Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 Þau ætla sér gull á næstu ólympíuleikum Frjálsíþróttafólk frá Kúbu hefur af og til vakið athygli á stórmótum víða um heim og skotið skærustu stjörnum stór- þjóðanna óvænt ref fyrir rass. Undanfarin ár hefur þekktasti kúbanski íþróttamað- urinn án efa verið hlauparinn snjalli, Al- berto Juantorena, en á næstu Ólympíu- leikum, í Los Angeles sumarið 1984, binda Kúbubúar mestar vonir við tvö ung- menni, kringlukastarann Luis Mariano Delis og Mariu Caridad Colon, sem skartar reyndar þegar ólympíugulli í spjótkasti. Við skulum líta nánar á feril þessarra tveggja sem ætla sér stóran hlut í Los Angeles að ári. Maria Caridad Colon þeytir spjótinu til sigurs á Mið-Ameríkuleikunum í Havana á síðasta ári. Járnviljinn gæti fleytt henni til sigurs Maria Caridad Colon er bros- mild, ákveðin og hreinskilin stúlka sem býr í höfuðborg Kúbu, Ha- vana. Af útliti að dæma virðist hún ekki líkleg til stórafreka í íþróttum, allra síst í kastgreinum, en hennar stærsta tromp, sannkallaður stál- vilji, hefur komið henni í fremstu röð spjótkastara í heiminum. Maria vakti fyrst heimsathygli á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 þegar hún varð fyrsta konan frá Mið-Ameríku til að ná gullverð- launum í frjálsíþróttakeppni leikanna frá upphafi. Hún var þó ekki lengi á toppnum, fljótlega dró hún sig í hlé sem varð um 20 mán- uðir, gerðist móðir og lauk stórum áfanga í námi sínu í íþróttafræðum. í nóvember 1981 tók hún að æfa að nýju og tók fyrst þátt í móti í maí 1982. Þá varð hún önnur á alþjóð- legu móti á Kúbu en landa hennar, Mayra Vila, sigraði. Sama röðin varð á mótum í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu mánuði síðar. Þá var komið að Mið- Ameríkuleikunum og þar tókst henni að komast framúr vinkonu sinni og sigra með 62,80 metra löngu kasti. Nú hélt Maria aftur til Evrópu, betur undirbúin en í fyrra skiptið, og henni tókst að sigra á alþjóðlegu móti á Ítalíu en þar kastaði hún spjótinu 61,32 metra. í Crystal Pal- ace í Englandi náði hún síðan 62,30 metrum en varð að sætta sig við annað sætið á eftir Fatimu Whit- bread frá Bretlandi sem kastaði 65,10 metra. Besti árangur Mariu er 68,40 metrar en honum náði hún fyrir Ólympíuleikana í Moskvu. Hún stefnir nú markvisst að verðlauna- sæti á leikunum í Los Angeles að ári en hún gerir sé fyllilega grein fyrir því að hún nær ekki að verja gullverðlaunin frá því í Moskvu nema með því að kasta nálægt eða yfir 70 metrana. Fjórar konur hafa náð því marki í heiminum, Kristina Lillak frá Finnlandi, Antoaneta Todorova frá Sovétríkjunum, Tati- ana Birjulina frá Búlgaríu og gríski Evrópumeistarinn Anna Verouli. Þessar kraftakonur og fleiri sterkar þarf hún að sigra til að komast á verðlaunapall en járnviljinn hefur fleytt henni langt á ferlinum og menn skyldu ekki verða undrandi þótt Maria Caridad Colon frá Kú- bu steli senunni á næstu Ólympíu- leikum. _y§ Verður hann sá besti í heiminum? Ungur Kúbubúi, Luis Mariano Delis, hefur alla burði til að verða besti kringlukastari heims innan skamms og halda því næstu árin. Delis, sem er 24 ára gamali, náði besta heimsár- angrinum á síðasta ári, 70,58 metrar, en það er þriðji besti árangur í þessari grein frjálsra íþrótta frá upphafi. í kringlu- kasti eru menn vanalega á toppnum vel fram yfir þrítugt og bestu árin eru talin vera frá 27 til 30 ára. Menn geta meira að segja haldið út meðal þeirra bestu um fertugt eins og Banda- ríkjamaðurinn Al Oerter. Á síðasta ári tók Delis þátt í átta stórmótum í kringiukasti og sigraði alltaf nema einu sinni, á alþjóðlegu móti í London þar sem hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum John Powell. Powell kastaði þar 68,32 m, en Delis 68,10. Á árinu hefur hann borið sigurorð af Pow- ell, Oerter, landa þeirra Ben Pluc- knett, Tékkanum Imrich Bugar og fleiri toppmönnum í greininni. Delis stundar nám í íþróttafræð- um við háskóla í Havana en hann er mikill tónlistarunnandi og segir að væri hann ekki íþróttamaður hefði hann örugglega helgað sig trommu- eða saxafónleik. Þrátt fyrir stærð og þyngd, tæpir 1,90 á hæð og 105 kg á þyngd, er hann mjög liðugur og mjúkur í hreyfing- um, sem og í aliri vöðvabyggingu en það er stærsti þátturinn í vel- gengni hans. A síðasta ári náði Delis nokkrum sinnum að rjúfa 70 metra múrinn, eins og þegar hann náði besta heimsárangrinum, 70,58 m, í Mo- desto í Kaliforníu og þegar hann sigraði á Mið-Ameríkuleikunum í Havana með 70,20 metra. Hann hefur mikla ánægju af kringlukast- inu og telur að hann eigi að geta bætt heimsmet Austur- Þjóðverjans Wolfgang Schmidt, 71,16 m, sett 9. ágúst 1978, á þessu ári. Vestur-þýska íþróttablaðið „Kicker“ lýsti því yfir fyrir skömmu að hann væri besti kringlukastari heims um þessar mundir og önnur íþróttablöð hafa slegið á svipaða strengi. Framfarir Delis hafa verið mikl- ar og stígandi frá því hann hóf keppni í kringlukasti 16 ára gamall árið 1974. Þá flaug kringlan 43,54 metra, tveimur árum síðar 56,82 metra og nítján ára að aldri komst hann yfir 60 metra markið og gott betur, 61,02 metra. Hann hefur bætt árangur sinn á hverju ári og síðan 1979 hefur honum gengið mjög vel á stórmótum. Þá varð hann þriðji á heimsleikunum í Montreal, náði bronsverðlaunum á Ólympíuleikunum í Moskvu árið eftir og 1981 varð hann í öðru sæti á heimsleikunum í Róm, kastaði þá 'íffiiSSR&etS&Zí&iik■ .•*:'"- - ____________ __ _____ Luis Mariano Delis horfir á eftir kringiunni. 66,32 metra. heiminum undanfarin ár og Kúbu- næsta ári. Þar verður hann án efa á Luis Mariano Delis er nafn sem búar binda miklar vonir við hann á höttunum eftir gullverðlaununum. vafalítið á eftir að bera hátt í íþrótt- Ólympíuleikunum í Los Angeles á _ys

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.