Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 14. janúar 1983 DlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ‘Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar Áugiýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir,'Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Framboð til hægri - eitt til vinstri • Fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík fer fram nú í dag og tvo næstu daga og síðari umferðin tveimur vikum síðar. • Hinir stjórnmálaflokkarnir hafa þegar ákveðið skipan efstu sæta á sínum framboðslistum í höfuðborginni, og valið sína áköfu hægri menn á oddinn. • í efsta sæti á lista Alþýðuflokksins er Jón B. Hannibals- son, sem settist inn á þing í haust, þegar Ólafi Jóhannessyni þóknaðist að tylla Benedikt Gröndal í embætti sendiherra. Jón Hannibalsson hefur látið til sín taka í stjórnmálum um alllangt skeið og starfað í ýmsum flokkum. Um langt árabil hefur þó hans eina erindi á þeim vettvangi virst vera að kljást við Alþýðubandalagið, og helst að gjöreyða fylkingum þess. Petta kom skýrast fram í starfi Jóns sem ritstjóra Alþýðu- blaðsins undanfarin ár, en blaðið notaði hann daglega til árása á Alþýðubandalagið samkvæmt köllun sinni en aldrei var þar blakað við Sjálfstæðisflokknum. Þótt köllun manns- ins í stríð gegn Alþýðubandalaginu leynist engum, þá hefur hann hingað til ekki haft erindi sem erfiði, og uppskeran helst sú að vekja megna óánægju víða í röðum Alþýðu- flokksins með þá áköfu hægri stefnu og sókn til ríkisstjórn- arsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem Jón er allra manna ákafastur talsmaður fyrir. • Til marks um þennan kurr, sem Jón hefur valdið í Al- þýðuflokknum voru m.a. athyglisverðar greinar, sem ungur Alþýðuflokksmaður, Kjartan Ottósson, skrifaði í Alþýðu- blaðið í haust, þar sem hann sýndi fram á hvílíkt himindjúp væri staðfest milli málflutnings og stefnu Jón Hannibals- sonar annars vegar og svo stefnu og málflutnings flestra forystumanna sósíaldemókrata í löndum Vestur-Evrópu hins vegar. - Og nú þegar, áður en eiginleg kosningabarátta er hafin, þá hefur Jón misst af sér mann - ekki bara Vilmund, heldur líka Ágúst Einarsson, fyrrverandi þingmann Alþýðu- flokksins, sem í prófkjöri var valinn til að skipa 4. sæti á lista flokksins í komandi kosningum, en hefur nú horfið frá fyrri ákvörðun um framboð á lista Alþýðuflokksins. F*eir tínast af Jóni, svona einn og einn og kemur ekki á óvart. • Hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík fór á sama veg og hjá krötunum. Þar tryggðu kraftaverkamenn flokksins Olafi Jóhannessyni, utanríkisráðherra fyrsta sætið með 207 at- kvæðum í lokuðu prófkjöri. • Ólafur Jóhannesson á að baki langan stjórnmálaferil og hefur á síðari árum verið eindregnasti andstæðingur allrar vinstri stefnu í forystusveit Framsóknarflokksins. • Innan Framsóknarflokksins hefur löngum verið tekist á um það, hvort flokkurinn ætti að starfa sem milliflokkur í samstarfi til hægri eða ganga fram fyrir skjöldu á vinstri væng stjórnmálanna. Á síðasta flokksþingi Framsóknarmanna nú í vetur mælti Ólafur Jóhannesson manna ákveðnast gegn öllum vinstri tilhneigingum. Boðskapur Ólafs um Fram- sóknarflokkinn sem milliflokk, opinn fyrir samstarfi til hægri, er auðvitað ekkert annað en ávísun á stjórnarmyndun af svipuðu tagi og 1974, þegar Ólafur myndaði ríkisstjórn fyrir Geir Hallgrímsson, samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Sem utanríkisráðherra síðustu ár hefur Ólafur líka lagt sig sérstaklega fram um að traðka á sjónar- miðum herstöðvaandstæðinga innan Framsóknarflokksins og utan, og ber þar hæst ákafa hans í að tryggja Bandaríkjaher aðstöðu fyrir olíubirgðastöð í Helguvík. I öðru sæti listans hefur Ólafur svo með sér trúan lærisvein, sem í nýlegum blaðaskrifum hefur lýst sérstakri sök á hendur núverandi ríkisstjórn, fyrir að valda óróa og klofningi í Sjálfstæðis- flokknum! Líklega hefur enginn fyrri framboðslisti Fram- sóknar í Reykjavík, verið skipaður svo eindregnu hægra liði í toppinn sem þessi. • Það gerir víst ekki mikið til, þótt Geir Hailgrímsson faili. - Olafur Jóhannesson og Jón B. Hannibalsson eru vísir með að mynda stjórn fyrir hann samt, nema því aðeins að straumur- inn liggi ótvírætt til vinstri í kosningunum. Aðeins sigur Alþýðubandalagsins getur komið í veg fyrir þá hægri stjórn, sem Geir, Ólaf og Jón dreymir um. klippt Á árabilinu 1971-1979 urðu gíf- urlegar hækkanir á olíu- og bens- ínverði í heiminum og komu þær ekki síst niður á fyrirtækjum sem reka t.d. almenningsvagna. Rekstrarkostnaður þeirra rauk upp úr öllu valdi. í riti Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins frá í ágúst 1982 er að finna upplýs- ingar um það hvernig stjórnend- ur 19 almenningsvagnafyrirtækja í jafnmörgum borgum Evrópu brugðust við þessum vanda. Hvergi í þessum 19 borgum og heldurekkiíhenni Reykjavík var ■kostnaðarhækkuninni velt á herðar farþega einna. Dýrari olía og aukinn kostnaður kom þvert á móti fram í auknum niður- greiðslum fargjalda, auknum halla, þ.e. minni þátttöku far- gjalda í heildarrekstrinum. f Rotterdam, svo dæmi sé tekið, stóðu fargjöíd undir 47% rekstarkostnaðar árið 1971. Árið 1979 var hlutur fargjalda hins vegar kominn niður í 28%. í Stokkhólmi eru samsvarandi töl- ur 62% og 43%. í Hamborg 81% og 67%. í Reykjavík 65% árið 1971 og61% árið 1979. Árið 1971 stóðu fargjöld að meðaltali undir 78% af rekstarkostnaði almenn- ingsvagna í þessum 19 borgum, en árið 1979 undir 53%. 1 fótspor Thatchers Og nú ætlar borgarstjórinn í Reykjavík á einu bretti að láta fargjöldin standa undir 78% rekstrarkostnaði SVR. Fetar hann þar í fótspor sálufélaga sinna, frjálshyggjumanna í Bret- landi. í höfuðborg Thatchers, Lundúnum, var nefnilega brugð- ist ámóta við fyrir nokkrum miss- erum. Ákveðið var að velta rekstrarþunganum yfir á farþega og fargjöld voru hækkuð á einu bretti um 100%. En hverjar skyldu svo afleiðingarnar hafa orðið? Farþegum fækkaði um .20%! Fargjaldatekjurnar jukust því aðeins um 60% í stað 100%. Enda bendir Skipulagsstofa höf- uðborgarsvæðisins á að hægt sé að létta rekstur almenningsvagn- anna með ýmsum aðgerðum öðr- um en hækkun fargjalda einni saman, svo sem lækkun tolla, að- flutningsgjalda og olíustyrk. Hverjir brjóta lög En það skyldi þó ekki mega létta reksturinn með hagsýni, sparnaði og öðru því sem gott fyrirtæki má prýða? Afsakanirn- ar sem borgarstjóri hefur haft uppi þegar hann hefur í fjölmiðlum verið að verja það að SVR sótti ekki um hækkun eins og lög standa til, eru allrar athygli verðar. Hann segir sem sé, að verðlagsyfirvöldum sé skylt að taka tillit til rekstrarstöðu fyrir- tækjanna, Verðlagsstofnun eigi að sjá til þess að fyrirtæki séu ekki rekin með óbærilegum halla. Hallinn á SVR verði 30 miljónir þrátt fyrir 50% hækkun nú og Verðlagsstofnun standi sig ekki í stykkinu og beinlínis brjóti lög ef hann verði meiri! 100% hœkkun í fyrra En hvernig á Verðlagsstofnun að leggja mat á það hver séu „við- unandi rekstrarskilyrði“ fyrir- tækis? Hingað til hefur það verið gert með því að heimila fargjalda- hækkanir í takt við aðrar kostn- aðarhækkanir í landinu, - gagn- vart nestum ryrirtækjum, en þó ekki öllum. Meðal undantekn- inganna er einmitt SVR. Á síð- asta ári fengu Strætisvagnar Reykjavíkur nefnilega yfir 100% hækkun á fargjöldum sínum, langt umfram allar aðrar verðlagshækkanir. Hvað verður þá um ásakanir borgarstjóra um að Verðlagstofnun hafi „svelt“ SVR um hækkanir og þess vegna hafi borgin ekki séð ástæðu til þess að sækja um hækkunina nú? Er SVR vel rek- ið fyrirtœki? Einhver hefði nú haldið að hvaða sæmilega vel rekið fyrir- tæki ætti að geta borið sig manna- lega þegar það fær 100% verð- hækkun meðan annað verðlag fer upp um 65%. En kannski er borgarstjóri að biðja um að Verðlagstofnun fari ofan í saumana á rekstri SVR og hætti að miða við almenna þróun verð- lags þegar stofnunin metur hækk- unarbeiðnir? Undir þá frómu ósk vill klippari taka, því hann veit fá dæmi um jafn fáránlegan rekstur og þar er. Nægir að nefna þrennt, fyrst þegar borgin tók ákvörðun um að endurnýja vagnaflotann fyrir þremur árum eða svo þá valdi hún allra dýrustu vagna sem hægt var að fá í heiminum og leit ekki við öðru. Meira að segja út- boðslýsingin var eins og uppskrift að Volvó. í öðru lagi telst það nú vart gáfulegur rekstur að láta þrjá splúnkunýja strætisvagna, sem ekki einu sinni er búið að borga, standa ónotaða mánuðum saman inni í porti vegna fyrirtektar. En SVR lætur sig ekki muna um það, frekar en annað. Einn nýr Volvo- vagn kostar nú jafnmikið og íkar- usarnir þrír! Og í þriðja lagi er það athyglisvert að þrátt fyrir endurnýjun stórs hluta vagnaflot- ans, þá heldur viðhaldskostnaður áfram að hækka. Ekki þykir slfkt nú dæmi um góðan rekstur. Um það voru reyndar allir fulltrúar í stjórn SVR sammála þegar Guð- rún Ágústsdóttir flutti þar tillögu um að gerð yrði könnun á því af hverju viðhaldskostnaður lækk- aði ekki þegar fornaldarvögnun- um væri lagt og nýir kæmu í stað- inn. _ ÁI og skorið Ólíkt hafast þeir aðl Vart eru til skýrari dæmi um ólíka stefnu núvrandi ríkisstjórn- ar og núverandi borgarstjórnar en þau sem lesa mátti á síðum Þjóðviljans í fyrradag. Á fjárlögum ríkisins þetta ár var veitt 27 miljónum króna til byggingar dagvistarstofnana í framhaldi af kröfu verkalýðs- hreyfingarinnar m.a. Á milli áranna 1982-1983 hækkuðu framlög ríkisins um 90%! Á sama tíma lækka framlög Reykjavíkurborgar á milli ára. A árinu 1982 var á fjárhagsáætlun veitt 8,3 miljónum króna til bygg- ingar dagvistarstofnana, en á ár- inu 1983 er veitt til þeirra 9 milj- ónum króna! Hækkunin nemur 8,4% á sama tíma og byggingar- Davíð: 8,4% hækkun vísitalan hækkaði um 65%. Hitt dæmið er um afgreiðslu ríkis og borgar á fjárveitingum til Leigjendasamtakanna, og þar kemur hið sama í ljós. A milli Ragnar: 90% hækkun áranna 1982 og 1983 margfaldað- ist framlag ríkissjóðs, en á sama tíma stóð framlag borgarinnar í stað, 21 þúsund í fyrra,21 þúsund í ár. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.