Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 16
Helgin 25.-26. september 19821 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 þær sér að öllu til fyrirmyndar. í þessum konum er oft mikill metn- aður og harka, sem við teljum fremur einkenni karlmanna. Við, sem nú erum miðaldra og höfum fengið í vöggugjöf nokkra minni- máttarkennd vegna kyns okkar, höfum vissulega haft gagn af að kynnast þessum mögnuðu kvenlý- singum. Þær sýna okkur að það er ekki nauðsynlegt vera stöðugt hóg- vær og lítillátur, eins og okkur var kennt, og það er alls ekki eðlilegt. Og þótt ég óski sjálfstæðis og stolts til handa konum, efast ég um alla skilgreilningu á kvenlegum og karl- mannlegum einkennum. Það er ekki betra að tileinka sér allt það sem til þessa hefur þótt „karlmannlegt“ — það færir okk- ur ekkert nær jafnréttinu. Konur og karlar eru enn einskonar hálf- verur, við þurfum heilsteyptar manneskjur. Við megum ekki gleyma að við erum fyrst og fremst manneskjur, hver með sínu mótinu, og konur eru ólíkar innbyrðis rétt eins og karlmenn. „Hvers vcgna virðast norrænar fyrir 1000 árum. Þvert á móti. Nú- tímahugmyndir þrengja sjónsvið manna Ég hef mikinn áhuga á að fjalla um fólk sem er á mörkum tveggja heima og við getum lært svo óendanlega mikið af þessari fjarlægð við efnið. Þá sjáum við kannski það sem máli skiptir. Og mér finnst ekki síður gaman að velta fyrir mér því sem er ólíkt með mér og þessum konum, en því sem. er líkt með okkur. Ég held að svip- að sé um lesendur. Að minnsta, kosti verður ekki annað séð, því það er mjög mikill áhugi á þessu efni í Noregi og bækur mínar eru lesnar af fólki á öllum aldri“. „Ertu lengi að vinna hverja bók?“ „Já, það fer líka mjög langur tími í undirbúning. Ég get verið mörg ár með eina bók, en hef þá jafnan fleiri járn í eldinum". „Og hvað ferðu nú að gera þegar þú kemur til Noregs?“ „Ég held áfram að skrifa. Ég bý uppí sveit og hef gott næði til skrift- anna. Það er líka í undirbúningi hjá mér ritröð sem byggist á efni frá 15. öld, en ennþá finn ég ekki þörf hjá Hersýning í Israel: um 20% allra vinnandi manna eru beint eða óbeint í þjónustu hersins. Stríösgróði og óðaverðbólga Talið er að styrjöldin í Líbanon hafí kostað ísrael sem svarar fjórum miljörðum dollara eða um það bil 1000 dollara á hvert mannsbarn í landinu. Sérfræðingar stjórnarinnar telja það „ódýrt“ miðað við næstsíðustu stríð tvö, enda eru það Líbanir og Sýrlendingar sem hafa orðið fyrir mestu tjóni í verðmætum og manns- lífum. Israelsher missti 350 manns í stríðinu, en tölur um annað mann- fall eru mjög á reiki. Líbanir telja að níu af hverjum tíu sem létu lífið eða særðust í innrásinni hafi verið óbreyttir borgarar. Bandarískir seðlar ísraelskir ráðamenn vona að stríðsútgjöld verði með einum eða öðrum hætti greidd af bandarísk- um aðilum. Aridor fjármálaráð- herra var í Washington í miðjum september og bað stjórn Reagans um að auka efnahagsaðstoðina við ísrael fram til 1984 um þrjá miljar- ði dollara. ísrael hefur lika farið fram á að hjálpin sé gjöf eða svo gott sem („eftirgefanleg lán“). En nú hefur slest upp á vinskapinn og Bandaríkjastjórn er ólíkleg til að gefa jákvæð svör nú, líklegt er að Reagan vilji láta dragast að svara hjálparbeiðnum, ef það mætti auka möguleika hans á að fá Begin og stjórn hans til að velta fyrir sér nokkrum hugmyndum hans um Palestínumálin. Sumir hagfræð- ingar í ísrael óttast að Reagan- stjórnin beinlínis dragi úr fram- lögum til ísraels og gæti það haft veruleg áhrif, því Israelar skulda um það bil tuttugu og fimm miljar- ði dollara erlendis (svipað og Pól- verjar sem eru tíu sinnum fleiri). Og nú í ár er búist við sex miljarða dollara greiðsluhalla á viðskiptum við útlönd. A næsta ári þurfa Israelar að verða sér úti um 6,5 miljarði doll- ara - þeir vona að fá þrjá miljarði í bandarískum ríkislánum, miljarð hjá bandarískum lánastofnunum og 2,5 miljarði ætla þeir líka að sækja til Bandaríkjanna með ýms- um ráðum öðrum. Allt sem lækkar þessar upphæðir mun og þýða versnandi lífskjör í ísrael, hærri skatta osfrv. Stjórnin og fyrirtæki ýmis binda nokkrar vonir við að hægt sé að hagnast á viðskiptum við Líbanon. I júlí og ágúst fiutti ísrael út vörur fyrir 12 miljónir dollara til Líbanon - matvæli, vefnaðarvöru og fieira - en ekkert var kcypt af Líbönum i staðinn. Þar að auki fjárfesta Isra- elar allmikið í suðurhluta Líban- ons, ekki síst í vegagerð. Brask og fjárflötti í ísrael sjálfu hefur stríðið hert enn á vcrðbólgunni, sem nú er 140% á ári. Rauntekjur hafa farið lækkandi og margir reyna að fleyta sér á þeirri þjóðaríþrótt að braska í kauphöllinni. ísraelar hafa vísitöl- ukerfi sem bætir launafólki á að giska 80% af verðbólgunni. En stórfyrirtæki sem ráða sínu verði, ekki síst þau sem vinna fyrir her- inn, hafa drjúgan hag af þessu kerfi. Fyrirtækin njóta góðs af margskonar skattaívilnunum hægristjórnarinnar í landinu. Ovissan í efnahagsmálunum hef- ur leitt til meiriháttar fjárflótta úr landinu. Jafnvcl áður en stríðið byrjaði var halli á fjárlögum orð- inn fjórfaldur á við það sem hann var í fyrra. Og fyrri reynsla sýnir að hvcr styrjöld hefur tvöfaldað út- gjöld ísracls til hermála, sem eru þau hæstu í heimi miðað við þjóðarframleiðslu. Veturseta ísra- elska hersins í Líbanon mun og hafa efnahagslegar afleiðingar sem ísra- elar eru ekki búnir að bíta úr nál- inni með. áb endursagði Kynvilla bamilýst? Til skamms tíma hafa þeir starfsmenn á vegum alríkisstjórnar- innar í Bandaríkjunum, sem grunaðir eru um kynvillu verið ofsótt- ir af ekki minni grimmd en þeir sem grunaðir eru um að vera hliðhollir kommúnisma segir í síðasta hefti Newsweek. En á síðari árum hefur afstaða stjórnvalda til þessa veikleika mildast innan flestra stjórnarstofnana. Það er þó ein undantekning: bandaríska leyniþjónustan CIA. í júlí s.l. höfðaði John nokkur Doe mál á hendur leyniþjónust- unni vegna þess að honum hafði veri sagt upp eftir 9 ára starf vegna þess að hann hafði játað fyrir yfir- manni sínum fyrrgreindan veik- leika. Talsmaður leyniþjónustunnar hefur lýst því yfir, að ekki séu til bókfestar reglum unt bann við kyn- villu innan stofnunarinnar, en hins vegar sé tekið tillit til þess að kyn- villa gæti gefið tilefni til fjárkúgun- ar auk þess sem henni fylgdi hætta á tilfinningalegu jafnvægisleysi. John Doe hélt því hins vegar fram að, þar sem kynhneigð væri ekkert leyndarmál gæti hún ekki orðið til- efni fjárkúgana. Samtök kynvill- ínga i liandarikjunum hata heitið fleiri málshöfðunum gegn leyni- þjónustunni vegna meintrar mismununar á grundvelli kyn- hneygðar. konur á söguöld svo ólíkar konum í öðrum þjóðfélögum á sama tíma?“ Það er erfitt að segja. Konur.og staða þeirra er jafnan mjög misjöfr eftir þjóðfélögum og tímabilum. Eins og ég sagði tel ég sögurnar sýna að staða kvenna hafi verið sterk. Vissulega er einnig hugsan- legt að einhverjar sagnanna séu skrifaðar af konum. Til dæmis gætu Laxdæla og Gísla saga fremur verið skrifaðar af konum en Njála. Víða er staða kvenna í landnemasamfé- lagi betri en í grónum þjóðfé- lögum. í harðri lífsbaráttu er oft lítið rúm fyrir kynjaskiptingu, allir verða að bjarga sér eftir bestu getu. Það er að minnsta kosti ljóst að þeir sem rita sögurnar eru ekki mjög smitaðir af þeirri kvenmynd sem er að finna í kristnum, evrópskum bókmenntum frá þeim tíma sem flestar Islendingasögur eru skrifaðar". „Svo að við víkjum að sjálfri þér. Hvenær byrjaðir þú að skrifa?“ „Ég ætlaði upphaflega að verða arkitekt. Ég hætti námi þegar ég gifti mig, en fór ekki að skrifa fyrr en um 1960. Ég er alin upp við norsku konungasögurnar frá bern- sku, en síðan ég fór að skrifa skáld- sögur, hefur ég leitað lang mest fanga í norrænum fornsögunt“. „Finnst þér þú ekkert vera langt í burtu frá nútímalescndum þegar þú velur þér þetta sögusvið. Hefur þér ekki dottið í hug að setja sögu- efnið niður í nútímanum?“ „Mér finnst ég ekki fjarlægjast lesandann, þótt sögurnar gerist Karl og kona frá söguöld. Skartgripir, verkfæri og vopn eru öll teiknuð eftir munum sem hafa fundist. Takið eftir lyklakippu konunnar. Ef maður tók lyklavöldin af konu sinni varð hann að greiða henni bætur. Klæði karlmanna voru ekki síður skrautleg en kvcnna, eins og margar lýsingar sanna. „Það dag sem við köllum kvenlegt í var einkenni þræla í fornöld mér til að fjalla um nýrra efni eða Ibsens kæmi nær okkur, þótt hún færa þetta söguefni í nútímabún- væri klædd í gallabuxur“, sagði ing. Ég hef heldur aldrei getað Vera að lokum. ímyndað mér að Hedda Gabler þs. 16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. september 1982 Rœtt við norska rit- höfundinn Veru Henríksen, sem hefur skrifað fjölda skáldsagna er byggja á fomsögunum „Þeir eiginleikar sem í dag eru einkum tileinkaðir konum, svo sem auðmýkt og fórnfýsi, voru einkenni þræla á söguöld, en ekki frjálsborinna kvenna. Styrkleiki og stolt kvenna í fornsögum er nánast óþekkt í bókmenntum þess tíma frá öðrum löndum. Það er engin ástæða til að ætla að hér sé á ferðinni hreinn skáldskapur skrásetjara sagnanna, heldur vísar þetta á sterka stöðu kvenna á þessum tíma, einkum á íslandi. Vera Henriksen, rithöfundur frá Noregi, segir hér frá. Hún hefur ritað fjölda bóka sögulegs efnis og einkum sótt efni sitt í fornsögur, konungasögur og aðrar miðalda- bókmenntir Norðurlanda. Vera er, stödd hér á landi til að halda fyrir- lestur í Norræna húsinu og heyja sér efni í tvær skáldsögur, sem snerta ísland að meira eða minna leyti og byggist önnur þeirra að nokkru á Égilssögu. Sögur hennar eru mikið lesnar í Noregi, en ný- lega gaf hún út annað bindið í fjöl- bindaverki um konur fornsagn- anna. Fyrsta bindið, „Sagaens kvinner. Om stolthet og trelldom, kjærlighet og hevn", kom út í fyrra og tileinkaði Vera Vigdísi Finn- bogadóttur forseta Islands, bók- ina. Og Vera heldur áfram að segja okkur frá formæðrum okkar: „Stundum finnst manni að þess- um konum sé lýst af nokkru misk- unnarleysi og sögurnar fara vissu- lega misvel með sínar konur. Oft er það þó svo, þegar betur er að gáð, að forsendur og bakgrunnur skýra verk kvennanna. Það er til dæmis ekki óalgengt að forsaga óham- ingjusamra hjónabanda sé sú að konan hafi verið gefin gegn sfnum vilja. Og ýmsar persónur, sem les- andinn fær í fyrstu atrennu litla samúð með, eiga sér oft bakgrunn sem skýrir breytni þeirra. Við get- um tekið sem dæmi Hallgerði og Mörð í Njáiu. „Þessar sterku konur sögualdarinnar — eru þær líkar nútímakonum?“ „Bæði og. Ég veit þó ekki hvort það er beinlínis óskandi að taka Vera Henriksen. Ljósm. -eik-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.