Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. janúar 1983 Föstudagur 14. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ásmundur Stefánsson um láglaunabætur: „Augljóst að endurskoðunar er þörf „Það virðist nokkuð augljóst að sú óánægja, sem komið hefur fram með framkvæmd láglaunabótanna kallar á endurskoðun á þeirri leið sem valin var. Jafn- vel er hugsanlegt að óánægjan leiði til þess, að allar hugmyndir um neikvæðan tekjuskatt verði lagðar á hilluna um einhverja framtíð.“ „Allar brcytingartillögur hljóta að geta verið til athugunar , segir As- mundur Stefánsson, forseti ASI um framhaldið á efnahagsráðstöfunarfc ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, í samtali við Þjóðviljann um láglauna- bæturnar. Eins og kunnugt er hefur komið fram nokkur gagnrýni á út- reikning bótanna og framkvæmd alla, og því báðum við. Ásmund að gera grein fyrir gangi samráðs við ASÍ um framkvæmdina, hvaða leiðir hefðu verið ræddar, helstu galla á framkvæmdinni og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Ekki val um leiðir í desember „Það var ekki fyrst talað við Al- þýðusambandið af hálfu stjómvalda um þessar bætur í nóvember", segir Ásmundur. „Þá voru hugmyndirnar mótaðar í meginatriðum af þeirra hálfu. Það var skýrt tekið fram í bráðabirgðalögunum, að 50 milljón- ir skyldu greiddar láglaunafólki, og að það skyldi gert á árinu 1982 og því var ekki um val á leiðum að ræða; það var t.d. ekki hægt að veita þessu fé til einhverra ákveðinna verkefna, svo dæmi sé tekið. Þetta gildir hins vegar eingöngu um 50 milljónirn- ar, sem til greiðslu komu í desember, en þær greiðslur sem fyrirhugað er að komi í mars og júní eru hins vegar ekki jafn skýrt bundnar og má því hugsa sér ýmsan máta á þeirri fram- kvæmd. Tímaskortur útilokaði aðrar aðferðir Á þessum fyrsta fundi, sem full- trúar frá ASÍ og fulltrúar stjórnvalda áttu með sér komum við með þá ein- dregnu afstöðu, að skoða þyrfti aðrar Ieiðir. Þar bar hæst, að tíma- kaup á líðandi stundu væri æskileg- asta forsenda bótagreiðslna og þann- ig væri vinnutíminn að baki tekjunum metinn. Ekki er unnt að taka tillit til þessara atriða ef fara á eftir skatt- framtölum, því vinnutími og greiðsla á unna stund koma ekki fram á þeim, eins og fólk veit. Það hefði komið til greina að greiða uppbót á tímakaup, t.d. þann- ig að tryggt yrði að enginn fengi greitt tímakaup undir tilteknu marki. Atvinnurekendur sendu síð- an reikning til fjármálaráðuneytis- ins. vegna þeirra kaupuppbótar, sem þeir þannig væru skyldaðir til að greiða. Þessari hugmynd var ýtt til hliðar því henni fylgdi sá galli, að undirbúningur hefði verið mjög tímafrekur og því hefði engin greiðsla komið á árinu 1982 og spurning hversu langt fram á þetta ár greiðslur hefðu dregist. Nú, þá mælti það einnig gegn þessari hugmynd, að ef skylda á atvinnurekendur til að greiða hærri laun en umsaminn kauptaxta verður að setja um það lög. Það er hins vegar ljóst, að núver- andi ríkisstjórn hefur ekki meiri- hluta til lagasetningar. Það eru þannig ákveðnir gallar á þessari aðferð; hún er flókin og hún er einnig erfið í eftirliti, það skal ját- að. Kostirnir eru hins vegar þeir, að tillit er tekið til tekna nú og þá tekna á unna stund. Tímans vegna varð þessi hugmynd þó hvorki fullkönnuð eða útrædd. Áhrif ASÍ til breytinga Þær tillögur Alþýðusambandsins, sem fengust í gegn í þessum viðræðum og voru að okkar mati til 4 , 1 ' iéiiiií jj igg" T"» >; ■■'•V- 1 j JB? HA plll Elli- og örorkulífeyrisþegar fengu hækkun á tekjutryggingu og náði því kjaraskerðingin ekki til þeirra. mikilla bóta, voru tvíþættar;I fyrsta lagi var komið til móts við elli- og örorkulífeyrisþega á þann hátt, að tekjutrygging þeirra var hækkuð. Þessi hópur fólks varð því ekki fyrir tekjuskerðingu umfrarn launafóík í landinu. Vegna eindreginna and- mæla okkar gegn því að sjálfstæðir atvinnurekendur fengju bætur og að hluti heildarfjárhæðarinnar rynni til þeirra, var fjárhæð þeirra bóta sem greiða átti árið 1983 hækkuð um fimm milljónir. Veigamiklir gallar Það hafa komið fram veigamiklir gallar á framkvæmd á útborgun bótanna. Stærsti gallinn er auðvitað sá, að skattframtölin eru ákaflega ó- fullkomin. Þessi útborgun er spegil- mynd af þeirri skattameðferð, sem hver einstaklingur hlýtur, og hún er einfaldlega ekki fullkomnari en þetta. Það er ljóst af viðbrögðum fólks, að það hryllir við að sjá í þenn- an spegil. Það eru ekki ný tíðindi, að skattaframtölin séu gölluð, en þessi reynsla vekur auðvitað þá spurn- ingu, hvort þau séu virkilega þannig, að þau gefi alranga mynd af ást- andinu. ^nnar stærsti gallinn er sá, að atvinnurekendur geta ákveðið sína skattameðferð í mun ríkara mæli en launafólk. Þannig getur atvimiurek- andi skráð sig sem launamann hjá eigin fyrirtæki. Greiðsla til atvinnu- rekenda í slíkum tilfellum er auðvit- að út í bláinn, og ef fleiri greiðslur koma í framtíðinni verður að taka þá út ásamt þeim sem að formi til eru sjálfstæðir atvinnurekendur. Þá má einnig nefna, að eigna- viðmiðunin er í ýmsum tilvikum ósanngjörn. Töluverður hópur tekjulágra einstaklinga hefur fallið út vegna hennar. Einkum er hér um að ræða ekkjur og ekkla, sem eiga eigið húsnæði en búa að öðru leyti við bágan fjárhag. Þá er e.t.v. mikil- verðast, að tekjur manna og aðstæð- ur allar geta verið mjög breyttar frá árinu 1981 - til betri eða verri vegar. Þá er heldur ekki tekið tillit til vinn- utímans; þannig getur fólk með mjög lágt tímakaup fallið út vegna óhemju langs vinnutíma. Aðrar leiðir? Þú spyrð um aðrar leiðir. ASÍ gerði að tillögu árið 1975 að í stað niðurgreiðslna sem þá voru fyrirhug- aðar, yrði greidd sama krónutala til állra óháð tekjum. Það var og er álit okkar, að sú leið sé betri en niður- greiðslurnar, því það er staðreynd að það finnst naumast sú vörutegund sem hinir efnameiri kaupa ekki meira af en hinir efnaminni. Alþýðu- flokkurinn hefur síðan flutt tillögur af þessum toga reglulega. Það er mjög brýnt að ræða ýtarlega þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Það getur verið, að skattframtölin gefi svo villandi mynd af ástandinu, að það sé ekki hægt að mismuna fólki á grundvelli þeirra. Sé svo, væri þá nánast rökrétt ályktun að ætla öllum að greiða sömu krónutölu í tekju- skatt fremur en skattleggja miðað við framtaldar tekjur. Þar tel ég hins vegar að of langt væri gengið. Hvað verður í mars veit enginn Það er semsé ljóst af öllu, að þessi leið sem nú var farin er gölluð. Það er hins vegar ekkert lögbundið hvernig fara ber með það fé, sem eftir stendur til efnahagsráðstafana og allar breytingartillögur hljóta að geta verið til athugunar. - ast Þröstur Ólafsson, aðstoðarráðherra: „Engin ákvörðun tekm um framhald tekjubótanna” „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvað qert verður í mars“, sagði Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaðurfjármálaráð- herra, í samtali við Þjóðviljann um láglaunabæturnar. „Fram- kvæmdin á útborguninni verður nú skoðuð og helstu ann- markar teknir til rækilegrar athugunar. Það er ekkert bundið í lögum hvernig því fé verður varið sem áætlað er að verja til efnahagsráðstafana á fjárlögum, og því hægt að skoða fleiri leiðir.“ Þröstur Ólafsson á sæti í efna- hagsnefnd ríkisstjórnarinnar ásamt þeim Halldóri Ásgrímssyni og Þórði Friðjónssyni. Sú nefnd hefur fengið til meðferðar ýrnis mál, svo sem endurskoðun vísitölunnar og láglaunabæturnar. Þröstur sagði nefndarmenn vera rétt að byrja að skoða málin, en myndu að því búnu leggja tillögur sínar fyrir stjórnvöld. „Grundvallarhugsunin í reglu-' gerðinni var að vega upp á móti kjaraskerðingunni, sem launafólk varð fyrir liinn 1. desember sl. - ekki að jafna lífskjör. Það voru sett mörk um 25.000 króna lágmarks- laun á árinu 1981, en lægstu taxtar hjá kvæntum verkakörlum gáfu það ár 52.000 krónur. Hugsunin að baki þessu var sú, að manneskja sem ekki vinnur hálfan vinnudag hlýtur að hafa framfæri sitt af öðru en launum. Þeir, sem einkunt urðu útundan samkvæmt reglugerðinni en var þó fyllsta ástæða til að bæta líka, voru elli- og örorkulífeyrisþegar og svo námsmenn. Þeirra kjör voru bætt á annan veg; tekjutryggingin var hækkuð og féllu því elli- og örorku- lífeyrisþegar undir skerðing- arákvæðin, og séð var um að Lána- sjóður ísl. námsmanna veitti lán eins og um enga skerðingu væri að ræða. Þannig var komið til móts við þessa hópa utan við launabæt- urnar. Fólk, sem var á tekjubilinu 25.000 - 96.000 fékk allt bætur. Bæturnar voru hæstar kringum 75.000 kr. mörkin og féllu niður við 96.000 kr.. Allar tekjur aðrar en laun og bætur almannatrygginga virkuðu skerðandi á bæturnar. Við „Annmarkarnir á útrcikningi launabótanna svipaðar og á skatt- launabótanna svipaðar og á skatta- kerfinu“, segir Þröstur Ólafsson, útreikning á bótunum skal síðan tekið tillit til félagslegra aðstæðna; barnafjölda og hjúskaparstöðu. Bótaþörfin er aukin örlítið hjá fólki í hjúskap og sömuleiðis fyrir börn. Tekjur maka skerða bóta- rétt, ef þær tekjur eru mikið yfir mörkin. Þá skerðist bótarétturinn einnig ef viðkomandi á eign sem er verðmetin þannig að greiða ber af henni eignaskatt. Annmarkarnir á þessum út- reikningum eru svipaðir og á skatt- akerfinu: þetta er auðvitað ekkert annað en hin hliðin á því máli. Skattakerfið virðist vera mjög bág- borið og svo hefur komið í ljós, að fólk er sumt rnjög kærulaust með skattframtöl. Það er ekki búið að bera saman öll skattframtöl ein- staklinga og launaseðla frá atvinn- urekendum, en það er ljóst, að þarna munar oft einhverju. Þá er einnig sá stóri galli, að skattakerfið gefur ekki upp, hvort einhver til- tekinn maður er á launum hjá sjálf- um sér; þannig geta allir vitað, að sá sem fékk láglaunabæturnar er stóratvinnurekandi - nema skatt- urinn. Það keniur hreinlega ekki fram á skýrslunum. Og þessi dæmi hafa valdið ntiklum urg, skiljan- lega. Það var athuguð önnur leið í þessu sambandi, þ.e. að Iáta atvinnurekendur greiða út gegn endurgreiðslu úr ríkissjóði. Það varð þó santkomulag um, að hún væri óframkvæmanleg. Bæði var að desembermánuður er ekki dæmigerður fyrir tekjur manna yfir árið og auk þess höfum við enga yfirsýn yfir hverjir vinna hjá hverj- um og allra síst á hvaða launum. Slíkar upplýsingar liggja hreinlega ekki fyrir. Átvinnurekendur hefðu því getað sent okkur hvaða reikning sem var og við ekki getað véfengt. Þannig að sú leið, sem val- in var, var eina nothæfa leiðin mið- að við tímann sem til stefnu var.“ Við spurðum Þröst Olaísson að lokum að því hvaða framhald yrði á þessum efnahagsaðgerðum. Hann kvað enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Hins vegar væri ljóst, að ef þessari leið yrði kastað fyrir róða væri væntanlega búið að jarðsetja hugmynd um bætur byggðar á neikvæðum tekjuskatti um næstu framtíð. ast Að gæta sóma síns Aldrei hefur mér dottið í hug, að það sem ég skrifa í málgagnið sé öllum lesendum blaðsins að skapi. Og mér finnst ekkert sjálfsagðara heldur en að menn reiði stílvopnið á loft og setji fram andstæðar skoð- anir. Hitt er verra sem Gísli Gunn- arsson gerir, að lesa pistla mína á haus - draga af þeim ályktanir, sem hann gerir síðan að mínum viðhorf- um og ræðst gegn þeim af heift, og ofsa. Grein Gísla beinist fremur að ályktunum Gísla Gunnarssonar heldur en þeim sakleysislegu orðum sem ég hef Iátið frá mér fara í pistlum sem hann dregur sínar á- ætlanir af. Eigin ályktanir Það er hægur vandi að draga á- Iyktanii og nota þær síðan sem dæmi um persónusvívirðingar dálkahöfundar. Þetta gerir Gísli Gunnarsson óspart í grein sinni. Hann lætur ekki þar við sitja heldur eru flestar tilvitnanir hans og ályktanir beinlínis rangar og í meira lagi ósanngjarnar. Sagnfræðingur missir sjónar af vísindalegum vinnubrögðum I upphafi greinar sinnar segir Gísli að tilefni skrifa Þjóðviljans hafi verið „athyglisvert; Guð- mundur G. Þórarinsson al- þinigsmaður hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Reykjavík“. Guðmundur er Gísla kært um- fjöllunarefni og skal ekki lá honum það. Hins vegar var tilefni þessara skrifa prófkjör Framsóknarflokks- ins og hafði ekki meira með persónuna Guðmund að gera held- ur en að því leyti sem hann kemur þar við sögu. Ýmislegt bendir til að þetta prófkjör hafi heldur ekki far- ið fram hjá Gísla svo ég skil ekki hvers vegna hann þarf að dikta upp nýtt tilefni til þessara skrifa. í þess- um dálkum fjöllum við iðulega um það sem er efst á baugi hverju sinni. Prófkjörin eru yfirleitt skemmtilegt umfjöllunarefni eins- og glöggir lesendur muna sjálfsagt eftir í sambandi við prófkjör Sjálf- stæðisflokksins, sem fékk mikið rými í dálkum blaðsins. Framsóknarflokkurinn hefur einnig að nokkru orðið útundan í kersknisskrifum okkar Þjóðvilja- manna uppá síðkastið svo það er ekki seinna vænna að bæta um betur. Plássins vegna get ég ekki birt pistla mína frá orði til orðs en ég hlýt að biðja lesendur að fletta uppá þeim til að kanna sannleiks- gildi fúkyrða Gísla Gunnarssonar. Það sem maðurinn birti sem skoð- anir mínar og vitnað til Þjóðviljans 5.,6. og 7. janúar er allt saman á- lyktanir Gísla Gunnarssonar sjálfs en ekki orðréttar skoðanir mínar. Því miður verður maður að álykta sem svo að siðprýðin og sómatil- finningin hitti Gísla sjálfan fyrir. Allavega eru vinnubrögð hans fyrir neðan allar hellur. Ósannindi Sjálfsagt skiptir það ekki miklu máli í fúkyrðaflaumi Gísla Gunn- arssonar um ályktanir sem hann dregur sjálfur af pistlum mínum lítilfjörlegum um Framsóknar- flokkinn, að þar fer hann víðast með rangt mál þarsem hann gerir mér upp skoðanir! „Samkvæmt" Klippt og skorið" 5. janúar framkvæmdi braskara- klíkan í Framsóknarflokknum það voðaverk að safna áskorunum til Ólafs Jóhannessonar að hann gæfi kost á sér.“ Þetta er rangtp' þessum pistli eða öðrum er hvergi talað um eitthvert „voðaverk". „Voðaverk- ið“ er Gísla Gunnarssonar. „Ólafur Jóhannesson frá Helgu- vík sýndi hefndarþorsta sinn (Þjv. 5. janúar) og hægri mennsku (Þjv. 7. janúar) með því að verða við þessari áskorun", segir Gísli Gunn- arsson um dáíkaskrif mín og er ósköp reiður. Hvorttveggja er rangt. Ég hef ekki haldið því fram, hvorki í Þjóðviljanum 6. né 7. jan- úar, að Ólafur hafi sýnt hefndar- þorsta sinn og hægri mennsku með því að verða við þessari áskorun. Óskar Guðmundsson svarar grein Gísla Gunnarssonar Það eru einnig ósannindi hjá Gísla að ÓG „skuli telja það vera eitthvað voðalegt að möguleikar þingmannsins Guðmundar Þórar- inssonar til að komast í öruggt sæti í prófkjöri minnki eitthvað“. er um einhvern Kristin Finnboga- son sem ég persónulega hef engan áhuga á að lesa um“, segir Gísli og er ekki beinlínis sannfærandi. „En ljóst er að meðal viðskiptajöfra er Kristinn mjög umdeildur“, segir Gísli einnig og þykir greinilega ekki mikið til fjármálaumsvifa Kristins og tengsla við Fram- sóknarflokksinn koma. „Vitnað er óspart í tímaritið Frjálsa verslun á gagnrýnislausan hátt til sönnunar á því hve Vondur Maður margnefndur Kristinn er“, segir Gísli um þetta uppáhalds- lesefni sitt. Þetta eru blekkingar Það er ekki vitnað óspart í Frjálsa verslun til sönnunar á því hve „Vondur Maður“ Kristinn þessi er. Heldur eru birtir örfáir dálksentimetrar þarsem sagt er frá fjármálabraski Iscargo/Kristins og Landsbankans, en maðurinn er fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði þess banka. Á sannleiksgildi þess- arar frásagnar hafa ekki verið bornar brigður opinberlega fyrr en af Gísla Gunnarssyni nú. Eg hef aldrei skrifað að Kristinn Finnbog- ason væri „Vondur Maður“. Það er enn og aftur ályktun sagnfræð- ingsins og tilbúningur hans að ekki sé minnst á stafsetninguna. og síðan dagsetningu fyrir aftan. Hér hefur verið sýnt fram á hvernig þessu bragði er beitt. Erfiðara er þó að fullsanna ósannsögli manns- ins nema þá að birta dálkana í heild. Ég vil þó taka eitt dæmi af mörgum til að sýna vinnubrögð Gísla Gunnarssonar: „Alfreð Þorsteinsson er aðeins nefndur skransali hersins, að vísu nokkuð oft. ÓG þarf að finna nýtt viðurnefni til að halda athygli les- enda“, skrifar Gísli Gunnarsson og greinilegt er að athyglisgáfunni er tekið að förlast. Það er nefnilega svo að Alfreð hefur hvergi í pistlum mínum viðurnefnið skransali. í tilvitnuðum pistlum erAlfreð Þorsteinsson nefndur á nafn og þá með eftirfarandi hætti: „Alfreð í skransölu hersins“ (Þjóðviljinn 5. janúar). Þá er birt ljósmynd af Al- freð þessum í Þjóðviljanum 6. jan- úar með myndatextanum „Yfir skransölu hersins". í pislinum 7. janúar er einnig minnst á „Alfreð Þorsteinsson í skransölu hersins" einu sinni. Með öðrum orðum; fullyrðing Gísla Gunnarssonar um að Alfreð Þorsteinsson sé viður- nefndur skransali hersins á við eng- in rök að styðjast. „Að vísu nokk- uð oft“ segir Gísli og vill að ÓG finni „nýtt viðurnefni fyrir Alfreð til að halda athygli lesenda"! Dylgjur Gísla Gunnars- sonar Það kemur óneitanlega dálítið Kristins þáttur Finnbogasonar „Það nær hápunkti þegar fjallað Skransali hersins í blekkingariðju sinni leikur sagnfræðingurinn sér að því, að nefna fyrst meintar skoðanir mínar spánskt fyrir sjónir að Gísli kveinki sér undan persónuníði um hægri klíkuna í framsóknarfélaginu í Reykjavík, í ljósi þess að hann ber mér á brýn að hafa farið í „óbeina vörn“ fyrir Guðmund Þórarinsson. Hann hefði semsagt átt að fá stærri skammt af svívirðingum - og þótti nú mörgum nóg um skamtinn Guð- mundar áður en tii þessa prófkjörs Framsóknar kom. Að minnsta kosti þurfti enginn að efast um af- stöðu Þjóðviljans til brotthlaups Guðmundar úr álviðræðu nefnd. En hitt er merkilegra sem Gísli segir: „í ofanálag brást Guðmdi sá styrkur í Alþýðubandalaginu sem hann hafði reiknað með“. Nú er mér spurn: hvað er Gísli að dylgja eiginlega? Á hann við að Guðmundur hafi vænst styrks frá Alþýðubandalagsmönnum við það að fara úr álviðræðunefnd? Hvaða menn eru það þá? Eða á Gísli við það að gagnrýni á vinnubrögð iðnaðarráðherra séu sams konar úr röðum Alþýðubandalagsmanna og frá Guðmundi Þórarinssyni? Gísli hlýtur að útskýra hvað hann á við með þessum dylgjum. „í ljósi þessara atburða verður óbein vörn ÓG fyrir Guðmund Þórarinsson vægast sagt kyndug“, segir Gísli Gunnarsson. Hvað á maðurinn við? Fer það fyrir brjóst- ið á Gísla að ég skuli meta Guð- mund fyrir pólitískt starf að friðarmálum? Má Guðmundur ekki njóta sannmælis? Túlkandi sagnfrœðingur Ég get í sjálfu sér fallist á þau vinnubrögð sagnfræðinga, að túlka söguna einsog þeir vita réttast og best. Þannig verður sagnfræðin líka lifandi og skemmtileg. Hitt er svo annað mál hvort það heyri undir vísindaleg vinnubrögð að túlka dálka í dagblaði eftir geð- þótta. Ég tala nú ekki um þegar túlkunin er einsog hellt hafi verið úr fýlupoka yfir síður dagblaðs. Og ég ætla rétt að vona að vinnulag Gísla Gunnarsonar með til- heyrandi blekkingum takmarkist við málefni einsog prófkjör Framsóknarflokksins, en gangi ekki yfir aðra og mikilvægari mála- flokka. „Alþýðubandalaginu til skaða'‘ „Það á að klippa og skera á sómasamlegan hátt“, segir Gísli Gunnarsson og í ljósi þess sem hér hefur verið rakið getur hann tæpast fengið háa einkunn fyrir sína til- raun. Hann segir að dálkarnir um prófkjör Framsóknar hafi verið klipptir og skornir á „ómálefna- legan og yfirborðslegan hátt“. Ennfremur „að málflutningur af þessu tagi geti aðeins orðið Al- þýðubandalaginu til skaða“. Talar þetta ekki fyrir sig sjálft? Gísli segir að það megi gagnrýna Framsóknarflokkinn. „En gerum það af viti og án persónuníðs. Við skulum gagnrýna sem sósíalistar en ekki eins og við séum þátttakendur í lítilfjörlegu innanflokksstríði í Framsóknarflokknum.". Hafi ég dottið í þann pytt - þá er víst á- reiðanlegt að við hlið mér svamlar Gísli Gunnarsson. Vináttukenning Gísla um Alþýðubandalag og Ólaf Jóhann- esson er býsna spennandi. En ég hlýt að benda honum á að spyrja t.d. Lúðvík Jósepsson um sannleiksgildi kenningarinnar áður en hann fer að hafa hærra um hana. Ætli Gísli eigi við þau pólitísku átök sent hæst bar á árunum 1971- 74? Það væri þá framganga Ólafs og liðsinni í landhelgismálinu? Það væri þá áhugi Ólafs á brottför hers- ins á þessu tímabili? „Skal að því stefnt að herinn hverfi á brott...“, sagði í þeim stjórnarsáttmála,og heldur Gísli Gunnarsson að vinátta og samstarf Alþýðubandalagsins hafi náð hámarki í þessum mála- flokkum? Það er einnig ánægjulegt að Ólafur skuli eiga einhvern Alþýðu- bandalagsmenn að aðdáanda, því hver vildi að hann stæði uppi vina- laus? Þrátt fyrir langt mál hef ég ekki rakið allar rangfærslur Gísla Gunn- arsonar en engu að síður er mál að linni. Það er svo eftir öðru að sagnfræðingurinn skuli ekki koma skammstöfun undirritaðs óbrjál- aðri frá sér. Hann skrifar skamm- stöfun mína alls staðar í hástöfum en hún er rétt í allri hógværð í lág- stöfum. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.