Þjóðviljinn - 07.01.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 07.01.1983, Qupperneq 1
UOWIUINN Lækkun aðstöðugjalda, hærri endurkaupalán og aðlögunargjaldá innflutning er meðal þess sem Hjörleifur Guttormsson boðar til aðstoðar iðnaðinum. Sjá 8. janúar 1983 föstudagur 48. árgangur 4. tölublað Fyrstu skref Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Skattahækkun á almenning Er innflutningur að kollsteypa íslenskum húsgagnaiðnaði? A annað þúsund manns smíða húsgögn fyrir íslcndinga erlendis. Viðtöl við menn í íslenskum húsgagnaiðnaði. Nú þessa dagana þegar fannfergi hamlar íslendingum að komast yfir, er ekki úr vegi að rifja upp árferðið fyrir einni öld og gera samanburð. Friðar- keflið afhent Fulltrúar Samtaka her- stöðvaandstæðinga afhentu forseta íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur, útskorið friðar- kefli frá hinuni fjölmenna fundi friðarhreyfinga í Gauta- borg í fyrra. Þjóöhöfðingjar allra þátttök- uþjóða friðarfundarins hafa fengið slíkt kefli með kveðjum norrænu friðarhreyfinganna og hvatningu til friðarsinna að helga árið 1983 baráttu fyrir markmiðum um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndum - kjarnorkuvopnalausa Evrópu. Sjá fréttatilkynningu frá Samtökum herstöðvaandstæð- inga á bls. 7. - óg. # Skattalækkun til stóreignamanna # Niðurskurður á félagslegri þjónustu. # Stöðvun á uppbyggingu dagvistarheimila # Framkvæmdir í þágu aldraðra minnkaðarum helming. # Hætt við byggingu leiguíbúða. Skattahækkun á al- menningi, skattalækkun tii stóreignamanna, niður- skurður á félagslegri þjón- ustu, stöðvun á uppbygg- ingu dagvistarheimila, niðurskurður um helming á framkvæmdum í þágu aldraðra, eru nokkur helstu stefnuatriðanna í fyrstu fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem samþykkt var í borgarstjórn í gær. Auk þess er hætt við upp- byggingu leiguíbúða og ber fjárhagsáætlunin öll einkenni hægri stjórnar, segir m.a. í bókun sem Al- þýðubandalagið gerði í gær. „Hér má sjá forsmekk af þeirri Davíð Oddsson borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins i Keykjavík ásamt sam- hcrjum síniim þegar tjárhagsáætlun borgarinnar var afgreidd. Þar er gert ráð fyrir stórfelldum skattaálögum á almcnning, en lækkun til hátekju- manna. leiftursókn gegn lífskjörunum sem yrði ef íhaldið kæmist til valda eftir næstu alþingiskosningarnar", segir ennfrentur í bókuninni. Minnihlutinn gagnrýndi harka- lega á fundinum í gær það fráhvarf frá félagslegri uppbyggingu sem áætlunin markar ogflutti fjölmarg- • ar breytingartillögur við hana. Sjá 7. Verð fyrír eitt kíló af rækjum til sjómanna: Norðmenn greiða 238% hærra verð Eins og skýrt hefur veirð frá í Þjóðviljanum, hafa rækjusjó- menn hér átt í stríði við kaupendur rækju í haust, þar sem sjómenn telja rækjuverðið allt of lágt. Þegar borið er santan verð á rækju til sjó- manna hér á landi og í Noregi skal engan undra þótt sjó- mönnum þyki verðið sem rækj- uvinnslurnar hér greiða fyrir of lágt. Matthías Garðarsson, sem vinn- ur á vegum norska sjávarútvegs- ráðuneytisins i Bodö í Noregi, hafði samband viö Þjóðviljann og sýndi fram á hve verðmunurinn á rækju í Noregi ogá íslandi er hrika- lega mikill, eða 238'fí>. Matthías er frá Bíldudal og |x:kkir því vel til allra rækjumála, ;iuk þess sem hann er sjávarútvegshagfræðingur. Frá afhendingu friðarkeflisins: Emil Bóasson, Atli Gíslason, Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, Árni Hjartarson og Ástríður Karlsdóttir. Þjóðhöfðingjar landanna sem áttu fulltrúa á friðarfundinum mikla hafa allir fengið afhent friðarkefli. og þjóðirnar selja rækjuna á sama markaði Matthías sagðist liafa orðið svo hissa þegar hann frétti af því verði sem greitt er fyrir rækjuna hér að hann hafi farið út í að gera nákvæma könnun á muninum hér á Islandi og í Noregi og dæmið kom þannig út: Norski báturinn: Stærð 25 lesta - veiðiúthald 40 vikur - alli 20 tonn af rækju - afla- verðmæti 385 þúsund kr. ísl. plús 53 þúsund króna styrkur eða sam- tals 438 þúsund krónur - meðal- verð á kíló 22 kr. ísl. í íslenski báturinn: Stærð 18 lesta - veiðiúthald 24 vikur - afli 94 tonn - aflaverðmæti 612 þúsund kr. - meðalverð pr. kíló 6.50 kr. ísl. Matthías sagðist hatá fTotað meðalgengi á norsku krónunni á íslandi 1982 við samanburðinn. Hann benti á, að Norðmenn og ís- lendingar seldu rækjuna á sömu mörkuðum og því spurði hann: Hvert renna þær 15.50 kr. sem munar á verði til sjómanna á Is- landi og í Noregi? - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.