Og þegar gryfja hefur verið fyllt hjá einum er fariö til þess næsta og svo koll af kolli. Er þessi heyskaparsam- vinna Húnvetninganna mjög til fyrirmyndar. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.