Þjóðviljinn - 22.07.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Side 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júlí 1982 Túristarnir láta sig ckki vanta, þegar verið er aö skera hval, en ekki er að sjá sem öllum lítist meir en svo á aðfarirnar. NOG AÐ GERA Þessa dagana er þingað um hvalveiðimál á ráð- stefnu Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Brighton í Eng- landi og virðist geta brugðið til beggja vona, hvort allsherjarhvalveiði- bann verði samþykkt, en f riðunarþjóðum hefur mjög vaxið fiskur um hrygg á síðustu misserum og staða þeirra styrkst til muna innan Alþjóða hval- veiðiráðsins. Hval veiðivertíðin á Islandi er í f ullum gangi og engan bilbug að finna á starfsemi Hvals hf., en fyrirtækið hefur gert út á hval síðan 1948, og hefur í ár fengið leyfi til að veiða 194 langreyðar, 87 búrhvali og 100 sandreyðar. Hvalur hf. hefur i öll þessi ár gert úr fjóra hvalbáta, en mikil breyting hefur orðið á vinnslunni á þessu timabili. Liðið er nú hátt á annan áratug siöan að öll framleiðsla stöðvarinnar fór að fara til mann- eldis, ef undan er skilið mjöl og lýsi. Innanlandsmarkaðurinn hefur verið i sókn á síðustu árum og vinsældir hvalkjöts að aukast hjá landanum og rengið er ómiss- andi á hverjum Þorrabakka, þegar búið er að sjóða það og súrsa. Samkvæmt skýrslum Hagstofu Islands, voru seld 4.924 tonn af frystu hvalkjöti úr landi á siðasta ári og nam útflutningsverömæti þess 67.062.000 kr. Fóru afurð- irnar að mestu til Japan, en 26 tonn skiptust á Noreg, Færeyjar og Luxemborg. Til Spánar og ítaliu voru seld á siöasta ári 1.740 tonn af hvalmjöli, að verðmæti um 4.882 þús. kr. og rúm 2.118 tonn af hvallýsi til Noregs fyrir um 10 miljónir kr. Samtals nam þvi útflutnings- verðmæti hvalafurða tslendinga á siðasta ári um 82 miljónum kr. og er það um 1.3% af heildarút- flutningi landsmanna á siðasta ári. — áþj Lifsbaráttunni á höfunum er lokiðog leiðin liggur I aðgerð hjá þessu stærsta spendýri jarðar. i íi v****># Fimmtudagur 22. júlf 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Mikið af hval út af Látrabjargi — segir Sigurbjörn / Arnason, skipstjóri á Hval-8 Sigurbjörn Arnason byrjaði sem háseti á hvalveiðibátunum áriö 1955 og hefur að mestu leyti starfað við hvalveiðar sfðan, nú siðast sem skipstjóri á Hval 8. Blm. Þjóðviljans gómaði hann augnablik á bryggjunni í Hval- firði og lagöi fyrir hann nokkrar spurningar um hvalveiðimál. — Eru hvalveiðar þýðingar- mikil atvinnugrein fyrir tslend- inga? „Þessar veiðar skapa náttúr- lega útflutningsverðmæti. Ég held aö það veröi að nota það sem býðst, að sjálfsögöu á skynsaman hátt, á timum þegar fiskveiðar eru að dragast saman og sam- dráttur er almennur i atvinnulifi þjóðarinnar.” — Hvernig viltu réttlæta þessar veiðar meö tilliti til vaxandi fylg- is friðunarsjónarmiða? „Ég tel að hvölum hafi ekki fækkað. Sú veiöi sem verið hefur undanfarin ár virðist ekki hafa haft minnkandi áhrif á hvala- stofnana.” — Nú eru Sovétmenn og Japan- ir með miklu stórtækari veiöar en við. En ekki mikil hætta á aö þeir gangi of nærri stofnunum? ,„Að visu er það rétt, En hins vegar eru þessar veiöar undir eft- irliti Alþjóða hvalveiðiráösins og mér þykir mjög óliklegt að þessar þjóðir fari að láta Monakó-búa og einhverja landkrabba segja sér fyrir verkum i hvalveiðimálum.” — Hvað stendur vertlöin lengi hjá ykkur? „Það er nú nokkuð misjafnt, hún er þetta 3-4 mánuðir, en svo er mikið viöhald á hvalveiðiskip- unum, þannig að yfirmennirnir hafa atvinnu við þetta allt árið. Hásetarnir hjá okkur eru yfir- leitt ungir menn sem eru i skólum á veturna og komast hér i rifandi vinnu yfir sumarmánuðina. Það eru margir námsmennirnir sem hafa kostað skólagöngu sina með þvi að vinna á hvalbátunum.” — Hvernig gekk túrinn hjá ykk- ur? „Hann gekk vel svona undir lokin. Við fórum i könnunarleið- angur út af Garðskaganum, en höfnuðum að lokum út af Látra- „Forðast að taka beina afstöðu til hval friðunarumræðu” — segir bandarískur vísindamaður, Richard Lambertsen. Skeggjaður náungi, alvarlegur á svip og með myndavél á mag- anum, stóð og fylgdist grannt með, þegar langreyöarnar, sem Hvalur 8 kom með voru skornar. Blm. Þjóðviljans lék forvitni á að vita hvað hann væri að gera og tók þvi manninn tali. Hann kvaðst heita Hichard Lambertsen og starfa við Flor- idaháskóla i Bandarikjunum. Væri hann staddur hérlendis til að rannsaka sjúkdómseinkenni hjá þeim hvölum sem komið væri með i stöðina, en það væri liður i rannsóknum til að skilja betur dauðatiðni hvalastofnanna. Sagði Richard, að þetta væru sjálfstæðar visindarannsóknir og væri þetta þriöja sumariö sem hann væri hér á tslandi. Aðspurður um hvar hann stæði i hóp varðandi hvala-friöunarum- ræður, sagðist hann forðast að taka beina afstöðu til þeirrar um- ræðu, sem nú væri i gangi. Hins vegar hefði hann mikla trú á þvi starfi sem Alþjóðahvalveiðiráðið ynni, til að tryggja viðgang stofnsins. Hann taldi einnig Grænfriðung- ana þjóna mikilvægu hlutverki, á þann hátt aö halda almenningi vakandi i þessum málum, þ.e. þeir gerðu fólki grein fyrir þvi um Sigurbjörn Árnason, skipstjóri á Hval 8. Mynd.: —gel. bjargi. Þar var mjög mikið um hval, einna mest sem ég hef séö á siðari árum.” — Hvað voruð þið lengi i túrn- um? „Við vorum um tvo sólarhringa i túrnum. Útstimið er þetta 14 — 15timar, en svo tekur alltaf nokk- uð lengri tima að sigla inn. Það gekk vel á landstiminu hjá okkur núna. Við fengum fyrirtaks veður og vorum u.þ.b. 18 tima á leiðinni, en það eru sett nokkuð skörp timamörk á hvalina, þaö mega ekki liða meira en 26 timar frá þvi að þeir eru skutlaöir og þar til þeir fara i skurð.” —áþj Richard Lambertsen, bandarisk- ur visindamaður sem stundar sjálfstæðar rannsóknir I Hval- stöðinni. Mynd.: — gel. hvað hvalveiöimálin snérust, og virkuðu sem mótvægi gegn Al- þjóða hvalveiðiráðinu.” — áþj. „Orðinn heimavanur” Kristinn Björnsson er búinn að vinna I Hvalstööinni flest sumur slðan ’68. mynd: — gel. — Er þetta erfið vinna? „Já, þetta getur veriö erfitt og hálf draslaralegt á stundum. Það óþrifalegasta er sjálfur hval- skurðurinn, en þá má segja, I orðsins fyllstu merkingu, aö mað- ur sé á kafi ofan í þessu”. -áþj segir Kristinn Bj örnsson, eftir tíu sumur í hvalskurði „Ég byrjaði hérna ’68 og er I inn að vera flest sumur siðai sagði Kristinn Björnsson (3 einn af starfsmönnum Hvals 1 er blm. Þjóðviljans spjalli stuttlega viö hann. — Hvernig kanntu við | hérna? „Ég kann bara ágætlega viö vinna hér, enda má segja að ég orðinn heimavanur. Þetta náttúrlega mikil vinna, þetta timar á sólarhring alla daga v: unnar og helgar lika.” — Gott kaup? „Þetta er sæmilega vel borgt ekkert meira, miöaö viö þes miklu vinnu.” — Meö hverjum stendur þi hvalafriöunarumræðunum? „Ég er með hvalveiðum, ann- ars ynni ég ekki hérna. Hins veg- ar veröur að stunda þessar veiðar af skynsemi, og ég er á móti allri rányrkju, í hvaöa mynd sem hún er. En ég vil nýta hvalastofn- ana.” „Maður kippir sér ekki upp við hvers- dags- lega hluti” Rabbað við Magnús D. Olafsson, verkstjóra hjá Hval hf. „Það cr mikiö að gera I túrisma og öllu öðru hér”, sagði Magnús D. Ólafsson, verkstjóri Hvals h.f., þegar við Þjóðviljamenn litum við i Hvalfirði á dögunum. Kvaðst hann búinn að vera i 32 ár hjá Hval hf. á skurðarplani, þar af verkstjóri i 21 ár, og ætti þvi að vera oröinn inngróinn i þetta starf og ekki kippa sér upp við hvers- dagslega hluti. — Við spuröum hann út I vertíð- ina og vciðimiðin. „Hvalbátarnir hafa veriö á veiðum norö-vestur af Snæfells- nesi, norður af Látrabjargi og suð-vestur af Reykjanesi siðustu dagana, en mest af hvalnum, sem veiddur hefur verið i sumar, hef- ur fengist djúpt út af Snæfellsnesi og I Faxaflóa. Vertiðin stendur i þetta 90— 100 daga, að öllu jöfnu nú orðið. Veið- arnar hófust i ár 19. júni, sem er 9 — 10 dögum seinna en i fyrra, vegna gangs kjarasamninga i ár.” — Hvað eru þetta margir hvalir að meðaltali, sem eru veiddir á ári? „Það er nú nokkuö misjafnt. I fyrra voru veiddir 396 hvalir; 254 langreyðar, sem var kvótinn, 100 sandreyöar og 42 búrhvalir. 1 ár er langreyðakvótinn skorinn nið- ur og það má ekki veiða fleiri en 194. Þegar hafa veriö veiddar 98 langreyðar og tvær sandreyöar það sem af er þessu ári, og aö öllu óbreyttu ætti okkur að takast aö veiöa upp i kvóta.” — Hvert eru hvalafurðirnar seldar og til hvers eru þær notað- ar? „Þaö má segja að svo til allt hráefniö fari til Japan, bæði kjöt, rengi og spik. Einnig kemur lýsi og mjöl úr vinnslunni og er þaö selt til Evrópulandanna, t.d. fór mjölframleiðsla siöasta árs til Spánar. Mjölið er mestan part notað i fóðurblöndu, en aHar afuröir sem fara á Japansmarkað eru frystar og þar eru þær nýttar I matvæla- •iðnað.” — Hvað vinna margir hérna i Hvalstööinni? „Það eru rösklega 100 manns sem vinna hérna. Þaö eru 60 manns á bátunum, 15 á hverjum, og svo eru um 60 manns hérna i vinnslustöðinni, auk þeirra sem tengjast rekstrinum vegna þjón- ustustarfa.” — Friðun hvalastofnanna á nú vaxandi fylgi að fagna i heimin- um. Ilvernig réttlætið þið þessar veiðar? „Það hefur ekkert komiö fram hér sem bendir til aö stofnarnir séu í rýrnun.” — Hver er afstaða ykkar, sem vinnið við hvalaveiðar, til friðun- armanna, t.d. Grænfriðui.ga? Magnús D. ólafsson, verkstjóri á kontórnum f Hvalstöðinni. mvnd: —gel. „Við erum náttúrlega neikvæð- ir gagnvart þeirra málstað. Þvi, að okkar mati hefur ekkert þaö komið fram sem sannað geti aö hvalastofninum sé ógnað.” — Hvernig list þér á þróun mála á alþjóölegu hvalveiðiráðstefn- unni? „Það er nú ógjörningur aö spá i, hvað þar kann að gerast. Þaö virðist geta brugðiö til beggja átta þar, eftir þvi sem maöur heyrir.” — Að iokum, Magnús. Hvað finnst þér um auglýsingar friöar- sinna i erlendum blöðum, þar sem þeir hvetja fólk til að kaupa ekki vörur frá hvalveiðiþjóðum þar á meðal tslandi. Er þetta ekki hættulegt fyrir okkur? „Ég á nú erfitt með aö byggja nokkra raunhæfa skoðun á þessu. Það má náttúrlega lengi hræöa fólk og telja þvi trú um aö við töp- um mörkuðum vegna þessara veiða. Hins vegar hefur ekkert komið neitt raunhæft fram i þess- um áróðri aö minu viti.” —áþj Kári Gunnarsson, starfsmaöur I frystihúsi Hvalstöðvarinnar. — mynd —gel. „Lítið kaup miðað við vinnutíma” — segir Kári Gunnarsson í frystihúsi Hvals hf. „Þetta eru nú ekki mikil laun sem við fáum hér miðað viö vinnutima”, sagði Kári Gunnars- son i frystihúsi Hvals h.f„ er blm. Þjóðviljans leit þar inn og rabb- aöi lítillega við hann. „Við vinnum hérna á átta tima vöktum, 16 tima á sólarhring alla vikuna og erum meö þetta tæp 30 þúsund á mánuði að meðaltali. Það þætti nú vist ekki hátt tima- kaup annars staðar.” — Eruð þiö ekki i verkalýðsfé- lagi? „Við borgum félagsgjald i Verkalýösfélagið Hörö uppi á Skaga, en þetta er svo fáránlegt kerfi, að á fundum i félaginu höf- um við ekki atkvæðisrétt og þvi eigum við erfitt um vik I kjara- baráttunni.” -áþj

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.