Þjóðviljinn - 15.01.1983, Page 16

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 við nokkrar púðurtunnur Þegar mikið liggur við, hreykjum við okkur hátt af að eiga Landsbókasafn, Þjóðskjalasafn, Þjóðar- bókhlöðu í burðarliðnum, Árnastofnun, jafnvel Listasafn íslands. Ýmis fleiri söfn eigum viðíslend- ingar sem við erum vonandi öll stolt yfir, meira að segja eigum við vísi að Kvikmyndasafni. Því miður getur Kvikmyndasafn íslands ekki talist nema vísir að safni, þannig er að því búið fjár- hagslega. Húsakynni safnsins eru eitt skrifstofuherbergi og eldtraust filmugeymsla; búið, punktur og basta. Við safnið starfar einn maður í hálfu starfi, forstöðumaður þess, Erlendur Sveinsson. Á fund hans fóru tíðindamenn Þjóðviljans, til að rabba við hann um safnið. Söfnun hefur verið höfuðverkefnið - Það eru að verða liðin 5 ár síðan lög um Kvikmyndasafn fslands voru samþykkt á Alþingi, en það var 8. maí 1978 og samkvæmt þeim lögum er safninu ætlað það hlut- verk að safna íslenskum kvikmynd- um og kvikmyndum um íslenskt efni, gömlum og nýjum, hverju nafni sem nefnast, og varðveita þær. Einnig er safninu ætlað að afla sér eintaka af erlendum kvikmyndum, sem hafa listrænt og kvikmynda- sögulegt gildi. Þá er gert ráð fyrir að safnið gangist fyrir kvikmynda- sýningum fyrir áhugahópa um kvik- myndir, sé þess óskað og safn- stjórn, sem menntamálaráðherra skipar, telji það tiltækilegt. Safnið fær fé á fjárlögum. Þetta er nú svona það helsta sem hægt er að segja um tilurð safnsins, sagði Erlendur, en að sjálfsögðu höfðu ýmsir áhugamenn um kvik- myndasafn barist fyrir málinu áður en það kom til meðferðar Alþingis. Má þar nefna Þorgeir Þorgeirsson, sem var mikill áhugamaður um að kvikmyndasafni yrði komið á lagg- irnar. Eftir af safnið varð til, hefur að bjóða. Á þeim endast litirnir marg- fált betur, sé filman geymd við rétt hita og raka stig, skilyrði, sem eru að sjálfsögðu fyrir hendi í öll- um alvöru kvikmyndasöfnum. Myndin fannst ekki Menn vissu að Loftur hafði tekið þessa mynd, en hvernig sem leitað var, fannst hún ekki. Magnús Jó- Hugað að 21. öldinni Fljótlega eftir að safnið var stofnað gerðist það aðili að Al- þjóðasamtökum kvikmyndasafna, en það vill svo til að eitt aðalmál þeirra samtaka nú er að finna leið til að geyma litkvikmyndir. í vor verður haldin mikil ráðstefna um þetta mál, á vegum samtakanna, þar sem menn eru með í huga hvernig varðveita megi filmurnar næstu öldina, menn hugsa ekki lengra í bili. - Þú sagðir áðan að söfnun á gömlum fílmum íslenskum hefði gengið bærilega. En er ekki enn mikið verk óunnið á því sviði? - Vissulega og það stafar fyrst og fremst af því að fjárveitingar til safnsins eru of litlar, þannig að ekki er hægt að hafa mann, hvað þá menn, í fullu starfi. Það er nefni- lega þannig með þessa söfnun að maður er með marga lausa enda, sem nauðsynlegt er að rekja sig eftir og er afar tímafrekt. Eg get nefnt sem dæmi, kvikmyndina sem Loftur Guðmundsson tók á Al- þingishátíðinni 1930. Þetta var eina myndin sem fagmaður tók þar, all- ar aðrar filmur eru teknar af áhuga- mönnum með 16 mm vélar og al- gerlega skipulagslaust. Þyiftumaö losa okkur Elsta diskótek landsins. Þetta eru piötuspilararnir tveir og plötugeymsla, sem notuð voru við kvikmyndasýn- ingar í Gamlabíói. Þegar platan var útspiluð öðrumegin, var hægt, með takkanum, sem Erlendur heldur um, að skipta yfir á hinn spilarann. (Ljósm. -eik-) sjálfsögðu verið lögð höfuð áhersla á söfnunina og má segja að okkur hafi þar gengið vonum framar hvað varðar gamlar filmur. Aftur á móti horfir málið öðruvísi við hvað viðkemur nýjum íslenskum kvik- myndum. Gagnstætt því sem er með bækur hér á landi, er engin skilaskylda á nýjum kvikmyndum. Hvert eintak af nýjum kvikmynd- um kostar ekki undir 20 þúsund krónum og safnið hefur ekkert fjármagn til að kaupa þær. Við höf- um ekki einu sinni fjármagn til að bjarga gömlum filmum frá eyði- leggingu, en fjöldi filma eru á mörkum þess að eyðileggjast vegna þess að um nitrat-filmur er að ræða. Það er ekki hægt að geyma þær nema við alveg sérstak- ar aðstæður, 6 gráðu hita og 50% raka. Því láta öll kvikmyndasöfn taka gamlar kvikmyndir yfir á ný- tísku fílmur til varðveislu, en við komum að þessu máli nánar á eftir. En varðandi skilaskyldu á filmum, þá vonar maður að henni verði komið á í framtíðinni. Hinsvegar dugar söfnum ekki að fá venjulegt sýningarfilmu-eintak, vegna þess að litirnir eyðast með tímanum og því þarf að setja myndirnar yfir á sérstakar filmur, sem nú er farið að hannsson, sem sæti á í stjórn safns- ins, hafði mikinn áhuga á að finna filmuna og hafði leitað víða og eytt til þess miklum tíma. Svo allt í einu kom filman í leitirnar í fyrra, þegar Sigríður Björnsdóttir í Hveragerði var að huga að gömlum munum, eftir lát manns síns Eiríks Bjarna- sonar. Þau hjón ráku bíó í Hvera- gerði og hér á árunum áður ráku_þau ferðabíó, sem Sigríður stjórnaði. Hún mun vera fyrsta og ef ekki eina konan sem verið hefur sýning- arstjóri í kvikmyndahúsi hér á Iandi. Sem sagt, hún fann þarna hjá sér þessa filmu. Þau hjónin munu hafa fengið eintak af myndinni til sýninga á sínum tíma og filman svo orðið eftir hjá þeim. Sigríður sendi Kvikmyndasafninu filmuna. Við höfum skoðað hana og hér er um stór merka kvikmynd að ræða, sýn- ingartími 30 mínútur. Þá var þarna líka önnur mynd sem Loftur hafði tekið af hátíðarhöldum í Reykjavík 17. júní 1930. Þá hefur fólk senni- lega verið að fagna afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Síðan er ein eldri mynd eftir Loft, sem heitir „ísland í lifandi myndum“. Þetta eru allt 35 mm filmur sem Loftur tók á, en aðrar filmur sem til eru, til að mynda af hátíðinni á Þingvöll- Rætt við Erlend Sveinsson forstöðumann Kvikmyndasafns íslands um 1930, eru 16 mm filmur, þar á meðal filma sem V-íslendingurinn Harold Johns tók og gaf síðan ís- lendingum. Filmurnar liggja undir skemmdum - Þú talaðir um að vandamál væri að geyma litkvikmyndir. Er þá ekkert vandamál að geyma þessar gömlu svart/hvítu myndir? - Hvort það nú er, þetta er orðið alveg hrikalegt vandamál og raun- ar meira en það, innan stutts tíma getum við einfaldlega hent þessum filmum, vegna þess að þær eru að eyðileggjast hægt og rólega og ef við fáum ekki fé til að senda þær utan til sérstakra stofnana, sem taka „kópíur“ af þeim á nútíma filmur, þá getum við alls ekkert gert til að varðveita þær. Þessar göntlu filmur eru svo kall- aðar nitratfilmur og nitratið leysist upp og efnið liggur bara ofan á film- unni og lítur út eins og ryð að sjá. Síðan vellur einhver froða uppúr filmunni. En það versta er að þess- ar filmur eru stórhættulegar.Það má líkja þeim við púðurtunnur og sannarlega þyrftum við að losna við nokkrar slíkar „púðurtunnur" úr safninu. Eldhættan og sprengi- hættan af þessum filmum er óskap- lega mikil. Ég get nefnt þér sem dæmi að í mars í fyrra sprakk hús kvikmyndasafns Mexíkóborgar í loft upp, 5 manns létu lífið og 40 særðust. Það var einmitt deildin sem nitratfilmurnar voru geymdar í, sem sprakk með þessum hroða- legu afleiðingum. En varðandi Alþingishá- tíðarmynd Lofts, þá er bara þetta eina eintak til, en negatívið ekki. Filman er ekki í sýningarhæfu á- standi eins og hún er nú og er að eyðileggjast hægt og hægt. En það er enn hægt að bjarga henni með því að senda hana í meðferð er- lendis og láta gera af henni, negatív og pósitív eintök og sýningarfilmu. Reykjavíkur-kvikmynd að eyðileggjast Loftur Guðmundsson gerði einnig mjög merkilega heiinildar- mynd um Reykjavík á árunum 1940 til 1942. Filman og einnig neg- atívið, voru í vörslu Árbæjarsafns en hefur nú verið komið til okkar. Filman sjálf er algerlega ónýt, eins og þú getur sjálfur séð. (Filman liggur í filmuhylki, það liggur yfir henni eitthvað sem líkist ryðdufti og uppúr hlið filmunnar vellur froða, hvít á lit og af þessu öllu leggur mjög sterka lykt). - En það er bót í máli, heldur Erlendur áfram, að til er negatív af myndinni þannig að hægt er að bjarga henni, en það verður að ger- ast strax, vegna þess að negatívið er líka að skemmast. Sótt var um sérstaka fjárveitingu til Reykjavík- urborgar á dögunum til að senda myndina utan í meðferð, en borg- arstjórn hafnaði þessari beiðni. Eg veit ekki nema það verði of seint að fá fjárveitingu næsta ár, filman er alveg á síðasta snúningi. Auk þess, eins og ég sagði áðan, er hættulegt að hafa þessar filmur hér í safninu vegna elds og sprengihættu. - Hvað kostar að bjarga þessari Reykjavíkurmynd?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.