Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Fimmtudagur 22. júll 1982 Tvær Akraborg- ír 1 Frá og með deginum I aag verða tvær ferjur og báðar undir heitinu Akraborg I ferðum á milli Reykjavikur og Akraness. Astæðan fyrir þvi að gamla Akraborgin hefur á ný verið tekin i notkun er sú, ab umfero hefur aukist mjög sjóleiðis til Akraness, eftir að nýtt skip var tekið i notk- un. Svo mikið, að hið nýja skip hefur engan veginn annað flutn- ingunum, þrátt fyrir mun meiri flutningagetu en hið gamla hafði. Forráðamenn Skallagrims hf., sem rekur Akraborgirnar tvær telja að tvö skip geti annað öllum bilaflutningunum á þessari leið og þvi eigi það að vera úr sögunni að ökumenn þurfi frá að hverfa með bila sina. Tvö skip verða I förum frá fimmtudegi til mánudags, en eitt skip á þriðjudögum og miðviku- dögum. Alþjóða hvalveiði- ráðstefnan: Mælt með kvóta- skerðingu Samþykkt var kvótaskeröing á öllum hvalategundum sem is- Iendingar veiða, á fundi tækni- nefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins i Brighton I Englandi i gær. Tillagan frá Oman um að minnka langreyðakvóta lslend- inga ur 194 dýrum I 73 var sam- þykkt með 15 atkvæðum gegn 10 og sömuleiðis var tillaga Þjóð- verja um að leyfa engar veiðar á sandreyðum samþykkt. Hrefnu- kvóti íslendinga og Norðmanna var skorinn niður um 32 dýr, úr 3201288. Að sögn Árna Einarssonar, fulltrúa Náttúruverndarráðs á ráðstef nunni er litið hægt að segja á þessu stigi hvað muni gerast á aðalfundinum þvl þar & eftir að fara fram mikið leýnimakk á óformlegum fundum. Þó er vafa- samt að þessar tillögur tækni- nefndar nái fram að ganga, nema þær þjóðir sem setið hafa hjá taki virka afstöðu með friðunarmönn- um. Tvo þriðju hluta atkvæöa þarf á aðalfundinum til að tillögur teljist samþykktar af Alþjóba hvalveiði- > ráðinu. Buist er við að aðalfundur hefjist siðdegis I dag. -ábj TheWaurAgaiusttheWhales J<V*«. ftff 5ÍW*Tíi*nOH, KölWttí Aftíí IC£Í ATÍÖ &K MiUiAmtKi SHMlMWJttfS, AttiHWí wt:w« ;r- vw;« ff.'fviííírt or m*iMr<i;m<t *.<:>•: ¦¦!¦--, SÍTfeVTUi. in7U>MSV.)»A> wmmcom ¦ ".- ¦ '¦¦ SAVETHE WHÁLES Aoalsfmi Þjóoviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hœgt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af-greioslu blaösins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsimi 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Auglýsing friðunarsinna, sem birtist nýlega I Newsweek, þar sem fólk er hvatt til að kaupa ekki vörur frá hvalveiðiþjóðunum. Komið við í Hval- stöðinni Sjá opnu Eggert ísaksson hjá Hval hf.: n Þurf um ekki að réttlæta neitt" I Auglýsingar friðunarsinna ekki nýnæmi ,,Við þurfum ekki að réttlæta eitt eða neitt í sambandi við hvaiveiðar okkar. Þessar veiðar hafa verið stundaðar hér siðan 1948 og við telium þetta ekki ómerkari þátt í at- vinnusögu þjóðarinnar en hvað annað". sagði Eggert ísaksson hjá Hval hf., er blm. Þjóðviljans spurði hann hvernig þeir réttlættu hvalveiðar sínar á tímum þegar friðunarsjónarmið virtust eiga vaxandi fylgi að fagna meðal margra þjóða heimsins. „Það er slður en svo, að mati sjómanna okkar, að hvalastofn- inn fari minnkandi", hélt Eggert áfram, „án þess að maður geti svo sem sannað það meö borð- leggjandi staðreyndum. Það virðist einnig vera, að visinda- menn Hti svipað á málin, allavega hafa þeir ekki mælt með veiði- banni, en þeir fara varlega I sak- Denis nokkur Barrachin frá Frakklandi var að skoða sig um i Hvalstöðinni hér á dögunum, er blm. Þjóöviljans var þar á ferð. Aðspurðúr um hver afstaða hans væri til hvalveiðimála, sagðist hann vera algjörlega á móti öllu hvaladrápi og styðja heilshugar þá baráttu sem Grænfriðungar og aðrír friðunarsinnar hafa uppi til verndunar hvalnum. mynd: gel. irnar og þvi hefur kvdtinn verið minnkaður verulega." — Hvaö viltu segja um aug- lýsingu friðunarsinna I erlendum blöðum, þar sem þeir hvetja fólk til að kaupa ekki vörur frá hval- veiðiþjóðum, þar á meðal tslandi? „Það er ekkert um þessa aug- lýsingu að segja. Hún hefur komiö oft áður og er ekkert ný- næmi fyrir okkur. Þaö er ósköp skiljanlegt að þessir hópar reyni að nota allar aðferðir til aö ná fram slnum málstað." — Geta ekki svona auglýsingar skaðað annan útflutning okkar islendinga? „Mig minnir að það hafi verið upplýst I fyrra, I viðtali við Þor- stein Gislason, forstjóra sölu- félags SH I Bandarikjunum, að þeir hefðu ekki merkt að þessar auglýsingar hefðu haft nein áhrif, til hins verra, á sölu Islenskra afurða þar ytra. Það er nú frekar að svona hlutir veki athygli hér heima og komi róti á hugi fólks, en athyglin sem þeir fá úti er mjög takmörkuð." i -áþj Nöfn þeirra sem fórust Með flugvélinni sem fórst I hliðum Esju á þriðjudags- kvöld fórust fimm manns. Þau voru Jón Þröstur Hlíð- berg flugmaður 24 ára, Alf- hólsvegi 31, Kópavogi. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn. Hjónin Björn Magnús- son fyrrum slökkviliðsmaður á Keflavfkurflugvelli 49 ára og Svanhvit Gunnarsdóttir 47 ára, Faxatúni 5, Garðabæ. Börn þeirra Margrét Auður 25 ára hjúkrunarnemi og Axel Magnús 23 ára nemi. Björn og Svanhvit láta eftir sig tvö uppkomin börn. Menn frá Loftferðaeftirlit- inu og rannsóknarnefnd flug- slysa fóru á vettvang I gær og söfnuðu gögnum um slys- ið. Þeir gátu ekkert sagt um orsakir slyssins og töldu að rannsóknin myndi taka nokkurn tlma. —kjv Norð-Austurland: Slitlag á 33,5 km Akveðið er að leggja bundið slitlag á f imm veg- arkafla í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu nú í sumar, alls 33,5 km., sagði Guðmundur Svavarsson, umdæmisverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Akur- eyri okkur í gær (miðvikú- dag), en of snemmt er að staðhæfa að sú áætlun standist að fullu, bætti hann við. Þessir kaflar eru frá Hrlsum að Dalvik, 2 km., og 1,5 km. um Kálfaskinn á Arskógsströnd, báð- ir á Olafsfjarðarvegi. A Norð- austurvegi verður lagt á 17 km. kafla frá Skjálfandafljótsbrú að Laxárbrú og svo á veginn frá Laxamýri til Húsavíkur en það eru um 9 km. Loks koma svo 4 km. umhverfis þéttbýlið I Reyni- hlíð við Mývatn. Að öðru leyti sagði Guömundur Svavarsson að stærstu verkefnin viö vegagerð i umdæmi hans nú væri vegurinn um Vikurskarð en til hans er veitt 7 milj.kr. Mun sú fjárveiting væntanlega duga til þess, að undirbyggingu vegarins verði hartnær lokið. Þá er og unnið að vegagerð I mynni Svarfabardals og er það i Ölafs- fjarðar-, Svarfaðardals- og Skiða- dalsvegum. Unnið er I Eyjafjarð- arbraut vestari hjá Melgerði. Er það allmikið verkefni, sem boðið var út. Næst er þá að venda sér austur á Melrakkasléttu. Verður reýnt að ljúka uppbyggingu veg- arins frá Höskuldarnesi til Rauf- arhafnar og þegar það er frá hef- ur uppbyggingu vegarins yfir Melrakkasléttu verið lokið. Minni fjárveitingar eru svo til einstakra vega sem tilheyra þjóö- brautum eins og til Ölafsf jarðar- vegar hjá Vatnsenda, Bárðar- dalsvegar vestari um Oxará, Staðarbrautar við Eyvindarlæk, Uppsveitarvegar I Kelduhverfi, Langanesvegar og fjárveiting er til Miðbrautar hjá Hrafnagili. Þar er og verið að ljúka við brú yfir Eyjafjaröará, sem byrjað var á i fyrra. Er gert ráð fyrir að hún veröi opnuð til umferðar núna þann 15. ágúst. Einnig brú á Svarfaðardalsá hjá Dalvik, sem lika var byrjað á árið sem leið. Stefnt er aö þvi að opna hana til umferðar 15. okt. I haust. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.