Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ✓ Gjaldfallnar skammtímaskuldir BUH nema 40 milljónum kr. • • OFUGT FARIÐ AÐ MÁLUM segir Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi „Það lá ljóst fyrir snemma á síðasta ári hver staða Bæjarútgerðarinnar var. Meirihluti bæjarstjórnar bregst hins vgar ekki við vandan- um fyrr en allt er komið í óefni; ekkert gert fyrr en búið er að segja öllu starfsfólki upp störfum. Hér er öfugt farið að málum,“ sagði Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. Rannveig sagði að erfiðleika BÚH mætti m.a. rekja til mikillar birgðasöfnunar, aflatregðu og óhagstæðrar aflasamsetningar. Stórar skuldir hefðu hlaðist upp hjá fyrirtækinu, og miklir erf- iðleikar verið með rekstur b/v Júní, vegna bil- ana. „Hlutfall langtímaskulda og skammtíma- skulda er mjög óhagstætt hjá Bæjarútgerðinni, og það lá fyrir snemma á síðasta ári. í úttekt sem gerð var í september sl. kom í ljós, að á vantaði 60-80 miljónir til að koma veltufjárstöðunni í viðunandi horf. Skreiðar- og saltfiskverkun hef- ur síðustu árin borið uppi tapið á útgerðinni, en nú er slíku ekki til að dreifa lengur. Mikið hefur verið fjárfest, en engin fyrirgreiðsla fengist hjá því opinbera. Þá hefur heimild til skuldabreyt- inga aðeins nýst fyrirtækinu að litlum hluta, vegna þess að skuldirnar liggja ekki á réttum stöðum í kerfinu,“ sagði Rannveig. Hún sagði ennfremur að um síðustu áramót hefðu gjald- fallnar skammtímaskuldir numið 40 miljónum króna, og mál komin í algert óefni. Nefnd bæjarfulltrúa og útgerðarráðsmanna hefur fundað með þingmönnum, ráðherrum og forráðaönnum peningastofnana síðustu vikur og þrýst á um frekari lán og skuldbreytingar. „Við bíðum eftir árangri af þessum fundum. Bæjaryfirvöld geta leyst helming vandans. Aðrir verða að koma þar til á móts við okkur. Ef útkoman verður jákvæð, þá verða togarar vænt- anlega sendir með það sama á miðin. Við teljum að það þurfi 5 miljónir til að komast af stað. En ég vil endurtaka það, að búið var að sitja of lengi á þessu vandamáli, án þess að taka eftir því. Það mikilvægasta er að drífa fyrirtækið sem fyrst af stað og rétta það við fjárhagslega,“ sagði Rann- veig Traustadóttir. -lg- Rannveig Traustadóttir Hans Einarsson ekkert stöðu segir Hans Einarsson trúnaðarmaður „Það er ekki í neitt annað að fara, fyrir það fólk sem vann hér í Bæjarútgerðinni. Það virðist vera mjög slæmt ástand í öðrum atvinn- ugreinum hér í bænum,“ sagði Hans Einarsson trúnaðarmaður starfsfólks hjá BÚH, þar sem Þjóð- viljinn hitti hann að máli á bryggj- unni í Hafnarfirði í gær. „Við fengum nokkrir vinnu við útskipun á skreið, en ef þetta fer ekki að fara í gang hjá Bæjarút- gerðinni þá skapast alvarlegt ástand." Aðspurður sagði Hans að verka- fólkið hefði ekki fengið neinar fréttir af gangi mála hjá fyrirtæk- inu. Það eru endalausir fundir, en vitum ekkert um stöðu mála. Hitt er ljóst að það tekur 10-15 daga að koma starfseminni í fullan gang, eftir að togarar fara út að veiða. Atvinnuleysið virðist notað sem pressa á stjórnvöld. Þeir sem fara með þessi mál beita verkafólkinu fyrir sig. Atvinnuleysið virðist lítið snerta þá,“ sagði Hans. -lg' Skákmótið í Wijk Aan Zee byrjar að tefla í dag I dag hefst alþjóðlega skákmótið sem Hoogoven stálbræðslufyrir- tækið í Hollandi stcndur fyrir. Þetta er hið svokallaða „sigurveg- aramót“ og er haldið í smábænum Wijk Aan Zee. Friðrik Ólafsson er meðal þátttakenda, en auk hans tefla á mótinu Kortsnoj, Timman, Hort, Ljubojevic, Nunn, Sosonko, Anderson, Browne, Ribli, Seiraw- an, Ree, Sheeren og Van der Wiel, en þeir þrír síðasttöldu cru allir Hollendingar. Eins og fram kom í Þjóðviljan- um eigi alls fyrir löngu, stóð til að Sovétmennirnir Tal, Balashov og Pshakis tefldu á móti þessu, en úr því verður ekki. Það mun vera þátttaka Kortsnojs sem stendur í vegi fyrir því. Þjóðviljinn mun fylgjast náið með móti þessu. - hól. Röng fyrirsögn , Vegna mistaka í prentsmiðju birtist röng fyrirsögn með grein um viðbrögð ríkissaksóknara við kæru Þjóðviljans á fyrirtækið „IS- VIDEO“ scm staðið hefur fyrir dreifingu á myndinni margum- ræddu „Cannibal Holocaust“. í fyrirsögninni stóð: „Er ekki farinn að kanna málið“, og er hún ekki í neinu samræmi við textann. í staðinn átti að vera: „RLR fær mál- ið“. Lesendur og hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum slæmu mistökum. Sóst er eftir Silkitrommu Atla Heimis Sveinssonar víða um lönd Silkitromman er eftirsótt Boð um sýningar á Konunglega og á þremur alþjóðlegum leiklistarhátíðum Stöðugt berast boð um að sýna ópcru Atla Heimis Sveinssonar og Órnólfs Árnasonar erlendis. Þegar liggja fyrir boð til Caracas, Nancy og Rennes, þar sem óskað er eftir óperunni á listahátiðir. I sl. viku barst boð frá Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn, en það hef- ur aldrci áður boðið íslensku leikhúsi að sýna þar. Sömuleiðis hefur borist boð frá leikhúsinu í Óðinsvéum. 20 frægum leiksýningum hvað- anæva úr heiminum er boðið á list- ahátíðina í Caracas í vor, þar sem minnst verður 200 ára fæðingarhá- tíðar Simon Bolivars, og er Silki- tromman í þeim hópi. Alþjóða leikhússtofnunin (ITI) efnir til há- tíðar í Rennes 20.-24. október nk., þar sem kynnt verður það sem framsæknast þykir á óperusviði, og barst ósk um Silkitrommuna um sl. helgi. í maílok verður leiklistarhá- tíðin í Nancy, og hafa íslendingar einu sinni áður verið boðnir til þátttöku á þessari hátíð, en það var 1975 er Inúk-hópnum undir stjórn Brynju Benediktsdóttur var boðið þangað. í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir að það hafi ekki tekið afstöðu til þess hvert af þessum boðum það geti þekkst. - ekh Margeir Pétursson er í nánd við toppinn með 4'A vinning. Jafntefli í 7. umferð á opna alþjóðlega skákmótinu í Gausdal var tefld í gær. íslensku keppendunum gekk hvorki vel né illa og settu stutt jafn- tefli svip sinn á umferðina. Guð- mundur Sigurjónsson og Karl Þor- steins gerðu stutt jafntefli sfn í milli, og á sömu lcið fór skák Mar- geirs og Englendingsins Daniel King. Skák Sævars og Sýrlendings- ins Hakkí fór í bið, og er staðan jafnteflisleg. Gausdal Margeir Pétursson er í námunda við toppsætin með 4'A vinning, en efstir eru Wedberg, Kudrin og Ögaard. Ögaard vann biðskák sína úr 6. urnferð við Kudrin, en tapaði svo fyrir Wedberg í 7. umferð. Við það komust Kudrin og Wedberg upp við hliðina á honum. 8. umferð verður svo tefld í dag og sú síðasta á morgun, laugardag. , - hól. Fulltrúi skipulags- stjórnar ríkisins í skipulagsnefnd: Gera þarf nýtt aðal- skipulag Á aukafundi, scm haldinn var í skipulagsnefnd Reykjavíkur í gær vegna nýrra byggingasvæða í landi Keldna og við Grafarvog, lýsti full- trúi Skipulagsstjórnar ríkisins, Sig- urður Thoroddsen, því yfir, að gera þyrfti nýtt aðalskipulag að þessum svæðum og yrði það að auglýsast með venjulegum hætti og fá staðfestingu. Sigurður Harðarson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í skipulags- nefnd, sagði í gær að með þessu hefði fulltrúi Skipulagsstjórnar , staðfest réttmæti þeirra tillagna sem Alþýðubandalagið hefur í- trekað flutt um gerð nýs aðalskipu- lags bæði í borgarstjórn og í skipu- lagsnefnd. Tillögurnar hafa hins vegar alltaf verið felldar eða vísað frá. Hafa fulitrúar Sjálfstæðis- flokksins haldið því fram, að um svo litlar breytingar væri að ræða frá gildandi aðalskipulagi að ekki þyrfti sérstaka auglýsingu eða staðfestingu. Sigurður sagði að í gær hefðu verið kynnt drög að deiliskipulagi á austurhluta svæðisins, vestan Keldna. Hefðu drögin verið send Borgarskipulagi til umsagnar, en ógerlegt væri að segja hvenær skipulagið yrði tilbúið. Það færi eftir því hvort nauðsynlegt reyndist að gera miklar breytingar á þessum drögum. - Tefur gerð nýs aðalskipulags ekki framkvæmdir á þessum svæðum? - Það fer eftir því hvernig haldið verðurá rnálum, og hvort Sjálf- stæðisflokkurinn dregur enn um langa hríð að hefja vinnu við það, sagði Sigurður. - Er búið að semja um landið? - Nei, en á fundinum í gær Upp- lýsti formaður að samningaumleit- anir gengju vel og jafnframt væri að vænta jákvæðrar niðurstöðu fyrir borgina innan tveggja vikna, sagði Sigurður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.