Þjóðviljinn - 22.07.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Qupperneq 10
eru 10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júli 1982 Hillir undir lýðræði í Argentínu? Peronistar enn í fullu Eftir ófarirnar í Falk- landseyjastriöinu stendur herforingjastjórnin i Buenos Aires mjög höllum fæti. Þegar hillir undir að einhverskonar lýöræöis- stjórn veröi komið á fót i Argentínu, beinast augu manna fyrst að „Peron- istum". Juan Peron hóf sinn pólitiska feril i stjórnarbyltingu ungra her- foringja 1943. Þessir herforingjar voru á margan hátt framsæknir, — þetta voru miklii* þjóðernis- sinnar sem voru ákveðnir i að rifa Argentinu upp úr eymd og fátækt. Hugmyndafræði herforingjanna stóð á grunni sem var ákaflega viður, en ekki að sama skapi traustur. Þar mátti greina áhrif frá bæði Marx og Mussolini. — sem sé undarlegt sambland af frosti og funa. Fimmti áratugurinn með seinni heimsstyrjöldinni og öllu þvi sem henni fylgdi voru Argentinu- mönnum góð ár. Landbúnaðar- afurðir þeirra bæði kjöt og korn, voru i háu verði á Evrópu- markaði. Auðvclt reyndist þvi fyrst i stað að skapa þjóðarein- ingu um framfarir og félagslegar umbætur. Peron var til þess að byrja með atvinnumálaráðherra og hafði sem slikur mikil áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann var sá innan herforingja- stjórnarinnar sem lengst gekk i umbótakröfum fyrir verkalýðinn. Varð hann af þessu svo vinsæll meðal alþýðu, að heita mátti að hann og kona hans væru komin i dýrlingatölu þegar hann var kos- inn forseti i almennum kosn- ingum 1946. Á næstu árum eftir forsetakjör Perons urðu margvislegar fram- farir og félagslegar umbætur i Argentinu. Laun verkamanna jukust verulega, verklýðsfélög voru leyfð, almennum trygg- ingum var komið á fót og konur fengu kosningarétt. Um tima leit út fyrir, að upp risi i Argentinu þjóðfélag likt þvi sem við þekkj- um hér á vesturlöndum og kennum við velferð og lýðræði. Meðan efnahagsskilyrði Argentinu voru jafn hagstæð og þau voru á fimmta áratugnum rikti sem fyrr segir þjóöareining. En þegar liða tók á sjötta ára- tuginn versnuðu viðskiptakjör Artentinu, og þess var ekki langt að biða að einingin brysti. Yfir- stétt Argentinu, — borgarar og jarðeigendur, — voru nú ekki lengur með i baráttunni fyrir framförum og umbótum. Þessar stéttir hafa i Argentinu, sem öðrum löndum Suður-Ameriku, sterk sambönd innan hersins. Þar kom að hernum var beitt gegn Peron og verkalýðshreyfingunni, og 19. september 1955, eftir fjög- urra daga borgarastyrjöld, féll fjori stjórn Perons. Peron komst undan og flúði i útlegð til Spánar. Peronisminn í dag Þótt Peron væri flúinn til Spánar lifði minningin um hann og hin góðu ár hjá argentinskri alþýðu. Arin eftir 1955 hafa ein- kennst af ólgu og óstöðugleik i argentiskum stjórnmálum. Rikisstjórnir, ýmist herforingja eða almennra borgara, hafa komið og farið. Mikið blóð hefur runnið. Allan þennan tima hefur peronisminn þraukað. Peronism- inn varð að mýtu eða nokkurs- konar trúarbrögðum argent- inskar alþýðu á timum mislukk- aðra borgarastjórna og hrotta- fenginna herforingja. Eftir þvi sem kjör Argentinu- manna versnuðu á sjötta og sjö- unda áratugnum, urðu kröfurnar um endurkomu og endurreisn Perons sifellt háværari. Þar kom, að herforingjarnir létu undan, og i almennum kosningum 1973 var Peronsinninn Hector Campora valinn forseti. Arið eftir sneri Peron heim úr útlegðinni. Peron var kjörinn forseti sama ár. Sem fy rr segir stendur hreyfing peronista saman af mörgum ólikum hópum. Þegar Campora og Peron voru kosnir forsetar ’73 og ’74 var það fyrst og fremst vinstri armur Peronista sem studdi þá. Þeir voru menn fólks- ins. Það kom hinsvegar i ljós eftir að þeir höfðu náð völdum, að þeir Peron lifir þótt dauður sé drógu taum hægri Peronista, — þeirra sem voru sem hrifnastir að Mussolini, gegn verkalýðs- hreyfingunni. Arin 1973 og ’74 logaði Argentina i óeirðum. Hægri Peronistar stofnuðu sam- tök gegn ,,kommúnisma” vinstri Peronista. Þessi samtök höfðu innan sinna vébanda þjálfaðar sveitir vigamanna sem beitt var gegn verkalýðshreyfingunni. Það fór þó aldrei svo, að þeir Marx og Mussolini enduðu ekki sinnhvoru megin við götuvígin! Þessari seinni stjórnartið Perons lauk með valdaráni hers- ins i mars 1976. Þá hafði linnulaus skálmöld rikt i Argentinu um ára- bil. A næstu árum hurfu sporlaust minnst 15000 lýðræðissinnar og félagar úr verkalýðs- hreyfingunni. Dagar þessarar herforingjastjórnar eru nú að öllum likindum taldir, — slíkur hnekkir og niðurlæging var út- reiðin i Falklandsstriðinu. Þegar aftur er farið að ræða um mögu- leikann á lýðræði i Argentinu kemur i ljós, að enn lifir þjóð- sögnin um Peron meðal argentinskrar alþýðu, — i hugum stórs hluta Argentinubúa er Peron ennþá maður fólksins — maður framfara og félagslegra umbóta. Peron virðist merkilegt nokk vera einn af þessum mönnum sem lifir þótt dauður sé. — bv V estur-Þýskaland: Ráðherrar eru bendlaðir við mútuhneykslið Margir hafa boðist til að taka að sér vörslu svefnskála drottníngar. jVandræðin aukast í höllu drottningar ; Reiðin sýður í konunghollum Bretum Þrir stærstu bankar Vestur • Þýskalands hafa nú I vikunni sætt rannsóknum þýsku rikisendur- skoðunarinnar. Svo virðist sem mikið mútumál sé i uppsiglingu. Þýskir stjórnmálamenn, — bæði úr stjórn og stjornarandstöðu, tengjast málinu. Talsmenn tveggja stærstu bankanna, Deutsche Bank og Dresdener Bank, hafa staðfest að rannsókn hafi verið gerð i bönk- unum. Rannsóknin gengur útá að kanna hvort i stofnunum þessum finnist leynilegir reikningar sem iðnfyrirtæki noti til að koma greiðslum til stjórnmálamanna sem væru þeim hliðhollir við op- inbera ákvarðanir. Þýska timaritið Der Spiegel heldur þvi fram að i Dresdener Bank hafi fundist gögn sem sanni að þrir ráðherrar úr stjórn Schmidts kansiara hafi tekið við greiðslum frá vestur-þýsku vopnaframleiðendunum Flick. Um tima var talið að Willy Brandt væri einn þeirra sem þeg- ið hefði greiðslur frá Flick en það hefur nú verið dregið til baka. Þýski rikisendurskoðandinn hef- ur einnig látið til skarar skriða gegn hinum svokallaða „svarta reikningi” Flicks fyrirtækisins. Peningar af þessum reikningi voru notaðir til aö „gleðja” stjórnmálamenn óg i gjafir handa stærstu stjórnmálaflokkum Þýskalands. Samkvæmt tilgátu þýska rikis- saksóknarans hefur stórum hluta mútufjárins verið varið I að greiða þeim ráðherrum rik- isstjórnarinnar sem gáfu Flick fyrirtækinu undanþágu frá þeim gróða sem fyrirtækið komst yfir nýverið þegar að það keypti hlutabréf fyrir 1,5 milljarð þýskra marka. Þar að auki eru ráðherrarnir grunaðir um að hafa Schmidt kanslari I þungum þönk- um. Tæpast vcrður mútumálið til að bæta stöðu stjórnar hans. veitt Flick leyfi fyrir vopnaút- flutningi sem ekki samrýmist þýskum lögum. Bankastjórar og háttsettir embættismenn blandast enn- fremur inni málið. Þannig er t.d. bankastjóri Dresdener Bank sem sjálfur er fyrrverandi fjár- málaráðherra úr rikisstjórn kristilegra demókrata grunaður um að vera i vitorði með vopna- framleiðendunum Flick. U.þ.b. 100 háttsettir stjórnmálamenn og embættismenn hafa verið bendl- aðir við þetta mútumál sem gæti orðið hið umfangsmesta i sögu Sambandslýðveldisins. Meðal þessa 100 eru leiðandi menn úr öllum fjórum stærstu stjórnmála- flokkunum, jafnaðarmönnum og frjálslyndum sem eru i stjórn, kristilegum demókrötum og flokki Franz Josefs Strauss sem eru i stjórnarandstöðu. Yfirleitt hafa hinir grunuðu neitað algjörlega allri vitneskju um málið. Einn forystumanna frjálslyndra hefur þó viðurkennt að „vegna óréttlátra skattalaga sem gilda um stjórnmálaflokka geti þeir leiðst inná hættulegar brautir”. Enn aukast vandræöin • viö ensku hiröina. I fyrri | viku varö uppljóst að I brotist hafði veriö inn hjá I ElisabetuEnglandsdrottn- ■ ingu hinni annarri með I því nafni. Og meir en það, J — innbrotsþjóf urinn • hafði ekki áhuga fyrir | neinum minni háttar | verðmætum í höllu | drottningar, heldur aðeins ■ þvísem mestu máli skipt- | ir, — sjálfri drottning- I unni. Tókst hinum óboðna gesti að | komast hjá öllum hindrunum og | varðmönnum alla leið inni það I heilagasta af öllu heilögu sem er ■ svefnkammes drottningar. Þeg- ar drottningin lauk sundur aug- um um morguninn sat svolinn delerandi á rúmstokknum. Hafði honum tekist að verða sér úti um flösku vins á ferðalagi sinu gegnum höllina þá um nótt- ina. Ekki hefur komið fram nein skýring á þvi hvernig mögulegt var fyrir næturgest drottningar að ná fundum hennar né heldur þvi hvað vakti fyrir honum. Getgátur hafa verið uppi um hvort hugsanlegt sé að maður þessi sem sagður er ástriðufull- ur konungssinni hafi ætlað sér að leita lags við drottningu. Heldur þykir það þó ósennilegt. Svo miklir hugsjónamenn eru tæplega til lengur. Ekki hafði hin konungsholla breska þjóð fyrr byrjað að draga andann eftir innbrotið en að nýr skandall marseraði inná siður dagblaðanna. Sjaldan er ein báran stök og The Sun selst vel þessa dagana. Michael Trestrail lögregluforingi i Scot- land Yard, einkalifvörður drottningar og persónulegur vinur hirðarinnar er hommi. Svo napur getur sannleikurinn oft verið. Ekkert gat verið svi- virðilegra. Það að Trestrail hefði verið afhjúpaður sem kommi, — einsog iðulega hefur hent góðvini konungsfjölskyld- unnar, hefði verið létt að bera samanborið við þessa smán. Hommi i návist drottn- ingar er meira en sú siðgæðis- vitund sem mótuð er af enskri yfirstétt þolir, — þessari stétt sem hefur þó fætt af sé bæði fleiri og betri homma en aðrar stéttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.