Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. júll 1982 . ÞJÓÐVILJINPf— SÍÐA 11 . íþrðttir(£) íþróttirg) íþróttir Stuttar fréttir Siggi Sveins til Nettelstedt Sigurður Sveinsson, lands- liðsmaður i handknattleik úr Þrótti, leikur með v-þýska 1. deildarliðinu Nettelstedt næsta vetur. Með Nettelstedt leikur annar islenskur lands- liðsmaður, Bjarni Guð- mundsson. Þetta er mikiö áfall fyrir lið Þróttar þar sem Siggi hefur verið mesti markaskorari þess undan- farin ár, en á móti kemur að bróðir hans, Guðmundur Sveinsson, sem hefur verið i Sviþjóð, leikur með þrótti i vetur. 6. flokksmót á Selfossi A Selfossi hófst i gær mót i 6. aldursflokki i knattspyrnu en þar leika 10 ára og yngri. Tiu lið frá sex félógum, 1Á, IBK, Tý, Vikingi, Gróttu og Sel- fossi, taka þátt i mótinu sem lýkur á mánudag Það er íþróttamiðstöðin á Selfossi sem sér um framkvæmd mótsins og dvelja keppendur i henni á meðan það stendur. Arnór frá Lokeren? Ekki er vist að Arnór Guð- johnsen landsliðsmaður i knattspyrnu verði áfram hjá belgiska félaginu Lokeren. Samningur hans við félagið rann út i sumar og ekkert hefur gengið i umræðum um nýjan samning. Þá eru allar likur á að Janus Guðlaugsson, landsliðsmaður hjá v.-þýska féiaginu Fortuna Köln, skipti um félag áður en keppnis- timabilið hefst i haust. Huginn vann á Hornafirði Huginn frá Seyðisfirði vann Sindra 3:1 á Hornafirði i B-riðli 3. deildar i knatt- spyrnu i fyrrakvöld. Hinn 17 ára gamli Arnar Jónsson skoraði fyrsta markið fyrir Hugin og Haraldur Leifsson bættiöðru við fyrir hlé. Svein- björn Jóhannsson kom Hugin i 3:0 með skoti af 30 m færi en Erlingur Grétarsson minnkaði muninn i 3:1 með marki úr vltaspyrnu. KS, Huginn og Tindastóll hafa nú 16 stig hvert á toppi riðilsins en tvö þessara fara I urslitakeppn- ina um sæti i 2. deild. Eðvard og Guðrún Fema til Innsbruck Sundfólkið efnilega, Eðvard Þ. Eövardsson úr UMFN og Guðriin Fema Agústsdóttir úr Ægi, tekur þátt i unglinga- meistaramdti Evrópu i Inns- bruck I Austurrlki dagana 26.-29. ágúst. Þau halda þann 28. júlí til Sviþjóðar þar sem þau æfa með sænska lands- liðinu I boði landsliðsþjálfara Svla fram að mótinu. Miklar vonir eru bundnar við frammistöðu þeirra I Inns- bruck og telur sænski lands- liðsþjálfarinn Eðvard vera eitt mesta efni sem hann hefur séð. Góður sigur Valsstúlkna Valsstúlkurnar unnu góðan sigur á Islandsmeisturum FH I utanhussmótinu i handknatt- leik I gærkvöldi. Valur vann 14:10 eftir 8:3 I hálfleik. I karlaflokki vann FH HK 26:20 (15:9) og Valur sigraöi Breiðablik 27:16 (14:8) I kvöld kl. 19 leika Haukar-iK og kl. 20 Fram-Valur I kvennaflokki og kl. 21KR og HK i karlaflokki. Bikarkeppni KSÍ: Bikardraumur Blikanna varð að engu þegar Skagamenn sóttu þá heim I Kópavoginn f gær- kvöldi. iA fékk óskabyrjun, mark á 3. minútu, og eftir það var alltaf á brattann að sækja hjá Breiðabliki. IA sigraði 2:1 og fögnuður þeirra Skaga- manna i leikslok var mikill, enda hafa þcir ekki að neinu að keppa nema bikarnum eftir þetta, og svo að sjálfsögðu að halda sæti sinu f 1. deildinni. Strax á 3. mín. fékk 1A auka- spyrnu um 20 m frá marki Breiðabliks. Kristján Olgeirs- son lyfti knettinum snyrtilega yfir varnarvegginn og i netið. Skagamennirnir Jón Askelsson og Sigurður Lárusson stöðva þarna eina Blikasdknina af mörgum I Kópavoginum i gærkvöldi. Mynd: eik Blikackaiimiirmii búinn Akranes, Keflavik, Vikingur og KR komin i undanúrslitin Skotið var laust en nokkuð óvænt og Guðmundur mark- vörður Asgeirsson hefur senni- lega frekar reiknað með að Arni Sveinsson myndi skjóta. A 9. min. átti Sveinbjörn Hákonarson fallegt skot af um 25 m færi utan af kanti. Knött- urinn sveigði glfurlega og virtist stefna i hornið fjær en small i samskeytum Blikamarksins og aftur fyrir. Skömmu slðar fékk Kristján gott færi þegar Guö- mundur Blikamarkvörður missti knöttinn en Blikar björg- uðu i horn. Breiöablik fékk siðan dauðafæri á 31. mln. þegar Hákon Gunnarsson skaut fram- hjá af markteig eftir gegnum- brot Sigurjóns Kristjánssonar. A 34. mfn. fékk svo Kristján Olgeirsson knöttinn á markteig Blikanna eftir fyrirgjöf Arna og skoraöi, 0:2 fyrir 1A. En á 42. min. minnkaði Breiðablik muninn. Sigurður Grétars son skaut af 2 5 m færi og knötturinn datt niður, enda skotið gegn sterkum vindi, fyrir aftan Daviö markvörö, 1:2, og Blikar hurfu vongdðir til leik- hlés. Þeir sóttu siðan linnulitið framan af siðari hálfleik en sköpuðu sér fá færi. Jdhann Grétarsson átti gott skot á 60. mln. en Davið varði, missti knöttinn en gdmaði hann siðan. IA fékk hættuleg skyndiupp- hlaup og eftir eitt slikt fékk Sig- þórOmarsson knöttinn frá Arna en fyrirgjöf hans rann óáreitt framhjá Blikamarkinu. Hinn kornungi Sigurður Jónsson sýndi oft og sannaði að þar er gifurlegt efni á ferð og á 77. mi'n. átti hann gott skot að marki Breiðabliks úr þröngu færi en Guðmundur náði að verja. Loks á 87. mín. fékk Sig- þór algert dauðafæri en hnoðaði tuðrunni framhjá á óskiljan- legan hátt. 1A hélt þvl slnu gegn vindinum og siglir i undan- úrslitin en Blikarnir verða nú aö einbeita sér aö 1. deildinni. Slakir KR-ingar möriðu sigur KiRverður að leika betur i undanúrslitum bikarkeppn- innar en gegn 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði i gær- kvöldi ef þeir ætla sér einhvern hlut þar. Sandgerðingar komu á óvart I Laugardalnum I gær- kvöldi, voru ákveðnari en Vesturbæjarliöið og hefðu getað náð hagstæðari urslitum. Það var óskar Ingimundar- son sem skoraði eina mark leiksins á 19. nún. Hann fékk sendingu frá Sæbirni Guðmundssyni og skot hans frá vitateigs linu hafnaði i horninu nær. Reynismenn sdttu mun meir það sem eftir var leiks en sköpuðu sér engin umtalsverö færi. Helst var hætta á 34. mi'n. þegar Hálfdán örlygsson bjarg- aði á marklinu KR. Besta færi KR kom hins vegar á 51. mín., þegar Magnus Jónsson á tti skot I þverslá. Ekki er hægt að geta þessa leiks án þess að minnast á aö hann gat ekki hafist fyrr en 15 mtnútum eftir átta vegna þess að annan linuvörðinn vantaði. Skammarlegt og dvirðing gagn- vart leikmönnum og áhorf- endum. ÍBK yfirspilaði slaka Framara Fram átti aldrei möguleika gegn frisku liði ÍBK suður i Keflavlk i gærkvöldi og mátti þakka fyrirað sleppa með 3:0 á bakinu. Var það mál manna þar syðra að þetta væri einn besti leikur IBK I mörg ár og liðiö er nú komið i undanúrslit bikar- keppninnar. IBK 66 í færum og Einar As- björn átti skalla og skot I stöng áður en hann skoraöi fyrsta markið á 18. mln. Þá björguöu Framarar á linu og vildu sumir meina að knötturinn hefði farið innfyrirhana. A41. min. skoraöi Kristinn Jóhannsson glæsimark eftir samvinnu við Danlel Ein- arsson, hörkuskot eftir „þri- hyrning" sem ;illa staðsettur Guðmundur Baldursson réð ekkert við. Magnús Garðarsson braust upp vinstra megin á 62. mln. og sendi fyrir mark Fram þar sem Óli Þór Magnússon var einn, og óvaldaður og skoraði þriðja markið frá vltapunkti, 3:0 og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Sigurður Björgvinsson var yf- irburðamaður í liði IBK og besti maður vallarins. Hjá Fram var Hafþör Sveinjónsson einna skárstur en liðið var algerlega heillum horfið i þessum bikar- leik. öruggur Víkings- sigur fyrir norðan Vikingar unnu göðan sigur á KA á Akureyri, 3:1 og voru mun betri aðilinn. Eina mark fyrri hálfleiks skoraði Heimir Karls- son fyrir Vfking eftir 15 minútur og snemma I þeim siðari bætti Sverrir Herbertsson öðru við, 0:2. Ragnar Rögnvaldsson sem nú skorar grimmt fyrir norðan- menn, minnkaði muninn ll:2en það dugöi skammt þvl Sverrir skoraði aftur og innsiglaði ör- uggan Vikingssigur 1:3, og Vik- ingarnir eru I baráttu um báða bikarana. Undanúrslitin komin á hreint Það er þvl ljóst hvaða fjögur lið berjast um sigur i bikar- keppni KSI 1982. 1A, Víkingur, ÍBK og KR eru komin I undan- úrslitin en þau fara fram mið- vikudaginn 11. ágúst. —VS/B 1. deild kvenna ... 1. deild kvenna ... 1. deild kvenna 1. deild kvenna.... Skagastúlkurnar voru næstum því búnar að stela sigrinum í lokin en það hefði verið ósanngjarnt þar sem KR var mun betri aðilinn KR og ÍA gerðu markalaust jafntefli f 1. deild kvenna á íslandsmótinu I knattspyrnu I fyrrakvöld. Leikurinn var nokkuð jafn i fyrri hálfleik og sóttu liðin til skiptis. KR-stúlkur komu tvíefldar til leiks i seinni hálfleik og ætluðu sér greinilega að leggja Skipa- skagastulkurnar að velli. Þær sóttu stanslaust en einhvern veginn vantaði alltaf að reka endahnútinn á sóknirnar. Þær voru mjög dheppnar, áttu ein tvö stangarskot og tvisvar björguðu lA-stúlkurnar á síðustu stundu. IA átti þrár skyndisóknir I sfðari hálfleik. Sú hættulegasta kom þegar tvær mlmitur voru til leiksloka. Laufey Siguröardóttir fékk stungusendingu fram völlinn, rak knöttinn áfram, KR- markvörðurinn hikaði og bakkaði siðan en þá missti Laufey knött- inn of langt frá sér og mark- maðurinn var snöggur ut Ur markinu og bjargaði á siðustu stundu. Ekki hefði verið ósanngjarnt eftir 'gangi leiksins að Vestur- bæjarliið hefði hlotið bæði stigin, en þaö eru mörkin sem ráða. — MHM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.