Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 Friðarboöskapur kvenna- framboðsins Við þessi áramót er Kvennafram- boðskonum efst í huga von um að baráttan fyrir friði og afvopnun í heiminum megi verða árangurs- rík. Aldrei hefur mannkyninu staf- að meiri ógn af framleiðslu ger- eyðingarvopna og hernaðaranda en einmitt nú. Síðustu vikur hafa borist fregnir af áformum um enn meiri framleiðslu og enn fleiri eld- flaugar sem koma á fyrir í Banda- ríkjunum. Síðari hluta þessa árs á að koma fyrir meðaldrægum eld- flaugum í Evrópu og beina þeim í austurátt, sem svar við SS-flaugum Rússa, sem beint er að V-Evrópu. Takist ekki að koma í veg fyrir það munu Sovétmcnn finna upp ný vopn til andsvara (sjálfsagt eru þeir tilbúnir með þau), NATO svarar því og þannig koll af kolli. Kjarn- orkukafbátar ösla um höfin, þar á meðal umhverfis ísland. Viðræður stórveldanna eru strandaðar á skeri efnahagshagsmuna og ógnar- jafnvægis, en vonandi verða nýjar tillögur til þess að friðaröflin verði kaldastríðsöflunum yfirsterkari, því mannkynið stefnir óðfluga að eyðingu alls lífs, verði ekki eitthvað að gert og það strax. Fólk um allan heim gerir sér ljóst að þennan mikla vanda verður að leysa. Það verður að finna leið til að tryggja frið og mannsæmandi líf allra jarðarbúa. Sú leið liggur um öflugar friðarhreyfingar. Við erum öll ábyrg gagnvart komandi kyn- slóðum og jörðinni sem við byggjum. Vöxtur friðarhreyfinga var með- al gleðilegustu atburða liðins árs. Væntanlega mun friðarbaráttan eflast til mikilla muna 1983 og von- andi tekst friðarsinnum að koma í veg fyrir staðsetningu nýrra vopna í Evrópu og N-Ameríku. Vonandi vex friðarflytjendum í Austur- Evrópu fiskur um hrygg, svo að krafan um frið og afvopnun megi heyrast hátt og snjallt jafnt úr austri sem vestri, suðri sem norðri. íslendingar mega ekki láta sitt eftir liggja. Við verðum að krefjast þess af íslenskum stjórnvöldum að þau taki afstöðu gegn vígbúnaði á alþjóða vettvangi og heima fyrir, annað er hneyksli. Við krefjumst þess að íslensk lögsaga verði friðuð fyrir kjarnorkuvopnum, umferð kjarnorkuknúinna farartækja á landi, lofti og láði. Við krefjumst þess að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, sem skref í átt til afvopnunar. Kvennaframboðið skorar á alla Islendinga, konur sem karla að leggja sitt af mörkum svo að rödd íslands megi heyrast í þeim mikla alheimskór sem krefst friðar á jörðu. Kjetil Berge og Göran Ohldieck hafa ferðast víða til þess að safna efniviði í „Grímur“. -Ljósm. Atli. Grímur „Grímur" heitir ljósmyndasýning tveggja norskra ljósmyndara sem er að hefjast í sýningarsölum Norr- æna hússins. Sýningin verður opn- uð í dag, laugardag, og verður síð- an opin daglega kl. 14 til 19, til 30. janúar. Á sýningunni eru um 100 ljós- myndir, svart-hvítar, teknar af fólki víðs vegar um heim, allt frá norskum smábæjum til afríkanskra þorpa. Einnig sýna þeir skyggnur og tónlist verður spiluð af snæld- um. Norðmennirnir Kjetil Berge og Göran Ohldieck segja ljós- myndavélina gott tæki til þess að sýna þá grímu, sem fólk bregður á sig til þess að sýnast annað en það er. „Myndtúlkanir okkar koma fram í titlum og texta myndanna, en í staðinn væntum við að fá skoð- anir fólks og viðbrögð." Kjetil Berge er fæddur 1957 í Sveio í Noregi. Auk ljósmyndunar hefur hann fengist við grafík og textílhönnun. Göran Ohldieck er fæddur 1952 í Bergen. Hann hefur einnig lagt stund á grafík og lauk prófi frá Listiðnaðarskólanum í Bergen. Þá hefur hann skrifað bækur og unnið sem teiknari. Hann hefur haldið sýningar á verk- um sínum í Noregi, Þýskalandi og Spáni. —ekh p itst jornargrei n Ný uppeldisstofnun hins frjálsa markaöar Verulegur hluti efnisins sem í boði er á myndbandaleigunum er hrátt ofbeldi og kynferðislegar misþyrmingar. Þjóðviljinn skýrði frá því í vik- unni að á myndbandaleigu einni í Kópavogi væri verið að leigja út kvikmynd þar sem raunverulegt morð er framið fyrir framan myndavélina, auk þess sem fólki er misþyrmt og nauðgað á hinn herfilegasta hátt. Ástæða er til þess að ætla að þessi mynd, sem gerð hefur verið upptæk í ýmsum grannlöndum okkar, sé í umferð á fleiri videóleigum, ef marka má upplýsingar frá lescndum. Blaðið kærði dreifingu og verslun með þessa mynd til Ríkissaksóknara og fór þess á leit að hann kannaði hvort íslensk lög næðu yfir þetta athæfi, og gripi til viðeigandi ráðstafana ef nokkur kostur væri. Ástæðulaust frjálslyndi í flestum löndum í kringum okkur hefur orðiö mikil mynd- bandasprenging og myndbanda- leigur sprottið upp eins og gor- kúlur eftir vætunótt. Verulegur hluti þeirra myndbanda sem boðin eru út til leigu hafa að geyma hrátt ofbeldi og mismun- andi svæsið klám. Hinn „frjálsi myndbandamarkaður" er þegar orðin ein helsta uppeldisstofnun í landinu á örskömmum tíma. Er- lendar rannsóknir benda til þess að það séu einkum unglingar og stálpuð börn sem sækja í ofbeldis- og klámmyndir og fá í gegnum þær afar brenglaða mynd af raunveruleikanum. Hugmyndir manna um nekt og ástir á hvíta dúknum eða á skján- um hafa mjög hneigst í frjáls- lyndisátt á síðari árum. Ekkert er nema gott um það að segja en það hlýtur alltaf að vera jafn brýn spurning hvar mörkin liggja í þeim efnum og í ofbeldisumfjöll- un. Svo er að sjá af viðbrögðum ríkissaksóknara og rannsóknar- lögreglu að þau embætti telji að frjálslyndið gagnvart nekt og ást- um gildi einnig um hrátt ofbeldi og kynferðislegar misþyrmingar. Auðvitað gætu þessir aðilar lok- að öllum myndbandaleigum með því einu að nota gildandi laga- bókstaf um klám til þess að upp- ræta verslun með ofbeldisklám, sem myndbandaleigurnar úa og grúa af. I stað þess skjóta þau sér á bak við það að engin lög séu til sem ná yfir myndbandaleigurnar néofbeldiáskjánum. Og löggjaf- inn er sem jafnan áður seinn á sér og má þakka fyrir ef tekst að af- greiða einhver lög sem ná yfir þessa nýju atvinnustarfsemi fyrir þinglok í vor. Yfirgengilegur slappleiki Vídeóið er ekkert stundarfyrir- brigði. Það mun breiðast út enn frekar og notkun þess þróast á margvíslega vegu. Að sjálfsögðu verður að krefjast þess að at- vinnustarfsemi sem tengist þessu nýja fyrirbæri sé ekki utan við lög og rétt. Hverskonar slappleiki er það að skjóta sér undan öllum aðgerðum þegar verið er að bjóða á markaði hér myndir af hryllilegum en raunverulegum morðum og nauðgunum? Hvaða siðferði er það sem býður mönnum að hafa slíka vöru á boðstólunum? { Svíþjóð, Noregi og Finnlandi er verið að setja lög þar sem það allra versta af ofbeldis- og klám- myndum er sett á bannlista, en ýmsar skorður settar gegn því sem er af vægara taginu, t.d. aldurstakmarkanir. Danir vilja láta menn velja og hafna en þeir hugsa sér að setja upp eftirlit sem skoði allar spólur á markaði og setji aldurstakmarkanir. Megin- hugsunin hjá frændum okkar á Norðurlöndum virðist vera sú að með aðhaldi sé hægt að knýja það fram að þeir sem höndla með vídeó- filmur sýni lágmarks aðgæslu og ábyrgðartilfinningu í starfsemi sinni. Og annarsstaðar á Norður- löndum hika menn ekki við að nota gildandi lög, þó ófullkomin séu, til þess að kanna starfsemi vídeóleiganna og snúast gegn versta hroðanum. Skáldskapur og raunveruleiki Ofbeldi verður aldrei bannað í Einar Karl skrifar myndum. Einfaldlega vegna þes að það er hluti af daglegu brauði manna um allan heim. Það er hinsvegar rík tilhneiging óprútt- inna gróðamanna og siðleysingjá í dag að framleiða ofbeldismyndir sem skapa sterk hughrif með því að gera ofbeldið eins raunveru- legt og kostur er. Þar skilur á milli þeirra og eldri hryllingsmynda að þær síðarnefndu voru óraunveru- legar og auðvelt fyrir áhorfand- ann að skilja milli skáldskapar og veruleika. í öðru lagi ber mikið á myndum þar sem ofbeldið er framið ofbeldisins vegna og er ekki sett í neitt orsakasamhengi. í þriðja lagi er talsvert framboð af myndum þar sem ofbeldið er fært í hetjubúning og túlkað á já- kvæðan hátt. Þannig má flokka ofbeldismyndir og nota þá flokk- un til þess að verja jafnt einstak- linga sem þjóðina gegn afleiðing- um sem birtast í ranghugmyndum unglinga, taugaveiklun, sálar- kreppum og ofbeldistilhneig- ingum, samkvæmt erlendri reynslu. Skynsamlegt aðhald Opinbert eftirlit með kvik- myndaframboði er ekki sérlega eftirsóknarvert. Góðar tilætlanir geta snúist upp í óþolandi af- skiptasemi og ritskoðun á lista- verkum og þjóðfélagslegri gagn- rýni. Á hinn bóginn er heldur ekki þolandi að engin afskipti séu höfð af starfsemi sem þverbrýtur íslenska löggjöf í mörgum grein- um, svo sem höfundaréttarlög, og ástundar siðlausa verslun með glórulaust ofbeldi. Hér verða all- ir aðilar, löggjafinn, lögregla, dómstólar, blaðamenn, listafólk og almannasamtök að takast á hendur það erfiða verkefni og vanþakkláta að siðbæta videó- markaðinn með skynsamlegu að- haldi. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.