Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. janúar 1983 jÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA 5 Styrjöldin í Afghanistan Hungurvofan skæðasta vopnið Efnahagslegt hrun og yfirvofandi hungur geta orðið Kabúistjórninni skæðari vopn í baráttunni við uppreisnarmenn í Afghanistan en hin so ésku vopn. Bændurnir kunna að snúa baki við uppreisnarmönnum af ótta við hungur og sjúkdóma. Um áramótin, þegar 3 ár voru liðin frá innrás So- vétríkjanna í Afghanistan, var fjöldi flóttamanna í Pakistan kominn hátt á 3. milljón af 17 miljónum íbúa, og ekkert lát var á straumnum nema síður væri. Danskur blaðamað- ur skrifar í blaðið Inform- ation frá Peshwar í Pakist- an að áberandi sé nú að flóttamennirnir komi einnig frá miðhluta lands- ins og héruðunum sem eiga landamæri að Sovétr- íkjunum, og hefur þetta fólk þá ferðast í 3 vikur fótgangandi áður en það kemur til Pakistan. Þá segir hann einnig áberandi að flóttamenn kvarti undan versnandi lífskjörum og að þeir óttist hung- ursneyð þegar Iíða tekur á vet- urinn. Haft er eftir tveim landbún- aðarfræðingum, sem nýkomnir eru til Pakistan, að um það bil helming- ur ræktaðs lands í Afghanistan hafi nú verið tekið úr ræktun vegna stríðsins, áveitukerfi hafi verið eyðilögð, tilbúinn áburður sé ófá- anlegur og matvælaskortur sé nú yfirvofandi. Samfara þessu hefur verð á matvælum farið mjög hækk- andi. Þá er öll heilbrigðisþjónusta í landinu lömuð og flestir læknar í landinu hafa flúið. Franskir læknar sem vinna sem sjálfboðaliðar í Afg- hanistan segja að lífsskilyrði fólks- ins séu óbærileg. Hernaðurinn Ríkisstjórnin í Kabul ræður í raun ekki nema stærstu bæjum og borgum í landinu, enda þótt hún hafi yfir að ráða 30.000 manna her og njóti stuðning 100.000 sov- éskra hermanna. Andspyrna fólks- ins gegn stjórninni og sovéska hernum er þó illa skipulögð og byggist meira á skyndiupphlaupum en samhæfðum hernaði. Mörgum héruðum er nú stjórnað af upp- reisnarhernum í samvinnu við íbúa á staðnum, og í Nuristan- héraði hefur hin afghanska mynt verið tekin úr notkun en pakistansk- ur gjaldmiðill tekinn upp í stað- inn. Stærstu átökin á liðnu ári áttu sér stað á Lowgarsléttunni fyrir sunnan Kabul og í Panjsher- dalnum fyrir norðan Kabul. í sumar og haust biðu skæruliðar mikinn ósigur fyrir sovéska hern- um á Lowgar-sléttunni, en þeim hefur tekist betur að verjast síend- urteknum árásum sovefmanna í Panjsherdalnum, þar sem þeir hafa beitt öllum sínum hernaðarmætti úr lofti og á landi í 6 árásum á ár- inu. Hernaðurinn í dalnum hefur hins vegar valdið gífurlegu tjóni á allri ræktun, þannig að hungurvof- an vofir nú yfir dalnum eftir að So- vétmenn hafa dregið sig til baka í bili. Skæðasta vopnið Hinn danski fréttaritari segir að hernaðarátökin hafi í rauninni leitt til afgerandi árangurs fyrir hvorugan aðilann, en skæðasta vopn Kabul-stjórnarinnar nú sé ekki lengur sovésk hergögn, heldur hungurvofan sem nú vofi yfir, en hún muni gera íbúum sveitanna erfitt fyrir að veita uppreisnar- mönnunum þann stuðning sem þeir þurfa á að halda. Pótt ekkert hafi gengið í átt til pólitískrar lausnar á Afghanistan- stríðinu í þrjú ár, þá hafa ýmsir orðið til þess að binda nokkrar vonir við valdaskiptin í Kreml. Þótt fyrstu yfirlýsingar Andropovs um málið hafi reyndar verið sam- hljóma túlkun Bresjnevs, þá er það haft eftir upplýstum aðilum, m.a. í utanríkisþjónustu Pakistan, að Andropov hafi látið í ljós vilja til þess að finna pólitíska lausn á mál- inu er hann ræddi við Zia U1 Haq forseta Pakistan við jarðarför Bresjnevs. Segja þeir að Andropov hafi lýst sig reiðubúinn að leggja fram tímaáætlun um brottflutning sovéska hersins í áföngum að því tilskildu að Pakistanar sæju um það að halda landamærunum á milli landanna lokuðum. Þegar hernaðaríhlutun Sovétr- íkjanna var fordæmd af miklum meirihluta aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í nóvember s.l. lögðu Pakistanar sig í líma við að draga úr ásökunum í ályktun Allsherjar- þingsins. Þetta þótti gefa til kynna, að Zia væri ef til vill reiðubúinn að fallast á lausn er fælist í einhvers- konar samsteypustjórn í Kabul, að því tilskildu að í henni sætu fulltrú- ar hófsamsra afla og að sovéski herinn hyrfi þá úr landinu og hinir afghönsku flóttamenn gætu þá snú- ið aftur til síns heima frá Pakistan. Sömu heimildir telja að Andropov yrði tilleiðanlegri að fallast á slíka samsteypustjórn með þjóðernis- sinnum að því tilskildu að sovéski herinn gæti dregið sig til baka „með sóma.“ Pakistanar þrýsta á lausn Þessar tilraunir Zia U1 Haq til að leita lausna á ntálinu munu hafa farið fyrir brjóstið á Bandaríkja- inönnum, sem gjarnan vilja gera sér meiri mat úr þeirri sjálfheldu, sem Sovétríkin hafa komið sér í í Afghanistan. En Afghanistan-málið brennur ekki á Bandaríkjunum með sama hætti og á Pakistan sem situr uppi með miljónir flóttamanna. Slíkt er þeim um megn til langframa, og því er það þeim bæði hagur og nauðsyn að lausn sé fundin á málinu á þá gjarnan með milligöngu Sam- einuðu þjóðanna. Pakistanstjórn hefur ekki viijað semja beint við stjórnina í Kabúl nema fulltrúar andspyrnuaflanna taki þátt í slík- um viðræðum. Traustar heimildir innan Sameinuðu þjóðanna hafa nú gefið í skyn að Sovétmenn vilji að slíkir samningar komist á. Hin pólitíska lausn deilunnar myndi þá fela í sér að Pakistanar viðurkenndu aðild stjórnarinnar í Kabúl að samníngum og væntanlegri sam- steypustjórn gegn því að sovéski herinn snéri heim og flóttamenn- irnir líka. Framkvæmd slíkrar lausnar yrði þá undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna. Ein stór spurning vaknar þó þeg- ar þessa lausn ber á góma, og hún er sú, hvort nokkur afghanskur leiðtogi eða ábyrgðarmaður úr stjórnarandstöðunni sé tilleiðan- legur að taka á sig þá ábyrgð að ganga til samstarfs við hina hötuðu rfkisstjórn Karmals í Kabúl. Reynist svo ekki vera er ekki fyrir- sjáanlegt annað en að stríðið muni halda áfram með áframhaldandi blóðsúthellingum, landflótta og hungursneyð. Konungurinn málamiðlun? Hinn danski fréttamaður, sem skrifar frá Peshawar í Pakistan segir að fyrrerandi konungur Afg- hanistan hafi dregist inn í umræður urn hugsanlega pólitíska lausn deilunnar. Konungnum var steypt fyrir 10 árum, þegar kommúnista- flokkurinn, sem kallar sig Lýðræðis- flokkinn, tók völdin. Hann hefur verið búsettur á Ítalíu frá þeim tíma, og hefur því ekki átt þátt í þeim blóðugu átökum, sem átt hafa sér stað í landinu síðustu 5 árin. Talið er að hann gæti orðið . eins konar fulltrúi eða sameining- arafl fyrir hófsamari arm upp- reisnaraflanna og foringja þeirra sem hafa aðsetur í Peshawar. Þeir hafa nú klofið sig frá hreintrúaröfl- unum sem byggja á öfgastefnu hliðstærri þeirri sem ríkir í íran. Hinn danski fréttaritari segir hins vegar að ekki sé hægt að treysta því að uppreisnarmennirnir sem standa í eldlínunni í Afghanistan muni fylgja þeim leiðtogum, sem lifi í útlegð í Peshawar og gangi gjarnan undir nafninu „kaupmenn- irnir í Peshawar“. í viðtali sem íslenska sjónvarpið birti nýlega við Zia U1 Haq, sagði hann af afghanska þjóðin yrði sjálf að velja sér forystu í frjálsum kosn- ingum. Slíkt er að sjálfsögðu rétt- lætiskrafa, en erfitt er að sjá hvern- ig því verður viðkomið við núver- andi aðstæður, þegar stór hluti þjóðarinnar hefur flúið land, upp- lausn ríkir og hungursneyð er yfirvofandi. Pólitísk lausn fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna hlýtur að koma til áður en gengið verður til kosninga í landinu. (Síðasta fréttaskýring um Afg- hanistan birtist í Þjóðviljanum 21. des. s.l.). ólg./Inf. Skrifstofustarf Laust er til umsóknar starf á skrifstofu Dalvík- urbæjar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Umsóknum skal skilað til undirritaðs sem ásamt bæjarritara veitir allar nánari upplýs- ingar. Bæjarstjórinn Daivík Ibúð óskast Vestfirkst par meö 1 barn óskar eftir íbúð í 6-12 mán- uði. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 36167 eftir kl. 5. Blaðberar óskast í Hafnarfirði Suðurgata - Brekkugata Hverfisgata - Austurgata - Tjarnargata DJOÐVIUINN Sími 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.