Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 upphafi kulda- Erum við skeiðs? Hvað veldur því að köld skeið og heit skiptast á á jarðkringlunni. Kínverskir vísindamenn hafa undanfarið rannsakað veðurfarslýsingar sem til eru í Kína, allt að 3000 ára gamlar, og borið þær saman við stöðu himintungl- anna og komist að þeirri niðurstöðu að þegar pláneturnar í sólkerfi okkar séu í vissri afstöðu komi kuldaskeið á jörðinni. Samkvæmt því má búast við að nú sé að hefjast eitt slíkt kuldaskeið sem geti staðið í nokkra áratugi. f 1 tímabil. Kínversku vísindamennirnir, sem stundað hafa þessar rannsókn- ir, heita Ren Zhenqiu og Li Zhis- en. Sá fyrrnefndi starfar við geimvísindaakademíuna í Peking en sá síðarnefndi við Stjörnuathug- unarstöðina í sömu borg. Lykilat- riðið í kenningu þeirra er að þegar jörðin er öðrum megin sólar en hinar pláneturnar skipa sér þétt saman hinum megin sólar fylgi kuldaskeið. Það er kallað sýnóda í stjörnufræði þegar pláneturnar skipa sér þannig saman. Það gerð- ist síðast 2. nóv. s.l. Ren og Li hafa reiknað út allar sýnódur s.l. 4500 ár ogfundið út að þær gerist að meðaltali á 179 ára fresti en þó geti verið fæst 140 ár á milli. Þá er átt við að allar plánet- urnar liggi innan 90° horns á himni, séð frá jörðu. Röð plánetanna er þó ekki alltaf eins á himni þegar slík sýnóda gerist heldur getur ver- ið með ýmsu móti. Hún getur t.d. verið Venus-Júpiter, Úranus, Sat- úrnus, Mars, Merkúr, Plútó- Neptúnus eða þá Júpíter-Satúrnus- Venus-Neptúnus-Mars-Plútó- Úranus-Merkúr. Einnig getur ver- ið mismunandi hversu þétt þær skipa sér saman. Sumar liggja innan 40-45° horns en aðrar rétt ná 90° horni. Síðan árið 2500 f.Kr. hafa 25 sýnódur orðið og sú sem varð 2. nóv. s.l. var tiltölulega þétt. Þá voru allar pláneturnar innan 65° horns á himni. Allt að 3000 ára kínverskar heimildir En hvaða heimildir höfum við um veðrið allt frá árinu 2500 f.Kr? Þær eru ekki mjög nákvæmar frá elstu tíð. Þó eiga Kínverjar annála t.d. um sérstaklega harða vetur sem eru allt að 3000 ára gamlir. Að öðru leyti verður að byggja á t.d. árhringjum í trjám og jöklarann- sóknum. Elstu kínversku annálarnir eru frá dögum Chou konungsættarinn- ar frá árinu 1066 f.Kr. Mjög þétt sýnóda (pláneturnar lágu innan 40° horns) varð 21. mars 918 f.Kr. og annálarnir skýra okkur frá geysi- legri kuldatíð næstu áratugi. Þá frusu stórfljótin í Kína. Hörðustu veturnir voru 903 og 897 f.Kr. Að loknu þessu tímabili komu nokkrar tiltölulega hlýjar aldir en á því tímabili urðu 7 sýnódur. Fimm urðu að sumarlagi (á norðurhvel- inu) og hinar tvær með stóru horni. Næsta þrönga vetrarsýnóda á undan (40° horn) varð 30. jan. 1953 f.Kr. Um tímabilið þar á eftir eru engar skrifaðar heimildir en rann- sóknir á sjávarbotni, trjáhringum og jökulkjörnum benda hins vegar til mjög kalds tímabils í kjölfarið. Af þeim 19 sýnódum sem hafa gerst síðan sögur hófust í Kína voru 9 að vetrarlagi og sambærilegar við þá sem var 2. nóv. 1982. Um ára- tuginaeftireina þeirra er eyða í sög- unni, en eftir flestar hinar eru til skráðar sögur um kuldatímabil næstu áratugi. Tvær þeirra voru með stórt horn. Sú sem varð 12. des. 449 f.Kr. var aldrei með þrengra horn en 100° og sú sem varð 11. jan. 269 f.Kr. var með 84° horn. Skv. heimildum fylgdi blönduð veðrátta þessum tveimur vetrarsýnódum en hinum sem þrengri voru fylgdu rakin kulda- tímabil. Sýnum úr Grœnlands- jökli ber saman Að sjálfsögðu verður að taka fornum annálum með varúð því að þeir lýsa ekki hitastigi en á síðari árum hefur verið þróuð tækni til að finna út hita langt aftur í tímann. Fyrir nokkrum árum tókst dönsk- um hópi undir stjórn Willi Dans- gaard prófessors að finna upp íshit- amæli sem finnur út hitastig þús- und ár aftur í tímann með mæling- um á ísótóbum frá Grænlandsjökli. Grænland er á norðurhveli jarðar eins og Kína og þess vegna er mjög fróðlegt að bera saman niðurstöð- ur Dananna og Kínverjanna. Það kemur í ljós að kuldatímabil á Grænlandi og í Kína s.l. 1000 ár fara saman. Síðan árið 1000 hafa orðið 5 sýn- ódur og það vill svo til að allar hafa þær orðið að vetrarlagi og í öllum nema einni hafa pláneturnar sést innan við 65° horn frá jörðu. Sýnódan 1665 og kuldaskeiðið á eftir Hinn 6. janúar 1665 varð þrengsta sýnódan á þessu tímabili (45° horn) og er það sú þrengsta s.l. 3000 ár. Næsta hálfa öld á eftir var sú kaldasta sem um getur í sögunni og hefur verið talað um Litlu ísöld í því sambandi. Á þessu tímabili urðu mjög hörð ísaár á íslandi og kom fyrir að ísinn færi suður fyrir land og inn á Faxaflóa. Á Englandi fraus áin Thames sem er fáheyrður atburður. Víð sýnóda varð hins vegar 24. jan. 1844 (86° horn) og í kjölfar hennar kom ekki kuldatímabil heldur miklu fremur hitaskeið sem hefur gert 20. öld hlýrri en flestar aðrar s.l. þúsund ár. Ef kenningin um sýnódurnar er rétt virðist því aðeins koma kuldatímabil séu þær innan 70° horns og því harðari sem þær eru þrengri. Skv. mælingum Dansgaards og félaga á borkjörnum úr Græn- landsjökli koma öll kuldaskeið s.l. 1000 ár í kjölfar sýnódanna og á u.þ.b. 180 ára millibili - með undantekningu þó þar sem var sýn- ódan 1844. En þá má spyrja: Hvers vegna voru fyrstu tveir áratugir 19. aldar kaldir? Engin sýnóda var undan- fari þeirra. Þar er talið eldgosum um að kenna enda hefur engum dottið í hug að staða plánetanna hafi ein áhrif á veðurfar á jörðinni. Samt er það skrýtin tilviljun að það eru nákvæmlega 180 ár frá því að þetta kuldaskeið hófst og þar til sýnódan 2. nóv. s.l. varð. Frá árinu 1000 til 17. aldar kóln- aði loftslag smám saman og náði það hámarki í fyrrnefndri Litlu ísöld. Eftir það hefur farið hlýn- andi og á því tímabili varð sýnódan 1844 þar sem pláneturnar voru til- tölulega langt hver frá annarri séðar frá jörðu. Kínversku vísind- amennirnir hafa sett upp töflu þar sem stærðin á horni hverrar sýnódu er í öfugu hlutfalli við hitastigið á kuldaskeiðinu sem kemur í kjölfar- ið. Þessi tafla er í samhljóman við niðurstöður frá Grænlandi. Kínverskir vísindamenn hafa komist aö þeirri niðurstöðu að staða plánetnanna á himinhvelflnu stjórni hita- og kuldaskeiðum á jörðinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.