Þjóðviljinn - 14.01.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Side 16
DWÐVHIINN Föstudagur 14. janúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans cr 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Filman af Reykjavíkurmynd Lofts Guðmundssonar. Eins og sjá má eru hvítar rákir og kúlur á filmunni, en það er froða sem vellur upp eins og gerist þegar nitrat-filmur skcmmast. Negatív þessarar myndar er til og enn er hægt að bjarga myndinni með því að taka kópíur af því, en það er byrjað að skemmast og aðeins tímaspursmál hvenær það verður orðið ónýtt. Samt fékkst ekki fjárveiting hjá Reykjavíkurborg uppá 200 þús kr. til að bjarga myndinni nú þegar. )Ljósm. - eik ) Reykjavíkurmynd Lofts Guðmundssonar frá 1940: Sýningareintakið er orðið ónýtt... og „negatívið” á síðasta snúningi — fjárveiting fékkst ekki hjá Reykjavíkurborg til að bjarga myndinni Á árunum 1940-1942 tók Loftur Guðmundsson ljósmyndari, heimildarkvikmynd um Reykja- víkurborg. Sýningareintakið af þessari mynd, ásamt „negatívi“ hennar hefur verið geymt í Árbæj- arsafni við algerlega ófullnægj- andi skilyrði, enda er svo komið að sjálft sýningareintakið er þegar orðið ónýtt, en „negatívið" er það ekki, en er byrjað að skemmast. Það er þvf enn ekki of seint að bjarga þessari merku heimildar- mynd, en við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar í síðustu viku felldi Sjálf- stæðisflokkurinn tillögu frá Al- þýðubandalaginu um fjárveitingu til verksins. Um er að ræða 200 þúsund krónur. Filmurnar eru nú komnar í vörslu kvikmyndasafns ríkisins, og segir Erlendur Sveinsson, forstöðu- maður þess, að þar sem hér er um að ræða nítrat-fiimur sem ieysast upp og tærast, þoli það enga bið, ef bjarga á myndinni með því að senda „negatívið" utan og gera eftir því sýningarfilmu, pósitíf og negatív á nútíma filmu, sem hægt er að geyma. - í Helgarblaði Þjóðviljans á morgun er viðtal við Erlend um þetta mál og mörg fleiri sem snerta geymslu gamalla kvikmyndafilma og annað sem að safninu snýr. Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá RLR um „Cannibal Holocaust” Fjárveiting til Torfusamtakanna: Dæmi ekki um saknæmi „Eins og komið hefur fram hefur ríkissaksóknari sent okkur þessa spólu með myndinni „Cannibal Holocaust" og lagt fyrir okkur að rannsaka hana og dreifingu hennar með hliðsjón af 210. grein hegning- arlaganna. Við hér hjá RLR höfum skoðað þessa spólu, en á þessu stigi get ég ekki dæmt um saknæmi dreifingarinnar," sagði Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins þegar Þjóðviljinn hafði tal af honum í gær. Eins og fram hefur komið hef- ur ríkissaksóknari sent RLR málið. Arnar sagði að mál þetta væri á algjöru frumstigi, Rannsóknar- lögreglan hefði lagt hald á bók- haldsgögn sameignarfyrirtækisins „ÍS - VIDEÓ“ og yfirheyrt skráða eigendur, þá Jafet Óskarsson og Pétur Kvaran. Hann sagðist ekki vita til þess, að þessi tiltekna spóla hefði verið í umferð annarsstaðar. Aðspurður um, á hvaða hátt sjoppa sú sem „ÍS - VÍDEÓ“ hefði aðstöðu í, tengdist starf&emi vídeóleigunnar, svaraði Arnar því til, að sjoppan væri dreifingaraðili og Rannsóknarlögreglan þyrfti því að ræða við alla aðstandendur sjoppunar, eigendur og afgreiðslu- fólk. -hól. Veru- legur niður- skurður Þessi fjárveiting er ekki beint hvetjandi fyrir uppbyggingu Bern- höftstorfunnar, sagði Hallgrímur Guðmundsson formaður Torfu- samtakanna í viðtali við Þjóðviljann í gær um fjárvcitingu Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1983. Hér er um verulegan niðurskurð að ræða eða sem nemur verðlagsbreytingum. Við fengum 300 þúsund fyrir árið 1982 og fáum sömu upphæð nú, sagði Hallgrímur. - Þessi fjárveiting nýja borgar- stjórnarmeirihlutans tefur að sjálf- sögðu framkvæmdir við uppbygg- inguna, en nú hefur einmitt verið unnið að endurbyggingu gamla bakarísins. Við fórum fram á 800 þúsund króna styrk, en fáum 300 þúsund. Frá ríkinu fáum við 900 þúsund, en þetta hrekkur skammt því uppbyggingin er mjög dýr, sagði Hallgrímur Guðmundsson að lokum. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar lagði Alþýðubandalagið til, að Torfusamtökin fengju eðlilegar verðlagshækkanir á styrkinn frá 1982 og hann yrði 500 þúsund á þessu ári. Sú tillaga fékk 9 atkvæði fulltrúa minnihlutans í borgar- stjórninni. - óg Hallgrímur Guðmundsson formað- ur Torfusamtakanna. Sóttum um 800 þúsund, fengum 300 þúsund. Standast innflutt einingahús ekki íslenskar kröfur?_____ Stefnt er á eftirlit með innflutningi Gerðar hafa verið athugasemdir vegna brunavarna og frágangs raflagna, auk fleiri atriða Nefnd á vegum félagasmálaráðu- neytisins undirbýr nú tillögur um aukið cftirlit með innllutningi ein- ingahúsa, svo og framleiðslu ein- ik.gáúúsa innanlands mcð það fyrir augum að þau falli í einu og öilu að íslenskri byggingareglugerð. Þykir sýnt að allnokkuð af þeim húsum, sem hingað hafa verið flutt inn, standist ekki íslenskar kröfur, m.a. um brunavarnir og frágang raflagna. Að sögn Óttars P. Halldórssonar formanns nefndarinnar beinast augu manna einkum að hinum gíf- urlega innflutningi einingahúsa undanfarin misseri og bendi margt til þess að ýmislegt sé athugavert við frágang sumra húsanna, sem ekki virðast alltaf uppfylla ís- lenskar kröfur um vindálag, snjóá- lag og jarðskjálftaálag. Þá virðist ljóst að hér á landi gildi mun stran- gari reglur varðandi brunavarnir. svo og frágang raflagna. „Megintilgangurinn með okkar starfi er að vernda neytendur gegn því að aftan að þeim sé komið, því lagfæringar á innfluttum húsum sem menn hafa keypt geta oft reynst mjög kostnaðarsamar. Okk- ar krafa í nefndinni er einfaldlega sú að varðandi innflutninginn sé í einu og öllu farið eftir íslenskum lögum og reglugerðum og menn eru sammála um að eftirliti með Alþýðuflokkurinn dregst saman Ágúst og Garðar sögðu af sér - Það liggja bæði persónulegar og pólitískar ástæður að baki úrsagnar minnar, sagði Ágúst Einarsson sem hefur sagt af sér trúnaðastörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Garðar Sveinn Árnason fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins sagði sig einnig úr framkvæmdastjórn (lokksins í fyrradag. -Svona erfið persónuleg og pólitísk ákvörðun byggist að sjálfsögðu aldrei á einhverjum einstökum atburði, heldur hljóta mörg atvik og mál að leiða til ákvörðunar af þessum toga, sagði Ágúst Einarsson. Hefur þú hug á að ganga til liðs við Bandalag jafnaðarmanna, sem væntanlega verður stofnað á næstunni? -Ég hef áhuga á jafnaðarstefnunni, en ég hef engar ákvarðanir tekið í þessa veru. Þetta verður að nægja að sinni. -«g þessum húsum verði hið bráðasta komið á“, sagði Óttar P. Hall- dórsson. Þess má geta að Húsnæðisstofn- un hefur nýlokið könnun á íslensk- um einingahúsum, en framleiðend- ur þeirra munu vera 25 talsins. Er ætlunin að útbúa staðla fyrir fram- leiðsluna hér heima og yrðu inn- fluttu húsin að falla að þeim stöðlum sem hér verða gerðir. -v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.